Tíminn - 22.05.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 22.05.1975, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 22. mal 1975 TÍMINN 13 1 1II1Í Kjaramál og sitthvað i sambandi viö þau er ofarlega á baugi. Bréfin til Landfara bera aö sjálfsögöu keim af þvi, sum hver. Tvö bréf af þvi tagi koma hér i dag. Maðkar i mysunni Verkamaöur vill sá nefnast, er fyrra bréfiö skrifar, og er lika þeirrar stéttar. Hann segir: „Sæll vertu, Landfari! Nú get ég ekki oröa bundizt, eftir aö hafahorftá þáttinn „Kastljós” I sjónvarpinu föstudaginn 9. mai s.l. Þar kom fram forsvarsmaö- ur „kjararannsóknanefndar” og geröi nokkra grein fyrir starfsemi nefndarinnar og birti ýmsar niöurstööutölur frá rann- sóknum hennar. Þaö eru þessar tölur, sem mig langar aö gera aö umtalsefni. Þarna kom fram, aö meöal- kaup verkamanna er, miöaö viö siöasta fjóröung ársins 1974, og aö mig minnir aö viöbættum siðustu launahækkunum, rúm- lega 57 þús. kr. fyrir dagvinnu, og meö þvi að vinna 2 3/4 klst. I yfirvinnu á dag til jafnaöar, hafa þessir menn náö rúmlega 90 þús. króna mánaöarlaunum. Ég gat nú ekki annaö en boriö þessar tölur saman viö þau laun, sem ég hef nú, og fannst mér munurinn satt aö segja nokkuö mikill. Ég vinn sem aöstoöarmaöur I iönaöi, og mun kaup þaö, sem mér er greitt, vera nálægt kaup-. taxta sveina I viökomandi iön- grein, og þvi nokkru hærra en kaup þaö, sem mér bæri fyrir þessa vinnu samkvæmt taxta Dagsbrúnar. Fyrir 40 stunda vinnuviku hef ég nú rúmlega 12 þús. kr., og er þvi auðséð, aö töluvert vantar á, aö fyrrnefndu meöaltali sé náö. Þykir mér næsta furöulegt, aö meðallaun verkamanna skuli vera svo há, sem fram kom i fyrrgreindum þætti. Þaö hljóta einhverjir I þeim hópi, sem miðað var viö, aö hafa haft dágóö laun, og væri mér svo sannarlega þökk á aö fá vitneskju um, hvar þau er að hafa, þvi að ég gæti vel þegiö aö sjá svolitiö hærri tölur á launa- seölinum minum á föstudögum (og mun varla einn um þaö). Ég vildi lika gjarna fá nánari skýringu á þvi hvernig þessar tölur eru fengnar, hvort sá hóp- ur manna, sem viö er miöaö, er svo stór, aö hann gefi raunhæfa mynd af launakjörum almenn- ings, og annaö, sem veröa má til aö skýra þetta nánar. 1 stuttu máli sagt: Ég trúi ekki þessum tölum, þaö veröur aö segja mér þær tvisvar, og þætti mér senni- legt, aö svo væri um fleiri. Aö lokum skal ég láta þess getiö, aö þrátt fyrir allt.tal um, aö ekki sé hægt aö lifa af þessu eöa hinu kaupinu, er vlsitölufjölskyldan min enn ekki fallin úr hor”. Öryggið á stóru togurunum Hitt bréfiö er frá Markúsi Þorgeirssyni. í upphafi bréfs sins þakkar hann Siguröi Guö- mundssyni smágrein i Timan- um 17. mai um nýjan sjónvarps- þátt um mál togarasjómanna og öryggi á skipunum. Kveöst hann reiðubúinn, samkvæmt áskor- uninni, aö taka þátt i slikum þætti, enda komi þar einnig fram skipstjóri, sem ekki er launþegi, en ekki útgerðarmaö- ur og matsveinn af togara, auk fulltrúa Siglingamálastofnunar. Siöan beinir hann eftirtöldum spurningum til Hjálmars R. Báröarsonar siglingamála- stjóra: 1. Hvert er álit yðar á fækkun vélstjóra á stóru skuttogurun- um, er nú eru i verkfalli, og þeirri aðalkröfu útgeröarmanna i vinnudeilunni um þaö efni, meö tilliti til öryggis áhafnar? 2. Hvert er álit yöar á þeirri hugmynd aö láta loftskeyta- menn hverfa af stóru skuttogur- unum, er stunda veiöar á er- lendum miöum, svo sem viö A-Grænland, V-Grænland og Nýfundnaland? (Loftskeyta- maöurnn er ekki aöeins loft- skeytamaður. Hann er I senn öryggisvöröur áhafnar I neyöartilfelli, einnig aöalviö- geröarmaöur á öll siglinga- og öryggistæki, svo sem dýptar- mæla, ratsjá, miöunarstöövar, lórantæki og fleira).” Útboð Óskað er eftir tilboðum i frágang bila- stæða við fjölbýlishúsin Skaftahlíð 4-10 útboðsgögn verða afhent á verkfræðistofu vorri gegn 2000.- kr skilatryggingu. VERKFRÆÐISTOFA SIGURÐAR THORODDSEN sf ÁRMÚLI4 REYKJAVlK SlMI 84499 Tilboö óskast i smiöi og uppsetningu á ýmsum iþrótta- tækjum i leikfimissali fjögurra skóia I borginni. Otboösgögn eru afhent á skrifstofu, vorri Frikirkjuvegi 3. gegn 10.000.00 skilatryggingu. Tilboöin veröa opnuö á sama staö, þriöjudaginn 10. júni 1975 kl. 14,00 e.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Tilkynning Vegna þess hve margar umsóknir um dvöl eru óafgreiddar, þá verður þvi miður ekki hægt að taka á móti fleirum að sinni. 20. mai 1975 Elli- og hjúkrunarheimilið Grund. Sólaóir hjólbaröar til sölu á ýmsar stærðir fólksbíla. Mjög hagstætt verð. Full óbyrgð tekin ó sólningunni. Sendum um allt land gegn póstkröfu ÁRMÚLA 7 SÍMI 30501 REYKJAVÍK, Golfefni, sem fullndecjir ouknum VGrktakar— Basndur hrei SJ-Reyk'javik Nýlega hófst hér á landi framleiðsla á sterku, sam- skeytalausu gólfefni, sem hentar vel i fiskvinnslustöðum, slátur- húsum, verkstæðum, sturtuböð- um og búningsherbergjum. Efni þetta nefnist Decafloor 110 og er epoxybundinn kvarzsandur. Fyr- ir þau gólf, sem verða fyrir minni ániðslu eru aörar ódýrari útfærsl- ur mögulegar, svo sem Decafloor 1600. En hægt er að hafa slitflöt- inn misþykkan eftir þörfum. Efni þetta er að sögn mjög sam- keppnishæft við önnur gólfefni, sem notuð hafa verið á slikum stöðum, og er ódýrara en t.d. flis- ar, sem hafa þann ókost að sam- skeytin milli þeirra veröa oft gróðrarstiur fyrir bakteriur. Að sögn Óskars Mariussonar efna- fræðings, forstööumanns Rann- sóknarstofu Málningar h/f, hefur meö þessu efni einnig tekizt að finna gólfefni sem er stamt, en einnig tiltölulega auðvelt i þrif- um. Aðrir kostir þessa gólfefnis er mikið slitþol og efnaþol, góð viö- loðun viö flest byggingarefni. Yfirborð gólfa með þessu efni geta veriö slétt eöa hrjúf allt eftir aöstæöum. Sjá má svo um aö þau veröi stöm þrátt fyrir mikinn vatnsaustur. A undanförnum árum hefur þess orðið vart i auknum mæli aö fullnægja þurfi auknum kröfum um hreinlæti I matvælaiönaði. Sérstaklega hefur þess gætt i hraðfrystiiðnaðinum, eftir að sett var ný löggjöf um þessi mál i Bandarikjunum. En það eru ekki aöeins á ferð- inni auknar kröfur um hreinlæti. Fyrirtæki og stofnanir gera einnig siauknar kröfur um slit og efnaþol t.d. gegn olium, sýrum og Góð 13 óra stúlka óskar eftir stað i sveit eða barnagæzlu. Sími 3-47-28. bösum. Þar sem lausn þessara vandamála hefur orðiö sifellt brýnni, hóf Málning h/f að leita fyrir sér erlendis um lausn þessara mála. í samráði við fyrirtækin S. Dyrupp & Co. A/S og Leif Christensen A/S, sem sérhæfir sig i framleiðslu og lagningu gólf- efna til lausnar vandamálum af þeirri tegund, sem að framan greinir, hefur orðið úr að stofna fyrirtækið Gólf h/f, sem mun annast verktakalega hlið málsins á Islandi og starfa I nánum tengslum við Málningu h/f og Leif Christensen A/S. Gólf h/f hefur þegar sent mann til Leif Christensen A/S i Dan- mörku til náms og starfs i lagn- ingu þessara efna. A þennan hátt er vonazt til að unnt veröi áö bjóöa upp á eins fullkomna lausn á þessum málum og nútima þekk- ing framast leyfir. Decafloor gólfefniö er selt á komið — þar sem æskilegast er að það sé lagt af sérþjálfuðum mönnum. Sérfræöingar Gólfs h.f; leiðbeina kaupendum viö ákvöröun gólflagnar. Þegar hafa veriö gerö gólf með þessu efni, t.d. hjá Toyota að Nýbýlavegi 10 i Kópavog, og hafa þau reynzt vel. Fengnir hafa verið menn frá erlendum fyrirtækjum til að leggja svipuð gólf hér á landi áður en þjónusta Gólfs h.f. kom til sög- unnar. 6 kilówatta diselrafstöð til sölu. Upplýsingar gefur Sigvaldi Jóhannsson, Hemru, Skaftártungum. StaKYNNING Sterkur ostur 8-12 mán. gamall i heilum og hálfum bitum. í dag og á morgun frá kl. 14-18' Kynntar verða nýjar uppskriftir af ostaréttum. Komið og kynnið ykkur hina nýju rétti. Ókeypis leiðbeiningar og nýjar úrvals uppskriftir. Osta- og smjörbúðin - Snorrabraut 54 ■.> ..... >■■■ >■ ......... <

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.