Tíminn - 23.05.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 23.05.1975, Blaðsíða 9
Föstudagur 23. mai 1975 TÍMINN 9 Útgcfandi Framsóknarflokkurinn. Frainkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltriii: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Rit- stjórnarskrifstofur I Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur i Aðaistræti 7, simi 26500 — af- greiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð I lausa- sölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 600.00 á mánuði. Biaðaprenth.f. v______________________________________________________________J 28-29% Það er staðreynd, sem ekki verður komizt hjá að horfast i augu við, að þjóðin mun enn um hrið búa við mikla fjárhagslega erfiðleika. Samkvæmt nýrri skýrslu Þjóðhagsstofnunarinnar eru við- skiptakjör þjóðarinnar nú 28-29% lakari en þau voru á sama tima I fyrra. Verðlag á útflutnings- vörum er nú 10-12% lægra en þá, en verðlag á inn- flutningsvörum um 24-26% hærra. Það ætti ekki að þurfa að útskýra fyrir neinum, hversu mikið áfall þetta er fyrir þjóðarbúið. Þvi miður eru ekki horfur á að þetta lagist i ná- inni framtið. Þvert á móti bendir margt til þess, að frekar geti stefnt til hins verra. í þvi sambandi má m.a. nefna það; að styrkir til sjávarútvegs hafa verið auknir i ýmsum helstu samkeppnislöndum okkar, t.d. Kanada, Bretlandi og Noregi, jafn- framt þvi sem tollar hafa verið hækkaðir i sumum helztu markaðslöndunum. t.d. á Spáni, i Nigeriu og Bretlandi. í löndum Efnahagsbandalagsins hafa verið teknir upp útflutningsstyrkir á fiskaf- urðum. Siðast, en ekki sizt, er svo það, að verðlag fer nú lækkandi i Bandarikjunum á ýmsum mat-r vælum, sem helzt keppa við fiskafurðir. Af öllu þessu virðist mega ráða það, að frekar megi búast við auknum örðugleikum i fisksölumálum i náinni framtið heldur en hinu gagnstæða. Meðan þannig er ástatt i efnahagsmálum þjóðarinnar, dugir ekki annað en að reyna að draga saman seglin og þrengja kjörin, ef forðast á almennt hrun. Þetta Hefur rikisstjórnin reynt að gera, en þó varlega, þar sem of mikill samdráttur gæti leitt til atvinnuleysis, en það er sá vágestur, sem reyna verður að forðast i lengstu lög. Þess vegna verður ekki reynt á þessu ári að koma á full- um verzlunarjöfnuði út á við, þvi að það myndi óhjákvæmilega leiða til stórfellds atvinnuleysis. Hins vegar verður reynt að minnka viðskiptahall- ann frá þvi sem hann var á siðast liðnu ári. Það verður heldur ekki reynt að þrengja lifskjörin i samræmi við þá rýrnum, sem orðin er og fyrir- sjáanlega verður i þjóðarbúskapnum vegna versh andi viðskiptakjara. Slikur samdráttur hlyti einn-| ig að leiða til atvinnuleysis. Þess vegna verður reynt að hafa kjararýrnunina sem minnsta, og þá einkum hjá þeim lægstlaunuðu. Það myndi aðeins gera illt verra, ef reynt væri að sigrast á vandan- um i einu stökki. Það yrði sannkallað heljarstökk. Hér verður að fara i áföngum og reyna að forðast að skapa nýjan vanda, sem yrði jafnvel verri þeim, sem reynt er að leysa. Þetta er ekki sizt nauðsynlegt fyrir þá að íhuga, sem deila á rikis- stjórnina fyrir skort á róttækni og djörfung. Meðan vandi þjóðarbúsins er slikur sem raun ber vitni, eru allar meiriháttar kaupkröfur óraun- hæfar, þegar láglaunastéttimar em undanskildar. Það myndi aðeins auka vandann, ef fallizt yrði á slikar kröfur. Meðan þjóðartekjurnar aukast ekki, myndi slikt annað hvort leiða til atvinnuleysis eða aukinnar verðbólgu. Þetta verða samtök launa- fólks að gera sér ljóst, þvi að hagsmunir þess verða bezt tryggðir með þvi að reynt sé jöfnum höndum að hamla gegn atvinnuleysi og verð- bólgu. Þ.Þ. ERLEN.T YFIRLIT Vaxandi sundrung meðal kommúnista Franskir kommúnistar reiddust Teng SÚ VAR TIÐIN, að kommún- istaflokkarnir voru ein sam- stillt heimshreyfing undir sterkri yfirstjórn, sem hafði aðsetur i Moskvu. Þá var m.a. prédikað, að ekkert væri væn- legra til að tryggja heimsfrið- inn en að kommúnisminn yrði allsráðandi i heiminum, þvi að enginn meiri háttar ágrein- ingur, og þvi siður styrjöld, gæti risið milli rikja undir kommúnistiskri stjórn. Þessi kenning heyrist nú yfirleitt ekki lengur, enda fullkomlega hrunin til grunna. Um það vitna bezt hinar miklu viðsjár milli Sovétrikjanna og Kina. Milli rússneskra og kin- verskra kommúnista er nú háð grimmileg barátta um hvorir eigi heldur að hafa for- ustu i samstarfi kommúnista i heiminum, og viða um lönd starfa nú tveir kommúnista- flokkar, eins og t.d. i Indlandi, þar sem annar hallast að Rússum, en hinn að Kinverj- um. I þriðja lagi reyna svo ýmsir kommúnistaflokkar að vera bæði óháðir kinverskum og rússneskum leiðtogum, a.m.k. I orði. Heimshreyfing kommúnista er þvi ekki leng- ur til á sama hátt og áður var, og kenningar kommúnista næstum orðnar eins marg- breytilegar og flokkarnir eru margir. Nokkurt dæmi um þetta er valdataka kommún- ista i Kambódiu og Suður- Vietnam. í Kambódiu ganga kommúnistar miklu róttækar til verks en i Suður-Vietnam og framvindan virðist þvi ætla að verða ólik i þessum tveim- ur nágrannalöndum. GLÖGGT dæmi um sundur- lyndi kommúnista gerðist á dögunum, þegar Teng Hsiao- ping, fyrsti varaforsætisráð- herra Kina, kom i opinbera heimsókn til Parisar. Teng er nú almennt talinn þriðji valdamesti maður Kina, næst þeim Mao og Chou En-lai. Teng lýsti sig mikinn stuðningsmann þess að riki Vestur-Evrópu ykju samstarf sitt, og varaði þjóðir þar sterklega við hættunni, sem stafaði af heimsvaldastefnu Rússa. Til að árétta þetta viðhorf sitt, hefur stjórn Kina ákveðið að skipa sérstakan sendiherra hjá Efnahagsbandalagi Evrópu, og taka þannig upp beint samband við það. Leið- togi franskra kommúnista, Georges Marchais, gat ekki orða bundizt vegna áður- nefndra ummæla Tengs. Hann Georges Marchais. tók óbeint upp hanzkann fyrir Rússa. I ræðu, sem hann hélt á fundi með erlendum blaða- mönnum meðan Teng var i Frakklandi, ásakaði hann leiðtoga kinverskra kommún- ista um að hafa horfið frá stefnu Marx og Lenins og tekið upp Stalinisma. Marchais lýsti jafnframt trú sinni á það, að kinversk alþýða myndi snúa baki við þessari villu leiðtoganna. Þá deildi Mar- chais á það, sem hann taldi stuðning kinversku stjórnar- innar við auövald og einok- unarhringi Evrópu, en þar átti hann við viðurkenningu henn- ar á Efnahagsbandalagi Evrópu. Marchais vék ekki sérstaklega að þvi, sem mun þó hafa komið frönskum kommúnistum verst i sam- bandi við heimsókn Tengs. Giscard d’Estaing forseti hafði nokkru áður ákveðið að fella niður hin árlegu hátiða- höld 8. mai, sem hafa verið haldin til að minnast ósigurs nasista. Þetta mun hann hafa gert af tillitssemi við Þjóð- verja. Kommúnistar hafa mjög deilt á þetta, og jafnvel reynt að stimpla Giscard fasista. Giscard kom það ekki illa að hafa einn valdamesta mann hins rauða Kina i heim- sókn á sama tima og franskir kommúnistar héldu uppi þess- um áróðri gegn honum. 1 RÆÐU sinni á áðurnefndum blaðamannafundi vék Mar- chais að þeim ummælum franska blaðsins Le Monde, að kommúnistaflokkar Vestur- Evrópu skiptust i tvo megin- hópa. 1 öðrum hópnum væru þeir flokkar, sem hölluðust að eins konar miðstjórn undir forustu rússneska kommún- istaflokksins, en i hinum hópn- um væru þeir flokkar, sem vildu vera óháðir. Le Monde taldi, að franski flokkurinn til- heyrði fyrri hópnum, en kommúnistaflokkur Jú- góslaviu hinum siðarnefnda. Kommúnistaflokkarnir i Rúmeniu og á Italiu væru einnig i siðari hópnum, ásamt kommúnistaflokki Spánar. Marchais mótmælti þvi harð- lega, að nokkur slik skipting ætti sér stað. Margir þeirra, sem taldir eru fylgjast bezt með þessum málum, taka þessi mótmæli Marchais ekki alvarlega. Þetta byggja þeir m.a. á þvi, að Rússar undirbúa nú sér- staka ráðstefnu kommúnista- flokka i Evrópu, og gengur sá undirbúningur fremur erfið- lega, vegna ágreinings milli flokkanna innbyrðis. Þar virð- ist einmitt koma fram svipuð skipting og lýst var i Le Monde. Þannig mætti halda áfrám að rekja það, að kommúnista- flokkarnir eru ekki lengur nein samstillt heimshreyfing, sem heldur fram einni og sömu kenningunni, eins og áður var, heldur rikir djúp- stæður og margvislegur ágreiningur meðal þeirra og kenningarnar eru að verða næstum eins margar og þeir eru margir. Þessi mikla breyting hefur það i för með sér, að áhrif kommúnismans eru ekki söm og áður og að heimsbyltingin, sem upphafs- menn hans dreymdi um, virð- ist fjarlægjast þvi meir sem fleiri þjóðir skipa sér aö nafni til undir merki hans. Þ.Þ. Teng þakkar Giscard góðar móttökur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.