Tíminn - 24.05.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 24.05.1975, Blaðsíða 5
Laugardagur 24. mal 1975 TÍMINN 5 Réttlát verzlun t blaðinu tsfirðingi er rætt um verzlunrála gningu og fleira i leiðara. t»ar segir: „Eitt af þvi, sem heyrir til vinstri pólitik og umbótabar- áttu er að sporna við óeðlileg- um gróða einstaklinga. t hverju þvi landi þar sem al- menningur hefur einhver áhrif, er stöðugt verið að reyna að loka einhverjum gróðaleiðum, en jafnframt er svo annarra leitað. Þegar lögboðið hámark er sett á verzlunarálagningu er það gert til þess að koma I veg fyrir óeðlilegan gróða. En svo kemur tvennt í ljós. Annað er það, að verzlunin græðir á þvi að kaupa dýra vöru, geti hún komið henni út. Hitt er það, að miklu munar hvað dýrt er að reka verzlun eftir þvi hvar verzlað er og með hvað er verzlað. Það álagningshlutfail sem dugar alhliða verzlun á Vestfjörðum skapar stórgróða hjá sérverzlun I Reykjavik.” Hvernig er hægt að leiðrétta aðstöðumuninn? Þá segir tsfirðingur: „Þessar staðreyndir ættu sérstaklega að minna á það, að verzlun verður ekki fylli- lega og örugglega réttlát fyrr en hún er félagsverzlun. Vist geta kaupfélögin verið illa rekin og misjafnlega er þeim stjórnað. En þau standa öllum opin, hver félagsmaður hefur eitt atkvæði og félagsmenn velja stjórn sina. Verði af- gangur er hann sameign þeirra, sem I héraðinu búa hverju sinni. Þar er þvi það form, sem tryggir, að ekki myndist neinn gróði, sem farið verði með frá þeim, sem gerðu þau viðskipti, sem mynduðu gróðann. Kaupfélagsverzlunin þarf engum að valda slíkum ótta eða áhyggjum. Mönnum er nú að verða Ijóst, að það er hvorki réttlátt né skynsamlegt að valdbjóða sömu álagningu alls staðar. Þvi er nú svo komið, að i al- vöru er farið að hugsa um leið- ir til þess, að verzlun þurfi ekki að vera dýrari og við- skiptakjör óhagstæðari i einu héraði en öðru. Til þess eru ýmsar leiðir hugsaniegar. Ein er sú, að létta launaskatti af þeirri verzlun, sem er fjarri höfuðstaðnum. Það væri nokk- ur leiðrétting fyrir verzlunina, en mun þó hrökkva skammt til jafnvægis á verðlagi. Hins vegar væri möguleiki að sölu- skattur væri lægri I þeim héruðum, sem verða að bera ærinn flutningskostnað um- fram önnur. A því sviði er hægt að stiga raunhæft spor til jöfnunar lifs- kjara I landinu.” — a.þ. Hrossasýningar á Vesturlandi og á Ströndum vegna fjórðungsmóts i Faxaborg 4.-6. júli 1975. 2. júní: Akranes kl. 14, Andakill sið- degis. 3. júni: Nýi bær kl. 10, Lundareykja- dalur kl. 14, Skáni kl. 18. 4. júni: Svignaskarð kl. 10, Borgarnes kl. 18. 5. júni: Mýrar, Snæfellsnes. 6. júní: Ólafsvikkl. 10, Stykkishólmur kl. 18. 7. júni: Strandasýsla. 8. júni: Strandasýsla. 9. júni: Dalasýsla. 10. júni: Dalasýsla og Austur-Barða- strandarsýsla. Tilkynnið þátttöku til héraðsráðu- nauta eða formanna hestamanna- félaganna. Búnaðarfélag íslands. Hrossaræktin. Itfjð AUGLYSING um niðurfellingu tolla af ýmsum lyfjum 1. gr. Ráðuneytið hefur ákveðið að beita heimild 121. gr. laga nr. 11 28. aprfl 1975 og fella niður tolla af eftirtöldum lyfjum: A. Lyfjum sem falla undir tollskrárnúmer 30.01.00 og 30.02.00. B. Sérlyfjum sem skráð eru á sérlyfjaskrá. C. Óskráðum sérlyfjum sem falla undir tollskrárnúmer 30.03.09 og flutt eru til landsins með heimild heilbrigðis- yfirvalda skv. 3.mgr. 54gr. lyfsölulaga nr. 30/1963. 2. gr. Lyf fær þvi aðeins tollmeðferð samkvæmt framanskráðu, að við tollafgreiðslu liggi fyrir staðfesting Lyfjaeftirlits rikisins með áritun á vörureikning, að um lyf upptalið IA, B eða C-lið 1. gr. sé að ræða. 3. gr. Auglýsing þessi birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli og öðlast þegar gildi. Fjármálaráðuneytið, 23. mai 1975 Sundlaug í Eyjum — samningar undirskrifaðir gébé-RvIk. 1 gær voru undir- skrifaðir samningar I Vest- mannaeyjum við danska fyrir- tækið Klemensen og Nielsen um byggingu iþróttamiðstöðvar og sundlaugar i Eyjum. Verða fram- kvæmdir nú hafnar næstu daga, en áætlunin er að sundlaugin, sem er 11x25 mtr., verði tilbúin 15. júni 1976, en Iþróttamiðstöðin verði til tveim mánuðum seinna. Iþrótta- völlurinn verður 20x40 mtr að stærð en stór áhorfendasvæði verða bæði við sundlaugina og völlinn, sem rúmað geta nokkur hundruð manns. PARÍS- ARHJÓL- IÐ í HRING- FERÐ gébé—Rvik. — Á föstudagsmorg- un, 23. mai, hélt kabarettinn Parlsarhjólið i hringferð um landið og var fyrsta skemmtunin I Sindrabæ á Hornafirði á föstu- dagskvöld. Síðan mun haldið með kabarettinn austur um, og verður hægt að fylgjast með auglýsing- um I útvarpi um hvar hann er staddur og hvar skemmtanir verða haldnar. Þetta er skemmtun fyrir alla fjölskylduna, og meðal annars verður boðið upp á jazzballett, þar sem dansarar frá Ballett- skóla Báru koma fram, hinn al- kunni töframaður Baldur Brjáns- son sýnir sin snjöllu töfrabrögð, Gylfi syngur gamanvísur, sýndur er látbragðsleikur og margt fleira verður til skemmtunar. Spilað verður bingó á eftir skemmtiat- riðum og er vinningurinn Ctsýnarferð til sólarstranda. Loks verður stiginn dans til kl. 2 e.m. og er það hljómsveitin Bitlar sem sjá um fjörið. Kabarettinn Parlsarhjólið var sýnt I Reykjavik á slðastliðnum vetri við góða aðsókn. AUGLYSING um niðurfellingu söluskatts af nokkrum tegundum matvöru Fjármálaráðherra hefur ákveðið að nýta heimild I 22. gr. laga nr. 11 frá 28. april 1975 til að fella niður söluskatt frá og með 1. mai 1975 af vörum, sem falla undir eftirfarandi tollskrárnúmer, sbr. lög nr. 6/1974 um tollskrá og fleira: Tollskrárnúmer Vöruheiti 07.01.20 Tómatar 07.01.31 Laukur 07.01.39 Annað nýtt grænmeti 08.01.10 Bananar, nýir 08.01.30 Ýmsir ávextir, nýir 08.02.10 Appelslnur, tangarlnur, mandarinur og klemen- tinur 08.02.21 Sitrónur 08.02.29 Aðrir citrusávextir 08.03.10 Flkjur, nýjar 08.04.10 Vlnber, ný 08.05.00 Hnetur, nýjar 08.06.10 Epli 08.06.20 Perur og kveður 08.07.00 Steinaldin, ný 08.08.00 Ber, ný 08.09.01 Melónur 08.09.09 Aðrir nýir ávextir 09.01.11 Kaffi I smásöluúmbúðum 09.01.12 Kaffi I öðrum umbúðum 09.02.00 Te 18.05.01 Kakaoduft, ósykrað I smásöluumbúðum 18.05.09 Kakaoduft, ósykrað I öðrum umbúðum 18.06.01 Kakaoduft, sykrað 19.07.00 Brauð, skonrok og aðrar algengar brauðvörur án viðbætts sykurs, hunangs, eggja, feiti, osts eða ávaxta 19.08.00 Kökur, kex og aðrar Iburðarmeiri brauðvörur, einnig með kakaoi enda innihaldi vörur þessar minna en 20% af þunga af súkkulaði 21.02.10 Kaffiextraktar, kaffikjarnar, kaffiseyði, og vörur úr þessum efnum. 21.02.20 Extraktar, kjarnar og seyði úr tei eða mate og vörur úr þessum efnum. Niðurfelling söluskatts tekur jafnt til innlendrar fram- leiðslu er'félli undir ofangreind tollskrárnúmer sem inn- flutnings. Undanþágur skv. auglýsingu þessari taka þó ekki til sölu þessara vara i veitingahúsum, greiðasölustöðum, smur- brauðastofumogöðrum hliöstæðum sölustöðum né heldur til sölu vara, sem unnar eru úr þessum vörum. Sælgæti eða súkkulaöikex, sem yfirleitt er selt I stykkjatali, er ekki heldur undanþegið, þótt súkkulaðiinnihald þess sé undir framangreindum mörkum. Smásöluverslanir, sem selja bæði söluskattfrjálsa og söluskattskyldar vörur skulu halda innkaupum á skatt- frjálsum og skattskyldum vörum aðgreindum I bókhaldi eins og nánar er ákveðið I reglugerð fjármálaráðuneytis- ins 30.aprll 1975 um það efni. Þær verslanir, sem eiga birgðir af áður nefndum vörum I byrjun malmánaöar 1975 og njóta vilja frádráttar frá heildarveltu vegna þeirra við söluskattsuppgjör fyrir þann mánuð, skulu senda skatt- stjóra birgðaskrá með söluskattskýrslu fyrir maimánuð. Þeir aðilar, sem selja söluskattfrjálsar vörur til endur- seljenda skulu halda þeirri sölu aðgreindri frá annarri sölu á sölureikningum. Auglýsing þessi kemur I stað auglýsingar nr. 145 frá 30. aprll 1975 og auglýsingar um breyting á auglýsi.ngu nr. 145 frá 20. apríl 1975. Fjármálaráðuneytið, 23. mai 1975 mmm AAinna af þorskblokkum en í fyrra 10.423 þús. lbs. á móti 13.289 þús. lbs. á sama tima I fyrra. Birgðir af fiskblokk i Banda- rlkjunum voru 68.338 þús. lbs. i lok marz s.l. á móti 101.740 þús. lbs. á sama tima árið 1974. Eru birgðir minni af öllum tegundum' fiskblokka en mest munar um ufsablokk, en af henni voru 16.247 þús. lbs. i birgðum nú á móti 24.567 þús. lbs. I fyrra. Birgðir af þorskblokk voru 22.839 þús. lbs. i lok marz s.l. á móti 24.521 þús. lbs. á sama tima i fyrra. Af hakk- blokk voru birgðir i lok marz s.l. Drengur á 13. ári óskar eftir að komast í sveit. Helzt hjá eldra fólki. Sími 4- 10-45. Montesa Cota 247 torfærumótorhjól Erum að fá sendingu næstu daga. MONTESA-UMBOÐIÐ Bauganesi 28 — Simi 1-58-55.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.