Tíminn - 24.05.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 24.05.1975, Blaðsíða 7
Laugardagur 24. mai 1975 TÍMINN 7 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Heigason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Rit- stjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu. simar Í830Ö — 18306. Skrifstofur I Aöalstræti 7, simi 26500 — aí- greiðsiusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verö i iaúsa- sölu kr. 40.00. Áskriftargjald kr. 600.00 á mánuði. ~ ' Blaöaprent h.f. V_____________________________ J Afstaða Alþýðu- bandalagsins 1974 og 1975 Það er ekki úr vegi að rifja það upp, hvernig ástatt var i efnahagsmálum þjóðarinnar fyrir réttu ári. 1 febrúarmánuði 1974 var lokið gerð ein- hverra viðtækustu kjarasamninga, sem hér hafa verið gerðir. Samkvæmt þeim hækkaði grunn- kaup almennt meira en ljóst var að atvinnuveg- irnir gætu risið undir. En þetta var þó aðeins annarþáttur þessarar samningsgerðar. Hinn var sá, að kaup láglaunastéttanna hækkaði miklu minna en þeirra stétta, sem betur voru settar. Samningar þessir höfðu þvi i för með sér stórauk- inn ójöfnuð i launamálum. Vinstri stjórninni, sem fór með völd á þessum tima, var strax ljóst, að þessir samningar voru óframkvæmanlegir, ef halda ætti uppi atvinnu i landinu og komast hjá óstöðvandi verðbólgu. Hún lagði þvi fram á Alþingi i maibyrjun frumvarp, sem fól það i sér, að hækkanir samkvæmt kaup- gjaldsvititölu væru bannaðar i tiltekinn tima og jafnframt yrði óheimilt á sama tima að greiða meira en 20% grunnkaupshækkun samkvæmt ný- gerðum kjarasamningum. Samkvæmt þessu var raunverulega lagt til að hinir nýgerðu kjara- samningar yrðu að verulegu leyti ógiltir. Þetta taldi vinstri stjórnin nauðsynlega aðgerð, ef at- vinnuvegirnir ættu ekki að stöðvast. Þegar þetta gerðist, átti Alþýðubandalagið aðild að rikisstjórn, og er ekki betur vitað en að allir þingmenn þess væru frumvarpinu fylgjandi og ráðherrar þess væru eindregnir talsmenn þess. Þessi afstaða féll liðsmönnum Alþýðu- bandalagsins heldur ekki illa, enda fékk það auk- ið traust i þingkosningunum, sem fram fóru skömmu siðar. Þess vegna hljóta menn að undr- ast framkomu Alþýðubandalagsins nú. Það ligg- ur nú ljóst fyrir, samkvæmt upplýsingum Þjóð- hagsstofnunarinnar, að svo stórkostlega hafau viðskiptakjör þjóðarinnar versnað á þessu eina w ári, að þau eru 28-29% lakari á fyrsta ársfjórð- ungi ársins 1975 en þau voru á fyrsta ársfjórðungi ársins 1974. Þetta hefur óhjákvæmilega haft i för með sér að kjaraskerðingin verður að vera meiri en gert var ráð fyrir i frumvarpi vinstri stjórnar- innar i mai i fyrra. En það er ekki aðeins, að for- ustumenn Alþýðubandalagsins neiti að viður- kenna þessa staðreynd. Nú heimta þeir ekki að- eins ótakmarkaðar grunnkaupsgreiðslur sam- kvæmt kjarasamningunum frá þvi i febrúar 1974, heldur lika fullar bætur samkvæmt kaupgjalds- visitölu. Svona fullkomlega hafa þeir breytt af- stöðu sinni frá þvi i mai 1974. Fyrir þessari breyttu afstöðu sinni geta leiðtog- ar Alþýðubandalagsins ekki fært nein rök. Eina skýringin er sú, að i mai 1974 var bandalagið i stjórn, en nú er það utan stjórnar. Flokkar hafa sjaldan vaxið af þvi að haga stefnu sinni eftir þvi, hvort þeir eru i stjórn eða stjórnarandstöðu. Það á Alþýðubandalagið lika eftir að reyna. Þ.Þ. Spartak Beglov, APN: Jákvæður ráðherra- fundur í Vínarborg Ákveðinn vilji til að bæta sovézk- bandarísk samskipti Kissinger og Gromiko. Margt bendir til þess, aö meiri árangur hafi náöst á nýloknum fundi Kissingers og Gromikos I Vinarborg heldur en álitiö var i fyrstu. M.a. þykja fréttaskýringar rússneskra blaöa benda til þess, en þær eru mjög á sömu lund og eftirfarandi grein Beglovs. ÞAÐ gladdi sovézkan al- menning að heyra, að viðræð- ur sovézka utanrikisráðherr- ans, Andrei Gromiko, og utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, Henry Kissinger, I Vin, leiddu i ljös vissa skoðanaeindrægni varðandi grundvallaratriði, svo sem nauðsyn þess, að rikin tvö fylgi ákveðið þeirri stefnu að halda áfram og bæta sovézk-bandarisk samskipti, báðum þjóðunum til hagsbóta og til eflingar friðnum. Ösk Sovétrikjanna um aö hefja þessi samskipti á hærra stig tekur mið af öllum atrið- um og stefnum, sem hafa ákvarðandi áhrif á heims- stjórnmálin. Það er rik ástæða til að lita á þróunina undan- farið sem staðfestingu þess, að hófsamir vestrænir stjórn- málamenn hafi valið rétt, er þeir hölluðust að raunsærri og skynsamlegri stefnu i heimi, sem er á breytingaskeiði. Þar sem þessar sögulegu um- breytingar eru óafturkallan- legar, ætti einnig að láta það sama gilda um friðarþróun- ina. Sovétrikin eru algerlega sammála þvi áliti meirihluta almennings um heim allan (þ.ám. flestra Bandarikja- manna), að uppræting striðs- gróðrarstiunnar i Indókina skapi hagstæð skilyrði til þess að bæta ástand alþjóðamála enn frekar. Leonid Brézjnef, aðalritari miðstjómar Komm- únistaflokks Sovétrikjanna, lagði áherzlu á þessa skoðun, er hann sagði nýverið: „Þetta mun styrkja hina alþjóðlegu friöarþróun, og að okkar áliti friðsamlega þróun samskipta lands okkar og Bandarikj- anna.” ÞETTA er lykillinn að af- stöðu Sovétrikjanna til þeirra vandamála, er ráðherrarnir tveirræddu iVIn,en það voru: Tvihliða samskipti, frekari takmarkanir vigbúnaðar- kapphlaupsins, ráðstefnan um öryggis- og samstarfsmál Evrópu og lausn deilumál- anna fyrir botni Miðjarðar- hafs. Hvert þessara vandamála felur I sér fjölmarga erfið- leika. Þegar hefur verið sýnd veruleg viðleitni til að sigrast á þeim erfiðleikum, sem eru kjarni þessara vandamála. Ef við nú metum horfurnar á endanlegri lausn þeirra og berum saman afstöðu aðil- anna og áhugamál, þá er það brýnna en nokkru sinni fyrr að láta ekki neina nýja, tilbúna og langsótta „erfiðleika” hlaðast upp. Það er t.d. ekki hægt að ganga framhjá áskorunum sumra „haukanna” I stjórn- málalegum og hernaðarlegum höfuðstöðvum Vesturveld- anna um að sýna harðari stefnu gagnvart Sovétrikjun- um og öðrum aðilum að viö- ræöunum. Hugmyndin um að „hefna fyrir Indókina, Portú- gal o.s.frv.”, er oft sett fram sem röksemd fyrir þessu. Þessi fjarstæðukennda og óábyrga ævintýramennska, sem byggist á rangtúlkun alþjóðamála, hefur það mark- mið að blekkja hina auðtrúa. Pólitiskum leiðtogum, sem fara með völd, eru þó bæði gefin áhrif og þekking til að vita, hvar þjóðlega hagsmuni þrýtur og hvenær særðar til- finningar og eigingjörn áhugamál taka við. Þess vegna væru það mikil mistök á þessum timamótum i heims- stjómmálunum, ef einhverjir vestrænir aðilar tækju þátt i þessari herferð gegn friðar- þróuninni. AÐ ÞVÍ er varðar hin brýnu vandamál i sambandi við af- vopnun, sem tvihliða viðræður Sovétrikjanna og Bandarikj- anna um takmörkun árásar- vopnabúnaðar em nátengdar, þá lýsa Sovétrikin sig þess albúin að gera nýja bindandi samninga. Þetta á einnig við um fjölþjóðaviðræðurnar i Vin um fækkun i herjum og minnkun vopnabúnaðar I Mið- Evrópu. Sovétrlkin hafa hvað eftir annað lýst þvi yfir, að unnt sé að ná samkomulagi, meö þvi skilyrði, að leitast sé við að gera samning, sem ekki skerðir öryggi neins aðilans. Samtimis er ekki hægt að komast hjá þvi að sjá, að ráöamenn i Nató reyna að lokka meölimi sina til þess að auka hernaðarundirbuning sinn, einkanlega með þvi að hvetja til aukinnar starfsemi Evrópulandanna i bandalag- inu. Sovézkum fréttaskýrend- um sást ekki yfir áskorun odd- vita Pentagon nýverið um hækkun á hernaðarútgjöldum bandamanna Bandarikjanna i Vestur-Evrópu, svo og um aukinn hernaðarundirbúning i Bandarikjunum sjálfum. Glöggt má lesa út úr þessum „tilmælum” skýringu á „eft- irvletnamstefnu”, stjórnar- innar i Washington, sem ekki aðeins á rætur að rekja allt aftur til ,,valdbeitingar”stefn- unnar, sem fyrir löngu hefur gengið sér til húðar, heldur felur einnig i sér stefnumörk- un fyrir framtiðina, sem er allhættuleg friðnum. SAMKVÆMT fregnum frá Vin fóru viðræður A. Gromiko og H. Kissinger um vandamál i sambandi við takmörkun árásarvopnabúnaðar fram i samræmi við þær meginlínur, sem lagðar voru áður á Vladi- vostokfundi Leonid Brézjnéf, aðalritara miðstjórnar Kommúnistaflokks Sovétrikj- anna, og Ford Bandarikjafor- seta. Sem kunnugt er eru þessar meginlinur hins vegar byggðar á samningum, sem gerðir voru enn fyrr, i Moskvu og Washington, og staðfestu þá ákvörðun landanna að vinna saman að þvi að koma i veg fyrir kjarorkustyrjöld og gera raunhæfar ráðstafanir til afvopnunar. Eins og Leonid Brézjnef lagði áherzlu á fyrir hálfum mánuði, þá er það ógerlegt til langframa, að saman fari alþjóðleg friðar- þróun og stöðug aukning á herstyrk rikja og endurbætur og söfnun vopna. Þetta er kjarninn i hinni málefnalegu afstööu Sovétrikjanna til Salt- viðræðnanna. Að sjálfsögðu er gagnkvæm afstaða Banda- rikjanna til vandamálanna mikilsvert skilyrði fyrir raun- hæfri framkvæmd þeirra samninga, sem náðust i Vladi- vostok. ÞAÐ er komið undir samn- ingum um deilumálin fyrir botni Miðjarðarhafs, hvenær öll lönd og þjóðir á þessu svæði geta farið að njóta góðs af traustum og réttlátum friði. Geta Israelskir leiðtogar látið stjórnast af þessu einu, en ekki af yfirráðafýsn? Undir- búningur Genfarráðstefnunn- ar er kominn undir svarinu við þessari spurningu. Bandarikin gætu einnig tekið miklu jákvæðari afstöðu til þessa máls. Það er alkunna, hve al- varlega og af hve mikilli ábyrgð Sovétrikin fjalla um það mál, að hefja að nýju friðarráöstefnuna i Genf. Nú er kominn sá timi, að hvor aðili um sig verður ekki að- eins að sýna áhuga sinn á ráð- stefnunni, heldur og af hve mikilli alvöru og ábyrgð hann stendur að undirbúningi henn- ar. E vrópuráðstefnan um öryggis- og samstarfsmál Evrópu skipar nú sérstakan sess i stjórnmálum heimsins. Það er ekki aðeins vegna þess, að hún undirstrikar endanleg- ar og óhagganlegar niðurstöð- ur blóðugustu, grimmilegustu og mestu eyðileggingarstyrj- aldar i sögu mannkynsins og þá lærdóma, er af henni má draga. Það er einnig vegna þess, aö á grundvelli lærdóma styrjaldarinnar og allrar sögu eftirstriðstimanna, svo og af reynslu, sem fengizt hefur af samvinnu landa, er búa viö Frh. á bls. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.