Tíminn - 24.05.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 24.05.1975, Blaðsíða 12
TÍMINN Laugardagur 24. mai 1975 12 Höfundur: David Morrell Blóðugur hildarleikur 27 bylgja fór um hann allan allt niður í maga. Hann var nærri kafnaður. Þegar hann hætti að súpa voru augu hans tárvot. — Er það svolítið sterkt? spurði sá gamli. — Nokkuð svo, svaraði Rambo. Hann gat tæpast kom- ið upp nokkru orði. — Hvað er þetta? — Kornbrennivín. Finnst mér það samt ekki nokkuð sterkt? — Það er ekki of mælt, sagði Rambo og réð nú ekki við rödd sína. Sá gamli hló. — Já — það er sannarlega svo- litið sterkt. Rambo lyfti krúsinni saup aftur á og svelgd- istá heitum og þykkum vökvanum. Enn einu sinni skellti gamli maðurinn upp úr. ÞRIÐJI KAFLI. í myrkrinu vaknaði Teasle við fyrsta morgunsöng fuglanna. Hann lá kyrr á jörðinni við bálið, vafinn inn í ábreiðuna, sem hann hafði tekið úr lögreglubílnum. Hann starði á síðustu stjörnurnar yfir trjátoppunum. Það voru mörg ár síðan hann hafði sofið undir berum himni. Honum varð Ijóst, að það voru meira en TUTTUGU ár. Hann taldi allt aftur til 1950. Nei — ekki það ár. Það var tæpast hægt að telja með dvölina í skot- gröfum Kóreu. Fjandinn hafi það. Síðast hafði hann farið í útilegu vorið sem hann fékk herkvaðninguna. Þá hafði hann ákveðið að ganga f sjóherinn. Þeir Orval þrömmuðu upp í hæðirnar strax og orðið var nógu hlýtt. Hann var stirður eftir að hafa sofið á harðri jörðinni. Þar sem döggin hafði síazt gegn um ábreiðuna voru föt hans rök. Hann var jafnvel gegnkaldur á þeirri hlið, sem að bálinu sneri. En hann hafði ekki verið jaf n hress árum saman. Hann var fullur ákafa að hef ja slaginn á ný og elta uppi unga manninn. Samt sem áður var ekki til neins að reka á eftir mannskapnum, fyrr en Singleton kæmi aftur með liðsaukann og vistirnar. Hann var sá eini, sem var vaknaður. Teasle naut þess að vera aleinn á þennan hátt. Þetta var ólíkt þeim einmana nóttum, sem hann hafði þolað, síðan Anna yfirqaf hann. Hann sveipaði ábreiðunni betur um sig. Þá fann hann lyktina og leit upp. Orval sat við hinn enda bálsins og vafði sér sígarettu. Tóbaksreykurinn leið í átt að Teasle — í köldum morgunsvalanum. — Ég vissi ekki, að þú værir vaknaður, hvíslaði Teasle, til að vekja ekki hina.— Hvaðer langtsíðan? — Á undan þér. — Ég hef legið vakandi í klukkutíma. — Ég veit það. En ég sef ekki mikið nú orðið. Það er ekki svefnleysi um að kenna. Ég sé eftir tímanum, sem fer í það. Teasle greip um ábreiðuna og þokaði sér nær Orval. Hann kveikti sér í sígarettu með logandi sprekbút af bál- inu. Logarnir flöktuðu lágreistir, en þegar Teasle tróð bútnum í bálið risu þeir á ný. Það snarkaði í bálinu. Það hafði reynzt rétt, sem hann sagði Orval. Þetta var eins og í gamla daga. Þó hafði hann ekki trúað þvf, þegar hann sagði það. Honum var það bráð nauðsyn að Orval kæmi með. Teasle líkaði ekki við sjálfan sig, að hann skyldi beita manninn tilfinningalegum fortölum. Það var þægileg tilfinning, að safna eldivið og hreinsa burt runna og sveinvölur til að mýkja svefnplássið. Hann hafði nærri gleymt þessari notalegu tilfinningu. — Hún fór þá frá þér, sagði Orval. Teasle vildi ekki tala um það. Hún hafði yfirgefið hann, en ekki öfugt. Svo leit út, sem sökin væri hans. Það gat vel verið. En hún var ekki f lekklaus heldur. Þó gat hann ekki fengið af sér að ásaka hana. Hann myndi kannski lækka í áliti hjá Orval. Hann reyndi að skýra málið á hlutlausan hátt. Kannski kemur hún aftur. Hún er að hugsa um það. Við rifumst þó nokkuð á tímabili. — Þú ert ekki auðveldur maður í sambúð. — Jesús minn, ekki ert þú betri. — Ég hef þó búið með sömu konunni í f jörutíu ár. Ég held að Bea haf i ekki hugsað mikið um skilnað. Ég þykist vita að fólk sé síspyrjandi að þessu. En ef við höfum í huga hvað við erum, f innst mér ég hafa rétt til að spyrja. Um hvað rifust þið? Minnstu munaði að hann svaraði ekki. Teasle hafði alltaf farið hjá sér, ef rætt var um mjög persónuleg mál. Einkum átti þetta þó við nú, því hann hafði ekki enn komizt að rökfastri niðurstöðu. Hvort þeirra hafði á réttu að standa? Hafði hann rétt f yrir sér? — Börn, sagði hann, og hélt áfram, fyrst hann var byrjaður. — Ég bað um eitt barn. Strák eða stelpu — það skiptir engu. Mig langar að hafa einhvern, sem yrði mér það sama og ég var þér. Ég — ég veit ekki hvernig ég á að skýra það. Mér finnst ég hálfgertfíf I þegarég tala um það. — Segðu mér ekki að þetta sé f íflalegt, félagi. Þú veizt hvað ég reyndi að eignast mitt eigið barn. Teasle leit á hann. — Þúert EINSOG migg eigið barn, sagði Orval. EINS OG mitt eigið barn. Samt sem áður get ég ekki hætt að IÞetta tókst svo^ Auðvitað f vel, ertu ekki V-erégþaö _ ánægöur? /ókenW 1 Laugardagur 24. mai 7.00 Morgunútvarp 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynninar. 12.25 Fréttir og veöurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 14.00 Austur yfir sanda Fyrri þáttur Páls Heiðars Jóns- sonar. 15.00 Miðdegistónleikar Ingrid Haebler leikur Pianósónötu í H-dúr op. 147 eftir Franz Schubert. Erika Köth syng- ur lög eftir Hugo Wolf, Karl Engel leikur á pianó. 15.45 t umferðinni Árni Þór Eymundsson stjórnar þættinum. (16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir). 16.30 A léttum nótum Jón B. Gunnlaugsson annast þátt meö blönduðu efni. 17.00 TIu á toppnum örn Petersen . sér um dægur- lagaþátt. 18.10 Söngvar I léttum dúrTil- kynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Sænska skólakerfið Sig- mar B. Hauksson ræðir við skólastjórana Vilhjálm Einarsson og Þorkel Steinar Ellertsson. 20.00 Hljómplöturabb Þor- steinn Hannesson bregður plötum á fóninn. 20.45 „Undir hjálmi”, smá- Saga eftir ólaf Hauk Simonarson Höfundur les. 21.10 Harmonjkkuleikur i út- varpssalSalvatore di Gesu- aldo leikur verk eftir Byrd, Lecuona, Fancelli og sjálf- an sig. 21.35 „Marsinn til Kreml” kvæði eftir Þórberg Þórðar- son Birna Þórðardóttir og Einar ólafsson lesa. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Danslög. 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Laugardagur 24. mai 18.00 fþróttir knattspyrnu- kennsla 18.10 Enska knattspyrnan. 19.00 Aörar Iþróttir. M.a. fimleikakynning. Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson. Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Dagskrá og augiýsingar 20.30 Elsku pabbiBandariskur gamanmyndaflokkur. Hrókur alis fagnaðar. Þýðandi Dóra Hafsteins- dóttir. 20.55 Kvennakór Suðurnesja Kórinn syngur lög eftir Inga T. Lárusson og fleiri. Einsöngvari Elisabet Erlingsdóttir. Stjórnandi Herbert H. Ágústsson. Stjórnandi upptöku Tage Ammendrup. 21.15 Kinversk hátiðahöld Kinversk kvikmynd, gerð I tilefni af 25 ára afmæli kin- verska alþýðulýöveldisins á slðasta ári Hátiðahöldin fóru fram í Peking og komu þar fram flokkar listafólks frá ýmsum fylkjum Kina- veldis. Þýðandi og þulur Gylfi Pálsson. 22.05 Hud Bandarisk biómynd frá árinu 1963. Aðalhlutverk Paul Newman og Patricia Neal. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. Myndin gerist á búgarði I Texas. Þar býr aldraður bóndi með syni sinum og miðaldra ráðs- konu. Þar á bænum er lika ungur frændi þeirra feðga, óreyndur og áhrifagjam. Sonur bónda er mesti vand- ræðagripur, drykkfeldur og kærulaus. Gamli maðurinn • er aftur á móti strang- heiðarlegur, og þegar i ljós kemur að heilbrigði bústofnsins er ábótavant, kemur til alvarlegs ágrein- ings með þeim feðgum. 23.40 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.