Tíminn - 24.05.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 24.05.1975, Blaðsíða 13
Laugardagur 24. mai 1975 TÍMINN 13 Stundum fella þeir, sem eiga skipti við Landfara, hugsanir sínar i stuðla. Enn er uppi i landinu fólk, sem á auð- veltmeð að koma öllu til skila, er það vill segja, með þeim hætti. Hugsað til Hvalfjarð- ar Það er Sigriður Beinteins- dóttir á Hávarsstöðum, sem komið hefur þessum visum á framfæri: Af örsmáum verum er veröldin kvik, um vötnin, um löndin og geiminn, en mennirnir leysa úr læðingi ryk, sem lagt gæti i rúst allan heiminn. Ég hrópa og bið ykkur, hyggið að þvi, sem helzt mætti lifinu bjarga. Það lffgar ei mannlegur máttur áný, sem mengun og ágirndin farga. Verkföll og verðbólga „Gömluni bónda” er annað efst i huga. Fyrirsögnin gefur til kynna, hvað það er. Hann segir: „Kæri Landfári! Margt skrýtið i kýrhausnum. Það ættu gamlir sveitamenn eins og við tveir að vita. Siðastliðin 25 ár hafa allar rikisstjórnir reynt að hamla gegn dýrtið og stjórnlausri verðbólgu, en með misjöfnum árangri, eins og óþarft er að rekja. Nú hefur fsland orðið fyrir bæði innlendum og erlendum áföllum, og meina ég þá verðhækkanir á innfluttum vörum og verðlækkun á okkar útflutningsvöru, og vita þetta allir. Enginn er svo skyni skroppinn, að hann viti þetta ekki. Núverandi rikisstjórn hefur reynt að mæta þessu með þvi að skerða litils háttar það óraunhæfa kaup, sem samið var um í febrúar 1974, og báðir samningsaðilar lýstu þá yfir I sjónvarpi, að um væri að ræða verðbólgusamninga, en reyna samt i lengstu lög að halda fullri atvinnu fyrir alla, sem vitanlega skiptir mestu máli. En nú er ekki sjánanlegt ann- að, en fólk vilji þetta ekki. 1 stað þess að minnka kaupið i bili, vill fólk, að þvi er virðist heldur alls ekkert kaup. Fyrr- verandi rikisstjórnum hefur aö margra áliti orðið frekar litið ágengt með baráttuna gegn verðbólgunni. En hvernig væri að leyfa nú svokölluðum forystumönnum verkalýðsfélaganna að berjast sinni baráttu gegn verðbólg- unni með þvi að fá fólk hrein- lega til þess að vinna ekkert og hafa engar tekjur? Þeir hjálpa vafalaust þeim, sem missa hús sin og ibúðir af þessum sökum. Allt fullorðið fólk veit, að maður, sem verið hefur 4 vikur I verkfalli, fær aldrei með neinni kauphækkun bætt það fé, sem hann hefur misst. En forystumennirnir sem stjórna þessu hjá verkalýðs- félögunum virðast samkvæmt upplýsingum i útvarpinu sjálf- ir vera á föstu embættis- mannakaupi. Megnið af stærri útgerð landsins er nú raunverulega þjóðnýtt, þar sem hún er beint eða óbeint rekin af sveitar- félögum, Reykjavik, Akureyri og fleiri. Reikningar þessarar útgerðar liggja þvi frammi öllum til sýnis. Samvinnufólk um allt land veit vel, hvernig verzluninni og fiskvinnslunni' vegnar. Þvi vil ég endurtaka það, að kannski tekst svokölluðum verkalýðsforkólfum það, sem mörgum rikisstjórnum hefur ekki tekizt: Að slá niður verðbólguna i eitt skipti fyrir öll, með þvi að fá allt fólk til þess að hætta bara allri vinnu. Það er mjög einfalt og vafa- laust áhrifamikið ráð.” Síðbúin athugasemd Nýlega var mér bent á frétta- grein i Timanum, sem farið hafði framhjá mér ólesin. Greinin hefur að yfirskrift „Fjárhags- áætlun Sauðárkróks 1975”. Þar stendur m.a. þessi málsgrein: ,,Það nýmæli verður nú tekið upp, að Sauðárkróksbær tekur að sér rekstur Safnahússins. I september verður ráðinn launað- ur forstöðumaður til hússins. Aætlað er að rekstur hússins muni nema hátt á þriðju milljón króna á árinu 1975, enda er búizt við að Skagafjarðarsýsla muni leggja verulegan skerf á móti”. Svo mörg eru þau orð — og koma sumum kynlega fyrir sem einhliða ákvörðun bæjarstjórnar. t lögum um almenningsbóka- söfn frá 1963, 2. gr., er svo fyrir mælt, að landinu skuli skipt i 31 bókasafnshverfi, og nái 17. bóka- safnshverfi yfir Skagafjarðar- sýslu og Sauðárkrók. 1 9. gr. lag- anna segir svo: „Stjórn bóka- safns skal hafa eftirlit með húsa- kynnum safnsins og bókaeign og öðru þvi, sem safnið varðar, og ráða bókaverði”. „Stofnskrá fyrir Bókasafn Skagfirðinga og Héraðsskjala- safn Skagfirðinga” hefst á þess- um orðum: „Eigendur Bókasafns Skagfirð- inga, — Skagafjarðarsýsla að 3/4 hlutum og Sauðárkrókskaup- staður að 1/4 hlusta, — gera á aðalfundi sýslunefndar Skaga- fjarðarsýslu 14. april 1951 og á fundi bæjarstjórnar Sauðár- krókskaupstaðar þann 17. april 1951 svohljóðandi Stofnskrá” o.s.frv. Slðar var eignaraðildinni breytt i helmingahlutföll. Mátti það teljast eðlilegt, þvi að enda þótt Bókasafn Skagfirðinga með þvi nafni væri að stofni til eitt og hið sama og hið gamla Sýslu- bókasafn Skagafjarðarsýslu, þá lagði Sauðárkróksbær fram meira fé til rekstrar safnsins og bókakaupa en sýslan, en naut lika þeirra hlunninda að hafa safnið á staðnum. I reglugerð fyrir söfnin, bóka- safnið oghéraðsskjalasafnið, sem samþykkt var á aðalfundi sýslu- nefndar þ. 21. april 1951, og á bæj- arstjómarfundi þ. 15. mai sama ár, er svo kveðið á i upphafi, að söfnin skuli vera „sjálfseignar- stofnanir undir yfirstjóm Skaga- fjarðarsýslu og bæjarstjórnar Sauðárkrókskaupstaðar....” t 2. 2 rúmgóð skrifstofu' herbergi til leigu á jarðhæð við Austurvöll. Upplýsingar i sima 1-58-30 og 3-02-62. Verð á sementi Iðnaðarráðuneytið hefir ákveðið nýtt verð á sementi frá 16. mai 1975. Frá og með 16. mai 1975 verður útsöluverð á sementi svo sem hér segir: PortlandsementAn söiuskatts Með söiuskatti Kr: 8.460.00 pr. tonnKr: 10.160.00 pr Kr: 423.00 pr. sk. Rr: 508.00 pr Hraðsement Kr: 9.500.00 pr. tonnKr: 11.400.00 pr. tonn __ Kr: 475.00 pr. sk. Kr: 570.00 pr. sk. tonn sk. SEMENTSVERKSMIÐJA RlKISINS gr. reglugerðarinnar segir, að stjóm bókasafnsins skipi 5 menn. „Skulu 2 kosnir á aðalfundi sýslu- nefndar og aðrir 2 af bæjarstjórn Sauðárkrókskaupstaðar.... Fimmti maðurinn skal vera sýslumaðurinn i Skagafjarðar- sýslu, bæjarfógeti Sauðárkróks- kaupstaðar”. Þessum ákvæðum var slðar breytt á þann veg, að bæjarstjóm kýs nú þrjá menn 1 stjóm, sýslunefnd tvo sem áður, og enginn er sjálfkjörinn. Var þessi breyting gerð með tilliti til áðurgreindra raka. Bæði söfnin lúta einni og sömu stjórn. Nú er risið af grunni nýtt og veglegt hús yfir söfnin. Húsið er reist fyrir framlög frá sýslu og bæ, að jöfnu frá hvorum aðila, og eignarhlutföll i samræmi við það. Nokkur styrkur fékkst úr rikis- sjóði. Stjórnarnefnd safnanna sá um allar framkvæmdir. Að gefnu tilefni þykir rétt að þær upplýsingar, sem nú hafa verið greindar, komi fram. Þess er rétt og skylt að geta, að samskipti safnstjórnar annars vegar og sýslunefndar og bæjar- stjórnar hins vegar hafa jafnan verið með miklum ágætum og aldrei hlaupið snurða á þráðinn. Nú bregður svo kynlega við, aö samkv. áðurnefndri fréttagrein I Timanum hefur bæjarstjórn Sauðárkróks tekið þá ákvörðun að ráða málefnum safna og safnahúss upp á sitt eindæmi, án alls samráðs við hinn eignaraðil- ann, sýslunefnd Skagafjarðar- sýslu f.h. sýslunnar, án alls sam- ráðs við stjórn Bóka- og Héraðs- skjalasafnsins, — án þess jafnvel aö látaþessum aðilum I té nokkra vitnéskju um „ákvörðun” sina. Verður að teljast næsta hæpið, að slik einhliða ákvörðun eigi sér nokkra stoð I lögum, i stofnskrá safnanna eða þeirri reglugerð, sem þeim hefur verið sett. 5. mai ’75. GIsli Magntísson. VIKKXI VERKTAKADEILD Simar 1-58-30 8. 8-54-66 Pósthússtræti 13 ÁBYRGÐ Á EFNI OG VINNU AUGLYSINGADCILD TIMAN5 Húsmæðraskólinn á Hallormsstað auglýsir Þriggja mánaða hússtjórnarnámskeið hefst 17. september 1975. Kennslugreinar: Matreiðsla (m.a. haust- störfin), ræsting, hannyrðir. — Valgrein: Vefnaður. Skólastjóri. Bmíim Jeppa og Dráltarvela hjólbar&ar VERÐTILBOÐ 5y af tveim / af fjórum ' dekkjum 1W dekkjum 600-16/6 ET 1 m/slöngu Kr. 7.180,- 650-16/6 ET 1 m/slöngu — 7.650,- 650-16/6 NT 6 m/slöngu — 7.750,- 650-16/6 TP 7 m/slöngu — 7.290,- 750-16/6 TP 7 m/slöngu — 8.695,- 750-16/8 ET 1 m/slöngu — 11.580,- TÉKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ Á ÍSLANDIH/E AUDBREKKU 44 - 46 SÍMI 42606 Ba%um

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.