Tíminn - 24.05.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 24.05.1975, Blaðsíða 16
 fornado þeytidreifarinn goð vinnslubreidd nákvæmar stillingar einnig fyrir sáningu Guöbjörn Guöjónsson Heildverzlun Siöumúla 22 Simar 85694 & 85295 \ ------<T7-------n GBÐI fyrir góöun mai ^ ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS , .. -- - ' ' Ford Bandaríkjaforseti: ÆTLUM OKKUR AÐ STANDA VIÐ ALLAR OKKAR SKULD- BINDINGAR OKKAR — en það, sem gerðist í Víetnam, kemur ekki fyrir aftur NTB/Reuter-Washington. Gerald Ford Kandarikjaforseti sagöi i gær, aö höfuötilgangur leiðtoga- fundar Atlantshafsbandaiagsins i næstu viku væri að gefa Banda- rikjainönnum tækifæri til að fuli- vissa aðrar aöildarþjóðir NATO um fullan stuðning. Hann kvaðst álita, að „Mayaguez-málið” hefði aukið álit forsetaembættisins i augum þings og þjóöar. Ford lét svo um mælt i viðtali, er fjórir evrópskir fréttamenn áttu við hann i Hvita húsinu i gær. Hann sagðist álita, að Banda- rikjaþing sýndi sér meiri trúnað i framtlðinni og blandaði sér ekki eins I utanrikismál og gerzt hefði aö undanförnu. Ford sagði, að upp frá þessu ætluðu Bandari'kjamenn að standa við skuldbindingar sinar, hvar sem væri i heiminum. — Þaö, sem gerðist i Vietnam, á ekki eftir að koma fyrir aftur, bætti hann við. Aöspurður kvaðst forsetinn ekki telja, að vesturveldin væru áhrifaminni nú en áður — hins vegar lét hann i ljós áhyggjur vegna stjórnmálaþróunarinnar i Portúgal: Aukin völd kommún- ista i landinu gætu leitt til þess, að þaö sliti með öllu sambandinu viö NATO. Hann harmaði og, að úr- slit kosninganna, er fram fóru I april s.l., hefðu ekki haft meiri áhrif en raun bæri vitni. Þá sagðist Ford staðráðinn i að bæta sambúðina við Sovétrikin og taldi, að Bandarikjamenn hefðu ekki borið skarðan hlut frá borði I skiptum sinum við Sovétmenn. Fundur landvarnaróðherra NATO: Ford: Telur sig hafa styrkt stöðu sfna hjá þingi og þjóð. Evrópskir róðherrar vilja engin tengsl við Spán NTB/Reuter-Brussel. Land- hafsbandalaginu, lögðust yfirleitt hátt — sömuleiðis, að NATO varnaráðherrar þcirra Evrópu- eindregið gegn þvi, að Spánn kæmi sér upp eftirlits- eða her- rikja, er aðild eiga að Atlants- tengdist bandalaginu á nokkurn stöðvum i Suður-Afriku. Sem kunnugt er sitja land- varnaráðherrar NATO þessa dagana á fundi i aðalstöðvum bandalagsins i Brussel. James Schlesinger, landvarnaráðherra Bandarikjanna, reyndi I gær árangurslaust að sannfæra evrópska starfsbræður sina um nauðsyn þess að tengja Spán NATO I herfræðilegu tilliti. Eftir alllangar umræður var samþykkt að taka upp i álitsgerð fundarins, að vamarsamstarf Bandarikj- anna við Spán yrði haldið utan vé- banda NATO. Þau ummæli Hank Vredeling, landvarnaráðherra Hollands, er hann viðhafði i viðtali við frétta- menn i gær, hafa að vonum vakið mikla athygli og magnað and- rúmsloft á ráðherrafundinum nokkurri spennu. Vredeling upp- lýsti, að til greina kæmi að setja upp eftirlitsstöð i Suður-Afriku á vegum NATO til að fylgjast með ferðum sovézkra herskipa um Indlandshaf og Suður-Atlantshaf. Ráðherrann sagði — að kæmi til þess — yrði aðild Hollands að bandalaginu tekin til endur- skoðunar. Tyrkir reyna allt, hvcð þeir geta til að nó som- komulagi í Kýpurdeilunni Enn geisa blóðugir bardagar í Beirut NTB/Reuter—Beirut. Til átaka kom á ný milli falan- gista og skæruliða Palestinu- araba i Beirut i gær, þrátt fyrir samkomulag deiluaðila um vopnahlé. Aö sögn UPl- fréttastofunnar hafa 30 manns fallið i átökum þeim, er nú hafa staðið nær látlaust i fjóra daga, og næstum 150 særzt. ! fyrradag bárust fréttir af þvi, að tekizt hefði að miðla málum, m.a. fyrir milligöngu arabiskra sendimanna i Beirut. Þessi málamiðlun viröist þó ekki halda i raun og kennir hvor aðilinn hinum um aö rjúfa vopnahléssamkomu- lagið. 1 gær var bæði skipzt á skot- um og sprengjum varpað, enda steig svartur reykmökk- ur upp frá þeim tveim út- hverfum, þar sem til harð- astra átaka kom. Það, sem gerir ástandið i Libanon enn alvarlegra er, að engin starfhæf rikisstjórn sit- ur aö völdum i landinu eftir að Raschid Al-Solh baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Suleiman Franjieh forseti lauk Idag viðræðum sinum við stjórnmálaleiðtoga um hugs- anlega stjórnarmyndun og er búizt við, að hann feli ein- hverjum þeirra að reyna að mynda nýja stjórn I dag. StÐUSTU FRETTIR: í gær fól forsetinn Nureddin Rifai að sitja i forsæti nýrrar herforingjastjórnar i landinu. Myndun herforingjastjórnar fylgir að sjálfsögðu I kjölfar átakanna i Beirut. Reuter-Ankara. Henry Kissinger, utanríkisráðherra Bandarikj- anna, hefur að undanförnu rætt við tyrkneska ráðamenn I An- kara, höfuöborg Tyrklands. Að viðræðunum loknum lýsti Kissinger yfir, að Tyrkir væru staöráönir I að gera sitt bezla til aí ná samkomulagi i Kýpurdeilunni. Kissinger kom til Ankara fyrir þrem dögum og virðist aðaltil- gangur hans hafa verið að eiga viðræður við tyrkneska leiðtoga um hugsanlega lausn á Kýpur-. deilunni, og um leið bann Banda- rikjanna á sölu vopna til Tyrk- lands. Fréttaskýrendur telja, að bandariski utanrikisráðherrann hafi lagt mjög fast að Tyrkjum að semja. t næstu viku verður sem kunn- ugt er haldinn leiðtogafundur At- lantshafsbandalagsins I Briissel. I tengslum við þann fund er áformaður fundur Geralds Ford Bandarikjaforseta með forsætis- ráöherrum Grikklands og Tyrk- lands til að reyna að flýta fyrir lausn Kýpurdeilunnar. Kissinger ræddi i gærmorgun við þá Suleymna Demirel for- sætisráðherra og Sabri Caglayan- gil utanrfkisráðherra, en siðdegis hitti hann svo að máli Bulent Ece- vit, fyrrum forsætisráðherra — manninn, er skipaði tyrkneskum hersveitum að stiga á land á Kýp- ur I fyrrasumar. Að þessum viðræðum loknum sagði Kissinger við fréttamenn: — Ég held, að Tyrkir reyni nú allt, hvað þeir geta til að ná sam- komulagi. Og hann bætti við stuttu siðar: — Ég álit, að góðir möguleikar séu á árangri i samn ■ ingaviðræðum Grikkja og Tyrkja, er búa á Kýpur. (Þær viðræður hófust fyrr i þessum mánuði i Vin og verður fram haldið i byrjun júni á sama stað.) Bandarikjaþing ákvað sem kunnugt er að stöðva alla vopna- sölu til Tyrklands, meðan ekki bólaði á samkomulagi I Kýpur- deilunni. Tyrklandsstjórn brást aö vonum illa við þeirri ákvörðun og hefur hótað að leggja niður nokkrar herstöðvar Bandarikja- manna i landinu, nema vopna- sölubanninu verði aflétt. Frétta- skýrendur álita, að bannið verði brátt fellt niður, enda má segja, að forsenda þess sé — a.m.k. að einhverju leyti — brostin. Kissinger hélt i gær frá Ankara áleiðis til Washington, en hafði á leiðinni stutta viðdvöl i Madrid, þar sem hann ræddi við spænska ráöamenn. Sovétmenn tvöföld uðu tekjur sínar af olíuútflutningi 1974 Viðskipti Sovétríkjanna við V-Evrópu jukust mun meira en þeirra við A-Evrópu Reuter-Moskvu. Sovétmenn tvö- földuðu næstum tekjur sinar af útflutningi á hráoliu til annarra rikja á siðasta ári — þrátt fyrir þá staðreynd, að magn útfluttrar oliu væri nokkru minna en árið áður. Þetta kemur fram i opinberum viðskiptaskýrslum, er birtar voru I gær. Þessar upplýsingar leiða i ljós — eins og reyndar ætti að vera okkur íslendingum kunnugt — að Sovétrikin hafa ekki farið varhluta af þeirri hækkun, er átt hefur sér stað á olíuverði á sið- ustu tveim árum. Sovétmenn viðskipti selja þá grönnum sinum f Austur- Evrópu oliu á lægra verði en heimsmarkaðsverði. A viðskiptaskýrslunum sést, að tekjur Sovétrikjanna af oliuút- flutningi hafa numið 9.8% af gjaldeyristekjum þeirra á siðasta ári. Alls námu tekjur af oliuút- flutningi 39,6 milljörðum rúbla (þ.e. á að gizka 8500 milljörðum isl. króna). Af sömu skýrslum verður ráðið, að viðskipti Sovétrikjanna við Vestur-Evrópuriki, jukust á árinu 1974 um næstum 50% (i rúblutölu) meðan þau jukust aðeins um 12- 13% við riki I Austur-Evrópu. HAILE SELASSIE ER ALVARLEGA SJÚKUR leiðtogi ætti við vanheilsu að striða og þyrfti nauðsynlega að gangast undir uppskurð. Haile Selassie var tekinn hönd- um i september s.l. og hefur setið I haldi siðan. Hann er 82 ára að aldri, og hefur að sögn sætt slæmri meðferð. Reuter-London. Liflæknir Haile Selassie, fyrrum Eþiópiukeisara, sagöi f gær, að hinn aldni þjóðar- Haile Selassie S-Afríkubúar fá sjónvarp Reuter—Jóhannesarborg. Suður-Afrika hefur til þessa verið eina rikið I hópi svo- nefndra menningarrikja, er ekki hefur haft sjónvarp. Þetta stendur nú ,,til bóta”, þvi mú er afráðið að reglulegar útsendingar hefjist i landinu á næsta ári. Ástæðan fyrir þvi, að Suður- Afrikubúar hafa ekki fengið að horfa á sjónvarp er sú, að þar til fyrir fáum árum var Suður- Afrikustjórn andvig öllum sjónvarpsrekstri I landinu — taldi slikt bæði siðspillandi og óþarfa fjáraustur. En nú hefur ráðherrum snúizt hugur, og i byrjun þessa mánaðar hópuð- ust tugþúsundir manna um- hverfis sjónvarpstæki i verzlunum i Jóhannesarborg og viðar og horfðu á fyrstu tilraunaútsendingar suður- afrisks sjónvarps.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.