Tíminn - 27.05.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 27.05.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Þriöjudagur 27. mai 1975 AFKOMENDUR EINARS H. KVARAN KREFJAST ÞESS AÐ SJÓNVARPIÐ BREYTI LÉNHARÐI FÓGETA Seðlabankinn athugar Ræsismálið Sj-Reykjavik.Seðlabankinn er nú að kanna mál, sem upp hefur • komið hjá Ræsi hf., en þar er um að ræða, hvort erlendum lánum, sem veitt eru út á tvær bifreiöar, er slegið saman i lán til kaupa á einni bifreið. Björn Tryggvason, Seðla- bankastjóri, tjáði Timanum i gær, að þetta mál væri nú i rann- sókn hjá bankanum. ,,bað er ólöglegt að veita tvöfalt lán út á vél eða tæki, sem keypt er erlend- is frá, enda þótt lánsheimild vegna annars tækis hafi ekki verið notuð. Hins vegar veit ég ekki, hvort Seðlabankanum ber skylda til þess að gangastfyrir þvi, að mál sem þetta verði rannsakað i saka- dómi eða ekki”. Veiddu hátt á fjórða tonn á sjóstangamóti BH-Reykjavik — Veiðifélagið Sjóstöng i Keflavik gekkst fyrir sjóstangaveiðimóti laugardaginn 24. mai. Keppendur voru 34, viðs vegar af landinu. Róið var á fimm bátum. Aflahæsti báturinn var Fram KE 105. Skipstjóri á honum er Benedikt Guðmundsson, en þetta er annað árið i röð, sem hann vinnur skipstjórabikarinn, Meðalafli á mann á þeim bát var 191 kiló. Vestmannaeyingar sigruðu i sveitakeppninni, með 499,5 kiló. Mestan afla einstaklinga fékk Valdimar Axelsson Keflavik, 277,1 kiló. Næstur honum að afla- magni var Sveinn Jónsson Vest- mannaeyjum, 197,4 kg. Af konum varð hlutskörpust Margrét Helgadóttir, 124,4 kg, en hún fékk einnig stærsta -ufsann, sem var 12,2 kg og jafnframt stærsti fisk- urinn, sem veiddist á þessu móti. Valdimar Axelsson veiddi flesta fiska. Stærstu fiskana fengu þessir Þorskur: Einar Guðmundsson Reykjavik. Ýsa: Jón Þórðarson Reykjavik, en hann fékk einnif stærsta steinbitinn. Karfi: Bog Sigurðsson, Vestmannaeyjum Lúða: Eirikur Hjartarson, Kefla vik. Langa: Logi Þormóðsson Keflavik. Háfur: Lárus Amason Reykjavik. Heildarafli i mótinu var 3,374 kiló. HELGADOTTUR I SAMVINNUBANKANUM FB-Reykjavik.Frá þvi er skýrt i Sambandsfréttum, fréttablaði SIS i Reykjavik, að á aðalfundi Samvinnubankans fyrir skömmu hefði komið fram, að bankinn hefði samið við Gerði Helgadóttur myndhöggvara um að gera vegg- mynd úr mósaik i afgreiðslusal bankans við Bankastræti. Lista- konan hafði lokið við gerð mynd- arinnar, er hún lézt hinn 17. mai Fámennt hjá rithöfundum á aðalfundi JG—Reykjavík — Fyrri hluti aðalfundar hins nýstofnaða rit- höfundasambands var haldinn á föstudaginn i Norræna húsinu. Ekki virðist blása byrlega fyrir hinu nýja sambandi, þvi aðeins 29 rithöfundar mættu til íundarins. Var þá gripið til þess ráös að sækja einn út i bæ, svo að fund- urinn mætti teljast löglegur. Kosnir voru tveir i stjórn sam- bandsins, hlutu kosningu þeir Ingimar Erlendur Sigurðsson og Kristinn Reyr. Armann Kr. Einarsson flutti skýrslu um norrænt barnabóka- þing, og formaður sambandsins, Sigurður A. Magnússon, flutti skýrslu stjórnar. Samþykkt var að hækka félagsgjöldin. Það vakti athygli, að engin atkvæði i stjórnarkjör bárust utan af landi, en nokkrir höfundar eru búsettir i hinum dreifðu byggðum iandsins. Inntöku nýrra félaga var frest- að til sfðari hluta aðalfundarins, sem halda á f næsta mánuði. sl. Myndin er nú á leið til landsins frá Þýzkalandi, þar sem hún var i lokavinnslu. Mun hún þvi innan tiðar gleðja augu gesta og gang- andi I Samvinnubankanum i Bankastræti. Heilsugæzlustöð tekur til starfa á Suðurnesjum BH—Reykjavík — Heilsugæzlu- stöö Suöurnesja var opnuö viö há- tiölega- athöfn laugardaginn 24. maf, aö viöstöddu mikiu fjöl- menni. Er hún til húsa aö Sól- vallagötu 18 og starfar þar I leigu- húsnæöi, sem innréttaö hefur ver- iö á hinn smekklegasta og hent- ugasta hátt fyrir slfka starfsemi. Heilsugæzlustööin er rekin f nán um tengslum viö Sjúkrahús Keflavfkurlæknishéraös, og standa sveitarfélögin á Suöur- nesjum aö rekstri beggja stofnan- anna. Forstöðumaöur þeirra beggja er Eyjólfur Eysteinsson, héraöslæknirinn i Keflavfk er Kjartan ólafsson og yfirlæknir sjúkrahússins er Kristján Sigurösson. Við opnunarathöfnina flutti for- maður stjórnar heilsugæzlustöðv- arinnar, Jóhann Einvarðsson bæjarstjóri, ræöu, gat þess m.a., aö læknar i Keflavík hefðu sýnt heilsugæzlustöðvarmálinu mik- inn áhuga. 1 lögum um heilbrigð- isþjónustu er tóku gildi 1. janúar 1974, segir þetta um starfsviö heilsugæzlustöðva: „A heilsugæzlustöö skal veita þjónustu eftir þvi sem viö á svo sem hér segir: 1. Almenna læknisþjónustu, vak- þjónustu og vitjanir til sjúkl- inga. 2. Læknarannsóknir. 3. Sérfræðilega læknaþjónustu og tannlækningar. 4. Heilsuvernd, svo sem: a) Mæðravernd. b) Ungbarna- og smábarna- vernd. c) Heimahjúkrun. d) Skólaeftirlit. e) íþróttaeftirlit. f) Atvinnusjúkdómaeftirlit. g) Berklavarnir. h) Kynsjúkdómavarnir. i) Geðvernd, áfengis- og ffkni- lyfjavarnir. j) Félagsráögjöf. k) Hópskoðanir og skipulagða sjúkdómaleit. l) Sjónvernd og heyrnarvernd”. Ljóst er, að ekki verður I núver- andi húsnæði hægt að veita .alla þá þjónustu, sem talin er hér að framan, en unniö verður að þvi markvisst að finna allri þjónust- unni pláss. Allir læknar héraðsins, þeir Kjartan ólafsson héraöslæknir, Arnbjörn Ólafsson, Hreggviöur Hermannsson, Guðjón Klemenz- son og Kristján Sigurðsson yfir- læknir, munu starfa að meira eða minna leyti við stöðina. Þeir þrir fyrst töldu, Kjartan, Arnbjörn, og Framhald á 19. siðu gébé—Rvík — Samband hárgreiöslu- og hárskerameistara gekkst fyrir keppni I iön sinni sl. sunnudag I Iþróttahúsinu á Seltjarnarnesi. Hófst keppnin aö morgni og stóö fram eftir kvöldi. Eisa Haralds- dóttir varö hlutskörpust keppenda i hárgreiösiu, og er þetta annað áriö i röö, sem Elsa vinnur titilinn tslandsmeistari I hárgreiðslu. Garöar Sigurgeirsson er tslandsmeistari I hárskuröi. Keppt var I tveim greinum herra, skúlptúr-klippingu og tizku- klippingu, og sigraði Garöar I báöum greinum. Guðjón Jónasson varð annar I skúlptúr-klippingu og þriðji I hinni greininni, en Einar Eyjólfsson varö annar I tizkuklippingu. Tveir þeir efstu, Garðar og Guðjón, hljóta rétt til þátttöku I Noröurlandakeppninni, sem fram fer I Osló f nóvember. Auk þess hlutu þeir báðir bikara. Elsa Haraldsdóttir sigraði I daggreiöslu og viöhafnargreiðslu og varö önnur I klippingu og blæstri. Hún, ásamt Hönnu Kristinu Guð- mundsdóttur, hlaut einnig bikar og rétt til þátttöku i Norðurlanda- mótinu. Stigahæsti neminn var Margrét Jónsdóttir, sem vinnur hjá Elsu, en hún hefur sennilega verið yngsti keppandinn, þvi að hún hefur aðeins lokiö um helmingi námstimans, sem er 3 ár. Alls tóku 19 hár- skerar þátt I keppninni, 17 voru I flokki meistara og sveina i hár- greiðslu og 12 nemar. — „Hrein og klár vitleysa", segir Jón Þórarinsson um kröfuna ASK-Reykjavik . Lénharður fógeti, hin umdeilda kvikmynd sjónvarpsins, hefur nú fengið enn eina ádrepuna. Afkomendur Einars H. Kvaran hafa sent sjón- varpinu bréf, þar sem farið er frarp á ýmsar breytingar, er þeir telja einu leiðina til að „hlutur Einars H. Kvaran verði réttur”. Ekki er i bréfinu nákvæmlega til- tekið, hverju beri að breyta, en drepið á vig Eysteins úr Mörk og þátt Freysteins bónda á Kot- strönd. Þá telja afkomendurnir nauðsynlegt, að lokaþáttur myndarinnar verði tekinn upp að nýju I samræmi við leikgerð Einars H. Kvaran. Þegar blaðið hafði samband við Ævar Kvaran, sem samdi hand- ritið að kvikmyndinni, kom i ljós, að hann hafði ekki hugmynd um bréf þetta. Taldi Ævar, að afkom- endurnir hefðu haft næg tækifæri til að gera athugasemdir við handritið á sinum tima. Reynar hefði einn þeirra, Böðvar Kvaran, sem skrifar undir bréfiö til sjón- varpsins, lesið yfir handritið at- hugasemdalaust. Að öðru leyti vildi Ævar ekkert um málið segja á þessu stigi. Jón Þórarinsson hjá lista- og skemmtideild sjónvarpsins hafði þetta um málið að segja : „Mér er bréf afkomenda Einars með öllu óskiljanlegt. Fyrir liggur skrif- legt umboð frá þessum sömu aðilum um að Ævar Kvaran hafi haft fullt umboö til aö gera þær breytingar, er þurfa þótti, og að krefjast breytinga nú, er hrein og klár vitleysa”. M M Vfg Eysteins úr Mörk i kvik- mynd sjónvarpsins. I bréfi afkomenda Einars H. Kvaran til sjónvarpsins er - þess krafizt, aö þaö atriöi verði endurskoöaö, þar sem vigið sé „alger föisun á leik- ritinu og á sögunni”. MYND EFTIR GERÐI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.