Tíminn - 27.05.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 27.05.1975, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Þriöjudagur 27. mai 1975 AAikið mál!!! Agatha Christie gróf upp gamalt handrit og fékk $ 925.000 á borðið Þegar Háskólabió er að heí'ja sýningar á „Morðinu i Austur- landahraðlestinni” (Murder On The Orient Express), sem sett hefur hvert aðsóknarmetið á fætur öðru undanfarna mánuði, er gaman að rifja upp litla sögu i þessu sambandi. Framleiðendur „Morðsins” höfðu gert sér góðar vonir um, að myndin yrði vinsæl, enda sagan ein mest lesna leynilög- reglusaga, sem út hefur verið gefin, en auk þess er valinn maður i hverju rúmi, eða öllu heldur hlutverki, i myndinni. Svo hefur farið, að hún hefur bókstaflega farið sigurför um heiminn. f Bretlandi hefur hún slegiðöll aðsóknarmet, og sama er að segja um flest önnur lönd, þar sem myndin hefur verið sýnd til þessa. Þegar þetta varð ljóst, fóru bókaútgefendur á stúfana og spurðu frú Christie, hvort hún lumaði ekki á einhverju hand- riti, sem þeir gætu gefið út og grætt vel á vegna vinsælda myndarinnar. Agatha Christie er orðin 84 ára gömul og nær hætt að skrifa, en þegar hún var um þetta spurð, tók hún gamalt handrit, sem hún átti niðri i skúffu, hristi af þvi rykið og spurði: „Hvað vilja menn borga?” Einn af pappirskiljuútgefend- ★ um Bandarikjanna varð hlut- skarpastur. Hann bauð henni 925.000 dali — um 140 milljónir króna — á borðið fyrir pappirs- kiljuréttinn. Réttur til að gefa bókina út i bandi fylgir þessu ekki, enda verður sú útgáfa ekki sett á markaðinn fyrr en 15. október i haust — þegar 50 ár eru liðin frá þvi að fyrsta bók höfundarins kom út. Og hvaða bók var það þá, sem Agatha Christie bauð upp á frá svo gamalli tið? Þegar hún var Nú, á timum kvefpesta og inflú- ensu, förum við ekki svo sjaldan i lyfjabúðina. Þaö gerðum við einnig fyrir tiu árum og forfeður okkar fyrir hundrað árum. En hve lengi hafa lyfjabúöir veriö til? Fyrsta lyfjabúð heimsins var opnuð á áttundu öld, við læknisfræðideild háskólans i Bagdad. Það var svo á 13. öld, að fyrsta lyfjabúðin var sett á stofn i Evrópu, nánar til tekið á Italiu. 1 Norður-Evrópu var fyrsta lyfjabúðin opnuð snemma á 16. öld. 1 Rússlandi var fyrsta lyfjabúöin hirölyfja- búð, ætluð Ivani grimma, fjöl- skyldu hans og hirðinni. Hún var opnuð 1581. Hundrað árum siöar var önnur lyfjabúðin opn- um það spurð, kvað hún þetta vera 30 ára gamla sögu, sem hún hefði skrifað, þegar hún var einu sinni orðin svo leið á Her- cule Poirot — aðalhetjunni i flestum sögum hennar og einnig i „Morðinu i Austurlandahrað- lestinni” — að hún ætlaði að „kála” honum. Sagan, sem nú er að koma út, fjallar þvi um „andlát” Poirots, sem höfund- urinn ákvað, en hætti svo við, 'þegar hún athugaði málið nán- ar. uð I Rússlandi. Hún átti að selja spiritus, vodka og alls konar læknislyf til manna, sem voru á skrá. Árið 1701 stofnaði Pétur mikli átta lyfjabúðir I Moskvu, og i lok aldarinnar var fjöldi þeirra orðinn um það bil 100. Nú>. eru i Sovétrikjunum meira en 24.000 lyfjabúðir. Allt þetta, og ýmislegt fleira, getur maöur fengið að vita á elzta lyfja- fræðiisafni heimsins, sem er I Moskvu og var stofnað árið 1921. Þar eru til sýnis um það bil þús- und mismunandi hlutir, sem sýna útbúnað lyfjabúða á ýms- um timum, og sérstætt safn læknislyfja. 1 bókasafni safnsins éru 5.000 bindi, sem segja sögu lyfjafræðinnar. ★ ★ Hvenær komu fyrstu lyfjabúðirnar? Vill fó sænsk barnaföt Um síðustu jóleignaðist sænska leikkonan Ewa Aulin sitt annað barn. Það var litil telpa, en fyrir átti hún soninn Shawn. 1 þetta sinn er faðirinn Cesare Pala- dino, rikur Rómaborgarbúi. Sagt hefur verið, að þeim hafi komið saman um, að Ewa skuli ekki leika oftar i kvikmyndum, en nú er annað uppi á tengingn- um. Ewa er farin að sjást ganga um götur Rómaborgar með kvikmyndaleikstjóra nokkrum. Telja menn, að nú sé eitthvað að gerast og sennilega sé Ewa að undirbúa nýja kvikmynd með þessum leikstjóra sinum. Móðir Ewu I Stokkhólmi var spurð að þvi, hvort von væri á Ewu á ný i kvikmynd, en hún sagðist ekki hafa heyrt um neitt slfkt. Karin mamma Ewu hringir oft i dóttur sina til Rómaborg_ar, og þá bregzt það ekki, að h'ennar sögn, að dóttirin biður hana um að senda sér svolitið af sænskum bamafötum. Þau eru þau beztu i heimi, segir Ewa. Hér á mynd- inni sjáið þið Ewu og kvik- myndaleikstjórann. DENNI DÆMALAUSI Ég verð að fara heim, af þvi að ég er að fara að baða mig. Heyrðu ég held ég vilji ekki eignast klukku mamma.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.