Tíminn - 27.05.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 27.05.1975, Blaðsíða 5
Þriftjudagur 27. mai 1975 TÍMINN 5 Atvinnuleysið hittir alla fyrir Jón Skaftason alþingis- maður skrifaði nýlega þarfa hugvekju i Ingólf, biaö Fram- sóknarmanna á Suðurnesjum, en þar sagði hann m.a.: „Mikið er nú rætt og ritaö um aðsteöjandi efnahags- vanda og sýnist sitt hverjum, eins og gengur. Ég hygg þó að enginn neiti þvi, aö viö vissan vanda sé að striða. Menn deila um, hvernig best megi gegn honum snúast. Viðráðanlegur vandi getur snúist upp í meiriháttar vand- ræði sé ekki brugðist við hon- um á réttan hátt. En hver er þá vandinn og hvað þarf að gera tii aö eyða honum? Um það vil ég rita fáein orö, til ihugunar fyrir lesandann. Hver og einn þarf að ihuga þctta með sjálfum sér, þvi aö kreppa og atvinnuleysi i landinu og hittir ALLA fyrir, meira og minna. Vandinn Viðskiptakjör versnuðu um 20% á árinu sökum hækkandi innflutningsverðs mikilvægra nauösynjavara og iækkandi útflutningsverðs i veigamikl- um grein- um. Þar viö bættist sölutregða á sumum mvkaö anna.Þjóðar- tekjur árið 1974 reynd- ust 133 milljarðar króna, og er spáö að þær minnki um 6% i ár. Þrátt fyrir minni rauntekjur landsmanna 1974 en áriö áöur jukust útgjöld þeirra til fram- kvæmda og neyslu verulega. Þetta var hægt meö þvi aö eyöa gja Ideyrissjóðum þjóöarinnar og stofna til nýrra erlendra skulda, en banka- kerfið og fjárfestingasjóöa- kerfiö fjármagnaði þessa um- frameyðslu. Vandinn er afleiðing þess að við höfum lifaö um efni fram um nokkurra ára skeiö. GrundvöIIur atvinnulifsins er ótraustur og það getur leitt til atvinnuleysis. Þessu valda I senn ytri aöstæður, þ.e. versnandi viðskiptakjör og minnkandi afli miðaö við tilkostnað og innri ástæður, þ.e. óstjórn efnahagsmála i víðtækum skilningi. Dýrtiðar- met okkar er Ijósasta dæmið um óstjórnina, en til hennar niá rekja flest efnahagsvand- ræði okkar nú. Ef-viö litum til nýliðins árs og athugum hvað gerst hefur I þessum efnum, þá verður þetta m.a. fyrir: Enn einu sinni komið í vegg Litum nánar á þetta. Er- lendar skuldir landsmanna fóru I árslok 1974 i 52 milljarða eða jukust um 9 milljarða króna. Þetta jafngildir þvi, aö hver tslendingur skuldi er- lendis um 240.000- kr. eða 4 manna fjölskylda um 1 milljón króna. A þessu ári jukust útlán bankakerfisins um 62% frá árinu áöur. Mest varð aukningin til opinberra aðila, rikis og sveitarfélaga, vegna hallareksturs þeirra, og til sjávarútvegs og oliu- innflyjenda. Innlánaaukning varð aöeins brot af þessari aukningu og þvi um ómenguö veröbólguútián að ræða. Launasamningarnir i febrúar bættust svo við. Af- leiöingarnar létu heldur ekki á sér standa. Dýrtiðin jókst meira en 50% á árinu, sem var um þreföld aukning miðað við helztu viðskiptalönd okkar. Afleiðingarnar þekkir lands- fólkið I siendurteknum verðlagshækkunum vöru og þjónustu, rýrnandi kaupmætti launa, eyöingu sparifjár, hallarckstri atvinnufyrir- tækja, gengisfellingu og spá- kaupmennsku í vaxandi mæli. Þvi miður hefur ekki rikt I landinu nægur skiiningur á skaðsemi langvarandi veröbólgu. Enginn stjórn- málaflokkur setur i reynd efnahagslegt jafnvægi númer eitt i forgangsröð og miðaldra islendingar þekkja vart annaö, en veröbólguástand og telja margir hverjir, að við höfum fundið leiðir til þess aö búa við það um langa hriö! Nú er hins vegar um sinn komiö I vegg. Enginn gjald- eyrissjóður til aö eyöa I um- frameyðslu né möguleikar á aukinni skuldasöfnun er- lendis. Varnarbarátta Um sinn veröur stjórn efna- hagsmála hrein varnar- barátta, þar sem reynt veröur að koma i veg fyrir atvinnu- leysi. Gæta veröur þess, aö hlifa þeim tekjulægstu. Aörir geta axlað nokkrar byröir, svo Bújörð óskast Óska eftir að kaupa eða taka á leigu bújörð. Æskilegt er að áhöfn og vélar fylgi með. Til greina kæmi að stofna til félags- búskapar á góðri jörð. Upplýsingar sendist á afgreiðslu Timans fyrir 10. júni 1975, merkt „Bújörð 1593. ”• Menntaskólinn við Hamrahlið Öldungadeild Skráning nýnema á haustönn 1975 fer fram þriðjudag og miðvikudag 27. og 28. mai kl. 17-18. Skrásetningargjald er 3500 krónur. Kennsla hefst mánudaginn 1. september n.k. Rektor. aö hjói atvinnulifsins snúist. Það er að sjálfsögðu aldrei vinsælt að sitja i ríkisstjórn þegar þannig árar. En ein- hverjir verða þó aö gera það. Ég er sannfærður að eftir siö- ustu aiþingiskosningar og við þær aðstæður, sem þá riktu, var núverandi rikisstjórnar- samstarf það eina, sem mögu- legt var. Ég fuliyrði, að hjá fyrrverandi stjórnarflokkum var mjög takmarkaður vilji til þess að efna til nýrrar vinstrí stjórnar. Veikasti þátturinn hjá vinstri stjórnunum virðist mér vera úthaldsleysið og skortur á samstöðu um nauösynleg úrræði I efnahags- málumviöslæm ytri skilyrði. Þær virðast bókstaflega ekki þola slæma tima. Þrjár vinstri stjdrnir siðustu áratugina, sem hver um sig starfaöi 2 1/2 ár, gefa mér tilefni til þess að fullyrða þetta. Þetta er sorg- legt að þurfa aö viöurkenna, en staðreynd er það engu að siöur. Félagshyggjufólk á að krefjast skýringa á þessu hjá forystumönnum sfnum og vera gagnrýnið á skýringar þeirra.” Skílja þeir sinn vitjunarfíma? t lok greinar sinnar segir Jón Skaftason m .a.: ,,Nú skiptir miklu, að þing og stjórn viki sér ekki undan vandanum, þrótt freistandi væri. Mikið er rætt um niöur- skurð fjárlaga um 3.500 millj. kr. og harðlega gagnrýnt af mörgum. En þvi miður, ytri aðstæður og efnahagsleg óstjórn margra ára gerir þetta óhjákvæmilegt. En þing og stjórn, þótt voldug séu, ráða ekki fram- vindu mála nema aö hluta. Svonefndir aðiljar vinnu- markaðarins gegna þar stóru hlutverki og allur almenning- ur I reynd lika. Skilja allir þessir aöiljar sinn vitjunar- tima? A þvi veltur óendanlega mikiö.” -a.þ. * Létt,sterk,ryðfrí * Stillanleg sláttuhæð * Slær upp að húsveggjumog út fyrir kanta * Sjálfsmurð, gangsetning auðveld * Fæst með grassafnara / i iR / « Garðsláttuvél ^hinna vandlátu ÞORHF Ármúla 11 Skólavörðust.25 J Eyðijörð óskast Óska eftir að kaupa eyðijörð sem liggur að sjó, einhvers staðar á landinu. Þeir, sem kynnu að hafa áhuga vinsam- lega sendið nafn og simanúmer eða heimilisfang i pósthólf 272 Reykjavik. VIÐ mikið úrval af olíufylltum rafmagns HÖFUM Dimplex Englandi Auk glæsilegs útlits, er sjólfvirkur hitastillir á hverjum ofni, sem stjórnast af lofthita herbergis. Ofnarnir gefa fró sér þægilegan hita. Ofnarnir eru til í 2 gerðum og fró stærðum 500w— 2000 w Allar nónari upplýsingar H VANGURHE VESTURGÖTU10 SÍM119440 & 21490 REYKJAVIK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.