Tíminn - 27.05.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 27.05.1975, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Þriðjudagur 27. mai 1975 Björn ólafsson Kópavogi skrif- ar grein er birtist I Tímanum 30. f.m. undir fyrirsögninni: „Þungaflutningar á sjó og landi,” og er grein þessari ætlað að vera svar við grein undirritaðs I Tlm- anum hinn 2. s.m. „Um strand- siglingaþjónustu o.fl.”. I upphafi nefndrar greinar seg- ir höfundur m.a.: „.... fyrst ætla ég að eyða nokkrum orðum I það, sem Guðjón telur eitt aðalmein I rekstri rfkisskipa, en það eru of lág flutningsgjöld með strand- ferðaskipunum.” Hvernig fær greinarhöfundur þetta Ut úr grein minni I Tfman- um 2. aprfl? Þar er bent á, að millilandafarmgjöld hafi eftir löndum og myntum hækkað um 67—193% umfram strandferða- farmgjöld miðað við hlutfall I mörg ár fyrir slðari heimsstyrj- öld, en hvergi er látin I ljós fyrir- ætlun eða ósk um að hækka strandferðafarmgjöldin til sam- ræmis, enda tel ég að slíkt komi ekki til greina án hliðarráðstaf- ana og verðjöfnunar, sem vissu- lega er tlmabær, því að á slðustu 10—15 árum hefur verið þrengt mjög að fólki vlða um land I sam- bandi við aukaflutningskostnað fyrir nauðsynlegar rekstrar- og neyzluvörur. Þótt B.Ó. fari sumpart viður- kennandi orðum um nauðsyn þeirrar þjónustu, sem Skipaút- gerðrikisins hefur með höndum, virðist skilningurinn samt mjög takmarkaður og andúð hans á stofnuninni augljós. Kemur þetta fram á margan hátt I gloppóttum málaflutningi, og skal I eftir- greindum liðum rætt nokkru nán- ar um málið. 1. Með tilvisun til áður nefndrar greinar minnar má áætla, að hækka mætti núgildandi flutn- ingataxta strandferðaskipa um að meðaltali 140—150% til þess að ná fyrra hlutfalli miðað við milli- landafarmgjöld, en héldist magn viðskipta með þeirri hækkun, væri orðinn nokkur hagnaður á strandsiglingunum I stað veru- legs taps áður, I fyrri viðmiðun. Ætti þetta ekki að benda til sleifarlags I rekstri strandferða- skipanna umfram það, sem tlðk- ast kann hjá öðrum, og slzt er á það er litið, að skip I utanlands- siglingum geta keypt brennslu- ollu (næst hæsti gjaldaliður út- gerðar) á svo nefndu „bunker- veröi” erlendis, með u.þ.b. 40% lægra verði en gildir I verðjöfnun hér, og sömu skip eiga yfirleitt einnig völ á meiri samkeppni I til- boöið um viðgerðir. 2. Það er orðið ákaflega munn- tamt I almennri gagnrýni á hvers konar rekstur að tala um yfir- stjórnar- og skrifstofubákn, og vissulega er það viða of mikið. Telur þvi B.Ó., að rétt hljóti að vera og vinsælt að beina ásökun- um gegn Skipaútgerðinni um þetta, en af þvl tilefni skal upp- lýst, að samkvæmt áætlun til und- irbúnings fjárlaga fyrir 1975 var gert ráð fyrir rekstrarumsetn- ingu strandferðadeildar sem hér greinir: A. Rekstrargjöld 3ja skipa og vöruafgreiðslu 237 millj.kr. B. Flutningatekjur (með hækkun taxta 133 millj. kr. C. 375 millj. kr. D. Skrifstofukostnaður, tilheyrandi strandferðum (tæplega3%) lOmillj.kr. Bendir liður A til þess, að aðrir myndu reka strandferðaskipin á hagstæðari hátt en Skipaútgerðin, eða bendir liður D til þess, að einkaaðilar myndu annast yfir- stjórn og umsjón rekstrar fyrir minna? Hvaða álagning tlðkast t.d. I heildsöluþjónustu, sem gæti talizt sambærileg? En strandsiglinga- þjónustan er erilsamari og vinnu- frekari en ókunnugir munu al- mennt gera sér grein fyrir. 3. B.Ó. talar af nokkurri gremju um „ruglingslega taxta Rikis- skips”, og ,,,... I dag freista menn þess enn að senda þungavöru ýmsa og sekkjavöru með Rikis- skip vegna hinna óeðlil. farm- gjalda.” Með öðrum orðum telur B.Ó. það óeðlilegt, að áburður og sement skuli á kostnað verk- smiöju og móttakenda veröa flutt til fólks á Austur- og Vesturlandi með skipum fyrir samtals u.þ.b. 2.500—3.000 kr. á tónn með af- greiðslu- og hafnagjöldum, korn og fóðurvara fyrir u.þ.b. 3.500 kr., og fjöldi annarra vara fyrir 4.000—5.000 kr. á tonn, I stað hins einfalda taxta vörubílanna, sem er nú um eða yfir 12.000 kr. á tonn til nefndra landsvæða. Hér með fylgir nokkru nánari samanburður flutningskostnaðar fyrir 1000 kg ýmissa vörutegunda milli Reykjavíkur og tiltekinna staða á sjó, landi og I lofti, og er sjóleiðaflutningur miðaður við taxta rikisskipa, að meðaltaldri út- og uppskipun og gjöldum til hafna, en landleiða og flugleiða flutningur með farm- og af- greiðslugjöldum, án tillits til vörutegunda, samkv. töxtum þeirra aðila, sem helzt eru þekkt- ir. A. Sjóleiðaflutningur: (eftir 40% hækkun farmgjalda 10/3 ’75) 1. Komvörur, fóðurvörur o.fl. ísafjörður kr. 3658.— Akureyri kr. 3558,— Reyðarfjörður kr. 3419.— Hornafjörður kr. 3415.— /■—'"ln '■ unum, þá væri það yfirleitt aðeins á kostnað almennings. Þessari athugasemd hyggst B.Ó. eyða með þvi að segja, að aki bilar á hús, þá sé það bóta- skyld, en „skitt með vegina”, sem ásiðastliðnu ári kostuðu rikið 3354 millj. kr., og skorti þó ailmikið á að nóg væri, samanber deiiuna um Þorlákshafnarveg. 1 samanburði viö þetta verður þvl lltið úr hinu gómsæta yfir- stjórnarbákni Skipaútgerðarinn- ar eða þvl, hvort sú samgöngu- miðstöð fyrir allt landið fær við- unandi húsakynni I staðinn fyrir lélegar, sundurslitnar og ó- fullnægjandi bárujárnsskemmur frá styrjaldartimanum, þar sem umferðaröngþveiti ríkir, m.a. af- þvl að fluttir hafa verið inn nærri 20.000 bllar á siðast liðnum 2 árum, 1973/74, þótt aðstaða sé ó- víða til góðrar geymslu heima fyrir og þvl slður I verzlunarer- indum eða á vinnustöðum, án mikilla vandræða og daglegs vinnutaps. 3.354 millj. kr. á árinu 1974, þar af viðhald og snjómokstur reiknað 726 millj. kr., en með þátttöku I vöxtum llklega kringum 800 millj. kr. Sumir af þeim ofangreindu bíl- um, sem þó greiddu einna hæstan þungaskatt yfir árið, voru ekki með mældan akstur mánuðum saman að vetri 1974, án þess vitað sé að snjóteppa hafi valdið nema aö hluta, og virðist þvl orsökin meöfram sú,að bllaeigendur hafi viljað spara sér úthaldskostnað á dýrasta tlma. Er afstaða bilaeig- enda skiljanleg í þessu sambandi, en á hitt ber að llta, að ekki er hægt að halda uppi farsælu at- vinnu- og menningarllfi I byggð- um landsins með þvi að samgöng- ur leggist að mestu eða öllu leyti niður, jafnvel mánuðum saman, með óreglulegum og aðmestu ó- fyrirsjáanlegum hætti á ári hverju. Kemur hér að hinu ómissandi kjölfestuöryggi, sem fólgið er I áætlunarbundnum strandsigling- Guðjón F. Teitsson: Samgöngur og stjórnmál 2. Sykur, vatnsrör, steypustyrkt- arjárn o.fl. Isafjörður kr. 4430.— Akureyri kr. 4550.— Reyðarfjörður kr. 4036.— Hornafjörður kr. 4125.— 3. Avextir, kaffi, málning, timb- ur, rúðugler, salerni, handlaugar o.fl. ísafjörður kr. 4905.— Akureyri kr. 5025.— Reyðarfjörður kr. 4511.— Hornafjörður kr. 4600.— 4. Búsáhöld, skófatnaður, vefnað- arvörur, baðker o.fl. ísafjörður kr. 5465,— Akureyri kr. 5585.— Reyðarfjörður kr. 5071,— Hornafjðrður kr. 5161,— 5. 01 og gosdrykkir Isafjörður Akureyri Reyðarfjörður Hornafjörður kr. 4.790.— kr. 4960,— kr. 4216,— kr. 4305 — 6. Aburður og sement, kostnaður verksmiðju og móttakenda á nefndum höfnum leikandi á ca. Þvl má svo skjóta inn, að mik- inn skipakost þurfti til að flytja alla þessa blla til landsins, og svo bætast við ferjur til að flytja farartækin milli hafna á sjó með mjög margföldu verði og tvö- faldri olíueyðslu, miðað við not- hæf fyrri skip I góðu standi. 5. B.Ó. telur, að venjulegur stór vöruflutningabill I umræddum langleiðaakstri muni greiða kringum 300 þús. kr. á ári I þungaskatt, og virðist nefndur telja það fulla greiðslu fyrir það, sem telja mætti ámælisverðar vegaskemmdir, eðlilegt vegaslit og afnot ásamt snjómoksturs- fyrirgreiðslu, en augljóst virðist, að fyrir hina þungu langleiða- vörublla er nefnd skattgreiðsla, þótt rétt væri tilgreind, mjög langtneðan við kostnaðarverð, og þvl um að ræða mikla meðgjöf af almannafé. Hér með fylgir listi yfir vega- skatt nokkurra þekktustu vöru- bfla I langleiðaakstri á árinu 1974, og eru þeir allir yfir 5 tonn að eigin þunga, og flestir I kringum 10 tonn án farms. kr. 2500.------3000,- B. Landleiðaflutningur: Þungaskattur 1974 (með u.þ.b. 50% hækkun frá 1/10 ’74) (eftir 20% hækkun farmgj. 1. kr. 201.432,— 14/5 ’75) 2. kr. 248.222,— Isafjörður kr. 11.800,— 3. kr. 199.393.— Akureyri kr. 7.750,— 4. kr. 202.151,— Reyðarfjörður kr. 12.200 — 5. kr. 189.388 — Hornafjörður kr. 8.100.— 6. kr. 224.654.— 7. kr. 132.806.— C. Flugleiðaflutningur: 8. kr. 109.354.— (eftir 10—12% hækkun taxta 9. kr. 165.249,— 1/5 ’75) 10. kr. 216.064,— Isafjöröur kr. 14.200,— 11. kr. 146.694.— Akureyri kr. 14.200,— 12. kr. 99.045,— Reyðarfjörður kr. 18.200.— 13. kr. 151.484,— Hornafjörður kr. 17.200,— 14. kr. 153.547.— Athygli skal vakin á þvl, að 15. kr. 110.664,— dæmin um kostnað af landleiða- 16. kr. 139.003,— flutningi milli Reykjavlkur og 17. kr. 140.106.— Isafjarðar og Reykjavíkur og 18. kr. 72.537.— Reyðarfjarðar mun nálgast það 19. kr. 169.892,— að eiga við um alla norðanverða 20. kr. 93.690.— Vestfirði og Austur- og Norð- 21. kr. 171.739 — Austurland. Þetta er þvl ekki 22. kr. 167.985,— smámál. 23. kr. 92.284,— 24. kr. 118.929.— 4.1 grein minni 2. aprll benti ég 25. kr. 95.563.— á, að skemmi skip þau hjálpar- mannvirki, sem þeim eru helzt Samt.kr. 3.811.875,— lögð til, þ.e. bryggjur og bólvirki, þá væru þau þegar fébótaskyld, en þótt bllar yllu árlega stórkost- legum skemmdum á sinum hjálparmannvirkjum, þjóðveg- Geta lesendur hugleitt, hvað þessi greiðsla vegur mikið I vega- kostnaði, sem mun hafa orðið um árið um kring með það sjón- armið I huga m.a. að tengja fjar- lægarbyggðir á margþættan hátt og stuðla að þvi, að iðnaður geti orðið til og þrifizt á hvaða höfn sem er, og notið landsmarkaðar án um hleðsluáhættu, umhleðslu- tafa og umhleðslukostnaðar. 6. B.Ó. telur það rangt i áður nefndri grein minni, að bilar með 20—30 tonna heildarþunga séu nokkurn tíma á ferð um þjóðveg- inn, þegar þeir eru í viðkvæmu á- standi vegna aurbleytu eða vatnsaga, þvl að eigendur fylgi settum reglum um öxulþungatak- markanir, en þegar litið er á erf- iðleika um fullkomið eftirlit með ástandi vega, samhliða fjárhags- legu kappsmáli bílaeigenda að stytta nytjalausan tlma o.fl., þá er vitað að málsvörn B.ó. er ekki á traustum grunni reist, enda sýnir ástand vega oft og vlða merki þess. B.ó. viðurkennir þjónustuúrföll langleiðablla vegna snjóa, og hann leggur áherzlu á þjónustu- úrföll vegna þungatakmarkana, samt vill hann svelta strand- ferðaskipin I fjárveitingum, og helzt leggja niður reglubundnar strandferðir á þeim forsendum, að góð og nothæf strandferðaskip eigi að vera til taks hvenær sem á þurfi að halda, likt og vatn í krana I Kópavoginum. Með skírskotun til alls þess, sem að framan er greint, verður einkennilegur sá skilningur B.Ó., sem fram kemur í eftirgreindum undirstrikuðum ummælum: „Viðvíkjandi þvi, að strand- ferðaskipin hafi ekki haft neitt sérleyfi, þá má það rétt vera, en enginn flutningaaðili á vörum hefur heldur slikt sérleyfi, og er hér þvf algerlega um frjálsa sam- keppni að ræða...” 7. í fyrrnefndri grein minni benti ég á, að rlkisstjórn Vestur- Þýzkalands hefði fyrir nokkrum árum bannað langleiðaflutning á- kveðins þungavarnings með bil- um um hraðbrautir landsins, og ætlað sér með þvi að vinna eink- um það, að greiða úr umferðar- þunga á hraðbrautunum og spara bæði slit á þeim og fjárfestingu I vörubílum, en beina vöruflutn- ingunum I auknum mæli yfir til rlkisjárnbrautanna, sem reknar eru þar I landi á likum grundvelli og strandsiglingar hér, enda var velþekkt strandferðaskip hér fyrr á árum oft i gamni og alvöru nefnt „járnbraut smáhafnanna”. B.ó. vill ekki fallast á, að nefnt fordæmi Vestur-Þjóðverja um stjórnun samgöngumála eigi við hér á landi, að þvi er virðist vegna þess að vegalengdir þær, sem takmarkanirnar nái til I Þýzkalandi, séu meiri en á þeim ökuleiðum vörublla hérlendis, sem um geti verið að ræða. Þarna veður B.Ó. reyk sem viðast ann- ars staðar. Samkvæmt nýlegum bæklingi, sem ég hef I höndum, virðast þær reglur gilda um u.þ.b. 89% vöru- bfla í Vestur-Þýzkalandi, að þeir hafa ekki leyfi til að aka lengra en 50 km út frá slnum skráningar- stað. U.þ.b. 11% vörubila hafa leyfi til lengri aksturs með nánari takmörkunum, sem gilda og eru mestar fyrir þá bfla, sem taka að sér flutninga fyrir aðra en eig- endur. Til nánari upplýsinga skal bent á, að hraðbrautarleið milli Ham- borgar og Berlinar virðist sam- kvæmt korti varla nema 250 km og milli Hamborgar og iðnaðar- borga við Ruhr 300—350 km, en sem dæmi um ökúleiðir vörubila hér á landi í svo nefndum lang- leiðaakstri má nefna: Reykjavik-Akureyri 453 km Reykjavlk-lsafjörður 553 km Reykjavlk-Neskaupstaður778 km Vestur-Þýzkaland er ekki nema rúmlega helmingi stærra en ís- land, þó að Ibúatala sé næstum þrjúhundruðföld, en ibúatala ræður ekki vegalengdum milli staða, og þar sem fáir eiga að sjá um langar samgönguleiðir I landi óbliðari veðráttu, virðist enn meiri þörf hagsýni heldur en þar sem margir eiga I hlut. 8. I framhaldi af þessu er vert að hugleiða, að Þjóðverjar komu út úr heimsstyrjöldinni sem sigr- uð þjóð með niðurbrotnar borgir og atvinnulif I rústum, en siðan hafa a.m.k. Vestur-Þjóðverjar byggt upp land sitt og efnahags- kerfi, svo að af ber, og gjaldmiðill þeirra virðist nú traustari en flestra annarra þjóða, sem hald- gott vitni um mikinn almennan dugnað og hyggindi í stjórnun. Hér á landi hefur hins vegar á undanförnum áratugum rikt mik- ið öryggis- og kjölfestuleysi i f jár- málum, sem meðal annars er staðfest isifallandi gengi Islenzks gjaldmiðils. Islenzk króna er nú t.d. aðeins 1/30 (einn þrltugasti) norskrar krónu, en var fyrir strið aðeins 6% verðminni. Hefur þetta leitt til almennrar vantrúar á að geyma afrakstur vinnu (sparifé), þvl að svo nefnd- ir sigrar I kjarabaráttu launþega hér á landi á undanförnum árum hafa í reynd að verulegu leyti orð- ið á kostnað sparifjárins, hinnar geymdu vinnu, sem á sfnum tlma var ekki sfður nauðsynleg og virðingarverð en vinna í nútfm- anum —og undirstaða framfara. Sam afleiðing framangreinds blasir það nýjasta við, að íslend- ingar hafa mætt nefndri olíu- heimskreppu frá 1973 með þvf að leggja meira I kaup oliueyðandi tækja með fylgjandi kostnaði en nokkur dæmi eru um áður hér á landi, og er I þessu fólginn mikill skortur nauðsynlegra búhygg- inda og góðrar stjómgæzlu. Það hefur að undanförnu verið eitt helzta úrræði sparifjáreig- enda, sem ekki hafa viljað kasta öllu handbæru fé f beina eyðslu, að kaupa visitölutryggð spari- skfrteini rfkisins, og má segja, að við nefnd skilyrði hafi spariféð á þennan hátt verið tekið lfkt og með sogdælu og ráðstafað til framkvæmda, sem að visu eru á- nægjulegar, þegar efni og ástæður leyfa, en falla þvf miður meira undir eyðslu en stuðning við raunverulegan hagvöxt og fela þvf Isér óhyggilega stjórnar- stefnu, eins og málum er háttað. Sýnist réttara að beina sogdæl- unni að ráðstöfunum gegn olfu- kreppunni, í þágu virkjunar fall- vatna og jarðvarma eða að öðru sliku, sem bersýnilega styður þjóðarhag I rfkustum mæli, þvi að einhvern tíma þarf að greiða all- ar skuldir rfkisins, og þar með hækkunina, sem fellur á hin visi- tölutry ggðu bréf. En standi fjár- festingin sjálf ekki undir þeirri greiðslu þá verður hún varla innt af hendi nema með opinberum sköttum og tollum, og skapast þá sú svikamylla, að bréfaeigendur verða sjálfir að taka beinan þátt I að greiða þá uppbót, sem þeir kunna að fá. Framhald á 19. siðu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.