Tíminn - 27.05.1975, Blaðsíða 10

Tíminn - 27.05.1975, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Þriðjudagur 27. maí 1975 ínúk hlaut lof fyrir mestu nókvæmni og vandvirkni hvað snertir frammistöðu leikara og leikstjórn alla Þarna bar mest á fremur stutt- um verkum, þjóðfélagslýsingum ég vil ekki segja þjóðfélagsádeilu. Það var litið um sjálfsrýni og sjálfsskoðun einstaklinga Verkin voru meira á breiöum grundvelli. Svo fórust Haraldi Ólafssyni lektor orð i viðtali við Timann, en hann er nýlega kominn heim af alþjóðlegu leiklistarhátiðinni i Nancy i Frakklandi, þar sem hann var með leikhópnum frá Þjóðleikhúsinu, sem sýndi þar Inúk. Hátiöin tókst mjög vel og var vel tekið af borgarbúum i Nancy og þeim þúsundum að- komúFólks, sem þangað komu vegna hennar. Haraldur sagði, að sér hefði heyrzt á leikhúsfólki og forráðamanni hátfðarinnar að Inúk væri meðal þeirra þriggja eða fjögurra af 40-50 verkum, sem beztar móttökur hlutu. Hefur hópurinn fengið fjölda tilboða um að sýna Inúk viðar i Evrópu. — Þetta er i tiunda sinn, sem þessi hátið er haldin, sagði Haraldur Ólafsson, — en hún er nú annað hvert ár. I Nancy er safnað saman leikhópum hvaðanæva að úr veröldinni. En undanfarið ár ferðuðust sex menn um og völdu verk á hátiðina. Einn þeirra kom hingaö til lands sl. haust til að sjá Inúk, eftir ábend- ingu frá Þjóðleikhúsinu hér, en hann mun hafa séð fleiri leiksýn- ingar I leiðinni. I janúar kom svo boö um að sýna Inúk I Nancy. Uppihald leikara og starfsliös I Nancy var greitt af Frökkum en Þjóðleikhúsið greiddi ferðirnar fyrir okkur, sem starfað höfum að þessari sýningu. Móttökur allar voru mjög góðar og kom okkur þægilega á óvart við komuna til Lúxembúrg, að þangað var komið fólk af hátiðinni á tveim bilum til að taka á móti okkur og aka okkur til Nancy. Ný verk unnin i samvinnu réðu rikjum Hátiðin er styrkt af franska rikinu og borgarstjórninni i Nancy. Þangað komu 40-50 leikhópar frá öllum heimsálfum nema Ástraliu. Tveir hópar, sem áttu að koma, frá Venezúela og Argentinu, fengu ekki leyfi til að fara úr landi, og hópur Indiána komst heldur ekki af einhverjum ástæöum, en þeir ætluðu aö flytja verk um baráttu Indiána gegn hvitum mönnum. — Voru kannski viðfangsefni, sem fjölluðu um kúgaðar þjóðir, svo sem Eskimóa og Indiána, einkennandi fyrir hátiðina? — Nei, svo var nú ekki. Hins veg- ar voru verkin alls ekki bundin föstum viðfangsefnum leikhúsanna, svo sem verkum Shakespeares og Ibsens. Þetta voru miklu fremur sýningar búnar til i samvinnu leikara og höfunda. Sumar voru alveg bundnar við ákveðna leikhópa og óhugsandi að aðrir settu þær á svið. Með sum verkin var þó hugsanlegt að aðrir tækju þau upp. Þrátt fyrir það, sem ég sagði áðan, var þarna sýning á Lear konungi Shakespeares með þýzk- um leikstjóra, og hafði hún veriö valin vegna sérkennilegra vinnubragða og óvenjulegrar uppfærslu. Einnig var sýning á ótelló frá Italiu, mjög óvenjuleg. Hún tók jafnvel fram mestu framúrstefnuverkum og var sagt Sýning hóps frá Lissabon i Portúgal vakti athygli Haralds. En listalif virðist blómgast i umróti uppreisnar- innar þar. að á sviðinu hefðu verið samfarir svo að segja allan timann. A hátiðinni voru hrein leikrit, show, kabarettar með söngvum, dönskum, stælingum og satirum. Ekki siztar voru þjóðfélagsádeil- ur bæði frá Suður Ameriku og Puerto Rico. Þjóðlegt efni. Þá voru þarna þjóðdansa- flokkar frá Mali og Niger, og von var á hópi frá Kongó. Þeir sýndu gamla dansa og léku stutt atriði, allt á þjóðlegum grunni. Japanir voru með mikið leikverk með þjóðsagnakenndum söguþræði. Þetta var umfangs- mikil sýning, sem fór fram bæði úti og inni. Bæði andar og fuglar birtust á sviðinu. Mikiö var lagt i þetta og allóskiljanlegt þeim, sem ekki kunna skil á goðafræði Japana. Tvær sýningar þóttu mér einna beztar af þvi sem ég sá á hátlðinni. önnur var minningar- dagskrá um skáldið Garcia Lorca flutt af flokki frá Sevilla. Fjórir menn sungu ljóð eftir hann og dönsuðu flamencodansa. Mörgum þætti þetta ef til vill ekki mikið leikhús, en sýningin var ótrúlega áhrifamikil. Hópur ungra leikara frá Portugal flutti einfalt og sterkt verk um þá áþján, sem portúgalska þjóðin hefur búið viö undanfarna áratugi og þá uppreisn, sem á sér stað i landinu nú. En svo virðist sem listalíf blómgist ótrúlega vel mitt i hringiðu hennar. Þessi stutta sýning var merkilega vel gerð og áhrifamikil. Enn þjóðfélags- lýsingar Þá voru leikhópar frá Venezuela og Portugal, sem fluttu verk um pyndingar, sem eru daglagt brauð i pólitisku lifi þar i löndum, þessa óhugnanlegu aðferö stjórnvalda til að ná valdi á fólki og fylgjast með þvi sem er á seyði. Eftir sýningunum að dæma eru pyndingarnar orðnar visindaleg aðferð, sem fáir geta verið óhultir fyrir. Þá var þýzkur leikflokkur frá Munchen, sem kallar sig Rauörófurnar, með verk sem gerist I Chile og gekk i' svipaða átt. Aðrar sýningar, sem mér þóttu mjög athyglisverðar, voru t.d. pólskt leikrit, sem dró áhorfendur inn i verkið. Þar var fjallað um þjóðernisleg minnismerki Pólverja og um þjóðernis- kenndina. Pólverjarnir spurðu: getum við losað okkur við hana, eða er hún okkur nauðsynleg, og getum við aðeins byggt framtiðarþjóðfélag okkar á grunni hennar. Eða getum við einungis stofnað það þjððfélag, sem við óskum eftir, með þvi að kasta henni fyrir róða. Engin svör voru veitt við þessum spurningum, en þótt ég skyldi ekki málið, virtist mér allharkalega tekin afstaða til ýmislegs i pólsku þjóðlifi, sem þessu fólki geðjast ekki að og vill ræða. Ein sýning enn var að sögn frá- bærlega góð, en ég gat þvi miður ekki komizt að til að sjá hana, enskt-hollenzkt verk, sem nefnist Böm næturinnar og fjallar um lifið I fangabúðum Þjóðverja á styrjaldarárunum. Þótti það mjög merkilegt leiklistarlega séð. Smekkleysið vakti virðingu Hópur var kominn frá San Fransisco, kona, þrjú stálpuð og uppkomin börn hennar, og nokkur fleiri ungmenni. Þau kölluðu sig Ljósengla og fluttu hárfina ádeilu um bandariskan skemmtana- iðnað. Piltarnir komu fram i há- um hælum og pallitettukjólum, Þriðjudagur 27. mai 1975 TÍMINN 11 o Leikararnir i ínúk, Brynja Benediktsdóttir, Þór- ° hallur Sigurðsson, Kristbjörg Kjeld, Ketill Larsen C*o o og Ilelga Jónsdóttir. 0 loönir á brjóstinu. Smekkleysiö var svo yfirgengilegt, að maður hlaut að fyllast virðingu fyrir lýsingu þeirra á þessum hrika- lega óhugnaði. Þetta var mjög skemmtileg sýning og ákaflega fróðleg. Ég sé eitthvað um 15-20 sýningar á þeim tólf dögum, sem ég var þarna, og komst upp I fjórar sýningar á dag. Fyrstu sýningarnar byrjuðu kl. hálf þrjú á daginn og þær siðustu kl. ellefu á kvöldin. Leikið var á fimmtán stöðum I borginni. 1 tveim aðalleikhúsunum voru stærstu verkin, þá var leikið i félagsheimilum, leikfimisölum, veitingastöðum og ýmsum stööum. Ein sýning var i sirkus- tjaldi og tékkneskt verk var flutt á stóru sýningarsvæði, en þvi loguðu veggir, fólk og hvað sem var. Munkur með vængi gekk um I ljósum logum. Þetta var allóskiljanlegt, en ekkert brann, sem ekki átti aö brenna, og allir sluppu óskaddaðir þótt ólift mætti heita orðið á sýningarsvæðinu undir leikslok. Islenzku leikararnir höfðu nóg að gera frá þvi að við komum tveim dögum fyrir frumsýningu á Inúk, og þangað til sýningum lauk, en siðan áttu þeir viku fri á eftir. Sýningar voru yfirleitt tvisvar á dag kl. 5 og 11. Svo frá hádegi fram á nótt var nóg að gera við undirbúning og sýningamar sjálfar. Alltaf troðfullt á ínúk Á fyrstu sýningu á tnúk var ekki alveg fullt. Leikararnir hlutu mikið hrós fyrir gifurlega ná- kvæmi I leik og framkomu. Sýningin var talin frjálsleg og vönduð og þar þótti takast að koma miklu efni til skila á stutt- um tima. Leikur og öll leikstjórn var talin vandvirknisleg og ná- kvæm. Þegar eftir fyrstu sýninguna mjög lofsamlegir, sérstaklega i Parisarblaðinu. A hátiðinni fóru einnig fram umræður um leikhúsmál á hverj- um morgni. En þá mátti æra óstöðugan að taka mikinn þátt i sliku, þar sem leiksýningar stóðu yfir fram á nótt og leikhúsfólkið notaði hvert rækifæri til að ræða sin á milli, þegar færi gafst inn á milli og eftir sýningar. Leiklistarhátiðin setti mikinn svip á borgina, enda voru beinir þátttakendur 1500 og fjöldi blaöa- manna var kominn til að fylgjast með hvaðanæva, aö auk nokkur þúsund manns.sem sótti hátiðina frá öðrum löndum og stöðum. íbúar Nancy höfðu aö sögn aldrei tekið hátiðinni betur en nú. Mitterand þingmaður og for- maður franska sósialista- flokksins hélt þátttakendum i hátlðinni boð, eins fulltrúar franska kommúnistaflokksins, og borgarstjórinn i Nancy hafði einnig móttöku. Háskóla- stúdentar sóttu hátiðina vel, en Nancy er háskólaborg. Fulltrúar Norðurlandanna auk okkar var flokkur frá Friteatern i Sviþjóð, en aðrir voru ekki frá Norður- löndum -SJ. var alltaf troðfullt, en sýningar voru alls sjö, sú siðasta á annan i hvitasunnu. Dreift var leikskrá á sýningum, þar sem greint var frá meginþræði verksins á frönsku, en annars þótti áhorfendum verkið auðskilið, þótt orðin skild- ust ekki. Eftir sýningar varð fólk, hvaðanæva úr veröldinni eftir i salnum og ræddi vandamál Grænlendinga, sem fjallað er um i Inúk. Eftir frumsýninguna fóru strax að berast fyrirspurnir um hvort ekki væri hægt að fá Inúk til fleiri staða, eins og reyndar fleiri verk. A miðvikudagskvöld mun hóp- urinn hafa sýnt i Munchen og þar Haraldur Ólafsson lektor Timamynd GE áttu að vera fleiri sýningar. Akveðið var að farið yrði til Nissa I Suður-Frakklandi, Frankfurt i Þýzkalandi og loks til Parisar, þar sem verður sýning 11. júni.' Þá var komið boö um að sýna ínúk á leiklistarhátið i Vittoria á Norður Spáni i haust og annarri hátfð I Póllandi siðari hluta október. Ekki er afráðið hvort úr verður, enda eru leikararnir flestir ráðnir hér við Þjóð- leikhúsið. En mér finnst óliklegt að við höfum efni á að neita boðum um að taka þátt i slfkum hátiðum, það er ekki svo oft, sem tækifæri hafa gefizt til að flytja islenzk verk á þeim vettvangi. Ensk þýðing tilbúin Hollendingar höfðu mikinn áhuga á aö fá Inúk og börðust tveir hópar þaðan um að fá Is- lendingana til sin. Fyrirspum var komin frá Sviss, og viðar frá Frakklandi en áður var um getið. Áhugasamur hópur frá Þýzka- landi lagði mikla áherzlu á að fá Inúk til sins heima og þar fram eftir götunum. Nú, svo sem áður hefur verið skýrt frá hafa Grænlendingar mikinn áhuga á að sýningar á Inúk veröi á Grænlandi. Komið hafa boði til hópsins bæði frá Vestur Grænlandi og Kap Dan á Kúlúsúk. Rétt núna var ég að fá i hendur enska þýðingu á Inúk, sem Alan Boucher hefur gert. Mjög gott er ab hún skuli nú vera fyrir hendi, þótt leikritið verði eflaust áfram flutt á islenzku. Við það, sem ég sagði áöur um móttökurnar, sem tnúk fékk ytra, má bæta þvi, að ég var búinn að sjá leikdóma i þrem blöðum, tveim frá Nancy og nágrenni og einu Parisarblabanna, voru þeir - ".„r' 'y"‘?**rn Haraldur Ólafsson segir fró alþjóðlegu leiklistarhátíðinni í Nancy í Frakklandi, en hann vann ásamt fimm leikurum að samningu og uppsetningu verksins

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.