Tíminn - 27.05.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 27.05.1975, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Þriöjudagur 27. mai 1975 ELMAR GEIRSSON.... iætur skotiö rlöa af, á milli þriggja varnarmanna r ,.Eq sá netmöskvana blasa við mér... — en á ótrúlegan hátt tókst markverðinum að bjarga," sagði Elmar Geirsson Frakkarnir voru svo sannarlega heppnir aö fá ekki knöttinn I netiö hjá sér í siöari hálfleik. Snilldar- leg leikflétta hjá þeim Asgeiri Sigurvinssyni, Teiti Þóröarsyni og Elmari Geirssyni var þá næst- um búin aö gefa mark. Asgeir Sigurvinsson átti eina af sinum snilldarlegusendingum.sem kom niöur á réttum staö. Teitur, sem var staddur innan vitateigs, tók viö knettinum frá Asgeiri, og bjuggust menn viö þvl, aö hann myndi snúa sér viö og skjóta. Hann sá sér þó ennþá betri leik á boröi og „nikkaöi” knettinum til Eimars Geirssonar, sem var kominn á fulla ferö inn f vftateig Frakkanna — og markiö blasti opiö viö. — Ég sá netamöskvana blasa viö mér og spyrnti knettinum með ristarspyrnu, sagði Elmar. — Þá sá ég Teit fagna, og knötturinn stefndi I netið — en sagan er ekki búin. Þegar ég hélt að knötturinn væri að komast i örugga höfn, tókst markverðinum (Dominique Baratelli) á ótrúlegan hátt að bjarga i horn, með þvi að snerta knöttinn með fingurgómunum. — Þetta var aðeins eitt af mörgum marktækifærum okkar I leiknum. Það var synd að geta ekki notað eitt þeirra til að tryggja okkur sigur. — Varstu ánægöur meö leikinn, Elmar? — Já, ég var mjög ánægður með okkar hlut i leiknum, og einnig með þá leikaöferð, sem notuö var. Ég er ánægður yfir að vera kominn i landsliðshópinn, þvi að I honum eru góðir strákar. „Mér gat ekki mis tekizt" Þegar aöeins sex minútur voru til leiksloka, kom fyrir at- vik, sem virtist ætla aö gera draum tslendinga um jafntefli gegn Frökkum aö engu. Eftir mikiö þóf innan vitateigs ls- lands, stóö leiöin aö Islenzka markinu opin fyrir Marc Berdoll. Siguröur Dagsson var kominn út, þegar Berdoll lét skotiö rlöa af — knötturinn var kominn framhjá Siguröi og stefndi I markið. Þegar knöttur- inn var aðeins um einn metra — sagðiJóhannes bjargaði ó línu frá markinu, kom Jóhannes Eövaldsson aövlfandi. — Það hlakkaöi i' mér, þegar ég sá knöttinn koma siglandi framhjá Siguröi. Mér var strax ljóst, að mér gat ekki mistekizt að bægja hættunni frá. Það var ekkert annað fyrir mig að gera en aö spyrna i' knöttinn og koma honum af hættusvæðinu. Og það var sannarlega þægileg tilfinning að horfa á eftir knettinum svifa upp I loftiö eins og eldflaug, sagöi Jóhannes, um Eðvaldsson, sem leiðoghann skellti „frystipoka” á legginn á sér til að kæla ljótt sár, sem hann fékk i' leiknum. — Ertu ánægöur meö leikinn, Jóhannes? — Nei, ekki get ég sagt það — við áttum að vinna Frakkana. En burtséð frá þvi, þá er ekki hægt annað en vera ánægður, sérstaklega þegar þess er gætt, að þetta er fyrsti leikurinn okkar á grasi á keppnistíma- bilinu. Við höfðum aðeins tvisvar sinnum æft á grasi fyrir þennan leik. „EG HEFÐI EKKI RAÐIÐ VIÐ SKOTIÐ" — ef það hefði verið meira til hliðar," sagði Sigurður Dagsson Frakkinn JEAN GALLICE fékk fyrsta marktækifæri leiksins. Þegar aöeins 5 minútur voru liönar af leiknum, fékk hann knöttinn óvænt eftir mistök i is- lenzku vörninni. Gallice var staddur á auöum sjó innan vita- teigs.og fyrir honum blasti opiö markiö — aöeins Siguröur Dagsson til varnar. Flestir áhorfendur bjuggust viö marki — en hvaö geröist? Látum Sigurö Dagsson segja frá þvi: — Þetta geröist allt á einu augnabliki. Ég sá Gallice fá knöttinn á lofti, og siðan kom viðstöðulaust skot frá honum. Skotið var geysilega fast, en ég var svo heppinn aö hann skaut beint á mig, og mér tókst að verja knöttinn I horn. — Skotiö frá honum heföi ekki mátt vera mikið meira til hliðar, — ef svo hefði veriö, þá héfði ég ekki ráð- iö við það. — SÓKNERB — það sýndi sig, þegar íslendingar ger JAFNTEFLIÐ GEGN Frökkum (0:0) á Laugardalsvellinum á sunnu- daginn, er sigur fyrir Islenzka knattspyrnu, Þaö settí ánægjulegan svip á leikinn, aö sjá íslenzka liöiö leika sóknarleik, en ekki varnarleik, eins og fyrirhugaö var. Þaö er greinilegt, aö fariö hefur veriö eftir þeirri gagnrýni á varnarleik, sem hefur komiö fram aö undanförnu. Enda kom þaö bezt fram I leiknum, aö sókn er bezta vörnin. í einni af mörg- uin sóknariotum Islenzka liösins, átti sér staö mjög umdeilt atvik — þegar knötturinn komst inn fyrir markllnu Frakkanna, eftir mikiö þóf, sem skapaöist inn I markteig. Geysilegur fögnuöur brauzt út á áhorf- endabekkjunum, þegar islenzku leikmennirnir fögnuöu marki. En Adam var ekki lengi I Paradis — dómarinn flautaöi og dæmdi auka- spyrnu, þar sem hann taldi, aö Teitur Þóröarson heföi brotiö á mark- veröi Frakka, Baratelli. „Ég braut ekki ólöglega á markverðinum, langt frá þvi — ég stóö aðeins við hliðina á honum og hindraði hann”, sagði Teitur Þóröarson. — „Það var svekkjandi fyrir okkur, að dóm- arinn og linuvörðurinn skyldu ekki vera rétt staösettir, til aö sjá hvað var aö gerast. Knötturinn var greinilega allur fyrir innan Hnu — þegar markvörðurinn sóp- aði honum út”. — „Já, ég sá knöttinn, þegar hann var kominn allur inn fyrir markllnuna”, sagði Marteinn Geirsson.sem var staö- settur við hliðina á Teiti. Aödrag- andinn aö þessu umdeilda atviku, var að Guögeir Leifssontók eitt af sinum löngu innköstum — knött- urinn fór inn I markteiginn, þar sem markvöröur Frakkanna Baratteilikom út á móti og hugð- ist góma knöttinn. Teitur var viö hliðina á honum og var greinilegt, að Baratelli ætlaði aö koma I veg fyrir, að Teitur næöi aö spyrna I knöttinn — en þá skeöi atvikiö. Baratelli ætlar að koma knettin- um undan. en missir hann og knötturinn skoppar yfir marklln- una. Baratelli sá, hvað var að gerast og hann geröi örvæntinga- fulla tilraun til að bjarga — með þvi að snúa sér við og kasta sér á eftir knettinum. Ekki tókst hon- um að koma hönd á knöttinn, fyrr en fyrir innan markllnu. Greini- legt mark og þar að auki fullkom- lega löglegt, þvi aö Baratelli hafði aldrei náð að góma knöttinn með báðum höndum, þegar hann missti hann frá sér. Dómarinn sá þatta atvik ekki vel. Hann leit til linuvarðarins, sem stóö aðgeröarlaus, og bjarg- aði sér siöan úr klipunni meö þvl að dæma aukaspyrnu á Teit. Þetta var vægast sagt vafasamur dómur. 7,613 áhorfendur sáu leikinn, sem var ekki sérstaklega góður knattspyrnulega séö. En ódrep- andi barátta Islenzka liðsins setti skemmtilegan svip á hann. íslenzku leikmennirnir sýndu mikinn dugnaö og elju — þeir börðust hetjulega meðan þeir höfðu úthald. Þeir komu I veg fyrir það að Frakkarnir næðu aö leika slna uppáhaldsleikaöferð, sem byggist á þvl að láta knött- inn ganga stutt og hratt á milli „ÉG NÁÐI AÐEINS AÐ LYFTA UNDIR KNÖTTINN" — sagði Matthías Hallgrímsson „Matti, hvernig gaztu klúðraö þessu?” varð einum Iþrótta- fréttaritaranum að oröi, þegar Matthias ilallgrlmsson skallaöi yfir markið I dauöafæri I fyrri hálfleik. Hann hafði fiskað aukaspvrnu úti viö vltateig. Guðgeir Leifsson var mættur á staöinn, og sendi hárffna spyrnu inn I vltateig Frakkanna — Matthlas og Jóhannes Eövalds- son voru þar staddir, og allt útlit var fyrir aö knötturinn myndi hafna I netinu hjá Frökkunum. — Það kom mér á óvart, þegar knötturinn kom inn á dautt svæöi, sagði Matthias. Ég var tilbúinn aö taka á móti honum, þegar ég heyrði Jóhannes kalla: „Ég hef ’ann.” Þá hætti ég við, og ég var að láta mig falla, þeg- ar knötturinn kom svífandi framhjá „Búbba”. En þá var það orðiö of seint, ég náði aðeins að lyfta undir knöttinn og stýra honum yfir markið. — Það var ægilegt aö fara svona illa meö gott marktækifæri. MATTHtAS HALLGRtMSSON.... sést hér skalla aö marki — knötturinn fór yfir. Jóhannes Eövaldsson t.v.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.