Tíminn - 28.05.1975, Qupperneq 1

Tíminn - 28.05.1975, Qupperneq 1
aldek TARPAULIN RISSKEMMUR HF HÓRÐUR GUNNARSSON Veiðar bannaðar við Kolbeinsey gébé-Rvfk — 1 dag gengur I gildi algjört bann viö veiðum með botnvörpu og flotvörpu umhverfis Kolbeinsey. Reglugerð þessa setti sjávarútvegsráðuneytið sam- kvæmt tiiiögum Hafrannsókna- stofnunarinnar og Fiskifélags ts- lands. Yfirgnæfandi smáfiskur er á þessu svæði, og hefur lengi ver- ið f athugun að friða það, þótt ekki hafi oröið af þvi fyrr en nú. Guðni Þorsteinsson hjá Haf- rannsóknastofnuninni sagði I samtali við blaðamann Tímans, aö smáfiskur væri yfirgnæfandi á þessu svæði, þó að einstöku sinn- um fengist þar stór fiskur. — Síð- ast þegar landhelgin var færð út, sagöi Guðni, — kom fram tillaga um að friða níu milur umhverfis Kolbeinsey, en eftir að nánari at- huganir og rannsóknir höfðu farið fram, þótti það ekki nóg, og var þvi tólf sjómilna markalina um- hverfis Kolbeinsey ákveðin. Reglugerð þessi er sett sam- kvæmt tillögum Hafrannsókna- stofnunarinnar og Fiskifélags ts- lands, og eru með henni bannaðar veiðar með botnvörpu og flot- vörpu I islenzkri fiskveiðiland- helgi frá og með 28. mai, innan markalinu, sem dregin er i 12 sjó- milna fjarlægð frá Kolbeinsey (67 gr. 08’8 n.br., 18 gr. 40’6 v.lgd.). Þá sagði Guðni Þorsteinsson, að ágæt rækjumið væru við Kol- beinsey. Td. hefði rannsóknaskip fengið þar 250—300 kg á togtima. Ekki hefur þó verið tekin ákvörð- un um, hvort rækjuveiðar verða leyföar innan Í2 milna markanna, og taldi Guðni litlar likur á að til þess kæmi, meðan rækjumiðin við Grimsey og i Axarfirði eru svo góð sem raun ber vitni en rækju- bátarnir þurfa að sjálfsögðu að sækja miklu lengra, ef þeir hyggjast stunda rækjumiðin við Kolbeinséy. nn™ Stjórnlokar Olíudælur Olíudrif L 117. tbl. — Miðvikudagur 28. mail975 —59. árgangur Landvélar hf Ólafur Jóhannesson, viðskiptaróðherra, á róðherrafundi í Genf: íslendingar kunna að segja upp samningunum við EFTA og Efnahagsbandalagið verði viðskiptahindranir á fiskinnflutning ekki felldar niður 1 sjónvarpsfréttum J gærkvöldi var frá þvl skýrt, að tslendingar hafi gefið formlega viðvörun um, að þeir kunni að segja upp við- skiptasamningum slnum við Efnahagsbandalagiö og siðan segja sig úr Frlverzlunarsamtök- um Evrópu, EFTA, ef ekki veröi niður felldar hindranir þær, sem I gildi eru gagnvart innflutningi is- lenzkra fiskafurða I Efnahags- bandalagsrfkjunum. Fregnir þessar bárust I skeyti frá Associated Press fréttastof- unni. Segir þar, að Ólafur Jóhannes- son, viðskiptaráðherra, hafi lýst yfir þvi á ráöherrafundi EFTA I Genf I Sviss slöastliðinn fimmtu- dag, að gagnráðstafanir Efna- hagsbandalagsins, sem siglt hafi I kjölfar fiskveiðilögsögudeiln- anna, geri Islendingum einstakl- ega erfittfyrir, að halda áfram til lengdar þátttöku I friverslunar- samstarfi Vestur-Evrópuþjóöa. Er haf t eftir ráðherranum, að það sé ekki við þvi að búast, aö viö Is- lendingar getum haldiö áfram að lækka verndartolla okkar gagn- vart Efnahagsbandalaginu, ef það sé ekki gagnkvæmt og nái ekki einnig til fiskafurða. 1 ræðu ráðherra, sem birt var i Genf I dag, segir ennfremur, að ef við Islendingar neyðumst til þess, af þessum sökum, að binda enda á viðskiptasamninga okkar við Efnahafsbandalagið, kunni svo að fara, að við neyðumst einnig til að endurskoða aðild okkar að EFTA, þvi friverzlun við núver- andi aðildarriki EFTA ein saman bjóði ekki upp á eðlilegt jafnvægi, eftir að Bretland og Danmörk hafi sagt sig úr EFTA. Ráðherra drap á útfærslu is- lenzku fiskveiðilögsögunnar i 50 milur og sagði að þótt hún væri hin beina orsök sambúðar- árekstranna við Efnahagsbanda- lagiö kæmi fleira þar til. Vakti hann athygli á aðgerðum ýmissa Vestur-Evrópuþjóða til styrktar sjávarútvegi sinum, er komið gætu Islendingum illa og fór hörö- um oröum um löndunarbann Vestur-Þjóðverja, og likti þvi við aö strá salti i opið sár. Sagöi ráð- herra, að um allan heim heföu menn nú almennt viðurkennt hugmyndina um 200 milna efna- hagslögsögu strandrikja og sá timi kæmi, aö stefna íslands I þessum efnum hlyti fulla réttlæt- ingu. Ríkisverksmiðjudeilan: Sóttafundir dag og nótt BH—Reykjavik. — Fundahöld hafa verið all-tið seinustu dagana hjá starfsmönnum rikisverk- smiðjanna og rikinu og hófst fundur i gær kl. 4 og stóö fram eft- ir kvöldi, var ekki lokið, þegar blaðið fór i prentun. 1 dag eru boðaðir sáttafundir i togaradeilunni kl. 10 og eftir há- degið hefst fundur með ASI og vinnuveitendum kl. 14. Þá eru talsveröar líkur á, að fundur I rik- isverksmiðjunni verði einnig i dag, eftir atburðum siðustu daga, enda þótt ekki liggi fyrir, aö mál- um þoki verulega I samkomu- lagsátt. Verður „Listahátíð 1976" frestað? „Sparnaður á þessu sviði dýrkeyptur og háskalegur” segir stjórn BÍL SJ—Reykjavik— Það hefur kom- ið fastlega til greina að fresta Listahátiðinni, sem halda átti i Reykjavik að ári til sumarsins 1977. Þó er enn veriö að athuga hverjir kostir eru á að halda há- tiðina aö sumri eins og til stóð, og þá einkum hverjir möguleikar eru á að setja saman dagskrá á slikri hátið, án þess aö hún kosti óhemju mikið. Slðasta hátið var haldin á þjóðhátiðarári og þvi kannski meira I borið en ella, en nú stendur I járnum hvort yfir- leitt er hægt að halda slika hátiö þannig aö kostnaðarhliðin sé viö- ráöanleg fyrir okkur, hvaða lista- menn fást á hátiðina og gegn hve háum greiöslum o.s.frv. Dag- skráin á Listahátið 1974 var ekki ákveðin fyrr en I september 1973, svo miðað við það, er enn timi til stefnu að halda hátið næsta sum- ar. Það er sem sagt ekki endanlega ákveðiö hvort Listahátið 1976 verður haldin eða ekki, en full- trúaráð þeirra átján samtaka og stofnana, sem aðild eiga aö henni, taka ákvörðun um það á næst- unni. Þannig svaraöi Baldvin Tryggvason, sem sæti á I fram- kvæmdaráði Listahátiðar fyrir- spurn okkar I tilefni af þvi að Bandalag islenzkra listamanna hefur beint þeim tilmælum til ráðsins að fresta ekki hátiðinni. 1 fréttatilkynningu frá stjórninni segir, að hún liti „mjög alvarleg- um augum hringlanda i þessum efnum, og telji aö I framkvæmd slikrar hátiöar verði að rikja festa og framsýni. I húfi sé oröstir erlendis sem heima, og fráleitt sé að fjármunir, sem um sé aö tefla réttlæti írestun.” Stjórnin minnir á að hvers konar sparnaður á þessu sviði geti oröið dýrkeyptur og háskalegur. Ennfremur telur stjórn Bandalags islenzkra lista- manna brýnt að komið veröi á fót varanlegri stofnun, sem standi að rekstri og undirbúningi Listahá- tiöar, ráði fast starfslið, sem geti spannað lengra bil en frá listahá- tið til listahátiöar. LA VIÐ STORSLYSI A KEFLAVÍKURFLUGVELLI AS Keflavlkurflugvelli. — Það óhapp varö i gærdag, þegar Boeing 727 þota Flug- félagsins var að leggja upp i Grænlandsflug á vegum SAS, að hreyflarnir blésu beint upp á dyr farþegaaf- greiðslunnar. Var loft- straumurinn það mikill, að hann tætti dyraumbúnaðinn, sem er tvöfaldar vængja- hurðir, af lömunum. Glerið i hurðunum, sem átti að vera öryggisgler, splundraðist og gekk inn um allan gang, 20-30 metra leið. Til allrar ham- ingju var gangurinn mann- laus. Þotan þeytti dyrunum..... upp .... og glerbrotin þeyttust langt inn á gang.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.