Tíminn - 28.05.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 28.05.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Miövikudagur 28. mai 1975 Svíakonungur heldur sig við Suðurlandið Kemur í opinbera heimsókn 10. júní Eins og áöur hefur verið til- kynnt, mun hans hátign Karl XVI. Gustaf konungur Sviþjóðar dveljast hér á landi i opinberri heimsókn dagana 10. til 13. júni. Kongur kemur flugleiðis til Reykjavikur. 1 fylgdarliði hans verður m .a. Sven Andersen, utan- rikisráðherra Sviþjóðar. Heimsóknin hefst með opinberri móttöku á Reykjavikurflugvelli þriðjudaginn 10. júni kl. 11:30. Verður siðan ekið frá flugvellin- um um Reykjanesbraut, Hring- braut, Sóleyjargötu, Frikirkju- veg, Vonarstræti og Tjarnargötu að Ráöherrahústaðnum, þar sem konungur mun búa meðan á heimsókninni stendur. Forseti Is- lands og kona hans hafa hádegis- verðfyrir gestina þann dag, en kl. I Maria Jónsdóttir við stýrið á I leið 4. Timamynd Gunnar. 16.00 verður skoðuð i Landsbóka- safni tslands sýning sænskra bóka, sém gefnar hafa verið frá Sviþjóð. Kl. 16:35 verða handritin I Ámagarði skoðuð. Þá mun konungur taka á móti forstöðu- mönnum erlendra sendiráða i Reykjavik, en um kvöldið kl. 20:00 halda forsetahjónin kvöld- veröarboð að Hótel Sögu til heið- urs konungi. Að morgni miðvikudags 11. júni verður flogið til Hafnar i Horna- firöi og höfð stutt viðdvöl i Vest- mannaeyjum á leiðinni, ef lendingarskilyrði leyfa. Hádegis- veröur verður snæddur að Hótel Höfn, en siðan ekið til Skaftafells með viðdvöl hjá Jökulsárlóni og við Svinafellsjökul. Kvöldverður verður snæddur hjá Skaftafelli. Um kvöldið verður flogið frá Fagurhólsmýri til Reykjavikur. A fimmtudagsmorgun 12. júni verða iþróttamannvirkin i Laugardal skoðuð og ekið um Reykjavikurborg. Einnig verður. skoðað hafrannsóknaskipið „Bjarni Sæmundsson” og frysti- hús i Orfirisey. Borgarstjórnin býður þvi næst til hádegisverðar að Kjarvalsstöðum, en siðdegis verða Norræna húsið, Þjóðminja- safnið og Listasafn Islands skoð- uð. Þá mun konungur taka á móti Svium á íslandi i sendiráði Svi- þjóðar. Að kvöldi hefur konungur boð að veitingahúsinu Nausti. Á föstudagsmorgun 13. júni verður ekið til Þingvalla og komið við á leiðinni i dælustöðinni að Reykjum. Á Þingvöllum verður hinn forni þingstaður skoðaður og snæddur hádegisverður i Valhöll. Siöan verður haldið til Reykja- vikur með viðdvöl i Hveragerði. Kl. 17.00 mun flugvél konungs hefja sig til flugs frá Reykja- vikurflugvelli og lýkur þar með hinni opinberu heimsókn. Karl XVI. Gústaf Sviakonungur Tvær konur hefja strætisvagnaakstur ASK—Reykjavik — Tvær konur taka nú bráðlega til starfa sem strætisvagnabilstjórar, önnur i Kópavogi en hin I Reykjavik. Kristjana Bergsdóttir rúmlega tvitugur háskólanemi ekur hjá SVK en Marla Jónsdóttir hjá SVR. Karl Árnason forstöðumaöur SVK sagöi blaðinu i dag, að hjá fyrirtækinu störfuðu nú I sumar um það bil 10 manns við afleys- ingar,en alls væru 14 vagnstjórar fastráðnir. Þannig að segja má aö ráða þurfi starfsmann fyrir hvern vagnstjóra I frii. Kristjana tekur til starfa hjá SVK um miðjan næsta mánuð. Hjá SVR var fyrir svörum Hjörleifur Friöleifsson vaktstjóri. Sagöi hann Mariu hefja störf næsta sunnudagsmorgun og aka á leið fjögur. í fyrra-kvöld fóru Timamenn á vettvang er Maria var I æfingar- akstri, en þá ók hún heila ferö á fyrrgreindri leið. ÆSKULYÐSRAÐSTEFNA í NORÐURLANDSFJÓRÐUNGI Fjórðungssamband Norð- lendinga hefur ákveðið, i sam- vinnu við Æskulýðsráð rikisins og æskulýðssamtök á Norðurlandi, aö boða til ráðstefnu um æsku- lýösmál að Laugum i S.-Þing- eyjarsýslu, dagana 21. og 22. júni nk. Tilgangur ráðstefnunnar er fyrst og fremst að kynna æsku- lýösstarf, er fram fer i fjórðungn- um, og fjalla um leiðir til að efla það og sameina. Fulltrúar ungmenna- og iþróttafélaga og æskulýðsráða á Norðurlandi hafa nú að undan- fömu unnið að itarlegri könnun á æskulýðsstarýsemi, og verða niðurstöður könnunarinnar lagð- ar fram á ráðstefnunni. Meðal atriða á dagskrá ráð- stefnunnar má nefna erindi Kristins G. Jóhannssonar skóla- stjóra. Þorsteinn Einarsson iþróttafulltrúi og Reynir G. Karlsson flytja einnig erindi. Þá munu fulltrúar héraðssambanda og Iþróttabandalaga á Norður- landi gera grein fyrir félagsstarfi sinu. Ráöstefnan verður öllum opin, og er æskufólk hvatt til þess að taka þátt i henni. Þá er þess vænzt, að sveitarstjórnarmenn, skólamenn og aðrir áhugamenn um æskulýðsmál á Norðurlandi mæti á ráðstefnunni. Selveiðitíminn senn að hefjast BENZINLAUST FYRIR NORÐAN OG UNDAN- TÍU ÞÚSUND KR. FYRIR 1. FLOKKS VORKÓPASKINN Þýzkur sérfræðingur kennir mönnum verkun skinnanna FB-Reykjavik.Mikil verðhækkun hefur orðiö á selskinnum frá þvi i fyrra. Þá fengust um 6400 krónur fyrir fyrsta flokks vorkópaskinn, en nú er búizt viö að greiddar veröi 10 þúsund krónur fyrir skinnið, samkvæmt upplýsingum Agnars Tryggvasonar, fram- kvæmdastjóra búvörudeildar Sambandsins. Agnar sagði, að SIS keypti venjulega á milli 5000 og 6000 skinn á ári, og væri þaö meginhluti þeirra selskinna, sem til féllu hérlendis. Aöalmarkaös- svæðin eru i Þýzkalandi og Hol- landi, þar sem skinnin eru notuð i pelsa. A vegum búvörudeildarinnar er væntanlegur hingaö til lands þýzkur sérfræðingur, Wilfried Muller frá Wilhelmshafen i Þýzkalandi, og mun hann á næst- unni halda námskeið i meöferð og verkun selskinna. Ætlunin er aö hann ferðist um landið og haldi námákeiö i öllum landsfjórðung- um á timabilinu 3. til 19. júni. Mun Muller fara með bændum i veiðiferöir og leggja svo á ráöin um verkun skinnanna. Búast má við, aö þaö geti orðið lærdómsrikt og til verulegs fjárhagslegs á- vinnings, þvi aö undanfarin ár hefur borið nokkuð á kvörtunum frá erlendum kaupendum vegna verkunargalla á skinnunum, að þvi er segir I nýútkomnum Sam- bandsfréttum. Agnar Tryggvason sagði, að mikið af skinnunum færi alltaf i annan, þriðja og jafnvel fjóröa flokk, og fara þar milljónatugir i súginn, sem hægt er aö komast hjá að tapist meö réttri verkun. Þar sem oft á tiðum er ekki nægi- legur mannafli i sveitunum, verður að láta skinnin blöa eftir að selirnir hafi verið drepnir og þar til hægt er að hefjast handa um verkun þeirra. Þetta er mjög óæskilegt, og veldur þvi að skinn- in verða verðminni og skemmast. Wilfried Muller er þrautreynd- ur sérfræðingur á þessu sviöi, og hefur meðal annars unnið árum saman I Alaska við fláningu, sköfun og frágang vorkópa- skinna. ÞÁGA FÉKKST TIL BENZÍNFLUTNINGA BH-Reykjavik. — Stapafell iest- aði bensini i Reykjavik i gær til flutnings norður um land, en þá var orðið bensinlaust á Akureyri og Húsavik. Sótti Oliufélagið um undanþágu til Vélstjórafélagsins til þessara flutninga, og var það veitt á stjórnarfundi i gær, en eins og kunnugt er hefur samúðar- verkfall vélstjóra á fragtskipun- um staðið I fjórar vikur. Var und- anþágan veitt Stapafellinu, sem lá I Reykjavikurhöfn af völdum verkfallsins. Samkvæmt upplýsingum skipa- deildar SIS eru tvö sambandsskip bundin i höfn, Helgafell og Litla- fell, sem kom til hafnar i gær. Mælifell, Skaftafell og Disarfell eru enn i flutningum. Vélstjórafélagið veitti okkur þær upplýsingar, að mikið væri sótt um undanþágur til flutninga, og væru þær undanþágur marg- vislegs eðlis. M.a. hefði verið sótt fast að fá að flytja hesta með Akraborginni, en Akraborgin flytur nú aðeins fólk, bila og póst á leiðum sinum. Herjólfur fór i slipp um helgina vegna hreinsun- ar, sem lengi hafði staðið til, en mun hefja flutninga að nýju næstu daga. Hann hefur leyfi til flutninga á fólki, mjólk og pósti. Hart sótt um undanþógur til hrossaflutninga

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.