Tíminn - 28.05.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 28.05.1975, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Miðvikudagur 28. mai 1975 N ATTURUMINJASKRA, APRjj. 1975 1 Náttúruminjaskrá, april 1975. 1 35. tölublaði Lögbirtingablaðs birtir Náttúru verndarráð náttúruminjaskrá frá april 1975. Þött flestir muni skilja hvað átt er við, þegar þeir heyra þetta nýja, samsetta orð, þótti ekki úr vegi að kynna almenningi nokkru nánar hvaö hér er átt við, hvað náttúru- minjaskrá er og hvert hlutverk hennaráaðvera. Með öðrum orð- um: hvaðfelst i þvi, þegar ein- hver staður eða svæði er tekinn á náttúruminjaskrá. Af þessu til- efni sneri Timinn sér til Eysteins Jónssonar, formanns Náttúru- verndarráðs og innti hann nánar eftir þessum atriðum. — Hvað er náttúruminjaskrá, Eysteinn? — 1 náttúruverndarlögunum er ráð fyrir þvi gert, að Náttúru- vemdarráð semji skrá um þá staði og þau landsvæði, sem kom- ið gætu til greina að friða eða Vemda, enda þótt friðun þeirra eigi sér ekki stað um leið. Við höf- um skilgreint náttúruverndar- skrá þannig, að hún væri yfirlit um staði og svæði, sem ráðið teldi æskilegt að vernda, og ef til vill friðlýsa síðar með einhverjum hætti. Hér er þvl um að ræða staði, sem að dómi Náttúruvernd- arráðs hafa sérstakt gildi og ástæða er til að veita vernd, þótt ekki séu tök á að gera meira að sinni en að koma þeim á skrána. Hér er ekki sizt verið að vekja at- hygli á gildi slikra svæða, og að ástæða $é til þess að vernda þau. A náttúruminjaskrána má einnig lita sem ósk um að forðazt sé að framkvæma nokkuð, sem brotið gæti I bága við skynsamlega varðveizlu þessara svæða. En lögfylgjur eru þær einar, að for- kaupsréttur skapast samkvæmt 34. grein náttúruverndarlaga á eftir þeim aðilum, sem hafa hann aö landslögum. Friðlýsing og nytjar — Það er þá ekki sama og friö- lýsing að setja einhvern stað á náttúruminjaskrá? — Nei. Og það er einmitt rik ástæða til þess að taka það atriði skýrt fram, þvi búast má við að ýmsir rugli þessu tvennu saman. Friðlýsing er önnur og miklu viðameiri athöfn. Hún verður að gerast i samráði við þá menn, ræta. í náttúruverndarlögunum er þvert á móti gert ráð fyrir þvi að vefa saman vernd landsvæða og notagildi þeirra til útivistar fyrir almenning i svo rikum mæli sem unnt er, án þess að gengið sé of nærri landinu, og búskapar- nytjar þar sem það á við eftir settum reglum. sem hafa eignarhald og forráð á viðkomandi stöðum. Þegar stað- ur hefur verið settur á náttúru- minjaskrá, hefur það á hinn bóg- inn gerzt, að skorað hefur verið á þá, sem ráða fyrir viðkomandi stað að haga nýtingu hans á þann veg, að það brjóti ekki i bága við náttúruverndargildi hans og þýð- ingu, eins og ég drap á hér að framan. — Hversu mörg friðlýst svæði eru hér á landi núna? — Þau er tuttugu og niu, og eru að visu harla ólik. Þar eru þjóð- garöar og friðlýst svæði, fólk- vangar á vegum sveitar- og bæjarfélaga viðs vegar um land- ið og enn fremur náttúruvætti, en það eru einstakir staðir, sem svo eru kallaðir, hitt eru svæði. — Þýðir friðun staðar það, að honum sé lokað og umferð um svæöið heft? — Nei. Það er gott, að þú spurðir um þetta, þvi að þarna veröur einmitt vart við misskiln- ing, sem nauðsynlegt er að upp- — Vikjum þá aftur að þessari nýju náttúruminjaskrá. Þið birtið hér nöfn fjölmargra staða. — Já, þeir eru niutiu og einn. Það er auðvitað miklu hærri tala en svo að hægt sé aö tala um þá nú og hér. Hitt vil ég benda á, að það hefur verið ákaflega mikil vinna að undirbúa þessa skrá og koma henni upp. Hún er gerð i samráði við náttúruverndarsam- tök landshlutanna og náttúru- vemdarnefndir, en hitann og þungann af verkinu hafa þeir bor- ið, Árni Reynisson, fra.m- kvæmdastjóri Náttúruverndar- ráös, Arnþór Garðarsson prófess- or og Þórólfur Hafstað, jarðfræð- ingur, sem vann mikið að þessu á lokasprettinum i vetur. — Hvers konar landsvæði eru þetta aðallega, sem þið hafið sett á náttúruminjaskrá? — Þar ber mikið á votlendis- svæðum, og eru sum þeirra stór. Þetta stafar meðal annars af þvi, að skráin er að verulegu leyti byggð á könnunum, sem Arnþór Garðarsson hefur gert á votlend- issvæðum landsins. — Viltu kannski nefna einhver svæði, sem hiotiö hafa sæti á þessari nýju náttúruminjaskrá? — Já, það vil ég gjarna. Ég nefniþá sem dæmi: Löngufjörur i Mýra- og Hnappadalssýslu, og mikið svæði uppfrá þeim. Vot- lendi á Sandi og Silalæk i Aðaldal i Suður-Þingeyjarsýslu, Mikla- vatn I Aðaldal og mýrlendi um- hverfis það milli Aðaldalshrauns, Sjávarsands og Skjálfandafljóts Votlendi við öxarfjörð i Keldu- landshreppi i Norður-Þingeyjar- sýslu, Hjaltastaðablá I Hjalta- staðahreppi I Norður-Múlasýslu, sem er mikið svaéði, enn fremur ölfusforir i ölfushreppi I Árnes- sýslu. Af annarri gerð eru Ósar i Hafnahreppi i Gullbringusýslu, fjörur á Garðsskaga, og Bessa- staðanes og fjörur á Álftanesi. Þannig væri hægt aö telja áfram að telja lengi, en einhvers staðar verður að gera hlé á slikri upp- talningu staða, sem vitanlega eru Seijaiandsfoss undir Vestur-Eyjafjöllum hefur löngum þótt með feg- urstu fossum á tslandi. Hér sést hann steypast fram af berginu, en gróðurinn neðan undir vökvast af úöanum og þiggur kraft frá sól og mold. Skógafoss undir Austur-Eyjafjöllum er I næsta nágrenni við Skóga, þar sem Þrasi hin fjölkunnúgibjó foröum, en nútima Islendingar hafa reist glæsilegan skóla, svo\ungmenni á þessum slóðum megi verða fjöl-kunnug — I dálltiö ánnarri merkingu en lögð var i þetta orð til forna. Eysteinn Jónsson, formaður Náttúruverndarráðs. mörgum lesendum aðeins nöfnin tóm. Ég tel rika ástæðu til þess að leggja áherzlu á þá miklu nauðsyn, sem er að verða á þvi að vemda merkileg votlendissvæði, bæði vegpa fuglalífs og annars. Það er sérlega ánægjulegt að geta sagt frá þvi, að bændur i Svarfaðardal hafa haft forgöngu um að gera votlendið meðfram Svarfaðardalsá neðanverðri að friðlandi. Þannig hafa þeir gefið mikilsvert fordæmi, sem liklegt er til þess að hafa áhrif. Vonandi veröur hliðstætt gert i mörgum sveitum, og gæti þá náttúru- minjaskráin orðið til leiðbeining- ar. Svæði, sem Náttúru- verndarráð vill beita sér fyrir að friða — Nú eru á náttúruminja- skránni mörg landsvæöi, sem eru annarrar gerðar en þessi vot- lendissvæði, sem við höfum verið að tala um. — Já, það er alveg rétt. Til dæmis má nefna nokkra fossa. Þeir eru margir hverjir meðal mestu gersema landsins. Goða- foss, Gullfoss, Skógafoss, Selja- landsfoss og Gljúfrabúi eru allir á þessari nýju skrá, og Fjallfoss i Dynjandi I Auðkúluhreppi i Vest- ur-ísafjarðarsýslu. Undir Jökli hefur Dritvik, Lón- drangar og svæðið þar umhverfis veriö tekið á skrá, og er mikill áhugi á að gera þar siðar þjóð- garð eða friðland. — En hafið þið ekki lika seilzt eitthvað tii hálendisins? — Jú, rétt er það. Þjórsárver eru til dæmis þarna með og mikið svæði að Fjallabaki, umhverfis Landmannalaugar, svo dæmi séu nefnd. — Hefur Náttúru verndarráð ekki hug á að beita sér fyrir frið- un sumra þessara svæða? — Jú, og þar nefni ég sérstak- lega Gullfoss og Þjórsárver, sem gerðar hafa verið samþykktir um i ráðinu. — Þá má nefna Breiðamerkur- sand, og enn fremur svæði i öxar- firði, austan Jökulsár, gegnt þjóðgarðinum, og er þá vonazt eftir að hægt verði að tengja það þjóðgarðinum með göngubrú á Jökulsá i gljúfrunum. Þetta eru sem sagt dæmi um svæði, sem Náttúruverndarráð hefur ákveðið að beita sér fyrir að friða. En um langflesta staðina á þessari náttúruminjaskrá er það aö segja, að ekki hafa verið tekn- ar ákvarðanir um annað eða meira að svo stöddu, en að koma þeim á skrána i þeim tilgangi sem ég drap á hér að framan. Rétt er að taka fram að þessi fyrsta útgáfa á náttúruminjaskrá er fyrsti áfangi og verður haldið áfram að vinna að henni og auka viö siðar. — VS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.