Tíminn - 28.05.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 28.05.1975, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 28. mai 1975 TÍMINN 9 msssm Gullfoss. Einu sinni stóð til að selja þennan foss úr landi, þótt ekki yrði af, góðu heilli. Og vonandi heldur hann áfram að vera meðai gersema þessa lands, eins og hann hefur löngum veriö. Lóndrangar á Snæfellsnesi eru fögur og sérkennileg náttúrusmlð, sem margir ferðamenn skoða. Goðafoss I klakaböndum, nágrennihans I vetrarbúningi.......og undir hindrun ætlar þó að standa/og isinn kljúfa fram til næsta vors,” kvað Stephan G. um ónefndan foss. Ef til vili hefur hann haft Goðafoss I huga, svo mikið var að minnsta kosti vlst, að hann var vel kunnugur á slóöum Skjálfandafljóts. FRIÐLYST SVÆ-ÐI A ISL ANDI, APRIL 1975 .HORNSTRANDIR ELL INGÓLFSHÖFÐI ERSGIGAR ....Sérstök Löggjöf. H Nóttúruvætti. IS Friáland. BB Fólkvangur BB Þjó&garður FRIÐLYSTIR STAÐIR A ISLANDI í APRÍL 1975 Samhliða nátiúruminjaskrá, sem hér birtist, þykir ástæða til að benda á, að eftirtaldir staðir eru friðlýstir samkvæmt lögum um náttúruvernd, eða njóta vérndar á annan hátt, samkvæmt þvi sem tiltekið er. 1. Steðji (Staupasteinn) á Skeiðhól, Kjósahr., Iijós. Friðlýstur sem náttúruvælti með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 218/1974. 2. Friðland í Húsafellsskógi, Hálsahr., Borg. Friðlýst með auglýsingu í Stjórnar- tíðindum B, nr. 217/1974. 3. Grábrókargígar, Norðurárdalshr., Mýr. Friðlýstir sem náttúruvætti 19G2. Frið- lýsing endurskoðuð 1975. 4. Eldborg í Hnappadal, Kolbeinsstaðahr., Hnapp. Friðlýst sem náttúruvætti með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 309/1974. 5. Melrakkaey, Eyrarsveit, Snæf. Lýst friðland 1971. Friðlýsing endurskoðuð með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 118/1974. 6. Vatnsfjörður, Barðastrandarhr., V.-Barð. Lýst friðland 1975. 7. Surtarbrandsgil, Barðastrandarhr., V.-Barð. Friðlýst sem náttúruvætti 1975. 8. Hornstrandir, Snæfjallahr., N.-ís. Lýst friðland 1975. 9. Hveravellir á Kili. Friðlýstir sem náttúruvætti 1960. Friðlýsing endurskoðuð 1975. 10. Friðland Svarfdæla, Svarfaðardalshr., Dalvík. Eyf. Lýst friðland með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 339/1972. 11. Mývatn og Laxá, S.-Þing. Svæðið er verndað með sérstökum lögum, sbr. Stjórn- artíðindi A, nr. 36/1974. 12. Skútustaðagígar, Skútustaðalir., S.-Þing. Friðlýstir sem náttiiruvætti með auglýs- ingu i Stjórnarlíðindum B, nr. 399/1973. 13. Herðubreiðarfriðland, S.-Þing. Friðlýst með auglýsingu í Stjórnartiðindum B, nr. 272/1974. 14. Þjóðgarðurinn í Jökulsárgljúfrum, Kelduneshr., Öxarfjarðarhr., N.-Þing. Stofn- aður með xeglugerð sbr. Stjórnartíðindi B, nr. 216/1973. 15. Hvannalindir í Krepputungu. Lýstar friðland með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 32/1973. 16. Fólkvangur Neskaupstaðar, Neskaupstað. Friðlýstur með auglýsingu í Stjórnar- tíðindum B, nr. 333/1972. 17. Hólmanes, Eskifjarðarhr., Reyðarfjarðarhr., S.-Múl. Friðlýst sem fólkvangur og að hluta friðland með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 393/1973. 18. Þjóðgarðurinn í Skaftafelli, Hofshr., A.-Skaft. Stofnaður með reglugerð sbr. Stjórnartíðindi B, nr. 229/1968. 19. Ingólfshöfði, Hofshr., A.-Skaft. Lýstur friðland með auglýsingu í Stjórnartið- indum B, nr. 186/1974. 20. Lakagígar, V.-Skaft. Friðlvstir sem náttúruvætti 1971. Friðlýsing endurskoðuð 1975. 21. Álftaversgígar, Álftavershr., V.-Skaft. Friðlýstir sem náttúruvætti 1975. 22. Surtsey, Vestmannaeyjum. Lýst friðland með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 122/1974. 23. Geysir, Biskupstungnahr., Árn. Er í mnsjá Geysisnefndar, sem fyrst var skipuð 1953. 24. Þingvellir, Þingvallahr., Árn. Friðaðir samkvæmt lögum nr. 59/1928. 25. Fólkvangur í Bláfjöllum, Svæðið friðlýst með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 97/1973. 26. Eldborg í Bláfjöllum. Fyrst friðlýst 1971. Lýst náttúruvætti með auglýsingu í Stjórnarlíðindum B, nr. 121/1974. 27. Fólkvangur í Rauðhólum, Reykjavílc. Svæðið friðlýst sem náttúruvætti 1961. Friðlýst sem fólkvangur með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 185/1974. 28. Grótta, Seltjarnarnesi. Lvst friðland með auglvsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 219/1974. 29. Eldey, Gull. Friðlýst með lögum 1940. Lýst friðland 1960. Friðlýsing endui-- skoðuð sbr. auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 119/1974. Reykjavík, 9. apríl 1975. Náttúruverndarráð. :;xý:; WÁ ývX;. •lýiíí •:•:•:•:•: Siíii /i: !! m m ííí*: m m m m Wi m

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.