Tíminn - 28.05.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 28.05.1975, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 28. mai' 1975 TÍMINN 11 lUmsjón: Sigmundur ó. Steinarssoni Laugardalsvellinum hefur verið lokað Leikir í 1. deildar keppninni í knattspyrnu, sem áttu að fara fram á honum um helgina hafa verið færðir til NÚ ER Utséð um að knattspyrnu- menn 1. deildar liðanna i Reykja- vlk fái að spreyta sig á Laugar- dalsveilinum um helgina, eins og ákveðið var. Þrlr leikir áttu að fara fram á vellinum, en þeir hafa nú verið fluttir til. — Það hefur verið ákveðið að loka Laugardalsvellinum fyrir allri keppni, a.m.k. fram að landsleik tsiendinga og A-Þjóðverja 5. júni, sagði Baldur Jónsson vallarstjóri I viðtaii við Tlmann I gær. — Við höfum ákveðið að láta völlinn gróa betur, áður en við opnum hann aftur fyrir keppni, en að sjálfsögðu opnum við hann strax, ef hann verður orðinn góður fyrir 5. júnl, sagði Baldur um Laugar- dalsvöllinn. — Þótt ekki veröi leikiö á hon- um um helgina, veröa engar tafir á 1. deildar keppninni, þvi aö nú er búiö aö ákveöa aö skipta um keppnisstaöi. Leikur Vlkings og Akurnesinga hefur veriö fluttur upp á Skaga — á grasvöllinn þar. Þá veröur leikur Fram og Kefla- víkur leikinn á grasvellinum I Keflavik. Einn leikur verður þó leikinn i Reykjavik, það er leikur Vals og KR, sem fer fram á Mela- vellinum, sagði Baldur að lokum.. PARIS I SVIÐSLJOSINU PARIS er sú borg, sem augu allra knattspyrnuunnenda beinast nú að. Úrslitaleikurinn I Evrópu- keppni meistaraliða verður leik- inn þar I dag, á Parc des Princes- leikvanginum að viðstöddum 50 þús. áhorfendum. Þeirra á meðal verður Albert Guðmundsson, sem var boðinn til Parfsar sem heið- ursgestur franska knattspyrnu- sambandsins. Hvert sem litið er I Parfs standa menn i hópum og tala um úrslitaleikinn og hin frá- bæru lið — Bayern Munchen og Leeds — sem mætast I úrslita- leiknum. V-Þjóðverjar og Eng- lendingar hafa sett tnikinn svip á götur Parisarborgar — en þeir hafa fjölmennt til að styðja við bakið á slnum mönnum. Franskir áhorfendur verða hlutlausir, en flest bendir þó til þess að þeir hallist á sveif með leikmönnum Bayern Munchen — mönnunum, sem gerðu að engu draum Frakka um að sjá franska liðið St. Eti- enne leika til úrslita. Frakkar naga sig nú I handabökin yfir að eiga ekki stærri leikvöll til að iáta úrslitaleikinn fara fram á, þvl að eftirspurnin eftir miðum á leikinn hefur verið geysilega mikil. Talið er, að hægt hefði verið að selja vel yfir 300 þús. miða. En hvað um það, þessu verður ekki breytt héðan af, og ekki nema 50 þús. áhorfendur fá að sjá leikinn. Leikmenn Bayern Munchen og Leeds eru komnir til að slást um kórónuna, berjast um það, hvaða liö sé bezta lið Evrópu i ár. Bayern-Munchen-liðið mætir til leiks með alla sina sterkustu leik- menn. Sepp Maier, landsliðs- markvöröur V-Þjóðverja, verður I markinu. Fyrir framan hann veröa Franz „Keisari” Becken- bauer, fyrirliði Bayern og v- þýzka landsliðsins, og sænski landsliðsmaðurinn Björn Ander- son. Bakverðir verða Bernd Durnberger og v-þýzki landsliðs- maöurinn Georg Schwarzenbeck. Miðjumenn verða þeir: Franz „Bull” Roth, HM-stjörnurnar Uli Hoeness.sem skoraði tvö mörk á siðasta ári gegn Atletico Madrid i E.O.P. MOTIÐ E.Ó.P.-MÓTIÐ I frjálsum Iþróttum verður haldið á Mela- vellinum föstudaginn 30. mal n.k. Keppt verður I eftirtöldum greinum: — Karlar: Stangar- stökk, hástökk, spjótkast, kúlu- varp, langstökk, 110 m grinda- hlaup, 200 m, 800 m og 3000 m hlaupi. —Konur: 80 m og 400 m hlaup og langstökk. Þátttökutil- kynningar verða að berast til Úlfars Teitssonar fyrir n.k. miðvikudagskvöld — 28. mal. MEISTARAMÓT ÍSLANDS. Fyrsti hluti Meistaramótsins fer fram á Laugardalsvellinum 3.-4. júnl. Keppt verður I fimmt- arþraut, 10 km hlaupi og 4x80öm boðhlaupi. Þátttökutilkynning- ar verða að berast til Úlfars Teitssonar. úrslitaleik Evrópumeistara- keppninnar, og Josef Kapellman. í fremstu viglinunni verða ein- göngu þekktir landsliðsmenn, þar af einn Svii, Conny Torstensson. Nú, Gerd „Bomber” Muller verður að sjálfsögðu miðherji, en hann skoraði einnig tvö mörk i úr- slitaleiknum gegn Atletico i fyrra. Þá verður Klaus Wunder, maðurinn sem skoraði sigurmark V-Þjóðverja gegn Rússum (1:0) i Moskvu i september s.l,, Muller til trausts og halds. Eins og sést á þessari upptalningu, þá eru leik- menn Bayern engir aukvisar — þeir eru allir þrautreyndir knatt- spyrnumenn, sem erfitt er að eiga viö. Mikið er um meiðsli hjá Leeds- liðinu, og liðið getur þvi ekki flaggað öllum sinum sterkustu leikmönnum. Johnny Giles, fyrirliði Irlnands, er meiddur á fæti, og er vafasamt að hann geti leikið með I þessum þýðingar- mikla leik. Þá getur hinn snjalli landsliðsmarkvörður Skota, David Harvey, ekki leikið með vegna meiðsla, og sömuleiðis er óvist hvort skozki landsliðsmið- herjinn Joe Jordal getur leikið, þar sem meiðsli hafa háð honum að undanförnu. Skozki landsliðs- miðvörðurinn snjalli, Gordon McQueen,leikur ekki með Leeds, þvi að hann er i leikbanni. FRAMARAR! AÐALFUNDUR knattspyrnu- deildar Fram verður haldinn annað kvöld kl. 19.30 I Álftamýr- arskólanum. Venjuleg aðalfund- arstörf. RAGNAR SIGRAÐI ISLANDS- AAEISTARANN í „BRÁÐABANA RAGNAR ÓLAFSSON úr Golf- klúbbi Reykjavikur sigraði ís- landsmeistarann frá Akureyri, Björgvin Þorsteinsson \ „bráða- bana” I fyrsta stigamoti GSl — Þotukeppni Fí, sem for fram á Hvaleyrarvellinum við Hafnar- fjörð. Ragnar og Björgvin voru jafnir eftir 36 holur — 164 högg. Þeir þurftu þvi að keppa til úr- slita og sigraði Ragnar á 1. auka- hölunni — hann fór hana á 4 högg- um, en Björgvin á 5 höggum. Keppt var um 4x9 holur, og beztum árangri á 9 holum náðu þeir Einar Guðnason og Hálfdán Þ. Karlsson— 38 högg, eða aðeins 2 högg yfir pari. Það þykir mjög góður árangur þar sem rok var á meðan keppnin fór fram. Orslit i Þotukeppni Fí án for- gjafar urðu þessi: Ragnar ólafsson GR ...........164 (42-42-41-39) Björgvin Þorsteinsson, GA ...164 (40-43-41-40) Þorbjörn Kjærbo, GS...........166 (42-39-43-42) Hálfdán Þ.Karlsson, GK........167 (43-42-38-44) Einar Guðnason, GR............169 (46-38-41-44) RAGNAR ÓLAFSSON. Jóhann Ó. Guðmundsson, GN . 173 Július R. Júliusson, GK.....173 Reynir Baldursson, GK ........ 174 Magnús Halldórsson, GK......175 Sigurður Aibertsson, GS.....175 Sigurður Thorarensen, GK.... 175 Landsliðsstig Þotukeppnin var fyrsta stiga- mót GSt, sem gefur stig til lands- liðsins. Stigahæstu menn eru nú þessir: Ragnar Ólafsson, GR........ 18 Björgvin Þorsteinsson, GA ....18 Þorbjörn Kjærbo, GS..........15 Hálfdán Þ. Karlsson, GK......13. Einar Guðnason, GR ..........11 „Hola I höggi” i Leirunni Ungi kylfingurinn Guðni V. Sveinsson, sem er aðeins 16 ára, og einn efnilegasti golfleikari Suðurnesjamanna, fór „holu i höggi” i Leirunni fyrir stuttu. Guðni vann þetta afrek á 11. holu, sem er 150 m á lengd. Hann notaði trékylfu nr. 4 I höggið. Kúlan hafnaði á fletinum, og þaðan fór ‘hún beint ofan i hoiuna. GOLF Leeds-liðið verður skipað þess- um leikmönnum: David Stewarti markinu, en aðrir leikmenn eru þessir — Paul Reaney, Poul Madeley, Frank Gray (eða Trevor Cherry) Norman Hunter, Terry Yorath, Billy Bremner, Peter Lorimer, Alan Clark, Joe Jordan og Johnny Giles (eða Eddie Cray). Þetta eru allt þekkt nöfn þrautreyndra leikmanna manna i landsliðum Bretlands- eyja. TEITUR VAR RANG- STÆÐUR MIKIÐ hefur verið um það rit- að, að Ólafur JúIIusson hefði átt að skora mark I fyrri hálf- leik landsleiksins gegn Frökk- um á sunnudaginn, eftir gegn- umbrot hjá Asgeiri Sigurvins- syni og Matthiasi Hallgrims- syni. Óiafur fékk þá knöttinn — skaut — en skot hans lenti ofan á markinu, sem stóð opið. Það hefði engu breytt, þótt Ólafur hefði skorað þarna. — Markið hefði aldrei verið dæmt löglegt, þvi að annar linuvöröurinn var búinn að veifa og gefa til kynna að Teit- ur Þórðarson væri rangstæð- ur, en hann var fyrir innan öft- ustu varnarlínu Frakkanna. Það kom bezt fram, þegar markvörður Frakkanna tók ekki útspark frá markteig, heldur stillti knettinum upp I miðjum markteig (þar sem rangstaðan var dæmd á Teit), og spyrnti knettinum þaðan út á völlinn. í Kerlingarfjölium - sólskinsparadís - ekld alltaf, en lygilega oft Og ekki skaðar fjallaloftið. Skellið ykkur ( Kerlingarf jöll i sumar. Skíðakennsla, gönguferðir, náttúrufegurð, lúxus matur, fjörugar kvöldvökur, heit böð og skálalíf. I einu orði sagt: ÆVINTÝRI. skíðanámskeiðin í sumar: % Nr. Frá Rvik Tegund námskeiðs Lágm.gjald 1 18. júní 6 dagar Unglingar 12—16 ára 16.500‘> 2 23. júnl 6 dagar Unglingar 12—16 ára 16.500‘> 3 28. júní -6 dagar Fjölskyldunámskeið 17.500 4 3. júlí 6 dagar Fjölskyldunámskeið 17.500 5 8. júli 7 dagar Almennt námskeið 19.900 6 14. júlí 7 dagar Almennt námskeið 19.900 7 20. júlí 7 dagar Almennt némskeið 19.900 8 26. júlí 7 dagar Almennt námskeið 19.900 9 1. ágúst 4 dagar Námskeið. Skíðamót 10.900 *> v 10 5. ágúst 6 dagar Almennt námskeið 17.500 11 10. égúst 6 dagar Unglingar 14—18 ára 16.500 ‘> 12 15. ágúst 6 dagar Unglingar 14—18 ára 16.500‘> 13 20. ágúst 6 dagar Almennt námskeið 16.500 14 25. ágúst 6 dagar Almennt námskeið 16.500 ‘> Fargj. innifalið. s> Lágmarksverð kvöldferð kr. 9200. Sérgj. f. keppendur. Bókanir og miðasala: Ath.bidjid um upplýsingabækling. FERÐASKRIFSTOFA HAFNARSTRÆTI 5 Skíðaskólinn í Kerlingarfjöllum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.