Tíminn - 29.05.1975, Page 1

Tíminn - 29.05.1975, Page 1
aldek TARPAULIN RISSKEMMUR Stjórnlokar Olíudælur Olíudrif HF HORÐUR GUNNARSSON SK:tji„-AÍÍ,'JNI-i >’ "SÍMI .‘jjsnafi-' ' 118. tbl.—Fimmtudagur 29. mail975—59. árgangur Landvélarhf VAXANDI HÓPUR HEIMILIS- LEYSINGJA Á ÖLLUM ALDRI FÆR INNI í FANGAKLEFA Gsal-Reykjavik — Tuttugu ein- staklingar gistu að meðaltali tvisvar sinnum i viku í fanga- geymslum lögregiunnar á siðasta ári, en þá voru gistingar i fanga- geymsium 10.145. — Þetta eru vesalingar sem hvergi eiga höfði sinu að halla. Þeir ættu ekki að vera hjá okkur, heldur miklu fremur á sjúkrahús- um, sagði Bjarki Eliasson yfir- lögregluþjónn. — Þetta eru menn sem raunar enginn vill kannast Norð-austur Atlantshafsnefndin: Síldveiðikvótinn stórminnkaður gébé Rvik — Heildarkvótinn fyrir sildveiði i Norðursjó verður minnkaður um nær helming frá þvi sem var á siðastliðnu ári, jafnframt lengist timabilið sem kvótinn gildir eða frá 12 mánuð- um áður, i 18 mánuði nú. Meiri- hluti fulltrúa var fylgjandi þessu á Norð-austur Atlantshafsnefnd- arfundinum i London, sem nú hef- ur staðið i eina viku. Talsmaður nefndarinnár sagði i gær, að þrjú lönd hefðu greitt atkvæði á móti tillögu þessari, en Noregur sat hjá. Ekki var vitað í gærkvöldi hvaða lönd voru á móti. Ákvörðun þessi verður endanleg, ef ekki eitt af löndunum þremur sendir form- leg mótmæli og verður þá málið tekið upp að nýju á næsta fundi Norð-austur Atlantshafsnefndar- innar sem haldinn verður i Madrid i nóvember. Þá mælti nefndin með þvi að al- gjört bann verði sett við veiðum á sild til iðnaðar, jafnframt þvi að stærri möskvastærð neta verði notuð til sildveiðar til verndar slldarstofninum. Heildarkvótinn fyrir sildveiði i Norðursjó frá 1. júli ’74 til 1. júli ’75 er 500.000 tonn, en meirihluti fundarmanna á nefndarfundinum var fylgjandi þvi, eins og áður segir, að hann verði minnkaður niður i 254.000 tonn og veiðist á 18 mánuðum i stað 12 áður. í siðasta kvóta var tslandi úthlutað ca 33.500 tonnum af sild. Þá var kvótinn fyrir sildveiðar á svæðunum vestur af Skotlandi minnkaður frá 205.000 tonnum, eða eins og hann er nú, niður i 85.000 tonn á ári, sem úthlutað verður Bretlandseyjum. Fundi Norð-austur Atlantshafs- nefndarinnar átti að ljúka i gær, en fundinn sóttu fulltrúar frá fimmtán löndum. Formaður is- lenzku sendinefndarinnar var Már Elisson fiskimálastjóri, en alls fóru sex islenzkir fulltrúar. Engin ákvörðun var tekin um nýjan kvóta við ýsuveiðum i Norðursjó og kvóti um flatfisk- veiðar verður sá sami eða 12.500 tonn. Kolakvótinn var minnkaður úr 126.000 tonnum niður i 100.000 tn. Talsmaður nefndarinnar sagði i gær, að opinberar yfirlýsingar, um niðurstöður Norð-austur Atlantshafsnefndarinnar, væri að vænta i dag. við og I mörgum tilfellum leita þeir hreinlega til okkar um gist- ingu. Þá eru þeir teknir þar sem fólk er að kvarta undan þeim. — Fangageymslurnar eru þvi orðnar heimili þeirra að nokkru leyti. — Já, það má segja það. Ef þeir eru ekki hjá okkur eru þeir i gistiskýlinu i Þingholtsstræti, en þar fá þeir að vera, ef þeir eru ó- drukknir. Þessir menn hafa eng- an samastað eða heimili, svo ein- hvers staðar verða vondir að vera. Aldurshópurinn 12—20 ára átti 11% fjölda gistinga i fanga- geymslunum á siðasta ári, og sagði Bjarki að gistingar þessa aldurshóps hefðu þvi miður farið vaxandi á siðustu árum. Börn á aldrinum 12—14 ára gistu fangageymslur 11 sinnum. 15 ára unglingar 46 sinnum og 16 ára 160 sinnum. — Þetta er stórt vandamál, sagði Bjarki. Upptökuheimilið i Kópavogi á að taka við þessum krökkum, en þeir hafa gefist upp á sumum þeirra. 1 öðrum tilfell- um hafa heimilin gefist upp á börnunum og foreldrar hafa beðið okkur að hafa börnin i vörzlu um tima. Það er þvi af illri nauðsyn, að lögreglan tekur þetta að sér. Bjarki sagði, að hvað verst i þessu tilliti væri það, að ekki væri hægt að treysta foreldrunum til að taka við afkvæmum sínum. ,,En það vill þvi miður bregða oft við að ástandið er ekkert betra hjá foreldrunum”. 10 óra draumur Leeds varð að engu í París © 1 % af uppskerunni tapast hvern óburðarlausan dag SJ-Reykjavik. - Til stórkostlegra vandræða horfir hjá bændum á Suðurlandi og Suðvesturlandi sunnanverðu vegna áburðar- VERÐUR SKREFIÐ YFIR I ÁKÆRURÉTTARFAR STIGIÐ TIL FULLS HÉR Á LANDI? Gsal-Reykjavlk. — Það sem eink- um snýr að þessari nefnd i sam- bandi við opinberu málin, er spurningin um það, hvort við eig- um að halda áfram að hafa hér á landi svokallað rannsóknar- réttarfar — sem verið hefur við lýði á annað hundrað ár — eða taka upp svokallað ákæruréttar- far, sem er t.d. annarsstaðar á Norðurlöndunum, og tekið hefur verið hér upp að nokkru leyti. Þannig fórust orð Birni Sveinbjörnssyni, hæstaréttarlög- manni, formanni nefndar, sem nú athugar hina ýmsu þætti dóms- málanna. Að sögn Björns er munurinn á þessu tvennu einkum sá, að þar sem rannsóknarréttarfar rikir, hefst rannsóknardóm arinn sjálfur handa um rannsókn mála, rannsakar þau og dæmir siðan i þeim sjálfur. 1 ákæruréttarfar- inu, felst það, að rannsókn mál- anna er i höndum rannsóknarlög- reglu, og þegar mál eru upplýst, eða þvi sem næst upplýst, eru vitni leidd fram fyrir sérstakan dómara, þar sem þau staðfesta framburð sinn. Dómari i ákæru- réttarfari kemur þvi hvergi nærri rannsókn málanna, né hef- ur afskipti af framhaldsrann- sókn. Það er i höndum sak- sóknara. — Dómarinn er þarna hlutlaus aðili, en samkvæmt okkar rann- sóknarréttarfari á dómarinn að gæta hagsmuna ákæruvaldsins, og hann á einnig að sjá um að réttur sakborningsins sé ekki fyrir borð borinn. Siðan á hann að kveða upp hlutlausan dóm. Bjöm sagði, að þetta hefði gef- izt ágætlega, a.m.k. væriekki vit- að til þess að menn hefðu orðið fyrir réttarspjöllum. — En það er sama, — þetta er kannski það fyrsta, sem manni kemur i hug, þegar athugaðar eru breytingar á meðferð opinberra mála, hvort æskilegt sé að stiga skrefið til fulls yfir i ákæruréttarfar úr rannsóknarréttarfarinu gamla. Það voru að visu stigin stór skref i þessa átt árið 1951, með nýjum lögum um opinber mál, og siðan tiu árum slðar, þegar saksókn- araembættið var stofnað. skorts. t Árnessýslu er annar hver bær áburðarlaus, og á Suðurlandi i heild vantar um 50% af þeim áburði, sem bændur höfðu beðið um. Orsakir þessa eru þær, að á- burðarverð var seint ákveðið, sið- an voru þungatakmarkanir á veg- um, sem hömluðu flutningum, og loks skall á verkfallið i Áburðar- verksmiðjunni. — Þetta er mjög bagalegt, sagði Guðmundur Stefánsson hjá Búnaðarsambandi Suðurlands á Selfossi. — Sumarið er venjulega aðeins 100 sprettudagar, og við töpum 1% af uppskerunni fyrir hvem dag sem fellur úr, án þess að borið hafi verið á. Astandið er sennilega verst I Mannfæð er meainorsök seinaaanas dómsmálanna » O Árnessýslu. Þungatakmarkanir voru minni i Rangárvallasýslu og Skaftafellssýslum, en þó vantar mikinn áburð þar, og sumir bændur hafa enn engan áburð fengið. Kaupfélagið á Hvolsvelli var tiltölulega vel birgt, og hafa bændur leitað þangað, sem áður hafa keypt sinn áburð beint frá verksmiðju. Það sem glatast með þessu móti er tekið af kaupi bóndans, sagði Guðmundur Stefánsson, og með verkfalli i mánuð eru 30% uppskerunnar farin og megin- hlutinn af kaupi bóndans, en rekstrarkostnaður bús er áætlað- ur 58% á móti42% i kaup bóndans. í Þykkvabænum fara að verða vandræði, ef lengur dregst að eitthvað rætist úr i áburðarmál- um. Að sögn Magnúsar Sigurlás- sonar að Eyrarlandi eru Þykkbæ- ingar að ljúka við að setja niður i garða, og hafi áður verið borið á þá að mestu leyti. Hins vegar vantar bændur i Þykkvabæ alveg áburð á tún sin. — Ef ekki rætist úr þessu fljót- lega, verður ekkert borið á i sumar, sagði Magnús á Eyrar- landi. Til tals hefur komið að sunn- lenzkir bændur færu I mótmæla- ferð á dráttarvélum sinum og áburðardreifurum til Reykjavik- ur að bera fram mótmæli sin við rikisvaldið og verkalýðsforyst- una.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.