Tíminn - 29.05.1975, Síða 2

Tíminn - 29.05.1975, Síða 2
2 TÍMINN Fimmtudagur 29. mai 1975 Grasmaðkurinn sækir fram um 2-3 metra á sólarhring — ÍSKYGGILEGA LITLIR BLETTIR EFTIR ÓSKEMMDIR SJ—Reykjavik — Grasmaökur herjar nú I heiðalöndum jaröanna Hvamms, Skarös og Galtalækjar i Landmannahreppi, og hefur að heita mú eytt öllum gróöri á stóru svæöi og unnið spjöil á óhemju landflæmum. Aö sögn Guöna Kristinssonar, hrcppstjóra á Skaröi, er þeir oröir fskyggilega litlir blettirnir i högum þessara jarða, sem eru óskemmdir af grasm aökinum . Mikill munur sést á landi þar sem maðkurinn herjar frá degi til dags, og kvaöst Guðni áætla, aö framsókn hans væri meiri en 2-3 metrar á sólar- hring. Tjón hefur ekki oröið af völdum grasmaöks á þessu svæöi siðan um 1950. A þriðjudag var boriö á óskemmd landssvæöi i Landssveit úr flugvél Landhelgis- gæzlunnar. Sennilega væri búiö að gera meira aö þvi og bera á skemmdu svæðin líka, ef Land- græöslan i Gunnarsholti væri ekki aö veröa uppiskroppa meö áburö vegna verkfallsins I rikisverk- smiöjunum. — Ástandið er m jög alvarlegt á úthögunum, sagði Sigriður Sæ- mundsdóttir, húsfreyja á Skarði á Landi, i sfmtali i gær. Þetta verð- ur alveg dauð jörð nema eitthvað veröi að gert. Við urðum fyrst vör við spjöllin af völdum gras- maðksins fyrir um hálfum mán- uði, en trúlega hafa þau hafizt fyrr. Það liggur við að fuglinn við Hlemm S*L6930 REVKJAVÍK VIÐ HLEMM Herradeild JMJ og þar er úrval ikið að finna af ERRAFATNAÐI EL KLÆDDIR KARLMENN unna vel að meta fatnað fró JMJ ODYRAR Spánarferðir ÁGÚST/SEPTEMBER ARCELONA fARRAGONA BENIDORM ALICANTE MALAGA almeria Benidorm Ferðamiðstöðin hf, Aðalstræti 9 SfmarNjl255 og 12940 hafi visað okkur á skemmdirnar. Það er alveg eins og i sjóbjargi þama inn frá, fuglinn sækir svo i maðkinn. Þar er mikið um hrafn, en einnig hettumá, tjald og alls konar fugla. Grasmaðkurinn herjar einkum á þurr heiðalönd á efstu bæjunum i Landssveit, en það kann að vera eitthvað af honum i landi Leiru- bakka lika. Hann er ekki farinn að komast i ræktað land, en að sögn dr. Sturlu Friðrikssonar, sem er að rannsaka ástandið hér getur svo farið, að hann geri þal Gamla ráðið við grasmaðki va að grafa skurði, og eitthvað stöövast framsókn hans trúlega af slikum mannvirkjum, þar sem þau eru. Til upplýsingar fyrir þá, sem búnir eru að gleyma dýrafræð- inni, má geta þess að grasmaðk- ur, eða tólffótungur, er lirfa fiðrildisins. Viö náðum tali af Guðna hrepp- stjóra siðdegis i gær, þegar hann var að koma frá þvi að lita á skemmdimar ásamt dr. Sturlu Friðrikssyni, sjónvarpsmönnum og fleiri. Hafði dr. Sturla og hans félagar gert tilraunir með að bera áburðá eydda landið og ætla að fygljastmeð hvernig það tekur við sér. — Hagarnir eru alveg undir- lagöir. Og það er auðséð, að gras- maökurinn er ekki nærri hættur að herja, enda eru hálfur mánuð- ur, þrjár vikur þangað til hann fer að púpa sig, og þangað til vinnur mann skemmdir. Fuglinn er far- inn úr þvi landi, sem verst hefur orðið úti, þar er ekkert eftir. Fuglinn eyðileggur alveg geysi- lega lika, þegar hann er að róta eftir maðkinum. Fólk trúir þvi ekki fyrr en það sér það, hvað landið er mikið skemmt. Þurrkatið hefur verið mikil á Landi, og þrifst þá grasmaðkur- inn vel. Ef ekki rignir, er ekki að vita að hvaöa gagni áburður kem- ur. Að sögn Guðna er tæpast hægt aö beita gamalkunnum ráðum gegn grasmaðkinum, vegna þess hve geysistórt svæði er um að ræða, svo sem þvi að grafa skurði eða plægja. Einnig hefur verið talað um sinubruna, en sina er engin eftir á verstu svæðunum, svo þar er ekki um slikt að ræða. Væri rétt fyrir sérfræðinga að at- huga, hvaða lyf væri helzt að fá gegn þessum óvætti til að nota næst þegar hann herjar á, sagði Guðni hreppstjóri. Undirbúa rækjuvinnslu á Grenivík ASK-Reykjavík.Hjá frystihúsinu á Grenivik standa nú yfir fram- kvæmdir til þess að hægt verði að taka á móti rækju, en til Grenivíkur er nú verið að kaupa 25 tonna bát, sem væntanlega fer á rækjuveiðar. Báturinn er i smiöum á Akureyri hjá Skipa- smiðastöðinni Vör, og á að vera tilbúinn fyrir mitt sumar. Vorið var fremur kalt og gróður litill þar til fyrir sex dögum, að skyndilega hlýnaði og veðurfar breyttist til batnaðar. Farið er að setja niður kartöflur, og sauð- burður er vel á veg kominn. i-------------- pKvennaskólanum sagtupp Kvennaskólanum i Reykjavik var sagt upp laugardaginn 24. maí að viöstöddu fjölmenni. Forstöðukona, dr. Guðrún P. Heigadóttir, minntist látins kenn- ara Unnar Jónsdóttur, en hún lézt 9. marz sl. Hæsta einkunn á burtfararprófi hlaut Hildur Hallbjörnsdóttir, 9,34 I 3. bekk C hlaut Kristjana Grimsdóttir hæsta einkunn, 8,91 i 2. bekk Guörún Þórhallsdóttir, 9,55, en það var hæsta einkunn við skólann, og i 1. bekk Elln í. Jacobsen, 8,94. Verðlaun úr minningarsjóði Þóru Melsteð fyrir beztan árangur á burtfararprófi hlaut Hildur Hallbjörnsdóttir, verðlaun úr verðlaunasjóði Guðrúnar J. Briem fyrir bezta frammistöðu I fatasaumi hlaut Ásdis Kristjáns- dóttir, 2. bekk z. Verðlaun úr Thomsenssjóði hlaut Kristjana Grimsdóttir i 3. bekk C. Þá voru veitt verðlaun i fyrsta sinn úr Móðurmálssjóði fyrir beztu Islenzku ritgerðina, en þau hl-aut Hildur Hallbjörnsdóttir. Þá gaf danska sendiráðið verðlaun fyrirágæta frammistöðu i dönsku á burtfararprófi, en þau verðlaun hlutu Hildur Hallbjörnsdóttir og Ingibjörg Jóna Gunnarsdóttir. Verðlaun fyrir ágætan árangur i húkrunarnámi hlaut unnur Leifs- dóttir i 4. bekk. Verðlaun úr sjóði, sem Vigdis Kristjánsdóttir gaf i minningu um ' Rannveigu og Sigriði Þórðardætur og veitt eru fyrir ágæta teiknikunnáttu, hlaut Soffia Arnþórsdóttir, 2. bekk C. og Steinunn Hauksdóttir, sama Framhald á 19. siðu Mannfæð er meginorsök seinagangs dómsmála - SEGIR BJÖRN SVEINBJÖRNSSON, HRL. FORMAÐUR NEFNDAR, SEM NÚ ATHUGAR ÝMSA ÞÆTTI DÓMSMÁLA HÉR Gsal-Reykjavik — Dómsmálin hafa verið i brennidepli að undan- förnu, eins og kunnugt er. Deilt hefur verið á seinagang i dóms- máiakerfinu, og látið hefur verið í það skina, að brýna nauðsyn beri til að láta fara fram heildarat- hugun á þessum málaflokki. Að sögn Baldurs Mötlers, ráðu- neytisstjóra í dómsmálaráðu- neytinu, er nokkuð langt um liðið siðan dómsmálaráðherra skipaði nefnd til að athuga ýmsa þætti dómsmálanna hér, og sagöi ráðu- neytisstjórinn, að búizt væri við þvi að sú nefnd skilaöi a.m.k. á- fangatillögum á þessu ári. Formaður þessarar nefndar er Bjöm Sveinbjörnsson, en aðrir I nefndinni eru: Þór Vilhjálmsson prófessor, Sigurgeir Jónsson bæjarfógeti og Björn Fr. Björns- son sýslumaður. Timinn hafði tal af Birni Sveinbjörnssyni i gær, og sagði hann að nefndin hefði verið skipuð til þess að athuga réttar- farskerfið i héraðsdómsstiginu og benda á leiðir til hraðari með- ferðar mála. Björn sagði, að nefndin hefði þegar unnið verulegt undirbún- ingsstarf og væri að koma sér nið- ur á umræðugrundvöll, sem yrði lagður fyrir ráðherra von bráðar. Aðspurður sagði Björn, að tafir á framgangi opinberra mála stöf- uðu einkum og sér i lagi af of miklu vinnuálagi, þ.e.a.s. að i mörgum tilfellum væru of fáir menn til að sinna verkefnunum, ,,og þá hlýtur þaðað koma þannig út, að eitthvað af málum dregst”, sagöi Björn. — Það er út af fyrir sig góðra gjalda vert, að stofnaðir séu sér- dómstólar og settir sérstakir menn I ákveðna málaflokka, en það eitt leysir ekki vandann, þvi ef einum málaflokki er flýtt, hlýt- ur það að vera á kostnað annarra málaflokka, nema bætt sé við starfskrafti þar einnig. Allverulegar tafir verða oft á stærri málum, sem krefjast sér- stakrar bókhaldsþekkingar, og kvaö Björn þaö vera bagalegt, en ástæðan væri sú, að rannsóknar- lögreglan hefði ekki yfir að ráða sérfræðingum á þvi sviði, og þvi þyrfti að leita til annarra sér- fræðinga, sem eðlilega væru oft störfum hlaðnir viö önnur verk- efni. Viö minntumst á, að i þessum umræðum um dómsmálið heföi komiö fram, að sakamál hefðu „týnzt i kerfinu”, og enn fremur væri það ekki einsdæmi, að mál fyrntust i meðferð rannsóknar- dómara. — Ég er ekki viss um, að þetta sé kerfinu sjálfu að kenna, og dreg það raunar mjög i efa. Fremur hygg ég, að þeir starfs- menn, sem fást við þessi mál, hafi þaö mikið að gera, að þeir komist ekki yfir að sinna öllum málum, sem þeim berast. Hrdefnisskortur yfirvof- andi hjd Kísiliðjunni BH-Reykja vik. — Verkfall starfsmanna rikisverksmiðj- anna getur haft þær afleiðingar, að hráefnisskortur stöðvi KIsil- iöjuna við Mývatn á næsta vori um ófyrirséðan tima. Höfðu verkalýðsfélögin fyrir norðan veitt undanþágu til að dæla klsilgúrnum upp úr Mývatni, þrátt fyrir verkfallið, en sú und- anþága hefur nú veriö afturköll- uð, og engum kisilgúr dælt leng- ur upp úr vatninu. Kisilgúrnum er einungis hægt að dæla upp úr vatninu yfir sumartimann, og nú hefur engu verið dælt upp I tæpan mánuð. Næsta lftið er eftir af kisilgúr frá fyrra ári, en kísil- gúrinn verður aö standa I þró rúmlega hálfan mánuð, áður en unnt er að nota hann i vinnslu. Mótorinn hvarf, en gírókoptinn sveif til jarðar ASK—Reykjavik — Mótorinn á girókopta Húns Snædal, flugum- feröarstjóra á Akureyri, brotnaði úr festingum, er Húnn var á flugi I um það bil 2000 feta hæð yfir Ak- ureyrarflugvelli siðast liðinn sunnudag. Koptinn, sem ber ein- kennisstafina TAA og er af Ben- sen-gerð, varð ekki fyrir neinum skemmdum, þvi mótorinn, sem er aftan á koptanum, náði ekki að rlfa sundur nein mikilvæg stjórn- tæki. Koptar sem þessir geta ým- ist verið svif- eða mótorflugur, enda lentikopti Húna á vellinum, en mótorinn féll i sjóinn. Koptaraf þessari eða svipuðum gerðum eru fremur sjaldséðir hér á landi, tveir eru norðanlands en einn i Reykjavik.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.