Tíminn - 29.05.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 29.05.1975, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 29. mai 1975 TÍMINN SKREIÐAR- MENN BJART- SÝNIR VEGNA BREYTTRAR STEFNU NÍGERÍU- STJÓRNAR í MARKAÐS- AAÁLUAA ASK—Reykjavik — í gær var haldinn aðalfundur Samlags skreiðarframleiðenda. A fundin- um var fjallað um söluhorfur á skreið, og kom i ljós, að siðan Nigeriumarkaður opnaðist, i april siðast liðnum, hafa mögu- leikar á sölu stóraukizt. Vegna innflutningshafta stjórnar Nigeriu hefur gengið mjög treg- lega að fá greiðslur fyrir skreið- ina, og var nú á aðalfundinum gengið frá verðjöfnun frá 1973, að upphæð 13 milljónir króna. A fundinum kom og fram, að horfur á sölu til ítaliu eru óvæn- legar, en þar eru til birgðir frá ár- inu 1974. Fundarstjóri var Jón Arnason alþingismaður. Bragi Eiriksson gerði grein fyrir hag f élagsins, en Hannes Hall las upp og skýrði reikninga. Fundarmenn voru mjög bjart- sýnir á komandi tima, en eðlilega kemur lélegur afli og togaraverk- fallið i veg fyrir að hægt verði að sinna þeirri eftirspurn, sem skap- azt hefur vegna nýrrar stefnu Nigeriustjórnar i markaðsmál- um. Myndin hér að neðan er frá aðalfundinum i gær. Nýju strigaskórnir biöa á steini I fjöruborðinu, meöan eigend- urnir breyta eftir gömlu kjörorði og nota sjóinn og sólskinið á grunnsævinu I Nauthólsvlkinni. Sólin skein svo óskaplega hlýtt, að hún var ekki lengi að hita upp mjúkar öldurnar, sem gjálfruðu blítt við börn og skeljar og þang, og hafa vafalaust laumað loppu sinni upp eftir steininum til að reyna að hremma strigaskóna Hiiu. Og kannski hafa litlir skóeigendur komið blautir i fæturna licim til sin að afloknum skemmtilegum solskins- degi. —Timamynnd: Gunnar. RAKU SANDDÆLU SKIPID í BURTU HHHi \^£k 2&W - *** . . Wmm P JÉ9BBB1 BJÖRN JÓNSSON, FORSETI ASS: Tel litlar líkur á að grunnkaupshækk unin verði greidd þann fyrsta júní BH-Reykjavlk. — Ég tel ekki miklar likur á þvi, að 3% grunn- kaupshækkunin, sem um var samið I febrúar I fyrra, verði greidd núna um mánaðamótin, Land- helgis- brot Gsal-Reykjavik — 1 fyrra- kvöld tók varðskip vélbátinn Stiganda VE-77 að meintum ólöglegum veiðum hálfa sjó- milu fyrir innan fiskveiði- mörkin út af Vfk i Mýrdal. Farið var með bátinn til hafnar i Vestmannaeyjum, þar sem mál skipstjórans var tekið fyrir, en Stigandi hefur margsinnis verið tek- inn fyrir ölöglegar veíðar. sagði Björn Jónsson forseti Al- þýðusambandsins, i viðtali við blaðið i gær. — Við áttum að fá þessi 3% samkvæmt þeim samn- ingum, sem nú hefur verið sagt upp, en við eigum hins vegar ekki lagalegan rétt á þeim 1. júni, nema þá með nýju samkomulagi. — Og það samkomulag er lik- lega ekki á döfinni? — Vinnuveitendur hafa lýst þvi yfir, að þeir fallist ekki á neinar kauphækkanir, og þá eiga þeir einnig við þessi 3%, sem þeir telja með öðrum hækkunum, þannig að við gerum ekki ráð fyrir að fá þessi 3% fyrr en samið hefur ver- ið að nýju. — Þokar nokkuð i samninga- átt? — Nei, það var fuhdur i dag, og það var allt óbreytt. Vinnuveit- endur héldu sig við það, að þeir hefðu ekki efni á neinum kaup- hækkunum, og þar með er málið jafn strandað og áður. Þetta var i rauninni bera endurtekning frá fyrri fundinum. Fundurinn stóð i 2—3 tima. — Næsti fundur? — Hann verður á morgun, fimmtudag, kl. 14. Það verður haldið áfram, þótt varla sjáist glæta. RÆKJUVINNSLA I GANG Á DALVÍK — héfst um næstu helgi ASK-Reykjavik. Um næstu helgi hefst á Dalvik rækjuvinnsla i ný- legu húsnæði Söltunarfélags Dal- vlkur. Það fyrirtæki var stofnað á sildarárunum, og átti að salta sild, en þegar hún brást, var ætl- unin að vinna að lagmetisiðju. Það var hins vegar ekki gert, en vonir standa til að slik fram- leiðsla geti orðið að veruleika með tið og tima. Þangað til verður rækjan laus- og blokk- fryst. Húsnæði það, sem rækjuvinnsl- an er i, var byggt á vegum Söltun- arfélagsins á árunum 1971—1975. Það er 768 fermetrar að gólfflat- armáli á tveim hæðum. Þegar til álita kom að hefja rækjuvinnslu nú fyrir tveim mán- uðum, var hafizt handa og aukið hlutafé i fyrirtækinu. Snorri Snorrason útgerðarmaður á Dal- vik, gerðist hluthafi, en Dalvikur- bær og kaupfélagið, auk ellefu einstaklinga, voru hluthafar fyrir. Framkvæmdastjóri verðir Jóhann Antonsson. I viðtali, sem Timinn átti við Jóhann, sagði hann, að fyrirtækið gæ.ti unnið á að gizka 400 kg af rækju á klukkustund, og þar kæmu til með að vinna um 15 manns á vakt, en reiknað er með að koma á vaktafyrirkomulagi, þegar byrjunarörðugleikar hafa verið yfirstignir. Þrlr bátar munu leggja upp afla sinn hjá fyrirtækinu. Tveir þeirra eru frá Dalvik, i eigu Snorra, en hann keypti ekki alls fyrir löngu 150 tonna bát, Valfell, frá Ólafsvlk. Snorri er einn af brautryðjend- unum i rækjuveiðum frá Norður- landi, en slikar veíðar hefur hann stundað af og til allt frá árinu 1967, en beztum árangri náði hann hins vegar á siðast liðnu ári. Þriðji báturinn er frá Árskógs- strönd. Aðspurður um fyrirgreiðslu lánastofnana sagði Jóhann, að forráðamenn fyrirtækisins væru vægast sagt óánægðir með fyrir- greiðslu Landsbankans og fisk- veiðisjóðs, en hins vegar hefði byggðasjóður liðsinnt málinu á- gætlega. Nauðsynlegt væri, að sem fyrst kæmist á samræmi milli veiðileyfa og vinnsluaðstöðu i landi. En nú væri slikt alls ekki fyrir hendi. FB-Reykjavfk. Fyrir nokkrum dögum tóku menn eftir þvi að sandtökuskip var byrjað að dæla upp bygginarefni fyrir utan Enni, á því svæði, þar sem ólafsviking- ar hafa sótt byggingarefni sitt. Skipið mun hafa verið þarna komið á vegum Stykkishóms- hrepps, sem hafði leigt það til sandtökunnar. ólafsvikingar voru mjög óhressir yfir þessari efnistöku, og töldu hana vera á slnu yfirráðasvæði. Kröfðuzt þeir þess, að skipið héldi þegar á brott og leitaði á önnur mið, en hótuðu lögbanni ella. Skipið hélt þá á brott, og mun I staðinn hafa tekið sand undan Fróðárósum. VEIÐIHORNIÐ hefur nú aftur göngu slna, og er ætlunin aö birta hér fréttir af laxveiðum, eins og undanfarin sumur. í flestum veiðiánum hefst laxveiöi ekki fyrr en Höa tekur á júnlmánuö. Af þeim sökum mun þátturinn fara hægt af stað, en verður, þegar llður á sumarið, tlöari gestur á siðum Tlmans. Það er ekki úr vegi að minnast á laxveiðina s.l. sumar, en þá veiddust riimlega 56 þúsund laxar, samkvæmt upplýsingum Veiðimálastofnunarinnar. Stangveiðin var þó um fimmtungi lakari en árið áður, og olli þvi fyrst og fremst vatnsleysi i ánum á bezta veiðitlmanum. Netaveiöi gaf mun betri raun en stangveiði, og var hún með betra móti I Borgarfirði. Agæt laxveiði I net var einnig á Ölfusár-Hvltársvæðinu og i Þjórsá. Sala á leyfum gengur vel. Samkvæmt upplýsingum, sem Veiðihornið hefur aflað sér, hefur sala veiðileyfa viðast gengið mjög vel, og er vitað um nokkrar veiðiár, sem löngu er uppselt I. Veiðileyfi I Elliðaár eru uppseld, og eru þar margir á biðlista sem endranær. A öðru veiðisvæðinu I Norðurá, sem er allt ofan Fossvaðs ofan við Lax- foss, eru leyfi einnig uppseld, og sama gildir um þriðja veiði- svæðið, sem er allt ofan við Glanna. Fleiri ár mætti nefna, en laxveiðimönnum er bent á aö draga ekki að panta daga I veiðiám, þvi að áhugi viröist ekkert hafa minnkað, þótt verðlagið hækki. Hvítá i Borgarfirði. Eins og kunnugt er, hefst netaveiði I Hvitá venjulega strax eft- ir 20. mal, og var svo einnig nú. Stangveiðitlmi er breytilegur eftir ám, en allri veiði lýkur 20. september lögum samkvæmt. Kristján Fjeldsted I Ferjukoti sagði Veiðihorninu I gærdag, aö hann væri búinn að fá þrjátlu til fjörtiu laxa, og væru þeir allir af stærðinni frá átta til tólf pund. Sagði Kristján, að þetta væri miklu betri veiði heldur en undanfarin ár á sama tima. Kvaðst hann vera bjartsýnn' á veiðihorfur I sumar og að útlitið væri gott nú, hvað sem slðar yrði. Kristján er nú með sex net, en enn er nokkuö straumþungt i ánni, svo að hann mun ekki f jölga þeim alveg á næstunni. Hlýindi hafa verið undanfarið og hæfileg leys- ing i fjalli, og taldi Kristján það ástæðuna fyrir þvi, hve vel gengi. A Hvitárbökkum og Ferjubakka hefur eitthvab minna veiðzt en hjá Kristjáni, og sagði hann að sumir bændur væru rétt að hefja veiðar þessa dagana, en aðrir væru ekki byrjaðir enn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.