Tíminn - 29.05.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 29.05.1975, Blaðsíða 4
TÍMINN Fimmtudagur 29. mai 1975 ^^ Gúmaldags ,,k nýtízku mengu Maöurinn, sem stendur við þennan vörubil og er að tengja einhverja vira, er i raun og veru að setja i gang hárfin mælitæki, sem eiga að mæla reykmengun og annan óþverra i loftinu, sem assabíll"? — Nei, narmælibíll nærliggjandi verksmiðjur spúa frá sér. Efnin eru mismunandi hættuleg, og ef einhver mjög hættuleg efni berast frá verk- smiðjunum, þáerlagt kapp á að einangra þau frá öðrum úr- gangi, annars eiga verksmiðju- rekendur yfir höfði sér lokun á fyr irtækjunum . Þessi mengunarmæli-bifreið var fyrst notuð i Hanover i Þýzkalandi, og er þannig útbúin, að þegar ekki er verið að nota hana við þessar mælingar, þá er hægt að taka mælihúsið af og notahana sem venjulega vörubifreið. Plastplat! Nu geta flatbrjósta stelpur orðið iturvaxnar og glæsilegar, bara ef þær kaupa sér plastbrjóst og fara svo I peysu utanyfir. Þessi flik, ef hægt er að kalla fyrir- bærið þessu nafni, er framleidd I Bretlandi og þarf ekki endilega að vera i einhverju utanyfir, ef viðkomandi hefur kjark til að ganga með ber plastbrjóstin. Hönnuður frá Hamborg „gerir lukku" í París Maður er nefndur Karl Lager- feld, 36 ára að aldri og er tizku- teiknari að atvinnu. Hann hefur til skamms tima starfað i Ham- borg en liklega hefur hann enn meiri áhrif á tizkuna i Hamborg nú, — eftir að hann hefur biisett sig I Paris og hafið starfsemi þar. Lagerfeld hefur samt ekki stofnsett tizkuverzlun, og nafn hans er ekki að finna i við- skiptaskránni, en hann hefur hugmyndir um nýja tizku og teiknar þær, — og þær seljast „eins og heitar lummur". Stóru fataframleiðslu-fyrirtækin eru ólm I að kaupa nýjungar frá honum, og vefnaðarvörufram- leiðendur framleiða sérstaklega efni I föt, sem hann teiknar. Nú vill Karl Lagerfeld létt og sumaíleg efni i kjólana sem hann teiknar og er mikið af þeim komið á markaðinn. Hér sjáum við meistarann ásamt þremur sýningarstúlkum, sem sýna mjög sumarlega og létta kjöla, á sýningu á fötum, sem hann hefíir teiknað. Þessi sýn- ing var reyndar haldin i Dussel- dorf en ekki Paris og þótti hún takast einstaklega vel. Stóru tizkuhusin i Paris telja Lager- feld hálfgerðan utangarðs- mann, en engu að siður verða þau að viðurkenna áhrif hans á þessu sviði. Léttleikinn, sem einkennir föt teiknuð af honum, er talinn verða allsráðandi I tizkuheiminum I sumar. — Okkur þótti það svolitið ergi- legt fyrst þegar við sáum að bll- skúrinn var ekki ndgu langur. DENN! DÆMALAUSI Það er alveg satt, að ég er að deyja úr hungri. Get ég ekki feng- ið eina smábrauðsneið. Hann er steinsofnaður. Heyrðu, þetta er annars bezta brauðsneið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.