Tíminn - 29.05.1975, Page 7

Tíminn - 29.05.1975, Page 7
Fimmtudagur 29. mai 1975 TÍMINN 7 Slysavarnafélagsmenn taka viö björgunarbátnum. Ljónin gefa björgunarbót BH-Reykjavik — A lokadaginn, 11. maf s.l., afhenti Lionsklúbbur Sandgeröis Slysavarnadeildinni Sigurvon i Sandgeröi aö gjöf mjög fullkominn gúmmibjörgunarbát meö 25 ha utanborösvél, til afnota fyrir björgunarsveit sina. Tilefni þessarar gjafar er, aö Lions- klúbbur Sandgeröis er 10 ára á þessu ári, en hann var stofnaöur 18. febrúar 1965. Á 10 ára starfsferli slnum hefur klúbbúrinn unniö aö ýmiss konar menningar- og liknarmálum. Lionsklúbbur Sandgeröis hefur sett sér það markmið að láta sem mest af þvi fé, er hann safnar, renna tií málefna innan sins byggðarlags, en að sjálfsögðu hefur klúbburinn alltaf tekið þátt i þeim söfnunum, sem islenzka Lionshreyfingin sem heild hefur beitt sér fyrir. Eitt er það málefni, sem Lions- menn i Sandgerði hafa ætið haft ofarlega i huga og reynt að styðja eftir mætti, en það er starfsemi Slysavarnadeildarinnar Sigur- vonar, sem er elzta slysavarna- deild landsins, stofnuö árið 1928, sama ár og Slysavarnafélag Is- lands var stofnað. Hefur klúbbur- inn m.a. afhent deildinni öndun- artæki að gjöf og lagt fram fé til talstöðvakaupa. Jón H. Bergs aðalræðismaður Kanada Ambassador Kanada á íslandi vill hér með tilkynna þá ákvörðun rikisstjómar Kanada að skipa herra Jón H. Bergs forstjóra aðalræðismann Kanada á Islandi (Honorary Consul-General). Skipun þessi tekur gildi 1. júni 1975. Jón H. Bergs tekur við þessu starfi af Hallgrimi F. Hallgrims- syni forstjóra, sem hefur gegnt þvi s.l. 18 ár. Jón H. Bergs fæddist i Reykja- vik, 14. september 1927. Hann lauk embættisprófi i lögum frá Háskóla íslands 1952 og stundaði framhaldsnám i lögfræði við Columbia University, New York 1953-1954. Héraðsdómslögmaður varö hann i júni 1956. Hann varð fulltrúi forstjóra Sláturfélags Suðurlands 1951, og var ráðinn forstjóri fyrirtækisins 1. janúar 1957, og gegnir hann þvi starfi enn. Hann gegnir formennsku og er stjórnarmaður i ýmsum at- vinnufyrirtækjum á sviði iðnaðar og verzlunar, tók sæti i fram- kvæmdastjórn Vinnuveitenda- sambands íslands 1961 og hefur verið formaður samtakanna sið- an 1971. Jón H. Bergs var forseti Rotary-klúbbs Reykjavikur frá 1. júli 1971 til 30. júni 1972. Hann er kvæntur Gyðu Sch. Thorsteins- son, og eiga þau þrjú börn. Fjórtón óra drengur óskar eftir að komast í sveit. Er mjög natinn við smábörn. Upplýs- ingar í síma 8-63-47. NBB2 Vörubila hjólbar&ar VERÐTILBOD 825-20/12 Kr. 22.470,- 825-20/14 — 26.850,- 1.000-20/14 — 34.210,- 1.000-20/16 Kr. 35.630,- 1.100-20/14 — 35.900,- 1.400-24/16 — 59.440,- TÉKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ Á ÍSLAND/ H/F AUÐBREKKU 44-46 S/MI 42606 m/hælbandi 1440,-kr ; m/hælbandi 1440,- kc DOMUS Laugavegi 91 GEFJUIV1 Austurstræti an/hælbands 1270,- kr Starfsstúlknafélagið SÓKN Félagsfundur verður haldinn, föstudaginn 30. mai kl. 8.30 e.h. i Lindarbæ (niðri) Fundarefni: Heimild handa stjórn- og trúnaðarmannaráði til verkfallaboðunar. Önnur mál. Mætið vel og stundvislega Stjórnin. arformaður, Hafsteinn Berg- þórsson o.fl., skildu að fastakaup- ið á togurum yrði að fylgja al- mennum launum i landinu, annað hlyti að bjóða heim stöðugum vinnustöðvunum á togurunum. Voru þó mörg ár á þessu timabili talin erfið, hvað afkomu útgerð- arinnar snerti. Þegar þannig hafði staðið á annað ár frá þvi að fyrri samn- ingar féllu úr gildi og enn var öll- um umbótum á kjörunum harð- neitað þar með talið, að svo- kallaðar jafnlaunabætur voru með sennilega hæpnum lögskýr- ingum hafðar að mestu af togara- sjómönnum, áttu félög sjómanna ekki annarra kosta völ en að ráð- ast i vinnustöðvun til að freista þess að rétta hlut þeirra félags- manna, sem á togurunum störf- uðu. Upp á siðkastið hafa útgerðar- menn lagt megináherzlu á það að fækka I áhöfnum togaranna frá þvi, sem nú er, þ.e. úr 24 til 25 manna áhöfnum i 19 menn, það er nánast um 1/5 hluta, og þá helzt, að tekinn verði upp hlutaskipti, llkt og er á minni togurum og fiskibátum. F.I.B. bauð þó aldrei sömu hlutakjör og I gildi eru á hinum minni skuttogurum, eins og látið er að liggja i umræddri greinar- gerð F.I.B. A hinum minni skuttogurum ber að greiða áhöfn til jafnra skipta 40% af afla, ef 19 manna áhöfn er, en F.l.B. bauð 33% til jafnra skipta eða um það bil 20% lægri kjör en samningar á minni togurunum kveða á um. Eða þá að sama launafyrirkomulag verði áfram eins og verið hefur, þ.e. fast kaup, fæði og aflahlutur, en fækkað I áhöfnum, eins og áður sagði. Skal nú rifjað upp, hvernig háttað hefir verið um fjölda manna I áhöfnum á hinum stærri togurum. Lengst af voru 33ja manna áhafnir á svokölluðum ný- sköpunartogurum við ísfiskveið- ar. Voru þá 11 menn til að vinna að aðgerð og frágangi á fiskinum I lest og við veiðarfærin á hvorri vakt. Þaðmunhafa verið árið 1962 að fækkað var i áhöfnum i 31 mann, þ.e. i 10 menn á hvorri vakt. Nokkru siðar var hætt að hafa sérstakan bræðslumann og áhöfnin þá 30 menn. Þegar skuttogararnir voru að byrja aðkoma 1973var gengið inn á mikla fækkun i áhöfn eða um 4 menn á siðutogurunum og um 6 menn á skuttogurunum, þ.e. i 24 menn. Á flestum skipunum var fækkunin 5 hásetar og 1 i vélar- rúmi. Eftir það voru 7 menn á annarri vaktinnien 8 á hinni. Var þá af öllum talið og það m.a. rætt viö reyndustu skipstjórana á tog- urunum að komið væri i algert lágmark þess, sem vit væri i, varðandi fækkun a.m-.k. á háset- um, ef nokkur kostur ætti að vera að halda uppi vöktum á togurun- um, eins og lög mæla fyrir um, þannig eru nú 7 eða 8 menn á hvorri vakt til að gera að og ganga frá fiskinum og sinna neta- viögerðum og öðru, en áður voru 11 menn til þessarra starfa. Oll er þessi vinna eins og áður i höndum, bæði fiskaðgerð, isun i lest og netaviðgerð og fiskurinn isaður 1 kassa i sumum skipunum sem er mjög mikið aukin vinna, og vaxandi kröfur gerðar um góðan frágang á aflanum. Hin nýju skip, sem eru um helmingi stærri en nýsköpunar- togararnir voru, með 3var sinn- um meiri vélarkraft og geta verið að veiðum i flestum veðrum og þvi sjaldan frátök, og svo bætist við, að þessi skip hafa mikið stærri vörpu en hin eldri skip höfðu. Má af þessu vera ljóst, að ef fækka ætti hásetum frekar en orðið er, er með þvi horfið að óhæfilegum þrældómi á togurun- um I líkingu við það, sem var fyrr á árum. Mun þá ekki þurfa að tala mikið um vökulög og eiginlegt gildi þeirra, þegar bærilegur afli bærist að. Viljum við minna á það, að tog- arasjómenn áratugnum milli 1950 og ’60 höfðu of mikið fyrir þvi að koma á 12 kl.st. hvild á sólar- hring, fyrst með löngum verkföll- um I tvigang til að ná samningum um þennan hvíldartima, sem slðar var lögfest 1956. Ötrúlegt verður að teljast, að togarasjómenn nú á 8unda ára- tugnum vilji verða til þess að troöa niður i skarnið þær réttar- bætur, sem vökulögin eru, og sjó- mennimir lögðu svo mikið á sig að koma á fyrir 20 árum. Við, sem erum nú I samninga- nefnd um kjör á togurunum, höf- um ekki hugsað okkur að eiga hlut að þvi verki. Krafa f^rsvarsmanna F.l.B. um fækkurCum 2 háseta á togur- um nú, er kaldrifjaðri en menn sjálfsagt almennt gera sér grein fyrir og vægast sagt heldur köld kveðja til þeirra sjómanna, sem enn gefa sig 1 það að vera að stað- aldri á togurum. Það er eins og flestallir þing- menn og ráðherrar, og raunar lika blaðamenn og áðrir i starfi fjölmiðla, hafi hliðrað sér hjá að taka undir eða ræða um kröfur F.I.B., elzta vinnuveitendafélags landsins, um aukinn þrældóm á togurunum. Ef forráðamenn F.I.B. halda, að vandi togaraútgerðarinnar verði leystur með þvi að taka upp á ný aukinn þrældóm á togurun- um, þá ganga þeir i villu og ættu að reyna að átta sig betur, áður en lengra er haldið. Samninganefndin.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.