Tíminn - 29.05.1975, Side 9

Tíminn - 29.05.1975, Side 9
Fimmtudagur 29. mai 1975 TÍMINN 9 Útgcfandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Heigi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Glslason. Rit- stjórnarskrifstofur 1 Edduhúsinu viö Lindargötu, slmar Í8300 — 18306. Skrifstofur i Aöalstræti 7, simi 26500 — af- greiöslusimi 12323 — auglýsingaslmi 19523. Verö I lausa- sölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 600.00 á mánuöi. Blaöaprent h.f. ___________________________________________J Tímabær viðvörun Það var timabær viðvörun, sem Ólafur Jó- hannesson, viðskiptamálaráðherra flutti á nýlokn- um fundi Friverzlunarbandalags Evrópu (Efta) i Genf. Ólafur Jóhannesson lýsti yfir þvi, að svo kynni að fara, að ísland yrði að rifta friverzlunar- samkomulagi sinu við Efnahagsbandalag Evrópu, og endurskoða aðildina að Friverzlunarbandalag- inu (Efta), ef ekki verði felldar niður tollahindran- ir þær, sem enn eru i gildi gagnvart innflutningi is- lenzkra fiskafurða i Efnahagsbandalagsrikjunum. Þær hömlur, sem hér er átt við, eru fyrst og fremst tollarnir, sem Efnahagsbandalagið leggur á vissar tegundir islenzkra sjávarafurða sem hefndaraðgerð vegna þess, að íslendingar hafa ekki viljað fallast á kröfur Vestur-Þjóðverja um að leyfa frystitogurum þeirra veiðar innan 50-milna marka. Þessir tollar eru þegar verulegir, en eiga enn eftir að hækka, ef ekki næst samkomulag við Vestur-Þjóðverja og Efnahagsbandalagið heldur áfram að styðja kröfur þeirra. Samkomulagið við Efnahagsbandalagið mun þá verða íslandi óhag- kvæmt, þar sem tollalækkanir á iðnaðarvörum, sem eru fluttar hingað frá Efnahagsbandalaginu, munu þá nema hærri upphæð en þær tollalækkan- ir, sem við njótum i Efnahagsbandalagsrikjunum. Við þessa hefndartolla Efnahagsbandalagsins, hefur það svo bætzt, að löndunarbann hefur verið lagt á islenzk fiskiskip i Vestur-Þýzkalandi. Það er fljótsagt, að íslendingar verða aldrei kúgaðir til þess að leyfa vestur-þýzkum frysti- togurum eða öðrum erlendum frystitogurum veið- ar innan 50 milna markanna. Deilan við Efnahags- bandalagið mun þvi aldrei leysast á þann veg. Frekar kjósa íslendingar að rifta tengslum sinum við bandalagið, enda er það sjálfgert, þegar aðild- in að þvi verður orðin óhagkvæm fyrir okkur. 1 raun og veru er þetta mál, sem snertir ekki að- eins Efnahagsbandalagið, heldur Atlantshafs- bandalagið einnig, þar sem öll Efnahagsbanda- lagsrikin eru i þvi, nema írland. Það getur aldrei orðið farsælt fyrir Atlantshafsbandalagið, þegar stóru rikin i þvi reyna að beita minnsta þátttöku- riki þess hefndartollum og löndunarbanni vegna þess eins, að það heldur á rétti sinum i landhelgis- málinu. Þetta hlýtur að hafa áhrif á almennings- álitið á íslandi til vestræns samstarfs yfirleitt. Það veitir íslendingum lika ekki litinn styrk i deilunni við Vestur-Þjóðverja, að nýlokinn fundur haf- réttarráðstefnunnar sýndi, að Vestur-Þjóðverjar eru hér að basla við að halda i ranga og úrelta yfir- gangsstefnu. Deilan í Portúgal Það sést gleggst um þessar mundir i Portúgal, hversu örðugt er fyrir kommúnista og lýðræðis- sinnaða sósialista að vinna saman. Kommúnistar beita jafnan ofriki og yfirgangi i samstarfi, eins og þeir gerðu á dögunum i Portúgal, þegar þeir stöðv- uðu útgáfu á málgagni sósialista. Hin snöggu við- brögð sósialista voru þvi eðlileg, og vonandi bera þau tilætlaðan árangur, svo að eðlileg þróun til jafnaðarþjóðfélags geti haldizt áfram i Portúgal. Athygli vekur, að eitt islenzkra blaða hefur Þjóðviljinn ekki fordæmt bannið á útgáfu blaðs sósialista. Alþýðubandalagið telur sig bæði flokk kommúnista og lýðræðisjafnaðarmanna.Framan greint dæmi sýnir ljóst, hvar Þjóðviljinn stendur, þegar dregur til átaka milli þessara aðila. Amos Kennan, ísraelskur blaðamaður: ísrael verður að velja sóttaleiðina Arabar hafa sýnt augljósan sóttahug Abba Eban, lyrrverandi utanrikisráöherra Israeis, hefur íyrir nokkru hvatt landa sina til meiri tilsiökunar viö Araba en áöur, en hann var áöur talinn I hópi hinna ósáttfúsu. Eban er m.a. þekktur vegna þess, aö hann er talinn I hópi beztu ræðumanna á vettvangi S.Þ. bæöi fyrr og slöar. Höfundur þessarar grein- ar er þekktur blaöamaöur I Israel, en jafnframt blaða- mennskunni hefur hann skrifað ieikrit og smásögur. Hann er einn þeirra ísraels- manna, sem hvetja til sátta I deilunni Við Araba, en þeim viröist nú fara óðum fjölgandi. Eftirfarandi grein hans hefur birzt i bandarlskum blöðum. ÞRALAT og erfið styrjöld hefir staðið i áttatiu ár milli Arabarfkjanna og hreyfingar- innar, sem keppir að heimför til Zion, en sú hreyfing er nú holdi klædd f tsraelsriki. Þess- ari þrálátu styrjöld ætti senn að ljúka. Hörmung væri og raunar hreinn glæpur ef koma þyrfti enn til vopnaviðskipta milli deiluaðila til þess að sannfæra þá um nauðsyn frið- samlegrar lausnar. ísraelsmenn hafa ávallt haldið þvi fram, að fulltrúar Arabarikjanna séu óíáanlegir til að ræða við þá um landa- mæri, heldur einungis tilveru- rétt tsraelsrikis. Nú horfir samt sem áður þann veg við, að fulltrúar Arabarikjanna virðast fáanlegir til þess að viðurkenna sjálfstætt Israels- riki i löndunum fyrir botni Miðjarðarhafsins, en tsraels- menn sýnast ekki vilja taka i þessa framréttu hönd. Heita má, að allir leiðtogar Arabarikjanna séu reiðubúnir að viðurkenna lögmæti Gyðingarikis, svo fremi að tsraelsmenn slái af landakröf- um slnum. Stjórn tsraelsrikis stendur hins vegar á þvi fastar en fótunum, að hún taki ekki i mál að skila aftur landi, sem hún hefir hertekið. NÆSTA styrjöld mun blossa upp á vesturbakka Jórdanár og á Gazasvæðinu ef til hennar kemur. Af þeim sökum mis- tókust tilraunir dr. Kissingers til þess að koma á sáttum milli Israelsmanna og Araba. Af þessum sökum gæti Genfar- ráðstefnan verið fyrirfram dæmd til að mistakast. Og enn er þetta undirrót þeirrar árás- ar, sem stjórn tsraels hefir hafið á rikisstjórn Fords Bandarikjaforseta I blöðum, útvarpi og sjónvarpi i Banda- rikjunum. Alþjóðlegt samkomulag um landamæri tsraels liggur i loftinu. Sovétmenn, Banda- rikjamenn, Vestur-Evrópu- menn og leiðtogar Arabarikj- anna, sem eiga I deilum við Israel, eru allir fáanlegir til að viðurkenna lögmæti Israels- rikis og tryggja öryggi landa- mæra þess, svo fremi að Israelsmenn hverfi frá þeim landsvæðum, sem þeir unnu I júni árið 1967. Leiðtogar Frelsishreyfingar Palestinu-Araba hafa jafnvel látið I það skína, að þeir gætu hugsað sér að viðurkenna tsrael að þvi tilskyldu, að tsraelsmenn létu af hendi hin herteknu svæði og viður- kenndu rétt Palestinumanna. Höfuðvandinn er sá, að engin israelsk rikisstjórn sýnist geta orðið við þeim kröfum, sem uppfylla þarf. EKKI skiptir meginmáli i þessu sambandi, hvað Yitzhak Rabin forsætisráðherra kann aö vilja innra með sér. Sú staðreynd er eftir sem áður óhögguð, að hvorki hann né neinn þeirra manna, sem orð- ið gætu forsætisráðherrar i lsrael, geta sannfært allan al- menning um nauðsyn þess að hverfa frá hinum herteknu svæðum. Ef einhver rfkisstjórn i tsrael reyndi að sannfæra al- menning i landinu um þetta brygðist hann reiður við, steypti henni umsvifalaust af stóli og sakaði hana um föður- landssvik. Ofgamenn i Israel stjórna almenningsálitinu og rikisstjórnin hefir ekki bol- magn gegn þeim. Og vegna þess, hve vanmáttug rikis- stjórnin er, hefir hún ekki reynt neitt til þess að búa al- menning undir að sætta sig við brotthvarf frá hinum herteknu landsvæðum eða eftirgjöf i nokkurri mynd. Kissinger mistókst vegna afstöðu Israelsmanna. tsraelsmenn krefjast þess, að Arabar sætti sig við fyrirheit þeirra um ofurlitla eftirgjöf. En leiðtogar Araba eru eldri en tvævetrir og vilja auðvitað vita vissu sina um, hvað á eftir fari. Það vilja tsraelsmenn ekki látauppi. Margir tsraels- menn eru þeirrarskoðunar, að þeir gætu undirbúið frestun samninga eða jafnvel nýja styrjöld ef þeim tækist að neyða Kissinger til þess að segja af sér og einangra Ford forseta. FLESTIR tsraelsmenn koma ekki auga á nema eina eölilega afleiðingu þess, að láta vesturbakka Jordanár af hendi. Og sú afleiðing er stofn- un Palestinurikis. tsraels- menn eru yfirleitt ekki fáan- legir til þess að viðurkenna rétt Palestinumanna og eru auövitað andsnúnir þvi að viðurkenna Palestinuriki, sem liggi að tsraelsriki. Israelsmenn hafa allt til þessa getað borið það fyrir sig, að hugsjónir Palestinumanna og baráttuaðferðir kæmu blátt áfram i veg fyrir alla samn- ingamöguleika. En nú hefir orðið veruleg breyting á I þessu efni. Leiðtogar Frelsis- hreyfingar Palestinu-Araba virðast jafnvel fáanlegir til að viðurkenna tsraelsriki ef viss- um skilyrðum er fullnægt. Margir tsraelsmenn halda að vfsu'fram, að þessi nýja af- staða, að ljá máls á viður- kenningu Israelsrikis, sé ekki annað en hentistefna og þvi ekki treystandi til frambúðar. Skoðanir Israelskra stjórn- málamanna og almennings i Israel eiga næsta litið skylt við drottnandi skoðanir i um- heiminum. Þessi skoðana- munur veldur þvi, að tsraels- menn verða einangraðir. Einangrunin veldur svo ör- væntingu og örvæntingin getur leitt til styrjaldar. OKTÓBERSTYRJöLDIN árið 1973 kann að hafa fært sumum tsraelsmönnum heim sanninn um nauðsyn þess að láta að einhverju leyti undan kröfum Egypta og Sýr- lendinga. Fáir Israelsmenn eru þó fáanlegir til aö hliðra til fyrir Palestinumönnum enn sem komið er. Vissir aðilar i Israel eru þeirrar skoðunar, að tsraels- menn ættu að hefja nýja styrjöld áður en langt um lið- ur. Þeir telja likur á, að tsraelsmenn bæru hærri hlut i þeirri viðureign og ynnu aukið land af Aröbum. Samkvæmt rökleiðslu þessara aðila gætu tsraelsmenn þá skilað aftur þessu nýtekna landi og haldið óáreittir i vesturbakka Jordanár og Gazasvæðið, sem þeir telja sér dýrmætt. En ný styrjöld i löndunum fyrir botni Miðjarðarhafsins hlyti að valda öllum aðilum hörmungum, bæði sögulega séð og i stjórnmálum. Hemaðarsigur Israelsmanna yrði þeim jafnvel ósigur þegar öllu væri á botninn hvolft. Aukin beizkja og hörmungar vegna nýrrar styrjaldar og blóðsúthellinga hlytu óhjá- kvæmilega að gera friðsam- lega samninga enn torveldari en áður. Það er þvi skylda bandarisks almennings yfir- leitt og bandariskra Gyðinga sér Ilagi, að koma i veg fyrir, að tsraelsmenn hefji enn á ný þann háskaleik. Þ.Þ.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.