Tíminn - 29.05.1975, Blaðsíða 10

Tíminn - 29.05.1975, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Fimmtudagur 29. mai 1975 Spegiltré 50x200 cm. 1 Norræna húsinu sýnir ungur gæfumaður dálitiö af gleri, sem hann hefur brotið og fellt sioani blý. Hann heitir Leifur Breið- fjörð. Leifur Breiðfjörð stendur á þritugu, samt er hann kominn i fremstu röð. Samkeppni hefur hann auðvitað enga hér á landi, nema við sjálfan sig, en það er Hklega háskalegasti konkúrant sem menn geta fengið, — situr á eilifum svikráðum. En hvað er glermynd svo? Um það segir í sýningarskrá á þessa leið: m.a.: „Glermyndir eru settar sam- an úr mörgum misstórum glerj- um greyptum I blýfalsa. Þær eru háðar birtu sem fellur I gegnum þær, en endurvarpa ekki birtu þeirri sem fellur á þær eins og t.d. málverk gerir. Þessi aðferð krefst mikillar kunnáttu og reynslu, þvi þegar glermynd fyrir t.d. kirkju er komin á sinn stað, er fyrst hægt að gera- sér grein fyrir þvi hvernig til hefur tekizt. Þar kemur til utanaðkomandi birta, hlutir, húsveggir, sem kunna að bera við himinn úti fyrir o.fl." Dómkirkjulist Evrópu- þjóða íslendingar sluppu við breytingaaldurinn i bygginga- list, sem fór yfir Evrópu, þegar fólkið leit upp úr amstri sinu og plægingum og fór að byggja kirkjur, sem voru svo stórar, að Þjóðníðingur með góð 1 Þjóðleikhúsið Þjóðniðingur Eftir Henrik Ibsen Leikgerð Arthurs Miller Þýðing Árna Guðnason- ar Leikstjóri Baldvin Hall- dórsson Baldvin Halldórsson, leikstjóri. Hann á 30 ára leikafmæli um þessar mundir, eins og fram kemur i greininni. Þegar Henrik Ibsen samdi Þjóðníðing sinn suður í Róm árið 1882 var naumast búið að ,,finna upp" bakteríuna, hún var aðeinstil undir sjónglerj- um fáeinna vísinda- manna, eins og sést á því, að höfundur nútíma bektaríuf ræði Louis Pasteur var uppi á árun- um 1822 — 1895. Bakteríu- bálkur hans hlýtur að vera grundvöllur Þjóð- níðingsins. Almenningur vissi ekkert, og þegar Laugarnesspítalinn var byggður um aldamót, töldu íslenzkir sjómenn sig hafa „séð" tauga- veikibakteríur vestur á Sviði. Eitthvað svipað hlýtur ástand uppfræðslunnar að hafa verið á megin- landi Evrópu um það leyti er Þjóðníðingurinn kom á svið. Þjóöniðingurinn er áhrifa- mikið sviðsverk ogmeð afbrigð- um nútimalegt. Leikstjórar um allan heim tóku það á sinum tima þegar tilsýningar og siðan hefur Þjóðniðingurinn gengið um heiminn og hefur liklega fremur aukið áhrifamátt sinn en minnkað hann. Gamli Ibsen var ekki viss um það hvort þetta væri gamanleikur eða ekki, og við erum jafn nær um það enn, árið 1975. Leikgerð Arthurs Miller Þjóðleikhúsið kýs að sýna Þjóðniðinginn i gerð Arthurs Millers, sem taldi leikinn hafa fallið i eins kohar viðhafnar- gleymsku. Þetta er i takt við timann, þverrandi virðingar gætir fyrir texta og helzt verður að gjöra miklar breytingar á öllum text- um, ef flytja á „gömul" verk i leikhúsi, eða i sjónvarpi og er skemmst að minnast Lénharðs fógeta, þar sem maður gekk undir mann, til þess aö finna eitthvað, sem bitastætt gæti tal- izt i texta hins raunverulega höfundar. Þó varð metaðsókn i gömlu Iðnó, þegar verkið var flutt i sinni upphaflegu gerð árið 1913. Þetta skeður i rikisfjölmiðlum á Islandi á sama tima og þjóðin borgar marga norrænufræð- inga, sem beita kvarslömpum og öllum brögðum, mögulegum til þess að komastyfir uppruna- legar útgáfur af fornritum okk- ar. Þar þykja uppskriftir sýnu verri en frumgerð handrita. Þetta finnst mér lika. Svona „betrumbætingar eru móðgun viö höfunda bókmennta. Nóg um það, sýning Þjóðleikhússins er einhver sú áhrifamesta, sem sézt hefur um árabil, áhorfend- ur sátu allan timann og héldu sér eins og i þotu, sem býr sig til lendingar i vondu, — áttu von á hinu versta, þrátt fyrir glæsileik og hið rómaða öryggi stjórnend- anna. Leikrit um mengun Það er erfitt að greina þessa sýningu i vont og gott, en ef gripið er til knattspyrnukapp- leiks til likingar, þá var fyrri hálfleikurinn þó betri. Tveir menn héldu upp á 30 ára leikafmæli á sýningunni, þeir Baldvin Halldórsson, leikari og leikstjóri og Gunnar Eyjólfsson, leikari, en þeir komu fyrst fram i Iönófyrir 30 árum. Svona fljótt hleypur hið soltna lif vort i leit sinni að æti. Menn eru yfirleitt sammála um að Íeikurinn fjalli um mengun, lika um það, að einn verður fyrst að vita sannleik- ann, svo koma hinir og um stund eru margir vantrúaðir, jafnvel fjandsamlegir, þvi að þeir vilja ekki láta hrófla við neinu. Við sjáum hliðstæðuna, eða eigum við kannski heldur að segja and- stæðuna i fyrirhugaðri málm- blendiverksmiðju i Hvalfirði. Ritstjórar nútimans breyta af- stöðu sinni, ekki siður en Hof- stað ritstjóri Boðberans, og menn verða að keyra lygina áfram dag og nótt, eins og verið séað passa rafstöð, eða hvitvoð- ung. Baldvin og Gunnar unnu sigur Það er engum blöðum um að fletta, að Gunnar Eyjólfsson vinnur þarna leiksigur, sem lik- lega var nokkur þörf fyrir. Frá- bær meðferð hans á texta nýtur sin til fulls. Sagt er að Stokk- mann læknir hafi i gerð Ibsens verið óráðnari persóna, en hann verður hjá Miller. Hvað um það, sifelld spenna rikti um það, Sviðsmynd frá heimili læknishjónanna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.