Tíminn - 29.05.1975, Page 10

Tíminn - 29.05.1975, Page 10
10 TÍMINN Fimmtudagur 29. mai 1975 Fimmtudagur 29. mai 1975 TÍMINN 11 « !í f(S* . % \V,; f [ jlS-ífe'si ISf ▼ DómkirkjuSist í Norræna húsinu «?iK m m i <7V ~N» . /f /ivl ur?) wð% » %»*• m f.li M i /ÉiJ i.w; ym wmSLi m* R i* S Æ!?. • %\A « 4^1 * P í, Í3WI fWfti;; £lrj£H ife MÍÍftl « f» Td %. r. m w' ; « il í 2 \fk m Spegiltré 50x200 cm. 1 Norræna húsinu sýnir ungur gæfumaður dálitið af gleri, scm hann hefur brotið og fellt siðani blý. Hann heitir Leifur Breið- fjörð. Leifur Breiðfjörð stendur á þritugu, samt er hann kominn i fremstu röð. Samkeppni hefur hann auðvitað enga hér á iandi, nema við sjálfan sig, en það er likiega háskaiegasti konkúrant sem menn geta fengið, — situr á eilifum svikráðum. En hvað er glermynd svo? Um það segir i sýningarskrá á þessa leið: m.a.: „Glermyndir eru settar sam- an úr mörgum misstórum glerj- um greyptum I blýfalsa. Þær eru háðar birtu sem fellur i gegnum þær, en endurvarpa ekki birtu þeirri sem fellur á þær eins og t.d. málverk gerir. Þessi aðferð krefst mikillar kunnáttu og reynslu, þvi þegar glermynd fyrir t.d. kirkju er komin á sinn stað, er fyrst hægt að gera- sér grein fyrir þvi hvernig til hefur tekizt. Þar kemur til utanaðkomandi birta, hiutir, húsveggir, sem kunna að bera við himinn úti fyrir o.fl.” Dómkirkjulist Evrópu- þjóða tslendingar sluppu við breytingaaldurinn i bygginga- list, sem fór yfir Evrópu, þegar fólkið leit upp úr amstri sinu og plægingum og fór að byggja kirkjur, sem voru svo stórar, að um þær þyrfti stærðarinnar vegna, sérstakar fasteignabæk- ur uppi á tslandi. Enginn nema guð veit hvers vegna svona kirkjur urðu til og hvers vegna þær urðu ekki til á Islandi lika. Það eimir af þessu i Görðum á Grænlandi og i Kirkjubæ i Fær- eyjum, en á íslandi litu menn ekki upp. Þeir vildu hafa sinar kirkjur úr timbri svo þær gætu brunnið i brjáluðu veðri ein- hverja nóttina biskupum til hrellingar, og svo kæmi ný aftur með skipum utan úr Noregi. Það er i þessar kirkjur — sem aldrei komu hér — sem ættirnar eru raktar hjá glermyndunum. Að visu gætum við svo sem talið að glerbrot, sem upp hafa komið úr haugum hérna, hafi verið I einhverjum ljórum i Skálholti eða norður á Hólum, en það eru samt hverfandi litlar likur á þvi. Glermyndir berast þvi til ts- lands með gúmmiskóm, kæli- skápum og ryksugum, — með ýmsum öðrum varningi, sem við höfum lært að nota almennt á siðari timum. Vel undirbúin sýning Þótt svona skammt sé siðan glermyndir komu til skjalanna á íslandi er samt við nokkra hefð að styðjast. Gerður Helga- dóttir, — sem nú er fallin frá i blóma lifsins — hafði mikil og góð tök á gleri og var eftirsótt af bönkum og kirkjum um allan heim, til þess að gera þar gler- málverk. Fleiri mætti lika telja, sem ekki náðu samt eins mikilli alþjóðafrægð fyrir gler sérstak- lega og hún. Það sem einkumvekur athygli er hversu Leifur Breiðfjörð stendur vel aðhlutunum. Sýning hans er vel undirbúin og henni er afar smekklega fyrir komið. Listmálari þarf naumast annað en vir og nagla til þess að hengja upp myndir, en með glermálverk gegnir allt öðru máli. Leifur sýnir niðuri djúp- um kjallara myndir sem eiga að tala við himininn og sólina sjálfa, eða myndir sem aðeins eru sú birta er fellur gegnum glerið inn i húsið, þar sem sjáandinn er. Að utan eru gler- myndir, eins og vont gler. Fegurðin kemur að utan og nú með ljósinu. Þá hefur Leifur komið fyrir tveim sjónvörpum, sem bregða upp litskyggnum af frægum rúðum erlendum, sem og sum- um hans eigin. Er það mjög fróðlegt, þvi að fæstir hafa tök á að sjá allt það gler, sem saman er komið i höfuðborgum heims- ins. Þá sýnir hann undirbúnings- vinnu að glerverkum. Hvernig þær þróast úr smáum teikning- um á teikniborði og siðan hvernig þær eru stækkaðar upp og loks settar i gler., Glermálverkin sjálf Þarna sjáum við gluggana málaða á pappir i fullri stærð og þá sjáum við að Leifur Breið- fjörð er drjúgur málari, sem ekki hefur hörfað eins og læknanemi yfir i tannlækningar, heldur heíur snjall málari leitað fanga i gleri. Þessi undir- búningsvinna er nauðsynleg á tslandi, þar sem margir vita hreinlega ekki hvernig þetta er gert. Nú,þá er að víkja að sjálfu glerinu. Glermyndir eru alls 42, en drög að öðrum gera þær 60. Þær eru ótrúlega fagrar og vel gerðar. Með sýruætingu koma fram grafisk smáform og „núansar”, eins og i málverk- um og grafik, og svo tengist þetta hvað öðru i blýfölsum. Okkur er ljóst að Leifur er lista- smiður, handbragð fagmanns- ins er ósvikið. Það eina sem að mætti finna, er ef til vill form- skynið. Litlar myndir — verða betri en stórar, eitt gler meira virði en mörg önnur. Hitt er svo annað mál, að það mun þroskast i fyllingu timans. Við greinum þegar myndir, sem gætu stækkað og stækkað, ef einhver finndist glugginn. Það á við „SPEGILTRÉ” og „ÚR IÐRUM JARÐAR”. Annars eru aðfinnslur á svona sýningu foknar út i hafsauga, eða sokkn- ar á tirætt áður en varir og mað- ur þakkar fyrir sig, að hafa fengið að sjá dómkirkjulist i landinu, þar sem láðist að reisa dómkirkjur, eða þær súper- kirkjur, er á miðöldum þutu upp um alla Evrópu. Jónas Guðmundsson. Leifur Breiðfjörð við' eina mynda sinna. Þjóðníðingur með góð tíðindi Þjóöleikhúsið Þjóöníöingur Eftir Henrik Ibsen Leikgerð Arthurs Miller Þýðing Árna Guönason- ar Leikstjóri Baldvin Hall- dórsson Baidvin Haildórsson, leikstjóri. Hann á 30 ára ieikafmæli um þessar mundir, eins og fram kemur I greininni. Þegar Henrik Ibsen samdi Þjóðníðing sinn suður í Róm árið 1882 var naumast búið að „finna upp" bakteríuna, hún var aðeins til undir sjónglerj- um fáeinna vísinda- manna, eins og sést á því, að höfundur nútíma bektaríuf ræði Louis Pasteur var uppi á árun- um 1822 — 1895. Bakteríu- bálkur hans hlýtur að vera grundvöllur Þjóð- níðingsins. Almenningur vissi ekkert, og þegar Laugarnesspítalinn var byggður um aldamót, töldu íslenzkir sjómenn sig hafa „séð" tauga- veikibakteríur vestur á Sviði. Eitthvað svipað hlýtur ástand uppf ræðslunnar að hafa verið á megin- landi Evrópu um það leyti er Þjóðníðingurinn kom á svið. Þjóðniðingurinn er áhrifa- mikið sviðsverk og með afbrigð- um nútimalegt. Leikstjórar um allan heim tóku það á sinum tima þegar tilsýningar og siðan hefur Þjóðniðingurinn gengið um heiminn og hefur liklega fremur aukið áhrifamátt sinn en minnkað hann. Gamli Ibsen var ekki viss um það hvort þetta væri gamanleikur eða ekki, og við erum jafn nær um það enn, árið 1975. Leikgerð Arthurs Miller Þjóðleikhúsið kýs að sýna Þjóðniðinginn i gerð Arthurs Millers, sem taldi leikinn hafa fallið I eins konar viðhafnar- gleymsku. Þetta er i takt við tímann, þverrandi virðingar gætir fyrir texta og helzt verður að gjöra miklar breytingar á öllum text- um, ef flytja á „gömul” verk i leikhúsi, eða i sjónvarpi og er skemmst að minnast Lénharðs fógeta, þar sem maður gekk undir mann, til þess að finna eitthvað, sem bitastætt gæti tal- izt i texta hins raunverulega höfundar. Þó varð metaðsókn i gömlu Iðnó, þegar verkið var flutt i sinni upphaflegu gerð árið 1913. Þetta skeður i rikisfjölmiðlum á tslandi á sama tima og þjóðin borgar marga norrænufræð- inga, sem beita kvarslömpum og öllum brögðum, mögulegum til þess að komastyfir uppruna- legar útgáfur af fornritum okk- ar. Þar þykja uppskriftir sýnu verri en frumgerð handrita. Þetta finnst mér lika. Svona „betrumbætingar eru móðgun við höfunda bókmennta. Nóg um það, sýning Þjóðleikhússins er einhver sú áhrifamesta, sem sézt hefur um árabil, áhorfend- ur sátu allan timann og héldu sér eins og i þotu, sem býr sig til lendingar i vondu, — áttu von á hinu versta, þrátt fyrir glæsileik og hið rómaða öryggi stjórnend- anna. Leikrit um mengun Það er erfitt að greina þessa sýningu i vont og gott, en ef gripið er til knattspyrnukapp- leiks til likingar, þá var fyrri hálfleikurinn þó betri. Tveir menn héldu upp á 30 ára leikafmæli á sýningunni, þeir Baldvin Halldórsson, leikari og leikstjóri og Gunnar Eyjólfsson, leikari, en þeir komu fyrst fram i Iðnó fyrir 30 árum. Svona fljótt hleypur hið soltna lif vort i leit sinni að æti. Menn eru yfirleitt sammála um að ieikurinn fjalli um mengun, lika um það, að einn verður fyrst að vita sannleik- ann, svo koma hinir og um stund eru margir vantrúaðir, jafnvel fjandsamlegir, þvi að þeir vilja ekki láta hrófla við neinu. Við sjáum hliöstæðuna, eða eigum við kannski heldur að segja and- stæðuna i fyrirhugaðri málm- blendiverksmiðju i Hvalfirði. Ritstjórar nútimans breyta af- stöðu sinni, ekki siður en Hof- stað ritstjóri Boðberans, og menn verða að keyra lygina áfram dag og nótt, eins og verið séað passa rafstöð, eða hvitvoð- ung. Baldvin og Gunnar unnu sigur Það er engum blöðum um að fletta, að Gunnar Eyjólfsson vinnur þarna leiksigur, sem lik- lega var nokkur þörf fyrir. Frá- bær meðferð hans á texta nýtur sin til fulls. Sagt er að Stokk- mann læknir hafi i gerð Ibsens verið óráðnari persóna, en hann verður hjá Miller. Hvað um það, sifelld spenna rikti um það, hvort Stokkmann ætlaði lika að bila, eða hvort hann myndi standast áhlaup vatnsveitunn- ar. Þetta gaf verkinu sjálft lifið og Gunnari tókst að láta lækninn hanga á þessum nauðsyniega bláþræði, sem hlutverkið krefst. Ef hinir „góðu” eru of góðir og hinir „vondu” eru of vondir, þá verður verkið i heild sinni áhrifaminna, eða áhrifalaust. Hjá Gunnari Eyjólfssyni virð- ist mér nú að komi rækilega fram viss leikþroski, sem nú virðist vera að komast á hjá Þjóðleikhúsinu. Menn eru hættir þessum stifa ofleik og hafa tekið góða æfingu og mýkt — cello- tóna” i stað sprengiefna. Ævar og Flosi Ef til vill sést þetta hvað bezt á leikurum eins og Ævari Kvaran og Flosa Ólafssyni, þeir hafa báðir „girast niður” um margar tennur og hafa leikið snilldarlega i allan vetur. Þóra Friðriksdóttir fór á kost- um og gaf sannfærandi mynd af læknisfrúnni. Sama er að segja um meistaralega túlkun Rúriks Haraldssonar á Pétri bæjar- fógeta, sem liklega er vandmeð- farnasta hlutverk leiksins, þeg- ar á allt er litið. Ennfremur ber að nefna þau Val Gislason, sem auðvitað stóð sig vel (eins og alltaf), Jón Júliusson, Steinunni Jóhannsdóttur, Sigurð Skúlason og Hákon Waage. Marteinn Kil er þarna fulltrúi þeirrar sérstöku heimsku, sem fólgin er i þvi þegar brjóstvitið er tekið umfram staðreyndirn- ar, eins og svo oft á voru ágæta landi. Annars átti hann svolitið örðugt uppdráttar i verkinu (Ib- sen? Miller?) og gerði það veik ara en ella, þvi að nú á'timum lokar maður sláturhúsum en ekki vatnsveitum, ef þau valda mengun. Þarna verður viss þversögn, sem áhorfandinn á erfitt með að átta sig á, og þá spyr maður, er það Ibsen, eða Miller að kenna? Leikstjórn Baldvins Halldórs- sonar var mjög góð og verkið var vel æft (3. sýning). Baldvon er að verða einn fremsti leik- stjóri okkar. Ef til vill verður hann ekki sakaður um mikla nýjungagirni, sem nú á timum þykir vænleg til frama, en maigar skemmtilegar hug- myndir gáfu sýningunni lifandi lif. Sér á parti hljóta hópatriðin að vera vandasöm og sú ógn er býr á strætunum og fyrir utan hús kafteinsins og fyrir utan hús Stokkmanns læknis. Leiktjöldin voru ágæt, en ég er ekki sam- mála þeim sem hælt hafa ljós- unum. Skelfingin hefði notið sin betur i nöturlegri búningi. Leikári fer nú bráðum að ljúka. Leikhúsgestir hafa fengið ágætt sumarnesti, sem er Þjóð- niðingurinn og Silfurtúnglið, sem ennþá sem betur fer, er eftir Halldór Laxness. Þegar leikhúsfólkið athugar stöðuna, má það vel við una. Jónas Guðmundsson. Sviösmynd frá heimili læknishjónanna. Thomas Stokkmann baölæknir ræöir viö tengdafööur sinn Martein Kfl, sútara. (Vaiur Gfslason og Gunnar Eyjólfsson). Amerísk HRÍSGRJÓN (Hiviana) RIVER hrísgrjón þekkir húsmóöirin og veit hve hagkvæm þau eru, sérstaklega í grauta. RIVIANA býöur nú einnig: AUNT CAROLINE hrísgrjón, sem eru vítamínrík, drjúg, laus í sér, einnig eftir suöu og sérstaklega falleg á borði. SUCCESS hrisgrjón koma hálfsoöin i poka, tilbúin i pottinn. RIVER brún hýöishrísgrjón holl og góö. Enilched Rice * # i|§i Tofíetain Vitamins Do Not Rmse Before or Draín After Cooking. N ET WT 32 0ZS (2 KAUPFELAGIÐ

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.