Tíminn - 29.05.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 29.05.1975, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 29. mai 1975 TÍMINN 11 na húsinu um þær þyrfti stæröarinnar vegna, sérstakar fasteignabæk- ur uppi á Islandi. Enginn nema guö veit hvers vegna svona kirkjur urðu til og hvers vegna þær urðu ekki til á íslandi lika. Þaö eimir af þessu i Görðum á Grænlandi og i Kirkjubæ i Fær- eyjum, en á tslandi litu menn ekíri upp. Þeir vildu hafa sinar kirkjur úr timbri svo þær gætu brunnið i brjáluðu veðri ein- hverja nóttina biskupum til hrellingar, og svo kæmi ný aftur með skipum utan úr Noregi. Það er i þessar kirkjur — sem aldrei komu hér — sem ættirnar eru raktar hjá glermyndunum. Aö visu gætum við svo sem talið að glerbrot, sem upp hafa komið úr haugum hérna, hafi verið I einhverjum ljórum i Skálholti eða norður á Hólum, en það eru samt hverfandi litlar likur á þvi. Glermyndir berast þvi til Is- lands með gúmmískóm, kæli- skápum og ryksugum, — með ýmsum öðrum varningi, sem við höfum lært að nota almennt á slðari timum. Vel undirbúin sýning Þótt svona skammt sé siðan glermyndir komu til skjalanna á íslandi er samt við nokkra hefð að styðjast. Gerður Helga- dóttir, — sem nú er fallin frá i blóma Hfsins — hafði mikil og gdð tök á gleri og var eftirsótt af bönkum og kirkjum um allan heim, til þess að gera þar gler- málverk. Fleiri mætti Hka telja, sem ekki náðu samt eins mikilli. alþjóðafrægð fyrir gler sérstak- lega og hUn. Það sem einkumvekur athygli er hversu Leifur Breiðfjörð stendur vel að hlutunum. Sýning hans er vel undirbúin og henni er afar smekklega fyrir komið. Listmálari þarf naumast annað en vlr og nagla til þess að hengja upp myndir, en með glermálverk gegnir allt öðru máli. Leifur sýnir niðurí djúp- um kjallara myndir sem eiga að tala við himininn og sólina sjálfa, eða myndir sem aðeins eru sií birta er fellur gegnum glerið inn i húsið, þar sem sjáandinn er. Að utan eru gler- myndir, eins og vont gler. Fegurðin kemur að utan og nU með ljósinu. Þá hefur Leifur komið fyrir tveim sjónvörpum, sem bregða upp litskyggnum af frægum ruðum erlendum, sem og sum- um hans eigin. Er það mjög fróðlegt, þvi að fæstir hafa tök á aö sjá allt það gler, sem saman er komið I höfuðborgum heims- ins. Þá sýnir hann undirbUnings- vinnu að glerverkum. Hvernig þær þróast Ur smáum teikning- um á teikniborði og síðan hvernig þær eru stækkaðar upp og loks settar I gler., Glermálverkin sjálf Þarna sjáum við gluggana málaöa á pappir I fullri stærð og þá sjáum við að Leifur Breið- fjörð er drjúgur málari, sem ekki hefur hörfað eins og læknanemi yfir i tannlækningar, heldur heíur snjall málari leitað fanga i gleri. Þessi undir- bUningsvinna er nauðsynleg á Islandi, þar sem margir vita hreinlega ekki hvernig þetta er gert. NU.þá er að vikja að sjálfu glerinu. Glermyndir eru alls 42, en drög að öðrum gera þær 60. Þær eru ótrúlega fagrar og vel gerðar. Með sýruætingu koma fram graflsk smáform og „nUansar", eins og I málverk- um og grafik, og svo tengist þetta hvað öðru I blýfölsum. Okkur er ljóst að Leifur er lista- smiður, handbragð fagmanns- ins er ósvikið. Það eina sem að mætti finna, er ef til vill form- skynið. Litlar myndir — verða betri en stórar, eitt gler meira virði en mörg önnur. Hitt er svo annað mál, að það mun þroskast I fyllingu timans. Við greinum þegar myndir, sem gætu stækkað og stækkað, ef einhver finndistglugginn. Það á við „SPEGILTRÉ" og „ÚR IÐRUM JARÐAR". Annars eru aðfinnslur á svona sýningu foknar út i hafsauga, eða sokkn- ar á tlrætt áður en varir og mað- ur þakkar fyrir sig, að hafa fengið að sjá dómkirkjulist i landinu, þar sem láðist að reisa dómkirkjur, eða þær sUper- kirkjur, er á miðöldum þutu upp um alla Evrópu. Jónas Guðmundsson. Leifur Breiðfjörð við' eina mynda sinna. tíðindi hvort Stokkmann ætlaði lika að bila, eða hvort hann myndi standast áhlaup vatnsveitunn- ar. Þetta gaf verkinu sjálft llfið og Gunnari tókst að láta lækninn hanga á þessum nauðsynlega bláþræði, sem hlutverkið krefst. Ef hinir „góðu" eru of góðir og hinir „vondu" eru of vondir, þá verður verkið i heild sinni áhrifaminna, eða áhrifalaust. Hjá Gunnari Eyjólfssyni virð- ist mér nú að komi rækilega fram viss leikþroski, sem nú virðist vera að komast á hjá Þjóðleikhúsinu. Menn eru hættir þessum stifa ofleik og hafa tekið góða æfingu og mýkt — cello- tóna" I stað sprengiefna. Ævar og Flosi Ef til vill sést þetta hvað bezt á leikurum eins og Ævari Kvaran og Flosa Ólafssyni, þeir hafa báðir „girast niður" um margar tennur og hafa leikið snilldarlega i allan vetur. Þóra Friðriksdóttir fór á kost- um og gaf sannfærandi mynd af læknisfrUnni. Sama er að segja um meistaralega túlkun RUriks Haraldssonar á Pétri bæjar- fógeta, sem liklega er vandmeð- farnasta hlutverk leiksins, þeg- ar á allt er litið. Ennfremur ber að nefna þau Val Gislason, sem auðvitað stóð sig vel (eins og alltaf), Jón Júliusson, Steinunni Jóhannsdóttur, Sigurð SkUlason og Hákon Waage. Marteinn Kil er þarna fulltrUi þeirrar sérstöku heimsku, sem fólgin er i því þegar brjóstvitið er tekið umfram staðreyndirn- ar, eins og svo oft á voru ágæta landi. Annars átti hann svolltið örðugt uppdráttar i verkinu (Ib- sen? Miller?) og gerði það veik ara en ella, þvi að nU á'timum lokar maður sláturhúsum en ekki vatnsveitum, ef þau valda mengun. Þarna verður viss þversögn, sem áhorfandinn á erfitt með að átta sig á, og þá spyr maður, er það Ibsen, eða Miller að kenna? Leikstjórn Baldvins Halldórs- sonar var mjög góð og verkið var vel æft (3. sýning). Baldvon er að verða einn fremsti leik- stjóri okkar. Ef til vill verður hann ekki sakaður um mikla nýjungagirni, sem nú á tímum þykir vænleg til frama, en margar skemmtilegar hug- myndir gáfu sýningunni lifandi lif. Sér á parti hljóta hópatriðin að vera vandasöm og sU ógn er býr á strætunum og fyrir utan hús kafteinsins og fyrir utan hUs Stokkmanns læknis. Leiktjöldin voru ágæt, en ég er ekki sam- mála þeim sem hælt hafa ljós- unum. Skelfingin hefði notiö sín betur i nöturlegri bUningi. Leikári fer nU bráðum að ljUka. LeikhUsgestir hafa fengið ágætt sumarnesti, sem er Þjóð- niðingurinn og SilfurtUnglið, sem ennþá sem betur fer, er eftir Halldór Laxness. Þegar leikhUsfólkið athugar stöðuna, má það vel við una. Jónas Guðmundsson. Thomas Stokkmann baðlæknir ræöir viö tengdaföður sinn Martein Kfl, sútura. (Valur Glslason og Gunnar Eyjólfsson). Amerísk HRÍSORJÓN RIVER hrísgrjón þekkir húsmóöirin og veit hve hagkvæm þau eru, sérstaklega í grauta. RIVIANA býöur nú einnig: AUNT CAROLINE hrísgrjón, sem eru vítamínrík, drjúg, laus í sér, einnig eftir suöu pg sérstaklega falleg á boröi. SUCCESS hrisgrjón koma hálfsoöin i poka, tilbúin í pottinn. RIVER brún hýoishrísgrjón holl og góö. X RLver EnrtchedRlce ToRetainVitamins DoNotRinseBefore o_r Draín After Cooking. 32 0ZS (2LBS) 907

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.