Tíminn - 29.05.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 29.05.1975, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 29. mai 1975 TÍMINN 13 iUmsión: Sigmundur ó. Steinarssom Draumur Leeds rættist ekki í París BAYERN MÖNCHEN VARÐI Franz „keisari" Beckenbauer og félagar hans lögðu Leeds að velli (2:0) í París í gærkvöldi ★ Leeds-liðið átti að gera út um leikinn í fyrri hálfleik. í síðari hálfleik var dæmt af þeim mark BAYERN MUNCHEN-liöiö endurhcimti Evrópumeistaratitilinn i gærkvöldi. Bayern AAíínchen varði Evrópumeistaratitilinn í gærkvöldi, þegar Bayern- liðið vann sigur yf ir Leeds- liðinu (2:0) á Parc des Princes í París. Leikurinn var geysilega fjörugur og sóttu Leeds-leikmennirnir mikið í fyrri hálfleik, en þeir voru óheppnir og þar aðauki áttu þeir léleg skot. Bayern Munchen tók leik- inn síðan smátt og smátt í sínar hendur og leikmenn liðsins ógnuðu oft með skyndisóknum. Þeir gerðu síðan út um leikinn í síðari hálfleik, með því að skora tvö mörk á aðeins 11 mín. BAYERN Munchen-liðið varð fyrir áfalli strax á 4. min. — þá var sænski landsliðsmaðurinn Björn Andersson borinn á börum af leikvelli. Hann var með skurð á höfði, sem hann fékk i návigi við Frank Gray. Bayern-liðið varð siðan fyrir öðru áfalli 5 min. fyrir leikslok, en þá þurfti Uli Honess að yfirgefa völlinn — með meiðsli á hné. Þeir Sepp Weiss og Klaus Wunder komu inn á i staðinn fyrir þá Andersson og Hoeness. Leeds-liðið fékk mjög góð marktækifæri i fyrri hálfleik. Norman Hunter skaut yfir og sið- an skaut Péter Lorimer tvisvar sinnum yfir mark Bayern. Þá komst Allan Clarke inn i vitateig Bayern-liðsins og allt útlit var fyrir, að honum tækist að finna leiðina að marki V-Þjóðverjanna — en áður en honum tókst það, felldi Franz „Keis ari” Becken- bauer hann. Leikmenn Leeds- liðsins vildu vitaspyrnu, en franski dómarinn Michel Kitab- djian var á annarri skoðun. Tv eir leikmenn voru bókaðir i fyrri hálfleik — þeir Georg Schwarzen- back hjá Bayern og Paul Reaney hjá Leeds. Bayern Munchen tekur forust- una i leiknum, þegar Franz Roth skoraði glæsilegt mark með skalla á 71. min. Peter Lorimer jafnaði (1:1) fyrir Leeds þegar 12 min. voru til leiksloka, en dómar- inn dæmdi markið af. Urðu á- hangendur Leeds, sem stóðu fyrir aftan mark Bayern, æfir af reiði og byrjuðu að grýta málmsessum inn á leikvöllinn i mótmælaskyni. Það munaði ekki miklu að Sepp Maier, markvörður fengi sessur i höfuðið. Aftur á móti fékk einn lögreglumaður sessu i höfuðið og þurfti að bera hann burtu. Dóm- arinn stöðvaði leikinn á meðan á mestu ólátunum stóð og þurftu lögreglumenn að róa æsta áhang- endur Leeds. GERD MULLER ..... gerði vonir Leeds að engu. A-ÞJÓÐVERJAR, sem mæta ts- lendingum á Laugardalsvellinum 5. júni i Evrópukeppni landsliða, töpuðu fyrir Pólverjum (1:2) i gærkvöldi i Halien í A-Þýzka- landi. 20,500 áhorfendur sáu leik- inn, sem virtist ætla að enda með jafntefii (0:0). Þegar aðeins 20 min. voru til ieiksloka kom fyrsta markið — Pólverjarnir Joachim Marx og HM-stjarnan Grzegorz Lato brutust þá stórglæsilega i gegnum varnarvegg A-Þjóðverja og sókninni iauk með þvi að Lato ULI HOENESS ....... meiddist. sendi knöttinn i netið. Aðeins 7 min. siðar jafna A-Þjóðverjar — Eberhard Vogei, sem lék sinn 68. landsleik fyrir A-Þjóðverja, skor- aði þá meö skalla, aigjörlega óverjandi fyrir hinn snjalla markvörð Pólverja, Jan Tomas- zewski. Marx skoraði síðan sigurmark Pólverja þremur min. eftir að venjulegum leiktima (90 min.) var lokið og innsiglaði hann þar með sigur Pólverja. A-Þjóðverjar mæta íslendingum næst á Aðeins fjórum min. eftir þetta umdeilda atvik, innsiglaði Gerd „Bomber” Miiller svo sigur Bay- ern Miinchen, með þvi að þruma knettinum i netið — fram hjá David Stewart, markverði Leeds. Muller lék mjög framarlega og var það oft til þess, að vörn Leeds hreinlega gleymdi honum. Þetta mark Miiller, og svo hið umdeilda mark sem dæmt var af Leeds, varð til þess að brjóta niður Leeds-liðið. Eftir þetta náðu leikmenn liðsins aldrei að ógna hinni sterku vörn Bayern, sem Beckenbauer stjórnaði á frábær- an hátt — en hann var heppinn i fyrri hálfleik, þegar ekki var dæmd á hann vitaspyrna, fyrir að fella Clarke. Leeds-liðið var ger- samlega niðurbrotið siðustu min. enda var heppnin ekki með þeim. Þeir hefðu átt að gera út um leik- inn i fyrri hálfleik, ef Peter Lori- mer, Joe Jordan og Alan Clark hefðu farið betur með marktæki- færin sin. En i fyrri hálfleik leit Laugardalsvellinum og var þetta siðasti leikur þeirra fyrir átökin hér. Það er synd að tslendingar hafa ekki sent landsliðsþjálfarann Tony Knapp til að „njósna” um A-Þjóðverjana — væntanlega mótherja okkar-Það er ekki að efa, að Knapp hefði getað stjórn- að islenzka liðinu betur, ef hann hefði fengið tækifæri til að sjá A- Þjóðverja leika i Halle i gær- kvöldi. alltútfyrir að draumur Leeds um Evrópumeistaratitilinn mundi rætast, þvi að svo miklir voru yfirburðir þeirra. En þeim tókst ekki að notfæra sér þá og þar með lauk árangurslausri tilraun leik- manna Leeds um að verða „að- eins” þriðja bezta liðið til að vinna þessa mestu keppni Evrópu. BILLY BREMNER ........... fyrirliði Leeds, var niöurbrotinn inaður eftir leikinn. A-ÞJOÐVERJAR FENGU SKELL — þeir töpuðu fyrir PólvtBrjum á heimavelli í gærkvöldi ★ íslendingar eru næstu mótherjar A-Þjóðverja

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.