Tíminn - 29.05.1975, Blaðsíða 14

Tíminn - 29.05.1975, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Fimmtudagur 29. mai 1975 Höfundur: David Morrelí Blóðugur hildarleikur 31 Síðan hafði Ramboef nt loforð sitt og tekið á sig stóran krók niður með vatnsf allinu — burt f rá bruggstöð gamla mannsins. Brátt stefndi hann í vesturátt og ætlaði sér enn að taka lokastef nu í suður — til Mexíkó. Hann gerði sér þess fulla grein, að ferðin þangað yrði allt annað en auðveld. Hann ætlaði ekki að gefa á sér höggstað eða koma upp um sig með því að stela bíl. Þess vegna yrði hann að ferðast fótgangandi mánuðum saman f jalla- baksleið og lifa á landsins gæðum. Samt sem áður kom honum ekki í hug neinn staður annar, sem nær var, þar sem hann yrði óhultur. Þó langt væri til landamæranna hafði hann að minnsta kosti í bili ákveðið-ta'ðatak- mark og ákveðna átt. Vegna myrkursin&hafði nann orð- iðað fara hægt yf ir. Þegar hann hafði faKjð fáeinar míl- ur klif ráði hann upp í tré og sof naði þar. SoHn vakti hann og hann borðaði meira af gulrótum og kjúklingnum, sem hann hafði geymt sér sem nesti. Nú var sólin komin hátt á loft og geislaði hita sínum. Hann hafði nú lagt n^argar mílur að baki og fór hratt milli trjánna í átt að ÍSngu, breiðu skarði. Skothvellirnir voru nú hærri og röddinTúr hátalaranum skýrari. Hann vissi, að innan skamms myndi þyrlan kanna þetta skarð ásamt hinum. Hanr kom út úr skóginum og hljóp yf ir opið svæði, vaxið grasi og burknum. örskammt frá sér heyrði hann skrúfudyn- inn, svo að segja við hlið sér. Hann leitaði sér skjóls í hræðsluflýti. Þarna var aðeins eitteinasta furutré. Bol- ur þess virtist sundurtættur af eldingu. Það lá þarna eitt og yfirgefið. Þangað hljóp hann og kastaði sér undir þéttvaxnar greinar þess. Hann starði milli f urunálanna og sá þyrluna koma í Ijós í skarðinu. Hún stækkaði óðum. Lendingarhjólin snertu næstum efstu greinarnar í skóg- inum. AAannsrödd dundi úr hátalara þyrlunnar: — Þetta er lögreglan, sem talar. Þú ert í vonlausri aðstöðu. Gefstu upp. Tilkynning til allra, sem eru í skóginum. Verið get- ur að hættulegur f lóttamaður sé í nánd við ykkur. Gerið svo vel að sýna ykkur. Veifið til okkar ef þið hafið séð ungan mann á ferð, einan síns liðs. Röddin þagnaði en heyrðist svo aftur, hálf klaufaleg, rétt eins og maðurinn læsi uppaf miða: — Þettaer lögreglan. Þúertí vonlausri aðstöðu. Gefstu upp. Tilkynning til allra, sem eru ískóg- inum. Verið getur að hættulegur f lóttamaður sé í nánd við ykkur. Svona héldu þeir áfram, hættu, en byrjuðu svo aftur. Rambo lá graf kyrr milli greinanna. Hann vissi, að f uru- nálarnar földu hann séð frá jörð. En hann var ekki viss um hvort hann sæist úr lofti. Hann fylgdist með þyrl- unni. Hún sveigði f rá trjánum í átt að gras- lendinu. Svo nærri var þyrlan, að hann sá inn um gler- hjálminn inn í f lugmannsklefann. Þar sátu tveir menn og störðu út um opna gluggana, hvor til sinnar handar. Flugmaðurinn var klæddur ígráan einkennisbúning eins og menn Teasles. Hann hallaði sér fram í gluggann og miðaði gífurlega öflugum riffli með miðunarsjónauka. Ca-rack. Skotið bergmálaði. Hann hafði miðað á hrúgu runna og steina í skógarjaðrinum, sem þyrlan hafði f log- ið yfir skömmu áður. Jesús. Teasle hlaut að vera æstur í að ná honum. Hann hafði skipað mönnum sínum að skjóta á líklega felu- staði. Þeir virtust ekki óttast það, að skjóta saklaust fólk. Flestir myndu hlýða kallinu og sýna sig. Sjónarmið Teasles virtist skiljanlegt. Að svo miklu leyti sem hann varðaði var Rambo lögreglumorðingi. Hann mátti ekki sleppa undan. Hann varð að vera mönnum víti til varnaðar. Þá myndu menn hugsa sig um tvisvar áður en þeir myrtu lögregluþjón. Samt sem áður varð hann að viðurkenna að Teasle Var slyngari lögreglumaður en svo, að hann léti skjóta hann fyrst, án þess að gefa hon- um tækifæri til uppgjafar. Hugmyndin um að skjóta á líklega felustaði og hátalaratilkynningarnar voru frekar ætlaðar til að hræða hann til uppgjafar en þeir vildu skjóta hann. Samt sem áður voru líkurnar á því að hann yrði fyrir skoti svo miklar, að líklega skipti engu máli hvort skotin voru ætluð til að hræða hann eða ekki. Ca-rack. Aftur var skotið á runnaþykkni við trjájaðar- inn. Þyrlan f laug nú yf ir graslendið. Innan skamms yrði hún beint fyrir of an hann. Lögreglumaðurinn myndi áreiðanlega skjóta. Rambo miðaði riff linum milli grein- anna. Hann einbeitti sér að andliti skotmannsins, og þyrlan f laug nær. Rambo var ákveðinn í að skjóta hann til helvítis, ef hann kíkti í miðunarsjónaukann. Hann vildYekki myrða f leiri, en hann átti ekki annarra kosta völ. Hitt var þó verra, að ef hann skyti manninn myndi þyrluflugmaðurinn kasta sér á gólf ið í f lugstjórnarklef- anum. Þá yrði ekki hægt að miða á hann og f lugmaður- inn myndi fIjúga snarlega á braut og kalla á hjálp. Þá myndu a\lir vita hvar hann væri. Þó gæti hann kannski stöðvað nugmanninn með því að sprengja eldsneytis- geymi þyrlunnar. En hann vissi að það var heimska, að láta sér dejtta slíkt i hug. Rambo var viss um að geta skotið þá. Eti að sprengja þá í loft upp. Það var ekki á HVELJL Fyrst Agamemnon, ég get sagt þér að þú vinnur þetta strlð. Þaðtekuraðeins' tiu ár. Hann rlður framhjá Drekahöfða. WiBmSfr ***** Framhjá „Hvisl-hellum" þar sem vmls furðuhljóð heyrast. myggm1^-------- Til Gullnu strandarinnar Keela-Wee og gimsteinakofans. Fimmtudagur 29. mai 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00 Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Sigriður Eyþórsdóttir les „Kára litla I sveit" eftir Stefán Júlíusson (9). Til- kynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Við sjóinn kl. 10.25: Ingólfur Stefánsson talar við Axel Schiöth skip- stjóra um veru hans á þýzk- um skuttogurum. (Áður út- varpað í nóv. s.l.). Poppkl. 11.00: Gisli Loftsson kynnir. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 A frívakfinni. Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Miðdegissagan: ,,A vlga- slóð" eftir James Hilton. Axel Thorsteinsson les þýð- ingu slna (8). 15.00 Miðdegistónleikar. John Fletcher og Sinfónluhljóm- sveit Lundúna leika Konsert I f-moll fyrir bassatúbu og hljómsveit eftir Vaughan Williams, André Previn stjórnar / Nicolai Gedda syngur lög úr óperum eftir Adam, Bizet, Lortzing, Off- enbach o.fl. Hljómsveit ..Tónlistarskólans i Paris leikur „Elddansinn" eftir • de Falla og „Fantaslu- dansa" eftir Turina, Rafael Frubeck de Burgos stjórn- ar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tón- leikar. 16.40 Litli barnatiminn. Anna Brynjúlfsdóttir stjórnar. 17.00 Tónleikar. 17.30 „Bréfið frá Peking" eftir Pearl S. Buck. Máimfriður Sigurðardóttir les þýðingu slna (3). 18.00 Siðdegissöngvar. Til- kynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Mælt mál. Bjarni Ein- arsson flytur þáttinn. 19.40 Samleikur I útvarpssal. Guðný Guðmundsdóttir, Guillermo Figueroa og William Grubb leika Seren- ötu op. 10 eftir Dohnányi. 20.05 Leikrit: Þættir úr , „Paradisarheimt" eftir Halldór Laxness. Aður út- varpað 1963. Lárus Pálsson bjó til flutnings og er leik- stjóri. Leikendur: Helga Valtýsdóttir, Rúrik Har- aldsson, Haraldur Björns- son, Valur Gislason og Lár- us Pálsson. 21.05 Krosskórihn i Dresden syngur þýzk þjóðlög. Rudolf Mauersberger stjórnar. 21.45 „Móðir og barn". Gunn- ar Dal skáld les úr þýðingu sinni á ljóðabók eftir Rabin- dranath Tagore. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Tyrkjaránið" eftir Jón Helgason. Höfundur les (20). 22.35 Ungir planósnillingar. Fjórði þáttur: Murray Perahia. Halldór Haralds- son kynnir. 23.25 Fréttir I stuttu máli. Dagskrárlok. Tíminn er peningar Auglýsícf íTímanum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.