Tíminn - 29.05.1975, Side 15

Tíminn - 29.05.1975, Side 15
Fimmtudagur 29. mal 1975 TÍMINN 15 ÞAÐ eru ekki aö öllum jafnaöi uppi trúmáladeilur i landinu. En nú hefur svo við borið, að hressilegt upphlaup i Kirkjurit- inu hefur valdið fjaðrafoki miklu, og hafa margir, bæði leiknir og lærðir, gengið fram á vigvöllinn með sverð og kesju. Trúin ailtaf að breytast Bréf um þetta efni hefur Hegriskrifað Landfara. Það er svolátandi: ,,Nú er hiti i kolunum, lagsi, rétt eins og kvað vera hjá hon- um kunningja okkar i neðra. Það er þö gott, að ekki eru allir orðnir geðlausir, og um fleira spjallað en fyrirhugaðar hern- aðaraðgerðir i móðurkviði. Má ég leggja orð i belg? Það voru, eftir á að hyggja, trúardeilurnar, sem ég hef í huga. Mér skilst, að sama trú hafi aldrei i sögu mannsins staðizt óhögguð nema takmark- aðan tima og á afmörkuðum svæðum, og jafnvel þótt heitið sé látið haldast óbreytt, tekur trú jafnan stakkaskiptum, er aldir renna. Trúarbrögð sam- eignarfélaga frumkristninnar, þegar búizt var við heimsendi þá og þegar, voru gerólik mið- aldatrú kaþólskri og þeim greinum lútersku, sem við nú þekkjum. Sama gildir um önnur trúarbrögð, sem iheild eru talin eiga sér langa sögu. Þar er fæst samt i dag og i gær I likingum talað. Forfeðurnir beztir til áheita Þetta vekur þann grun, að ekki sé allt jafn óskeikult og ó- hagganlegt og sumir láta I veðri vaka, og sveiflur tiðarandans ráði miklu um viðhorf af þessu tagi. Ekki er mér heldur kunn: ugt um, að nein óyggjandi rök hafi verið leidd að öðru lifi, og eru þar strangtrúarmenn, splritistar og frjálshyggjumenn á sama báti. Á hinn bóginn hefur ekki verið sannað, að ann- að lif sé óhugsandi. En það er einn hópur manna, sem þetta veit með vissu: Þeir, sem dauð- ir eru. NU vitum við það úr þessu lifi, að foreldrar láta sér annt um böm sin og afi og amma um bamabörnin. Eins láta börn og bamabörn sér að jafnaði annt um minningu forfeðra sinna i tvo þrjá liði, en tæpast miklu lengra aftur i timann. Þess vegna er það skynsamlegt boð- orð, að fólk skuli heiðra föður sinn og móður, og rökrétt við- horf hjá Kinverjum að stunda forfeðradýrkun. Þvi að hvaðan er fyrirgreiöslu að vænta i öðru lifi, sé það til, ef ekki frá þeim, sem jarðnesk eðlislögmál hafa sýnt og sannað, að helzt láta sér annt um okkur? Sama mætti auðvitað hugsa sér þá, sem verið hafa sérstakir greiðamenn i lifinu: Að þeir haldi þeim eðliskostum, ef þeir lifa af dauðann. Hvað segja trúfræðingarnir um svona einfalda röksemda- færslu?” Auglýst eftir sálmalagi Geirþrúöur Valdimarsdóttir skrifar: „Heill og sæll, Landfari! A þessu kvenna- og friðarári bið ég þig að koma tillögu á fram- færi. Hún er sú, að tónskáld spreyti sig á lagi við hjóna- vfgslusálminn „Hve gott og fag- urt og indælt er með ástvin kær- um á samleið vera”. Hans sakna ég úr nýju sálma- bókinni, og manni skilst, að hann hafi verið felldur úr vegna erfiðs lags, sem þó er fallegt. Kannski fengi hann aftur rúm I næstu sálmabókarútgáfu, ef heppilegt lag væri fengið.” TESTPRODUCTS DIVISION á Islandi. GÓÐ TÆKI. GÓÐ ÞJÓNUSTA. ÁNÆGÐIR BIFREIÐAEIGENDUR. O. ENGILBERTSSON H/F. hefur tekið að sér einkaumboð á sölu ALLEN TESTPRODUCTS DIVISION á islandi. Við niunum veita fullkomna sölu- og viðgerðarþjónustu á margvíslegum mæli- og stillitækjum fyrir bifreiðár. Aðeins með fullkomnum fækjum er hægt að veita fullkomna þjónustu. 15-090 j 9® GÓÐ TÆKI, GÓÐ ÞJÓNUSTA, — ANÆGÐIR BIFREIÐAEIGENDUR. \ Ö. Cn9Ílbeil//on h/f Stilli- og Auðbrekku 51 vélaverkstæði Kópavogi, sími 43140 Verkakvennafélagið Framsókn heldur félagsfund, fimmtudaginn 29. mai kl. 8.30 e.h. i Alþýðuhúsinu við Hverfis- götu. FUNDAREFNI: Samningarnir. Félagskonur f jölmennið og sýnið skirteini við innganginn. Stjornin. Þrettán ára piltur, vanur sveita- störfum óskar eftir að komast í sveit. Upplýs- ingar í síma 3-25-95. Bændur takið eftir Stúlka óskar eftir vinnu í sveit, við vélar og önnur útistörf. Sími 4-40-37. Amerískar sundlaugar Mjög auðveldar i uppsetningu. STÆRÐIR: Hringlaug 12 fet á breidd, 36 tommur á dýpt. Verð kr. 48.400. Sporöskjulaga 15 fet á lengd, 8 fet á breidd, 36 tommur á dýpt. Verð meö hreinsitækjum og stiga kr. 125.100. Góðir greiðsluskilmálar INGVAR HELGASON Vonarlandi v/Sogaveg Aðalskoðun bifreiða í Reykjavík í júnímónuði Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Mánudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Mánudagur 2. júni R-17401 til R-17600 3. júni R-17601 til R-17800 4. júni R-17801 til R-18000 5. júni R-18001 til R-18200 6. júnl R-18201 til R-18400 9. júni R-18401 til R-18600 10. júnl R-18601 til R-18800 11. júni R-18801 til R-19000 12. júni R-19001 til R-19200 13.júní R-19201 til R-19400 16. júni R-19401 til R-19600 18. júnl R-19601 til R-19800 19. júni R-19801 til R-20000 20. júnl R-20001 til R-20200 23. júni R-20201 til R-20400 24. júni R-20401 til R-20600 25. júnl R-20601 til R-20800 26. júni R-20801 til R-21000 27. júni R-21001 til R-21200 30. júni R-21201 til R-21400 Bifreiðaeigendum ber að koma með bif- reiðar sinar til bifreiðaeftirlitsins, Borgartúni 7, og verður skoðun fram- kvæmd þar alla virka daga kl. 8.45 til 16.30. Bifreiðaeftirlitið er lokað á laugardögum. Festivagnar, tengivagnar og farþega- byrgi skulu fylgja bifreiðum til skoðunar. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild ökuskirteini. Sýna ber skilriki fyrir þvi, að bifreiðagjöld hafi verið greidd og lögboðin vátrygging fyrir hverja bifreið sé i gildi. Athygli skal vakin á þvi, að skráningar- númer skulu vera læsileg. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á auglýstum tima verður hann látinn sæta sektum samkvæmt umferðar- lögum og bifreiðin tekin úr umferð hvar sem til hennar næst. Þetta tilkynnist öllum sem hlut eiga að máli. Lögreglustjórinn i Reykjavik, 26. mai 1975. Sigurjón Sigurðsson AUGLÝSIÐ í TÍMANUAA

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.