Tíminn - 29.05.1975, Qupperneq 16

Tíminn - 29.05.1975, Qupperneq 16
16 TÍMINN Fimmtudagur 29. mai 1975 Síldveiðarnar: Fífill GK afla- hæstur gébé—Rvlk — brjú aflahæstu sfldveibiskipin frá 18. april til 24. maf sl.. voru Flfill GK, Súian EA og Guömundur RE. 20. mai seldu nfu islenzk skip afla sinn f Dan- mörku, 21. mai seldu fimm, og eitt skip seldi þar afla 23. mai. Heildarafli þessara skipa varö 505 lestir, aö verömæti 18.591.445.00 kr. Þaþ var Helga II RE, sem fékk beztu söluna, eöa 2.653.331.00 fyrir 60,7 lestir, meöalverö pr. kg 43.71. Ftfill GK er nú aflahæstur skip- anna, sem stunda síldveiöar i Noröursjó, meö 219,9 lestir, aö verömæti 7.466.577.00 kr., meöal- verö pr. kg 33.96. Súlan EA er meö 130,9 lestir aö verömæti 7.249.785.00 kr. og mjög gott meöalverö pr. kg, eöa 55,38 kr. Guömundur RE er meö 218.8 lest- ir aö verömæti 5.567.695.00, meöalverö pr. kg 25,45 kr. A timabilinu 7.-25. mal 1974 höföu Islenzku skipin selt 2.782,2 lestir af sild erlendis, aö verö- mæti 64.367.230.00 kr, meöalverö 23,14 kr. pr. kg, en á tlmabilinu 18. apríl til 24. mai I ár, 1.467 lestir, aö verömæti 47.984.188.00, meöal- verö pr. kg 32.71. Tíminn er peningar Ævar R. Kvaran: Ásökunum svarað 1 mjög stóroröu bréfi til lista- deildar sjónvarpsins, sem dreift var afritun af til allra fjölmiöla höfuöstaöarins og undirritaö er af Siguröi Arnalds og Böövari Kvaran er hneykslast glfurlega á þeim breytingum, sem geröar hafa veriö á atburöarás leikrits- ins Lénharöi fógeta viö gerö samnefndar kvikmyndar, sem á leikritinu er byggt. Aö þessi gagnrýni skuli ekki vera fyr fram komin er næsta furöulegt, þegar þess er gætt, aö handritiö aö kvikmyndinni hefur staöið þessum mönnum opiö til athugunar frá þvl á slö- astliönu ári. Þannig fékk Böövar Kvaran þaö til yfirlest- urs i september sl. og skilaði þvi sama daginn og hann undir- skrifaöi fullt og ótakmarkaö umboö til undirritaös til hvers konar breytinga á atburöarás leikritsins. Enn heyröist engin athugasemd frá þessum mönn- um eftir þá sérstöku sýningu, sem höfö var á kvikmyndinni I Laugarásbiói. Maöur skyldi þó ætla aö þeir heföu viljaö foröa þvl aö myndin yröi sýnd I sjón- varpinu óbreytt. Nei, þaö er ekki fyrr en þeir hafa lesiö hina höröu gagnrýni, sem myndin fékk I dagblööunum, aö þeir uppgötva, aö ekki megi breyta atburöarás leikritsins. Allan þennan tima er ekki sagt stakt orö viö undirritaöan um aö verk hans sé athugavert og þegar þessi heiftarlega árás loks kemur fram er henni dreift til allra fjölmiðla, svo undirrit- aöur fær þessar fréttir fyrst frá þeim. Seint og siöar meir er svo laumaö ófrlmerktu umslagi I pósthólf mitt og er þar komið af- rit af þessu undarlega bréfi og tilkynnt án nokkurra skýringa aö þaö hafi verið sent öllum fjöl- miðlum. 1 þessu bréfi er krafist endur- skoöunar á þrem veigamiklum atriöum: þætti Freysteins bónda á Kotströnd, lokaþætti kvikmyndarinnar og vigi Ey- steins úr Mörk, sem kallað er fölsun á leikritinu og sögunni. Ég hélt aö leikritiö Lénharöur fógeti væri skáldverk en ekki sagnfræöi. Skal nú gerö grein fyrir þvl, hvers vegna þessar breytingar voru geröar á atburöarásinni, sem svo mjög hefur veriö hneykslast á. Þá er fyrst aö benda á þaö, aö þaö var aldrei ætlunin aö kvikmynda leikritiö Lénharö fógeta, heldur kvik- mynd byggöa á þvl, eins og skýrt er tekiö fram. Þess vegna er ekki hægt aö ætlast til þess aö atburöarásinni veröi fylgt I einu og öllu. Lénharöur fógeti er rómantiskt verk samið fyrir meira en hálfri öld. Þaö var ekki meiningin aö semja rómantiska kvikmynd, heldur verk sem væri fremur i sam- ræmi viö raunsæi nútlmans. Þetta vilja greinarhöfundar af einhverjum ástæöum ekki skilja eða sætta sig viö. Til hvers halda þessir menn aö ég hafi fengiö umboö þeirra til aö breyta atburöarásinni I leikrit- inu? Þaö ætti aö vera óþarfi aö taka þaöfram, aö I kvikmynd er Ævar R. Kvaran ekki hægt aö láta sér nægja aö menn komi fram og segi frá mikilvægum atriöum, þaö veröur aö sýna þau Um þátt Freysteins á Kot- strönd er þaö aö segja, aö frá- sögn hans af þvi ægilega ofbeldi sem hann og fjölskylda hans var beitt er þótt undarlegt sé grín- atriði I leikritinu. Raunir þessa aumkvunarveröa manns eru þó tæplega tilefni til aöhláturs. 1 staö þess aö reyna aö vekja hlátur af þessu tilefni, voru at- burðirnir sem hentu hann sýnd- ir I öllu slnu miskunnarleysi. Meö þvi er Freysteini sýnd meiri samúö en meö þvl aö hlæja aö óförum hans. Hvers vegna var Eysteinn veginn? Þaö var vegna þess aö hann átti enga framtlö fyrir sér. Ef horft er á atburðarásina frá sjónarmiöi einhvers raunsæis, þá er alls ekki hægt aö ímynda sér aö Ingólfur á Selfossi, rlkur bóndi um 1500, sem hefur al- gjört vald á gjaforöi dóttur sinn- ar, hafi fariö aö gefa einkadótt- ur slna ættlausum fátækum manni, sem auk þess haföi gengiö i liö meö þjóöniöingi. Þetta er hægt I rómantisku leik- riti, en ekki raunsærri kvik- mynd. Þess vegna er Eysteinn látinn falla, þegar hann reynir aö bjarga Ingólfi undan ofbeldi Lénharösmanna. Þaö er göfug- mannlegt, þvl sannarlega hefur Ingólfur ekki veriö honum hliö- hoilur. Og hvaö lokaatriöiö snertir þá er horfið frá þvi aö breyta Lén- haröi I einu vetfangi I riddara og heiöursmann, enda þótt hann látist elska Guönýju. Þaö er til of mikils ætlast samkvæmt þeim viöhorfum sem hér eru höfö. Myndi hann ekki sleppa henni, ef hann I rauninni elskaöi hana? En einnig I leikritinu er hún tekin af honum meö valdi. Þaö er hægt aö sýna gildi góö- leika og •göfugmennsku meö mismunandi hætti, einnig meö þvl aö sýna andhverfu þess. Niöurstaöa þessarar kvikmynd- ar efnislega veröur, aö svo upp- skeri hver sem hann sáir. 27. mal 1975 ÆvarR. Kvaran Aðalfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins 1975 lagði mikla áherslu á, að á vegum flokksins fari jafnan fram skipuleg og öflug fjársöfnun, til þess að standa undir þróttmiklu og vaxandi flokksstarfi. Miðstjórnarfundurinn beindi jafnframt þeirri óskorun til kjördæmisþinga flokksins, flokksfélaga og einstakra flokksmanna, að vinna ötullega að útbreiðslu og eflingu happdrættanna og þakkaði þeim fjölmörgu flokksmönnum um allt land, sem að þessum mdlum vinna. Öflugt flokksstarf byggist á mörgum áhugasömum flokksmönnum. í yfirstandandi happdrætti, sem dregið verður i 6. júní n.k. eru margir eigulegir vinningar, sem getur komið sér vel að hljóta. Hitt er þó ennþó meira um vert, að sem flestir sameinist um þó nauðsyn að kaupa miða og hafi með því óhrif á það, hvernig tekst til, að fylgja sameiginlegum stefnumólum fram til sigurs. Happdrættið hvetur því vinsamlega alla þó, sem fengið hafa senda miða f happdrættinu til aðgera skil sem allra fyrst og auðvelda þannig sem best fjóröflun þessa.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.