Tíminn - 31.05.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 31.05.1975, Blaðsíða 3
Laugardagur 31. mai 1975 TÍMINN 3 VERKSMIÐJUDEILAN INN í SAMNINGAMÁL ASÍ OG VINNUVEITENDA Verkalýðshreyfingin hindrar menn sem í raun vilja vinna ASK-Reykjavík. Eftir aö starfs- menn Áburðarverksmiðjunnar höfðu, i Lindarbæ, samþykkt ályktun þess efnis að þeir sem einstaklingar mættu ekki til vinnu fyrr en að málin leystust á eðli- legan hátt, héldu starfsmenn Se- mentsverksmiðjunnar á Akranesi samskonar fund. Þar var gerð samþykkt er var i öllu sam- hljöða niðurstöðum fyrrgreinds fundar i Reykjavik. Skrifstofa verkalýðsfélagsins á Akranesi sagði blaðinu að boðað hefði verið til vinnu i gærmorgun ogeinnig ihádeginu sama dag, en enginn mætti til vinnu. Bragi Ingólfsson skrifstofu- stjóri hjá Sementsverksmiðjunni vildi Htið um málið segja, nema það að ráðamenn verksmiðjunn- ar teldu verkfallið skýlaust laga- brot. Frekar hefðu þeir biiist við yfirvinnubanni en svo róttækum aðgerðum sem raun bar vitni. Aðalsteinn Þorgeirsson er trUnaöarmaður hluta verka- manna I Áburðarverksmiðjunni og hittu Timamenn hann að máli i gær. Aðalsteinn sagði nokkra skóla- pilta hafa mætt um morguninn og sett á hálfan bil eða svo, en tekið siðan af honum eftir skipun for- stjóra. Sagði Aðalsteinn að allt hefði farið fram með ró og spekt utan handalögmála milli pilt- anna sjálfra. Aðspurður um fjölda manna er ynnu i verk- smiðjunni meðan á verkfalli stæði sagði hann að þar væru nU 3 menn á vakt, til að forða skemmdum, þvi það væri sist vilji verkfalls- manna að gera nokkuð það er gæti valdið tjóni á tækjum og vél- um. Hjálmar Finnsson, forstjóri Áburðarverksmiðjunnar sagði: ,,Ég tel ekki vera verkfall hjá okkur enda var farið af stað i morgun eins og venja er til Af- hendingarseðlar voru skrifaðir og bUist til að afgreiða þá menn sem biðu en trúnaðarmenn komu i veg fyrir það. Ég tel að verkalýðs- hreyfingin hindri þá menn sem vilja vinna, i þvi og þannig komi hUn I veg fyrir að hægt sé að framfylgja lögunum — sagði for- stjórinn að lokum. BH-Reykjavik. — Það varð held- ur lltiö úr viðræðum við vinnu- veitendur I dag, sagði BjörnJóns- son, forseti Alþýðusambandsins, er blaðið ræddi viö hann um kvöldverðarleytið i gærkvöldi. — Hins vegar létum við það I ljós við sáttasemjara, að við teldum, að verksmiðjudeilan væri það ná- komin þessum samningaum- leitunum, að við teldum það ekki liklegt til mikils árangurs i bráð að halda áfram viðræðum á þess- um grundvelli, ef ekki yrðu tekn- ar upp eölilegar viðræður við samninganefnd verksmiðjufólks- ins. Sáttasemjari mun hafa kom- ið þessum tilmælum okkar til félagsmálaráðherra, sem nU mun gegna störfum forsætisráðherra lika, og ég hygg, að hann muni hafa fengið þau svör, að málið yrði hugleitt. Næsti fundur? — Næsti fundur er ákveðinn á mánudag. Eru nokkrar aðgerðir á döfinni,. Utifundur til dæmis? — Nei, það hefur ekki verið rætt sérstaklega um það, og ég hygg nú, að menn séu aö vona það, að viðræður veröi teknar upp við samninganefnd verksmiðjufólks- ins og vonir vakni um, að það mál leysist, — þvi fyrr þvl betra. AÐEINS LEIT OG KÖNNUN J.H.—Reykjavik — Skip þaö, Grjótjötunn, sem Stykkishólms- hreppur hefur tekið á leigu til leit- ar aö byggingarefni I sjó við norö- an vert Snæfelisnes, hefur aðeins dælt upp einum farmi, og þaö á Grundarfiröi. Annars staðar hefur þaö einungis kannað, hvort nothæft byggingarefni sé á sjávarbotni. En þess mun völ viða við norðan vert Snæfellsnes. TILGANGURINN VAR AÐ VEKJA ATHYGLI Á ÞESSU MIKLA VANDAMÁLI OG FÁ AÐSTOÐ VIÐ LAUSN ÞESS, EN EKKI AÐ SETJA FRAM HÓTANIR UM AÐ ÍSLAND MYNDI RJÚFA SAMSTARFIÐ AFTURKÖLLUÐU LEYFI TIL VÉLAGÆZLU ASK-Reykjavík. Starfsmenn Kisiliðjunnar við Mývatn héldu með sér fund kl. 16 i gær. Sam- kvæmt frásögn Sigurðar RUnars, starfsmanns verksmiðjunnar ætla menn að fylgja i öllu aðgerð- um starfsbræðra sinna á Suöurlandi. A fundinum voru afturkölluð leyfi sem höfðu verið i gildi og vörðuðu gæzlu á tækjum verksmiðjunnar. „Við ætlum að halda þessu til streitu og ekki gefa okkur” sagði Siguröur RUnar að lokum. Stjórnar- andstaðan vill fund BH—Reykjavik — Stjórnarand- stöðuflokkarnir hafa átt með sér fundi varöandi vinnudeilurnar, og segir I fréttatilkynningum, sem blaöinu hafa borizt, að á fundi fulltrUa Alþýðubandalagsins, Al- þýðuflokksins og Samtaka frjáls- lyndra og vinstri manna hafi fundarmenn verið sammála um að lýsa fyllsta stuðningi við sam- þykkt stjórnar ASl og um við- brögö verkafólks i rikisverk- smiðjunum. Meginefni fundarins hafi verið að ræða sem nánasta samvinnu þessara flokka til stuðnings verkafólki I þeim átök- um, sem nU séu hafin. Kemur einnig fram, að óskað hefur verið eftir viðræðum við rikisstjórnina i dag, laugardag. I annarri fréttatilkynningu — frá Alþýðubandalaginu, — er mótmælt harðlega bráðabirgða- lögunum sem óréttlætanlegri árás á samningsrétt verkafólks, og þess krafizt, að þau séu aftur- kölluð. Þá krefst Alþýðubanda- lagiö þess að Alþingi verði kallað saman til aukafundar. Gsal-Reykjavik — Leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins lauk I aðaistöðvum þess i Brussel I gær- dag, kl. 16 aö staðartlma. Fund- urinn var settur I fyrradag, og sátu hann forsætisráöhcrrar og utanrikisráöherrar NATO-rikj- anna ásamt Gerald Ford, forseta Bandarikjanna. Af tslands hálfu sátu fundinn Geir Hallgrimsson forsætisráöherra og Einar Ágústsson utanrikisráöherra, svo og Tómas Tómasson, sendiherra tslands hjá NATO, Hannes Haf- stein sendifuiltrUi, Höröur Helga- son, skrifstofustjóri utanrikis- ráöuneytisins, og Björn Bjarna- son, deildarstjóri i forsætisráöu- neytinu. Skömmu eftir að fundinum i gébé Rvik — óiafur Jóhannesson viöskiptaráöherra er nýkominn Ur feröalagi um Evrópu. Hann sótti árlegan fund viðskiptaráð- herra EFTA-landanna, sem hald- inn var I Genf, heimsótti Prag i boöi tékkneska viðskiptaráöherr- ans og sat fund OECD I Paris. A blaöamannafundi, sem ráöherr- ann héit I gær, skýröi hann frá helztu máium, sem rædd voru á fundum þessum. A EFTA-fundinum I Genf, voru aöalumræðuefnin starfsemi og framtið EFTA, ástand og horfur i efnahags- og viðskiptamálum, vandamál PortUgals og efna- hagsörðugleikar Finna. Ræðu sina á ráðherrafundinum hélt Olafur Jóhannesson 22. mai, en aðalatriði hennar hafa birzt hér i Tlmanum áöur. Ráöherrann lagði áherzlu á að íslendingar styddu þá viðleitni að viðhalda viðskiptafrelsi, enda væru þeir háðari utanrikisvið- skiptum en flestar aðrar þjóðir. Jafnframt benti ólafur á, að ógerlegt væri aö fylgja slikri stefnu, nema helztu Utflutnings- Brussel lauk i gær, hafði Timinn tal af Einari AgUstssyni og Geir Hallgrimssyni og innti þá eftir þvl markverðasta, sem gerzt hefði á fundinum. Einar AgUstsson utanrlkisráð- herra sagði, að á fundinum hefði einkum verið lögð áherzla á á- framhaldandi samstarf rikja At- lantshafsbandalagsins, en um- ræður um Kýpur-deiluna og á- standið I PortUgal og Grikklandi heföu einnig sett mikinn svip á fundinn. Geir Hallgrimsson forsætisráð- herra sagði, aö leiðtogafundurinn væri talinn mjög vel heppnaður, og þar hefðu ýms markverð atriði komið fram. Sagði forsætisráð- herra, að i svipinn kæmi upp I afurðir tslands nytu góös af henni. Hjá mörgum ríkjum hefði þó gætt vaxandi tilhneigingar i þá átt að grípa til ýmissa ráöstaf- ana, sem spilltu fyrir sölu sjávar- afurða. — Þar væri ekki aðeins um að ræða innflutningshöft, sagði Ólaf- ur, heldur einnig auknar niður- greiðslur framleiðslu og Utflutn- ings fisks, hækkaða tolla, og síð- ast, en ekki slzt, löndunarbann á ferskfisk. Þá ræddi ráðherrann einnig um þá hættu, sem fríverzlunarstarfi tslands innan EFTA og við Efna- hagsbandalagið stafaði af þvi að umsamin friðindi fyrir íslenzkar sjávarafurðir hefðu ekki enn tek- ið gildi. Sagði ráðherrann að til- gangur hans með þessu hafði ver- ið að vekja athygli á þessu mikla vandamáli og fá aðstoð við lausn þess, en ekki að setja fram hótan- ir um að rjUfa samstarfið. — Ég held, að óhætt sé að segja, að þessi orö min hafi vakiö dálitla athygli, sagði Ólafur. Frá Genf hélt viðskiptaráð- herra til Prag i boði tékkneska huga hans, aö á fundinum heföi komiö fram, aö bæði Grikkir og Tyrkir færu mjög varlega I yfir- lýsingum slnum og sýndu sátta- hug. Þá nefndi Geir, að fulltrUi PortUgala hefði lýst yfir þvi, að PortUgalir tækju heils hugar þátt I starfi Atlantshafsbandalagsins, og að aörar skoðanir i þeim efn- um væru á misskilningi byggðar. Geir Hallgrimsson kvað um- ræöur um efnahagsmál hafa tekiö langan tima, og m.a. hefði komið fram, að traustur efnahag- ur bandalagsins væri grundvöllur varnarsamstarfs og sameiginlegs öryggis. Nefndi forsætisráðherra, aö hann hefði lagt rika áherzlu á þetta atriði I ræðu sinni á fundin- um. viðskiptaráðherrans, og áttu þeir saman viðræður um viðskipti milli landanna. Islendingar selja Tékkum freðfisk, fiskimjöl, niðursuðuvörur, þorskalýsi og kfsilgUr, en kaupa i staðinn vélar, vefnaðarvörur og fleira. — Viðræðurnar voru i alla staði mjög vinsamlegar, sagði ráð- herra, og heimsóknin hin ánægju- legasta. Þá sat Ólafur Jóhannesson fund Efnahags- og framfarastofnunar- innar (OECD) I Paris. Þetta eru miklu stærri og umfangsmeiri samtök heldur en EFTA, i þeim taka þátt 24 þjóöir, en aöeins 7 i EFTA. Þarna voru alþjóðlegu efnahagsmálin rædd á svipaðan hátt og á fundinum i Genf, en þó á vlðari grundvelli. Þróunarlöndin voru á dagskrá, og rætt var um, hvernig hægt væri að aðstoða þau á ýmsan hátt. Tvær nefndir voru skipaðar til að fjalla um þessi mál. Þá sagði Ólafur Jóhannesson, að menn hefðu sjálfsagt mismun- andi skoöanir á þvi, hversu nauð- synleg þátttaka okkar I slikum al- þjóðlegum fundum væri, en kvaðst persónulega állta, að hUn væri af ýmsum ástæðum mjög gagnleg. Þannig kynntumst við málum annarra þjóða, og okkur gæfist tækifæri til aö gera grein fyrir okkar hagsmunum og sjónarmiðum. A OECD-fundinum ræddi ráð- herrann um banniö við innflutn- ingsleyfi á íslenzkum saltfiski. Tóku spænsku fulltrUarnir vel máli ráðherrans, og kvaðst hann vona, að það leystist mjög fljót- lega. Mjög vel heppnaður leiðtogafundur NATO

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.