Tíminn - 03.06.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 03.06.1975, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Þriðjudagur 3. júni 1975 Húsbúnaður fyrir óskaheimilið Listræn teiknivél Rannsókna- og þróunardeild Volkswagenverksmiðjanna not- aði lifandi fyrirmynd til að sýna ogsanna nákvæmni tæknilegrar teiknivélar, sem haldið er að sé einstök i Evrópu. Þessi teiknivél vegur um 50 tonn, er 12 m á lengd, 6 m breið og 9 m á hæð. Hún hreyfir nálina á arminum (sjá mynd) með mikilli nákvæmni. Hvað, sem nálin snertir,hvort sem er útlinur Volkswagen-bif reiða r eða likami ungrar stúlku, flytur hún það á hvitt blað og með hjálp tölvu vinnur hún fullkomna teikningu úr þvi. Vélin vinnur siðan úr þessu ásamt upplýsing- um, sem henni eru færðar, þannig að sá, sem vinnur við að teikna eða smiða bilinn getur sparað sér mikinn tima og leiðinlega vinnu. Matvælum, sem nægja myndu tugmilljónum manna, breytt i áfengi, sem gerir milljónir að vesalingum Bandarikjamenn nota svo mikið korn til áfengisgerðar, að nægja myndi til að fæða 50 milljónir manna. Frá þessu skýrir dr. Jean Mayer, formaður starfshóps, sem á vegum Sameinuðu þjóð- anna vinnur að rannsókn á mataræði barna. Hann segir enn fremur: ,,Það er nægur matur til i heiminum til að koma i veg fyrir hungurdauða fólks i Afriku og Asiu. Banda- rikjamenn geta hlaupið þar duglega undir bagga með þvi að draga verulega úr áfengis- drykkju” En i Bandarikjunum eru nú milli 9 og 10 milljónir drykkjusjúklinga. A húsgagnakaupstefnu þessa árs i Köln (V-Þýzkalandi) varð eitt ljóst — afkáraleg húsgögn seldust ekki, engin eftirspurn er eftir þeim i Þýzkalandi nú. En þau húsgögn, sem hægt var að taka i sundur og flytja með sér og setja siðan saman heima, eftir þeim var mikið spurt, eink- I um af ungu fólki með litla pen- inga. Framleiðendur vonast til að rúm úr froðuplasti vinni á. A sýningunni voru lika svefnbekk- ir fyrir a.m.k. tvo, járnrúm og einnig iburðarmikil „frönsk” rúm með fjórum stólpum eins og sést á myndinni. Æ — farðu heldur að reykja aftur. - Auðvitað er ég ill. Hvað á mað- ur að verða þegar þau skrúfa fyr- ir miðstöðina og gefa manni ekk- ert nema ópal allt kvöldið. DENNI DÆMALAUSI — Þessi skrýtna lykt þýðir, að þú verður aðhalda þig frá blettinum hans Wilsons.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.