Tíminn - 03.06.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 03.06.1975, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 3. júni 1975 TÍMINN 5 Frumkvæði Gísla Guðmundssonar Jón Kristjánsson ritstjóri Austra skrifaði nýlega leið- ara, þar sem hann ræðir um byggðastefnuna og vaxandi andóf gegn henni. I blaðinu segir: „Enn rekur marga minni til þess þegar fyrst kom á dag- skrá það hugtak, sem nú er I daglegu tali nefnt byggða- stefna. Það mun hafa verið GIsli heitinn Guðmundsson al- þingismaður sem fyrst hreyfði þessu máli og var í þá daga talað um jafnvægi i byggð iandsins. Það væri fróðlegt að rifja upp umræður um þetta mál frá þessum dögum, en þaö veröur ekki gert hér. Hitt er vfst að Gisli Guð- mundsson talaði fyrir daufum eyrum margra sem nú teija sér byggðastefnu til gildis. Það má geta þess að fyrir þrot- lausa bar- áttu hans og f 1 o k k s - manna hans, en Fram- sóknarfiokk- urinn er framar öör- um sá flokkur sem á rætur sfn- ar i strjáibýli landsins, náðist sá árangur að byggðastefna er nú mjög f munni manna og vilja nú allir Lilju kveðið hafa. En verkefnin eru risavaxin á sviði byggöamála og oft þyk- ir okkur sem búum I dreifbýl- inu seint ganga með athafnir en oröin veröa þvf fleiri. Við teljum okkur ekki hafa gert ósanngjarnar kröfur á hendur þjóðfélaginu, við höfum aðeins beðið um jafnrétti og jafna að- stöðu viö það sem tiökast i þéttbýlissvæöum iandsins. Þóttaskil Nú siöustu árin hafa verið nokkur þáttaskil varðandi byggðamáiin. Gert hefur veriö átak I endurnýjun togaraflot- ans og frystihúsanna, stofnað- ur byggðasjóður sem á að hafa það hiutverk að örva fram- kvæmdir á iandsbyggðinni og sett hafa verið iög um ieigu- fbúðir sveitarféiaga, sem eiga að vega að einhverju leyti upp á móti því hróplega misrétti sem átti sér stað i húsnæðis- málum þegar Breiðholtsbygg- ingunum var hrundið af stað. Þetta ásamt fleiri atriðum varð til þess að bjartsýni manna vitt um landið jókst og fleiri framkvæmdir sem horföu til bóta voru hafnar. Þdttur Vísis En þá tekur að bóla á nýrri hreyfingu i þéttbýlinu við Faxaflóa. Það fer sem sagt að brydda á þvi i ræðu og riti aö landsbyggðin sé að þrengja kosti þess svæðis svo um mun- ar, jafnvel geti verið svo langt gengið að hróplegt misrétti eigi sér stað og aðstöðumunur. Helzti málsvari þessara sjónarmiða og máigagna hef- ur vcrið dagblaðið Visir, sem hefur haft uppi leiðaraskrif i þessum anda i allan vetur. Fyrst var spjótunum beint aö landbúnaðinum, sem er undir- staðan i dreifbýlinu síðan fylgdu fleiri með I upptalning- unni á ómögum þessa þjóð- félags, sjávarútvegurinn i einni kippu, landsbyggðin og kjördæmin. Minna mátti nú ekki gagn gera. Það er ekki hægt að skrifa þessa leiöara á reikning rit- stjórans eins. Bak við útgáfu Vísis stendur öflugur hags- munahópur kaupsýslumanna i Reykjavik og ritstjóri hans hefursetuá þingflokksfundum hjá stærsta stjórnmálaflokki landsins. Það má þvi reikna með að þarna séu settar fram skoðanir verulega stórs hóps manna. Þar við bætist að ýmsir áhrifamenn hafa sett fram skoðanir sem ganga i sömu átt. Meöal annars hafa þing- menn Reykjavikur og ná- grennis I vaxandi mæii haidið fram staðhæfingum um mis- rétti miiii Reykjavikursvæðis- ins og landsbyggðarinnar, ásamt fleiri áhrifamönnum sem hafa látið I sér heyra.” Loks segir i leiðara Austra : ,,Af þessu má það Ijóst vera að við landsbyggðarmenn megum búast við vaxandi andstöðu gegn sjáifsögðum réttlætiskröfum okkar á næst- unni og varast ber að vanmeta það andóf sem nú virðist vera hafiö gegn byggðastefnunni. Þvi riður á að við þjöppum okkur enn betur saman I bar- áttunni heidur en verið hefur og iátum ekki innbyrðis sundrung koma I veg fyrir að árangur náist. Enn hafa ekki orðið veruieg umskipti i byggðamálum nema hvað snertir endurnýjun og umbætur hjá atvinnu- vegunum sem eru undirstaða lifs I þessu landi. Við megum þvi búast við stórorðum leiðurum f Visi. áður en öllum réttlætiskröfum okkar er fuil- nægt varðandi féiagslega að- stööu.” — a.þ. Bœndur /Íkastdreifarinn er fl/icon) EKKI NEINN VENJU- XU ^ LEGUR DREIFARI Áburðartrektin, sem tekur 400 er úr Polyster harðplasti - og tærist því ekki Dreifibúnaður er úr ryðfriu stáli - og ryðgar því ekki Dreifibreidd 6-8 m eftir kornastærð Ryð og tæring áburðardreifara hafa verið vandamál - þar til nú VERÐ KR. 77.000 Til afgreiðslu nú þegar Gtobusa LAGMDLI 5. SlMI 81555 Nauðungaruppboð sem auglýst var I 65., 66. og 68. tbl. Lög- birtingablaðs 1974 á verksmiðjuhúsi við Sæmundargötu á Sauðárkróki með til- heyrandi lóðarréttindum og með vélum og tækjum tilheyrandi sokka- og prjónaverk- smiðju i húsinu, talið eign Samverks h.f., fer fram að kröfu Framkvæmdasjóðs Is- lands, Iðnaðarbanka íslands o.fl. á eign- inni sjálfri þriðjudaginn 10. júni 1975 kl. 14. Bæjarfógetinn á Sauðárkróki. Ólafsvík —- Leiguíbúðir Hreppsnefnd Ólafsvikurhrepps auglýsir hér með eftir umsóknum um leigu á 6 ibúðum að Hjallabrekku 1—6 i ólafsvik, sem eru i byggingu og byggðar eru sam- kvæmt reglugerð nr. 45 um úthlutun lána og byggingu 1000 leiguibúða sveitarfélaga. Jafnframt eru boðin út skuldabréf fyrir 20% af kostnaðarverði hverrar ibúðar sem veitir forgangsrétt á leigu og kaupum á i- búðinni eftir 5 ár skv. ákvæðum laga, og 8. gr. og 10. gr. reglugerðar nr. 45. Umsóknir og tilboð um kaup á skuldabréf- um, skulu hafa borizt til skrifstofu ólafs- vikurhrepps fyrir 25. júni nk. Ólafsvik 27. mai 1975 Alexander Stefánsson oddviti. Aug lýslð [ í Tímanum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.