Tíminn - 03.06.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 03.06.1975, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 3. júni 1975 TíMINN 9 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gislason. Rit- stjórnarskrifstofur I Edduhúsinu við Lindargötu, slmar Í8300 — 18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, slmi 26500 — af- greiðsluslmi 12323 — auglýsingaslmi 19523. Verð I iausa- sölu kr. 40.00. Áskriftargjald kr. 600.00 á mánuði. ~ " Blaðaprenth.f. V__________________________________________/ Omenguð íhalds- stefna Það er óumdeilanlegt, að verðbólgan leikur enga eins grátt og gamalt fólk og öryrkja, sem ekki hafa aðrar tekjur en tekjutrygginguna svo- nefndu. Þessi hópur stækkar óðum. Á þessu sviði, og mörgum öðrum, er nauðsynlegt að auka veru- lega tryggingarnar til að stuðla að meiri tekju- jöfnun og réttlæti i þjóðfélaginu. Þetta verður hins vegar ekki gert með þeim tillögum einum að hækka útgjöld trygginganna, eins og þingmenn Alþýðubandalagsins voru að leika sér að i vetur. Það verður jafnframt að afla tekna. öðruvisi verður þessu réttlætismáli ekki fullnægt. Þess vegna má hiklaust lýsa þeirri kröfu verkalýðs- hreyfingarinnar sem ómengaðri ihaldsstefnu, að allar skattaálögur, sem hið opinbera leggur á einstaklinga, skuli tafarlaust koma inn i kaup- gjaldsvisitöluna og valda nýjum vixlhækkunum kaupgjalds og verðlags. Slikt hlyti að leiða til þess, að valdhafarnir, hverjir, sem þeir væru, héldu meira að sér höndum en ella til að auka tekjujöfnun og réttlæti i þjóðfélaginu, þar sem það hefði jafnframt þau áhrif, að likast væri þvi, að verið væri að hella oliu á eld verðbólgunnar. Það er af þessum ástæðum, sem þessi krafa verkalýðshreyfingarinnar hefur verið gagnrýnd hér i blaðinu og nefnd sinu rétta nafni. Magnús Kjartansson hefur tekið upp vörn fyrir þessa stefnu og sannað með þvi, að þær tillögur, sem hann flutti um auknar almannatryggingar á sið- asta þingi, hafa ekki verið alvarlega meintar. Hins vegar má Magnús eiga það, að hann var þeirrar skoðunar, þegar hann sat i vinstri stjórn- inni, að skattar ættu ekki að ganga inn i kaup- gjaldsvisitöluna. Nú er þetta breytt hjá honum, eins og annað. Afsökun Magnúsar er annars helzt sú, að greinarhöfundi Timans farist ekki að tala um aukna samneyzlu, þvi að hann hafi á nýloknu þingi stutt tillögu um niðurskurð opinberra fram- kvæmda. Þetta er rétt, en hvernig er umræddur niðurskurður til kominn? Hann er þannig til kom- inn, að forustumenn verkalýðshreyfingarinnar létu mjög eindregið i ljós, að lækkun tekjuskatts- ins yrði til að draga úr kaupkröfum og verkfalls- hættu. Lækkun skattsins yrði metin sem kaup- hækkun. Rikisstjórnin hóf þvi umræður við þá um þetta efni. Niðurstaðan varð sú, að skattar voru lækkaðir um tvo milljarða króna á framhalds- þinginu. Verkalýðshreyfingin vildi fá enn meiri lækkun. Það kom vitanlega ekki til greina að vinna þessa skattalækkun upp með nýjum skatta- álögum, þvi að þá hefði verið um blekkingu að ræða. Þessari skattalækkun var þvi ekki hægt að mæta með öðru en niðurskurði framkvæmda og annarra útgjalda, þar sem þvi verður við komið. Vissulega má um það deila, hvort hér hafi verið farið inn á rétta braut. Framsóknarmenn töldu þó rétt að reyna þetta, ef það gæti orðið til þess að tryggja vinnufrið i landinu. Vinnufriðurinn skipt- ir sannarlega miklu máli. Nú virðist hins vegar komið i ljós, að skattalækkunin hefur litlu eða engu áorkað i þessum efnum. Þess vegna munu þingmenn áreiðanlega hugsa sig um oftar en tvisvar, áður en hliðstæður niðurskurður endur- tekursig. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Fundur leidtoganna hefur styrkt NATO AAinni tortryggni í garð Bandaríkjanna en áður Ford, Kissinger, Callaghan og Wilson á leiÐtogafundinum I Brussel. MARGT bendir til þess, að fundur, leiðtoga Atlantshafs- bandalagsríkjanna, sem hald- inn var I Brussel I siðustu viku, hafi borið meiri árangur en búizt var við fyrirfram, en satt að segja var ekki búizt við þvi að árangur yrði mikill. Meðal þess, sem telja má ótvi- ræðan árangur fundarins, er eftirfarandi: 1. Fundur leiðtoganna árétt- aði það mjög sterklega, að öfl- uglega yrði framfylgt þvi ákvæði bandalagssáttmálans, að bandalagið myndi koma tafarlaust til hjálpar sér- hverju þvi aðildarriki þess, sem yrði fyrir árás. Árás á eitt þeirra, yrði hiklaust talin árás á þau öll. Þessi yfirlýsing var orðin aðkallandi vegna þess, að nokkuð bar orðið á þeirri tortryggni, að bandalagið kynni að bregðast þessu ákvæði bandalagssáttmálans, ef á reyndi. T.d. hefur nokkuð borið á þeim áróðri hérlendis, að bandalagið myndi ekki standa örugglega við þessa skuldbindingu gagnvart ís- landi, nema hér væri herstöð. Framangreind yfirlýsing tek- ur af allan vafa um þetta atriði. Ástæða er til að vekja athygli á þvi, að Bandaríkja- forseti lagði sérstaka áherzlu á, að vel væri fylgt fram þessu ákvæði bandalagssamnings- ins. 2. Tvlmælalaust hefur dreg- ið úr þeirri tortryggni, sem nokkuð hefur borið á i garð Bandarikjanna. Sú tortryggni hefur bæði verið tengd enda- lokum Vietnamstyrjaldarinn- ar, þar sem Bandarikin höfðu að lokum dregið sig i hlé, og vaxandi ágreiningi, sem hefur virzt vera milli forsetans og þingsins um það, hver fram- tiðarstefna Bandarfkjanna ætti að vera i utanrikismálum. Það er nú ótvirætt komið i ljós, að milli forsetans og þingsins er enginn ágreiningur um það, að Bandarikin eigi fremur að treysta tengslin við Evrópu en hið gagnstæða. Til að árétta það hafa þeir leiðtogar demó- krata i öldungadeildinni, er mest hafa beitt sér fyrir fækk- un i herafla Bandarikjanna á meginlandi Evrópu, hætt við að endurflytja slikar tillögur að sinni. Gegn þessu krefjast Bandarikin þess, að þau Evrópuriki, sem mest geta lagt fram til landvarna, dragi ekki úr framlagi sínu, a.m.k. ekki hvað snertir varnir i Evrópu. 3. Þótt Bandarikin séu að sjálfsögðu mikils ráðandi inn- an bandalagsins, þar sem þau leggja mest af mörkum, kom það glöggt I ljós á fundinum, að þau verða að taka fullt tillit til hinna minni bandalags- þjóða. Vegna andstöðu þeirra, urðu Bandarikin að falla frá öllum ráðagerðum um að tengja Spán á einhvern hátt við Atlantshafsbandalagið. önnur aðildarriki höfnuðu þessu eindregið, og mun sú synjun gilda, meðan fasistar ráða á Spáni. 4. Leiðtogafundurinn virðist hafa leit i ljós, að minni hætta sé á þvi en áður, að Portúgal fari úr Atlantshafsbandalag- inu, eða hrökklist úr þvi. Ekki aðeins gáfu forustumenn portúgölsku herstjórnarinnar yfiríýsingar um, að Portúgal yrði áfram innan bandalags- ins, heldur virðast þeir hafa áréttað góðan ásetning sinn i þessum efnum, með þvf að semja við sósialdemókrata strax eftir fundinn. 5. Þá virðist fundurinn hafa frekar stuðlað að samkomu- lagi I Kýpurdeilunni, þar sem forsætisráðherrar Grikklands og Tyrklands ræddust við i Brussel, en vart er þó hægt að búast við skjótri lausn deil- unnar. Svo vandasöm er hún. 6. Þá virtist fundurinn sýna, að Frakkar væru að treysta að nýju tengslin við Atlantshafs- bandalagið. Að visu mætti Frakklandsforseti ekki á leið- togafundinum, og áréttaði með þvi sérstöðu sina. Hann sótti hins vegar veizlu, sem Baudoin konungur hélt fyrir leiðtogana, og fékk þar m.a. tækifæri tií að ræða við Ford. Það gefur nokkra hugmynd um, að fundurinn hefur þótt hagstæður fyrir bandalagið, aö Trudeau, forsætisráðherra Kanada, bar fram þá tillögu, að slikir fundir yrðu haldnir árlega. Þetta virðist hafa hlot- ið góðar undirtektir, þótt eng- in ákvörðun væri tekin um þetta að sinni. FULLUR einhugur virðist hafa rikt um það á fundinum, að haldið yrði markvisst áfram að draga úr spennu milli austurs og vesturs i Evrópu og stuðla að bættri sambúð þjóðanna þar. Það er líka einn aðaltilgangurinn með starfsemi Athaltshafs- bandalagsins, að það skapi og viöhaldi jafnvægi, sem gerir minnkaða spennu og bætta sambúð mögulega. 1 ályktun fundarins segir svo um þetta atriði: „Það öryggi, sem samning- urinn veitir, gerir bandalags- rikjunum fært að framfylgja ' stefnumiðum, sem spegla þá ósk þeirra, að skilningur og samvinna verði átökum yfir- sterkari. Miða myndi áfram á þeirri braut, ef unnt væri að ljúka ráðstefnunni um öryggi og samvinnu i Evrópu með viðunandi skilmálum og snúa orðum þeirra i gerðir. Vona bandalagsrfkin, að framfarir i samningaviðræðunum leyfi, að slik niðurstaða náist hið bráðasta. Þau itreka, að grundvallartengsl eru milli détente-stefnunnar i Evrópu og ástandsins I Berlin. Banda- lagsrikin, sem þátt taka i samningaviðræðunum i Vin- arborg, leggja áherzlu á, að til þess að hægt sé að vinna að skilningi og samvinnu, er einnig nauðsyn, að fram fari gagnkvæm og jafnvæg fækkun I herafla i Mið-Evrópu með þeim hætti, sem stuðla myndi að tryggari samskiptum og auknu öryggi allra”. SÉRSTÖK ástæða er til að vekja athygli á þeim orðum ályktunarinnar, að vegna efnahagsástandsins i heimin- um væri það auknum erfið- leikum bundið að viðhalda vamarmætti bandalagsins. Það var Helmut Schmidt, kanslari Vestur-Þýzkalands, sem hóf umræður um þetta atriði og benti á þá hættu, sem vestrænum rikjum stafaði af ótryggu efnahagsástandi i heiminum, og væri þvi nauð- synlegt að auka samvinnu rikjanna á þvi sviði. Schmidt minntist m.a.á hina háu vexti, sem væru ekki sizt óheppilegir á löngum lánum. Schmidt get- ur frómt úr flokki talað, þvi að vextir eru nú hvergi I Vestur- Evrópu lægri en i Vestur- Þýzkalandi, en þar er efna- hagsástandið lfka bezt. Marg- ir leiðtoganna tóku undir orð Schmidts um þau miklu áhrif, sem efnahagsástandið hefði á gang heimsmálanna. Meðal þeirra voru þeir Ford og Wil- son. Wilson lét m.a. svo um- mælt, að ekki væri nóg að hafa öflugar varnir, ef efnahags- málin væru i ólagi. Hann taldi, að efnahagsástandið myndi batna I Sovétrikjunum næstu 1-2 árin, og valdhafar þar þyrftu ekki heldur að ótt- ast gagnrýni kjósendanna. Vestræn riki glimdu hér vissu- lega við mikinn vanda. t ályktun leiðtogafundarins segir svo um þetta efni: „Þjóðir bandalagsins taka undir almennar óskir um rétí- læti og félagslegar framfarir. q Þær æskja þess, að með sam j! stilltu átaki verði komið § alþjóðlegri skipan, er spct' pólitiskan, efnahagslegan félagslegan raunveruleika timans. Bandalagsrikin staðráðin i þvi að eiga vinnu við aðrar þjóðir heimsvandamál eins og er varða mannfjölda, væli, orku, hráefni og hverfið. Velsæld man er undir þvi komið, að sameiginlegu verkefni að leysa”.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.