Tíminn - 04.06.1975, Page 1

Tíminn - 04.06.1975, Page 1
FELL S.F. Egils- stööum Sími 97-1179 Slöngur og tengi Heildsala Smásala 123. tbl. — Miðvikudagur 4. júni 1975 — 59. árgangur. TARPAULIN RISSKEMMUR HF HÖRÐVR GUNNARSSON SKÚLATÚNI 6 - SÍMI (91)19460' 90% félaaa í ASÍ fara í verkfall ef ekki semst fyrir 11. júní Einn af starfsmönnum Veiöimálastofnunar, Ólafur, er hér aö setja laxaseiðin i fötu, en hann tók þau úr iaxagildrunni, sm er lengst til hægri á myndinni. Sjálf laxagiidran sést greinilega ofar I Elliöaá. BH-Reykjavik. — 77 aðildarfélög innan ASÍ hafa tilkynnt skrifstofu Alþýðusambandsins um verk- fallsboðun frá og með 11. júni n.k., og að sögn Ólafs Hannibals sonar, skrifstofustjóra ASÍ, munu ekki öll kurl komin til grafar i þeim efnum, en hann taldi, að 10 aðildarfélög ASÍ á Austfjörðum myndu vera búin að ganga frá verkfallsboðun, þótt skrifstofu ASÍ væri ekki um það kunnugt enn, auk tilkynninga, sem væntanlega væru á leiðinni. En meðal þeirra félaga, sem tilkynnt höfðu verkfallsboðunina i gær eru mörg stærstu og sterkustu félög- in, og taldi ólafur ekki óliklegt, aö I þessum félögum væri eitthvaö yfir 90% af samanlagðri meö- limatölu aðildarfélaga ASÍ. Félögin, sem boðað hafa til verkfalls frá og með 11. júni, eru þessi: ASB, félag afgreiðslustúlkna i brauð- og mjólkurbúðum. Iðja, félag verksmiðjufólks i Reykjavik. Nót, sveinafélag netagerðar- manna. Starfsstúlknafélagið Sókn. Bifreiðastjórafélagið Keilir, Keflavik. Verkamannafélagið Ársæll, Hofs- ósi. Bilstjórafélag Akureyrar. Verkalýðsfélag Húsavikur. ökuþór, Selfossi. Verkakvennafélagið Framsókn, R. Verkamannafélagið Dagsbrún, R. Verkamannafélagið Hlif, Hafn. Verkalýðsfélag Akraness. Sveinafélag skipasmiða. Sveinafélag málmiðnaðarmanna, Akranesi. Iðnsveinafélag Mýrasýslu, Járniðnaðarmannafélag Árnes- sýslu. Félag isl. rafvirkja. Félag isl. linumanna. Rafvirkjafélag Akureyrar. Félag rafiðnaðarmanna á Suður- landi. Sveinafélag'tfúsgagnasmiða. Trésmiðafélag Reykjavikur. Trésmiðafélag Akureyrar. Félag Byggingariðnaðarmanna, Vestmannaeyjum. Deild byggingariðnaðarmanna, Rangárvallasýslu. Félag byggingariðnaðarmanna, Arnessýslu. Verkalýðsfélag Borgarness. Verkalýðsfélagið Vaka Sigl. Verkalýðsfélagið Eining, Akur- eyri. Verkal,- og sjómannafélagið Bjarmi, Stokkseyri. Verkamannafélagið Báran, Eyrarbakka. Verkalýðsfél. Þór, Selfossi. Verkalýðsfél. Hveragerðis og ná- grennis. Verzlunarmannafélag Reykja- vikur. Borgar- Árnes- Verzlunarmannafélag ness. Verzlunarmannafélag sýslu, Selfossi. Félag bifreiðasmiða. Félag bifvélavirkja. Félag bilamálara. Félag járniðnaðarmanna. Mjólkurfræðingafélag íslands Verkakvennafélagið Framtiðin, Hafnarfirði. Verkalýðsfélag Þórshafnar og Verkalýðsfélagið Vikingur i Mýr- dal hafa einnig heimild, en hafa ekki boðað til verkfalls enn. Þá hefur Landssamband vöru- bifreiðarstjóra boðað til samúðarverkfalls, sem tekur gildi 11. júni nk. hjá hverju vöru- bifreiðastjórafélagi fyrir sig um leið og verkfall hefst hjá verka- lýðsfélaginu á staðnum. Ólafur Hannibalsson gat þess sérstaklega, að vel gætu fleiri félög hafa boðað til verkfalls, þótt skrifstofu ASI væri ekki enn kunnugt um það, þar eð aðeins er skylt að boða verkfall til vinnu- veitenda og sáttasemjara, en ekki ASI. Loks er að geta þess, að um leið og verkfallsboðunin var sam- þykkt i félögunum, voru einnig i mörgum þeirra samþykktar harðorðar vitur á rikisvaldið fyrir setningu bráðabirgðalaganna og varað við slikum árásum verkalýðshreyfinguna, komizt er að orði. á og Islendingarnir í AAarokkó: Dæmdir í 170 þúsund kr. fjársekt hvor FB-Reykjavik. Utanrikisráðu- neytinu höfðu i gær borizt upplýsingar þess efnis, að tveir ungir tslendingar sem teknir voru mcö hass I Marokkó, heföu veriö dæmdir hvor um sig til þess að greiða I sekt 4000 dirhams, sem er gjaldmiðill i Marokko. Eitt dirhams er sama og 1.10 franskur franki. Þetta mun þvi jafngilda um 170 þúsund krónum. Utanrikisráðuneytinu bárust fyrst fréttir af máli þessara tveggja tslendinga, sem munu vera um tvitugt, fyrir rúmri viku. Höfðu þeir þá verið teknir fastir og settir i fangelsi i Marrakech. Sænska og danska sendiráðið i Marokko hefur fylgzt með máli piltanna, þar sem samningur er i gildi milli Norðurlandanna um það, að lendi þegnar einhvers landsins i vandræðum, og ekki sé sendiráð þess lands á staðnum, taki það sendiráð, sem fyrir er, aö sér að fylgjast með máli fólksins, og gæta hagsmuna þess. I fréttunum af máli piltanna, sem bárust hingað i gær, var sagt, að danska sendiráðið reyndi nú að fá sektina lækkaða niður i 600 dirhams, sem mun vera nokkuð innan við þrjátiu þúsund krónur. Ef ekki kemur til greiðslu þessa fjár, mun fangelsisdómur koma i staðinn. Piltarnir hafa verið i fangelsi i Marrakech eins og fyrr segir. Fangelsi i Marokkó munu ekki vera nútimaleg, en þó mun þar hvorki vera rottugangur né sér- stakur óþrifnaður, eftir þvi sem sagt er. II Ný tækni í laxamerkingu: Laxaseiðin „skotin gébé Rvik — Veiðiinálastofnunin er með ýmsar nýjungar á döfinni i sumar, og þar á meðal má nefna nýja tækni til aö merkja lax. Þetta eru litlar segulmagnaöar málmagnir, sem „skotið” er meö sérstökum útbúnaöi, i trjónu laxanna. Er þvi enginn hætta á aö merkin týnist, eins og oft vildi koma fyrir með aöferöinni sem notuð var áður. Þór Guðjónsson veiðimálastjóri sagöi i viðtali við Timann að Veiðimálastofnunin hefði fengið styrk frá þróunarsjóði Sameinuðu þjóðanna að upphæð um fimmtán milljónir isl. kr., sem greiðist á þremur árum. Fjárhæð þessari á aö verja til rannsókna og könn- unar á stofnstærð á lax og silungi i vötnum og ám á landinu. Einnig til rannsókna á hvernig bezt megi nýta fiskeldi i þjónustu fisk- ræktar. Sagði Þór að oft væri ruglað saman þessum tveim orðum fiskeldi og fiskrækt. Fisk- eldi er uppeldi seiða i eldi- stöövum, en fiskrækt fer fram i ám og vötnum. — Byrjað var að nota nýja merkingartækið sl. sumar, sagði Þór, en á si'ðastliðnu vori voru merkt 26 þúsund laxa-seiði, að visu ekki eingöngu með nýja tækinu, heldur einnig með gömlu aðferðinni — Gamla aðferðin er þannig, að plastþynna var fest viö bakugga laxins. Vildi oft til að merki þessi týndust og eru þvi endurheimtur á laxi algjörar lágmarkstölur, en með þessari nýju aðferð gjörbreytst öll að- staða til að fylgjast með laxinum. Nú er t.d. verið að gera samanburðarrannsóknir á villi- seiðum og aliseiðum. Viss fjöldi aliseiða úr laxeldistöðinni i Kollafirði og sami fjöldi villiseiða, sem tekin eru i Elliða- ám, eru öll merkt á sama hátt með nýja merkingatækinu og verður síðan sleppt i Elliðaárnar. Tveggja ára gömul laxaseiði, sem verða merkt meö hinni nýju skotaðferð. Timamyndir: Róbert. Seiðin eru tveggja ára gömul og verður nú hægt að fylgjast með þvíhvor hópurinn stendur sig bet- ur í sjó, og hvernig endurheimtur verða. Hin nýja merkingavél er bandarisk, og er bandarískur sérfræðingur hér á landi til að vinna að þessum rannsóknum, auk Islendinga. Bandariski sér- fræðingurinn sem hér er, er sá sami og fann upp vélina, svo betri kennara er varla hægt að óska sér. Merkingarnar fara þannig fram, að skotið er litlum málm- ögnum, svokölluðum örmerkjum, I trjónu seiðanna, þau siðan sett i þar til gerða vél, sem segul- magnar málminn. Málmurinn er með mismunandi táknum, t.d. eru til 225 kvótar, en aðeins einn kvóta þarf til að merkja hvern hóp seiða. Er siðan hægt að sjá i smásjá hvenær laxinn hefur verið merktur. Þá er veiðiugginn einnig skorinn af, svo hægt se' að sjá að laxinn sé merktur, þvi að sjálfsögðu sést segulmagnaða málmögnin ekki. Til að flýta fyrir og til þess að ekki þurfi að leita að málmögninni i hverjum lax, þá er hægt að setja laxinn i sérstakt greiningartæki, sem gefur frá sér hljóð ef laxinn er merktur. Seiðin hljóta mismunandi meðferð i uppeldinu, en með þvi að merkja hvern hóp fyrir sig, er hægt að fylgjast með hvaða meðferð hentar bezt. — 1 ár er áætlað að merkja fimmtiu þúsund laxaseiði, sagði Þór, og er þvi verki að mestu lokið. Ríkisverksmiðjudeilan: SAMKOMULAG UM ÝMIS ATRIÐI BH-Reykjavik. Þegar blaðið fór i prentun um 11 leytið i gær stóöu enn yfir hjá sáttascmjara tveir inikilvægir samningafundir. Logi Einarsson sáttasemjari sat þá á fundi með samninga- nefndinni i rikisverksmiðju- deilunni og Torfi Hjartarson rikissáttasemjari á fundi með fulltrúum i togaradeilunni. Enda þótt Logi Einarsson sáttasemjari vildi ekki á þvi stigi málsins fullyrða neitt um endanleg úrslit i rikisverksmiðjudeilunni, var ljóst að þá hafði náðst samkomulag um ýmis atriði, þó ekki sjálft kaupgjaldið. Gerði Logi ráð fyrir þvi að fundur stæði fram eftir nóttu. — í gær þótti mönnum ýmis merki þess, aö vinnudeilan í ríkisverksmiöjun- um væri aö leysast. En þá geröist þaö meöal annars, aö heimilað var aö lesta flóabátinn Baldur, sem gengur vestur um land, meö áburö frá Aburðarverksmiöjunni. Lestun hefði hafizt i gær, en þá stóð á heimild Vélstjórafélagsins vegna samúðarverkfalls vél- stjóra á kaupskipaflotanum. Þessi heimild fékkst siðdegis i gær. og mun þvi ekkert til fyrir- stöðu, að lestun Baldurs hefjist með morgninum.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.