Tíminn - 04.06.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 04.06.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Wiðvikudagur 4. júni 1975 VERÐBÓLGAN HEFUR LEIKIÐ VERKFALLSSJÓÐINA ILLA BH-Eeykjavik. — Við höfuni verkfallssjóð, þott ekki sé hann sterkur, sagði Jón Snorri Þor- leifsson, formaður Trésmiða- félagsins i viðtali við blaðið i gær, er víð inntum hann eftir verk- fallssjóði félagsins, sem boðað hefur verkfall 11. júni n.k. hafi samningar ekki tekizt fyrir þaun tima. Kvað Jón Snorri verðbólguna hafa leikið verk- fallssjóðinn hroðalega, eins og margt annað. Likt mun ástandið i öðrum verkalýðsfélögum sem við höfð- um samband við i gær. Um Dags- brúnarsjóði höfum við ekki vit- neskju, því að forsvarsmenn félagsins eru á sifelldum samningafundum. En Iðja er ekki alveg blönk. Guðmundur t> . Jónsson upplýsti okkur um það, að komið hefði fram á félags- fundinum i fyrrakvöld, að Iðja ætti um 7 milljónir króna i verk- fallssjóði. Um hitt væri ómögu- legt að segja, hversu langt það fé hrykki, ef verkfall drægist á langinn. vöru til Færeyja og Grænlands. Hér á landi er vel möguleiki á þvi, að mjólk með slikt geymsluþol verði stöðum, þar sem flutninga- leiðir eru ótryggar og tafsamar, mikið hagræði. Þá er einnig sá möguleiki fyrir hendi að Mjólkur- samsalan geti átt á lager mjólk, og losni þar með við að flytja hana frá Norðurlandi. Er ekki að efa að ferðamönnum mun þykja það mikil þægindi, að geta nú geymt langtimum saman mjólkurvörur án þess að þær skemmist á nokkurn hátt. Þá kemur framleiðslan sumar- bústaðaeigendum til góða, nú verðurhægt að kaupa nægjanleg- ar birgðir i upphafi dvalar, i stað þess að vera sifellt að kaupa inn. Eins og fyrr sagði mun að sinni einungis vera framleidd kakó- mjólk og kaffirjómi. Stærð hvers pakka verður fyrst i stað 1/4 úr litra. Það fer hins vegar eftir við- brögðum neytenda hvenær mjólk verður send á markað og eins hvenær stærri umbúðir verða teknar upp. Til að byrja með verður fram- leiðslan seld i verzlunum mjólkursamsölunnar og i kaup- félögum á svæði hennar. En eftir nokkurn tima verður hægt að kaupa hvort tveggja i almennum verzlunum um land allt, enda munu kaupmenn eiga hægt með að geyma vöruna, þegar kæli- geymslur eru ekki skilyrði. Verð kakómjólkurinnar verður krónur 25. pr. pakka en kaffi- rjómans kr. 40. NU MA GEYMA MJOLKINA í HÁLFT ÁR í STOFUHITA — nýjar vörur frá Mjólkurbúi Flóamanna á markað í dag ASK-Reykjavik. t dag kemur á markaðinn frá Miólkursamsöl- unni og Mjólkurbúi Flóamanna ný tegund af kakómjólk og kaffi- rjóma. Þessar tvær tegundir eru i þvi frábrugðnar þvi, sem menn þekkja í dag, að möguleiki er að geyma þær í allt að fjóra til sex mánuði við stofuhita. Þetta kom fram á blaðamanna- fundi, er forráðamenn fyrirtækj- anna héldu á Selfossi i gær. Þar skýrðu þeir frá þvi, að fram- leiðsluaðferðin væri i mörgu svipuð eldri aðferðum, nema hvað nú er varan hituð yfir suðu- mark og hún algerlega dauð- hreinsuð auk umbúðanna sjálfra. Nær ekkert aukabragð kemur fram á vörunni við þessa með- ferð, þó svo mjólkin hitni i um 140 gráður. Tækin, sem notuð eru við fram- leiðsluna eru sænsk að gerð, frá TETRA PAK, en það fyrirtæki selur nær 32% pökkunarvéla sinna til mjólkursamlaga, ér framleiða fyrrgreinda vöru. Kostnaðarverð vélasamstæðunn- ar var um 25 milljónir króna. Tækni þessi er mjög að ryðja sér til rúms erlendis, og til dæmis flytja Danir mikið magn slikrar Sinfóníu- tónleikar á Akranesi Sinfómuhljómsveit tslands heldur tónleika á vegum Tónlistarfélags Akraness i Bióhöllinni á Akranesi fimmtudaginn 5. júni, og hefjast þeir kl. 21.00. Stjórnandi verður Páll Pampichler Pálsson og ein- leikari Guðný Guðmundsdóttir konsertmeistari. Á efnisskrá eru verk eftir Rossini, Mozart, Beethoven og Grieg. Silunganetum stolið Gsal-Reykjavik — I fyrrinótt var stolið 5 til 10 netum frá bóndanum að Berjanesi undir Eyjafjöllum, þar sem hann hafði þau i Holtsós, en þar er góð bleikju- og sjó- birtingsveiði. Netin voru bundin við landfestar, og hafa þjófarnir farið á bát út á ósinn og stolið netunum með veiðinni. Máliðhefur verið kært til sýslu- mannsins. Þetta erú tegundirnar sem landsmönnum verður boðið uppá I sumar. Tímamynd: Róbert. Skólaslif á ísafirði GS-tsafirði.Starfi skólanna á Isa- firði er nú lokið. Laugardaginn 31. mai var slitið barnaskólanum, en i honum voru i vetur 379 nemend- ur. Skólastjóri er Björgvin Sig- hvatsson. Sama dag sleit Ilannibal Valdimarsson skóla- stjóri Gagnfræðaskólanum. Þá hefur Tónlistarskólanum verið slitið i 27. sinn. Nemendur skólans i vetur voru 100 talsins, en skóla- stjóri er Ragnar H. Ragnars. Á sunnudaginn, 1. júni var slitið Menntaskólanum á Isafirði. Skólameistari er Jón Baldvin Hannibalsson. 28 stúdentar út- skrifuðust frá skólanum að þessu sinni. ¥1 'Jm &MS Ivli Túnblöndur gengnar fil þurrðar BH—Reykjavlk. — Um 800 lestir af áburði voru af- greiddar frá Áburðarverk- smiðjunni i Gufunesi i gær, eða heldur meira magn en á mánudaginn. Að sögn Jóns Hjaltested, yfirverkstjóra, eru þær túnblöndur, sem mest eru eftirsóttar, gengn- ar til þurrðar, þótt ennþá sé nokkurt magn af sekkjuðum áburði fyririiggjandi, eða hálft fjórða þúsund tonn. • jr S omenr >n og a sður var Myndin er úr Silfurtúngli Laxness, sem sýnt verður næst á föstudags- kvöld Lóa (Anna Kristln Arngrlmsdóttir), Óli (Sigm. örn Arngrlms- son) og Feilan O. Feilan (Erlingur Gislason) Sýningum Þjóðleik hússins að Ijúka — leikför til Norður- og Vesturlands örfáar sýningar eru nú eftir á Silfurtúngli Halldórs Laxness og Þjóðníðingi Ibsens i Þjóð- leikhúsinu, því að siðustu sýningar þar verða 15. þessa mánaðar. Báðar þessar sýningar hafa mælzt vel fyrir og aðsókn verið góð. Ákveðið hefur verið að sýna tvö leikrit úti á landi siðar i þessum mánuði, áður en leikhúsinu verður lokað vegna sumarleyfa: Leikrit Jökuls Jakobssonar Herbergi 213 verður sýnt á ísafirðí 20. 21. og 22. júnl og sænska leikritið Hvernig er heilsan? verður sýnt á Sauðár- króki um sömu helgi. Bæði þessi leikrit voru á verkefnaskrá leikhússins i vetur og vöktu mikla athygli. Mikil gróska hefur verið i starfi Þjoðleikhússins I vetur, á 25 ára afmælisári þess. Nitján verkefni hafa verið tekin til meðferðar og aðsókn verið með allra besta móti: A annað hundrað þúsund manns hafa , sótt sýningar i leikhúsinu i vetur fyrir utan þá, sem séð hafa sýningar á leikferð- um utan hússins. BH—Reykjavík. ■— Verkfallsbaráttan tekur á sig ýmsar myndir. Sumir hvetja til verkfalls, aðrir til lausnar. Einn þeirra siðarnefndu gerðist I fyrrakvöld. Þá söfnuðust um 50 steypuhræribílar, frá Steypustöðinni, Breiðholti hf. og BM Vallá saman á Artúnshöfða og óku siðan fylktu liði niður að Tollstöðvarbyggingunni við Tryggvagötu, þar sem samninga- nefndarmenn rikisverksmiðjanna sitja á fundum. Óku bilarnir tvo hringi umhverfis bygginguna og þeyttu horn sin ákaflega, og duldist vist éngum, sem aðfarirnar sáu, að hér voru menn að undirstrika nauðsyn þess að leysa verkfallið, til þess að byggingaiðnaðurinn geti gengið eðlilega fyrir sig, en sementsleysið hamlar nú framkvæmdum með öllu. Timamynd:Róbert. 60 þús. hafa séð Flóna Sú makalausa Fló á skinni er nú að Ijúka göngu sinni I Iðnó. AUs er búil að sýná þennan vinsæla franska farsa 265 sinnum, og hafa um 6(

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.