Tíminn - 04.06.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 04.06.1975, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Miðvikudagur 4. júni 1975 Garnaveiki á Fögrubrekku í Hrútafirði ÞAÐ setti allmikinn ugg að bændum i Hrútafirði i vetur, þegar það fréttist, að garna- veiki væri komin upp á Fögru- brekku i Bæjarhreppi. Það var ekki um annað meira talað og menn ræddu fram og aftur hvað gera skyldi. Sú var þó helzta von, að féð á Fögrubrekku væri ekki búið að smita út frá sér, þar sem Fagrabrekka hefur nokkra sér- stöðu. Felst hún i þvi meðal annars, að varnargirðing er á norðurmerkjum landsins, það er að segja á milli Fögrubrekku og Fjarðarhorns. Enginn sam- gangur á fé hefur verið þarna á milli. Aftur á móti höfðu menn farið á milli fjárhúsa á þessum bæjum áður en upp komst um veikina. Litilsháttar samgangur hefur verið á fé á sumrin á milli Fögrubrekku og Mela, sem er næsti bær fyrir sunnan. Við aðra bæi hefur ekki verið samgangur svo vitað sé. Rétt er að taka það fram, að Fögrubrekkufé gengur i heimalandi allt árið. Spurningin var þvi, hvort ætla mætti, að veikin væri komin að Melum, en Melaféð gengur all- mikið saman við fé úr Staðar- hreppi i V-Hún. Fyrst af öllu var tekið blóðsýni af öllu fé á áður- nefndum bæjum, þar sem talið var, að það gæti gefið nokkra visbendingu. Var þetta mikil vinna og alllangan tima tók að rannsaka sýnin á Keldum. Útkoman var sú, að 19 kindur svöruðu á Fögrubrekku og sum- ar verulega hátt, en það þykir öruggari visbending um sýk- ingu. Nokkrar svöruðu frá Mel- um og fáeinar á Fjarðarhorni, en engin hátt. Sérfræðingar telja, að þegar um lága svörun er að ræða, geti það stafað af öðrum orsökum en garnaveiki. Næst gerðist það, að allar kindur, sem svarað höfðu á Fögrubrekku, og þær, sem mesta svörun höfðu á Melum og Fjarðarhorni, voru teknar og farið með þær i Borgarnes og þeim slátrað þar. Við nánari rannsókn á innyflum kom i ljós, að um helmingur kinda frá Fögrubrekku var sýktur, en gamaveiki fannst ekki i kindun- um frá Melum og Fjarðarhomi. Gerðust menn nú vonbetri um, að veikin væri ennþá stað- bundin, og væri nú um að gera að reyna allt, sem hægt væri, til að koma i veg útbreiðslu og vinna þar með tima, þar sem nú yrði allt fé sprautað næsta haust, og reyna að mynda þar með ónæmi i' fjárstofninum. Þann 16. april kom fram- kvæmdastjóri sauðfjárveiki- vama Sæmundur Friðriksson, og Sigurður Sigurðarson dýra- læknir á Keldum á fund i Stað- arskála. Þar mættu hrepps- nefndarmenn úr Bæjarhreppi i Strandasýslu og Fremri- og Ytri-Torfustaðahreppi og Stað- arhreppi i V-Hún. Einnig hér- aðsdýralæknirinn á Hvamms- tanga, Egill Gunnlaugsson, og Jónas R. Jónsson á Melum, en hann hefur umsjón með varnar- girðingum hér um slóðir. Þarna munu málin hafa verið rædd nokkuð. Fundurinn samþykkti eftir- farandi ályktun: 1. Að þar sem garnaveiki hefúr nú gert vart við sig bæði i Miðfjarðarhólfi og Húnaflóa- hólfi sé áriðandi að taka upp bólusetningu sauðfjár gegn garnaveiki. Fundurinn telur nauðsynlegt, að bólusetja þegar á næsta hausti ásetn- ingsfé i Miðfjarðarhólfi. Einnig beri að vinna að sams konar aðgerðum i Dalahólfi nyrðra. 2. Að hreppsnefndum á svæðinu beri hverri i' sinum hreppi að beita sér fyrir, að samstaða náist um bólusetninguna. Áætlaðar tölur um bóluefnis- þörf þurfa að hafa borizt frá oddvitum til tilraunastöðvar- innar á Keldum ekki siðar en i mailok. 3. Að þrátt fyrir uppkomna garnaveiki. bæði i Miðfjarð- arhólfi og Húnaflóahólfi, sé alls ekki timabært að leggja niður varnarlinur, sem af- marka þau, heldur að auka viðhald girðinga og varnir við þær. 4. Blóðprófað verði það fé á Fögrubrekku, sejn grun- samiegt er eftir útliti i vor, áður en þvi er sleppt af húsi. Fögrubrekkuféð verði ræki- lega litarmerkt ogreynt, eftir þvi sem unnt er, að koma i veg fyrir samgang þess við annað fé, t.d. með girðingu. 5. Fundurinn vill benda á, að garnaveiki getur leynzt viðar á svæðinu. Þvi er áriðandi að bændur láti forðagæzlumenn skoða fé sitt nú i vor með tilliti til þess. Skulu bændur og forðagæzlumenn gera héraðs- dýralækni aðvart þegar i stað um grunsamlegar kindur. Þá var samþykkt, að hrepps- nefndir Staðarhrepps og Bæjar- hrepps tilnefni sinn manninn hvor og Sauðfjárveikivarnirnar einn mann til að framkvæma at- huganir varðandi girðingu á Fögrubrekku. Undir ályktunina og ofangreinda samþykkt skrif- uðu allir fundarmenn, þar á meðal Sæmundur Friðriksson og Sigurður Sigurðarson. Hreppsnefndir Bæjarhrepps og Staðarhreppsskipuðu nú i þessa nefnd. Nefndin kom svo saman i Staðarskála 27. april. Einnig kom þar Vilhelm Steinsson, bóndi á Fögrubrekku, og Jónas R. Jónsson mætti frá sauðfjár- veikivörnum. A þessum fundi var eftirfar- andi ályktun samþykkt: „Þar sem blóðrannsókn sauð- fjár á Melum og Fjarðarhorni bendir til þess að garnaveiki sé ekki komin i það, er nauðsynlegt að Fögrubrekkuféð verði ein- angrað i sumar með girðingu og skorið niður I haust, og bætt samkvæmt lögum um fjár- skipti. Eftir athugun kunnugra manna þyrfti að setja upp nýja girðingu 4,7 km langa og styrkja girðingar, sem fyrir eru. Ábúendum Fögrubrekku séu tryggðar bætur á afurðatjóni, sem verða kann vegna land- þrengsla.” Ályktun þessi var svo send til framkvæmdastjóra Sauðfjár- veikivarna eftir að mæling og athugun á girðingarstæði hafði farið fram. Við athugun á girð- ingarstæði var gætt ýtrasta hófs, meðal annars átti núver- andi varnargirðing að mynda norðurkantinn og girðing, sem fyrir er, austurkantinn. Var nú beðið eftir svari og svarið kom. Starfsmaður Sauð- fjárveikivarna hringir i Jónas R. Jónsson og tjáir honum al- gjöra neitun um girðingu og alla fyrirgreiðslu af varnanna hálfu til að einangra Fögrubrekkuféð. Jónas hafði þegar samband við nefndarmenn og lét þá vita um þetta svar. Þegar þetta sama kvöld kom nefndin saman i Staðarskála og ræddi þessi tið- indi. Nefndarmenn voru furðu- lostnir yfirþessum undirtektum Sauðfjárveikivarna. Eftirfarandi ályktun var sam- þykkt og send suður með hraði: 1. Nefndarmenn furða sig á þeirri ákvörðun Sauðfjár- veikivarnanna, að neita al- gjörlega að einangra Fögru- brekkuféð með girðingu, eða hvaða leiðir ætluðu varnirnar að fara til að framkvæma á- lyktun þá, sem samþykkt var á fundi I Staðarskála 16. april s.l. sbr. 4. gr. Að þessari á- lyktun stóðu m.a. Sæmundur Friðriksson og Sigurður Sig- urðarson. 2. Þó að einstök atriði ályktun- ar nefndarinnar kunni að orka tvimælis, t.d. stærð girð- ingar o.fl. þá hefðu nánari viðræður getað breytt þvi. 3. Hugsanlegt er, að hægt væri að lána fé i þessa framkvæmd af sveitarfélögum eða öðrum aðilum, ef það greiddi fyrir framkvæmd málsins. Með orðunum „orki tvimælis um vegalengd” var átt við, að hugsanlegt væri að stytta girð- inguna á kostnað landrýmis inn- an hennar. Við þessari siðustu ályktun kom neitun þegar i stað, en að öðru leyti var henni ekki svarað. Það skal tekið fram að Jónas R. Jónsson stóð algjörlega að þessum ályktunum og var á öndverðum meiði við starfs- menn varnanna I Reykjavik. Ég hef nú rakið sögu þessa máls eins og það hefur gengið fyrir sig hér heima fyrir. Ég er ekki viss um, að bændur hér um slóðir hafi fylgzt með þvi hvað gerðist i þessu máli. Reyndar tel ég, að mistök hafi verið að halda ekki almennah fund með fjáreigendum um þetta mál snemma i vor. Ég er alveg hissa á hvað Sæmundur Friðriksson og Sigurður Sigurðarson voru að gera með að koma norður á fund úr þvi ekkert átti að gera. Það hefur kannski verið til að draga málið á langinn. Það virðist, að nægjanlegt hefði verið að senda hrepps- nefndunum bréf þess efnis, að ekkert yrði gert til að einangra Fögrubrekkuféð. Hitt undrast ég enn meira, að Sæmundur Friðriksson var við að semja á- lyktun þá, sem samþykkt var á fundi hrpppsnefndanna og mun reyndar hafa haldið þar á penna og ritað hana á blað. Bæði Sæmundur Friðriksson og Sigurður Sigurðarson skrifa svo nöfn sin undir ályktunina og fundargerðina. t þvi' sambandi bendi ég á eftirfarandi i lið 4, „og reynt verði eftir þvi sem unnt er að koma i veg fyrir sam- gang þess við annað fé t.d. með girðingu.” Hvernig hugsuðu þeir sér að koma i veg fyrir samgang nema með girðingu? — spyr sá sem ekki veit. Er það kannski svo, að emb- ættismönnum leyfist að skrifa undir hitt og þetta, en þurfa svo ekki að standa við það? Slik vinnubrögð þykja nú ekki beint traustvekjandi hér norðan heiða hjá fávisum bændalýð. Hrútatungu 20. mai 1975. Tómas Gunnar Sæmundsson. Heiibrigðisróð dhyggjufullt vegna fjölgunar hunda í Reykjavík OFFJÖLGUN HUNDA OG KATTA ÓGNUN VIÐ HEILBRIGÐISHÆTTI — drds d fegurð umhverfis, mengunar- og slysavaldur, segir landssamband bæjarstjórna í Bandaríkjunum FB-Reykjavik. Þrátt fyrir bann við hundahaldi i Reykjavik fer hundum hér stöðugt fjölgandi. Heilbrigðism álaráð Reykja- vikurborgar samþykkti á fundi sinum á föstudaginn ályktun um hundahald, sem hljóðar svo: „Heilbrigðismálaráð lýsir áhyggjum sinum vegna fjölgunar hunda i Reykjavik, þrátt fyrir bann við hundahaldi og beinir þeirri eindregnu áskorun til lög- reglu- og dómsvalds, að banni við hundahaldi i Reykjavik verði i reynd framfylgt.” Ályktun þessi var samþykkt með fimm atkvæð- um gegn einu á fundi ráðsins. Samstarfsnefnd um heil- brigðiseftirlit á höfuðborgar- svæðinu kom saman til fundar um miðjan mai, og var hundahald á höfuðborgarsvæðinu rætt á fundinum. Ennfremur var sam- þykkt á fundinum mjög yfirgrips- mikil greinargerð um hundahald i þéttbýli, en það mál hafði áður verið til umræðu i nefndinni. 1 greinargerðinni er vitnað i bréf yfirdýralæknis til land- læknis, þar sem vakin er athygli á vandamálum, er stafa af hunda- haldi I þéttbýli. Þar segir yfir- dýralæknir m .a., að aukið hunda- hald I þéttbýli hafi i för með sér mikið aukna ásókn fólks i að verða sér úti um erlenda hunda, löglega eða ólöglega. Þvi fylgi að sjálfsögðu ýmiss konar áhætta. Hundaæði hafi t.d. tvisvar borizt til Bretlands nýverið með inn- fluttum hundum, enda þótt þeir hefðu verið bólusettir gegn hundaæði og auk þess hafðir i sóttkvi I sex mánuði. t öðru bréfi yfirdýralæknis til landlæknis, frá 7. mai sl. segir, að almennt hafi verið talið, að sullaveiki hefði verið útrýmt hér á landi, og um- fangsmiklar athuganir á sláturfé á árunum kringum 1950 hafi bent til þess að svo væri. „Fundur Igulsulla i sláturfé á þremur sláturstöðum, Djúpavogi, Breið- dalsvik og Vopnafirði, siðustu 20 árin bendir til að of mikillar bjartsýni hafi e.t.v. gætt i þvi máli,” segir i bréfinu. Þá segir þar ennfremur: „Liklegt má telja, að ekki hafi allar sullaveik- ar kindur úr þessum sveitum á Austurlandi borizt til skoðunar, og vafalaust er að nú lifa á smituðum bæjum töluvert af kindum, sem bera lifandi sulli i sér. Þvi er smithætta til staðar frá þessu fé næstu árin, sé eigi gætt fyllstu varúðar. Ekki hefur tekizt að finna upp- sprettu þessara faraldra i hund- um frá þessum bæjum. Hert hef- ur veriðá ormahreinsun i þessum sveitum, en almennt er viður- kennt, að venjuleg ormahreinsun kemur aðeins að takmörkuðu gagni til þess að eyða bandorm- um úr hundum. Engar hömlur eru á flutningi hunda innanlands og hvolpum er oft dreift ótrúlega viba um landið, ogiðulega lenda þeir á bæjum eða þorpum, þar sem hundahald virð- ist nú illu heilli komið i tizku. Reynslan sýnir, að nær ógerlegt er að framfylgja reglum um skepnuhald i þéttbýli og gildir það jafnt um hunda sem önnur hús- dýr. Tal manna um strangar reglur varðandi hundahald, er lika mest i munni þeirra, sem minnst kynni hafa af þeim mál- um.” í greinargerðinni er vitnað i niðurstöður einhverrar yfirgrips- mestu skoðanakönnunar, sem nokkru sinni hefur verið fram- kvæmd meðal bæjarstjórnar- manna I Bandarlkjunum, en sam- kvæmt henni er „hundavanda- málið”, efst á lista yfir þau vandamál, sem borgarar hafa fram að færa við sina bæjar- stjórn. t Bandaríkjunum er einn hund- ur á hverja 6 ibúa, og hundabit fara þar vaxandi. Arið 1971 voru tæplega 40.000 hundabit tilkynnt i New York borg einni, en ekki eru skráð nærri öll hundabit. (Sam- svarandi tala I Reykjavik væri um 400). Rannsókn i St. Louis leiddi i ljós, að 2% allra barna á aldrinum 5-9 ára urðu fyrir hundabiti árlega. Þá er talið, að a.m.k. 2% innlagna á slysadeildir I New York borg séu vegna hundabita. Gifurlegum fjárupphæðum er árlega varið i dýraeftirlit i Bandarikjunum. Árið 1973 er áætlað að þessi upphæð hafi verið 500 milljónir dollara, sem er tal- inn kostnaður við að lóga 13.5 milljónum hunda og katta. Þá skilja hundar i New York eftir sig 150 tonn af saur daglega, og væri sambærileg tala i Reykjavik 1.5 tonn. Miklir fjármunir fara að sjálfsögðu i hreinsun borganna. 1 stefnuyfirlýsingu frá lands- sambandi bæjarstjórna í Banda- rikjunum segir varðandi hunda- og kattahald: „Offjölgun hunda og katta i þéttbýli er nú viður- kennd, sem ógnun við heilbrigðis- hætti, árás á fegurð umhverfis, mengunarvaldur og slysavaldur. Ennfremur er hér um að ræða stóran útgjaldalið bæjar og borga. Gera verður ibúum og stjórnendum ljóst, hve alvarlegt vandamálið er.” t vísindaritinu Science, sem gefið er út I Bandarikjunum er skýrt frá þvi', að talið sé, að yfir 40 sjúkdómar geti borizt frá hundum I mann. Algengastir eru band- ormar, spóluormar, hakaorrr.ar hringskyrfi, flær og hundaæði. 1 Sviþjóð er áætlað, að 2% hunda séu smitaðir af salmonetta sýkl- um, sem valda taugaveiki og taugaveikibróður. í svo til öllum ofangreindum sjúkdómum er sýkingavaldinn að finna i saur hundsins. Það gefur þvi auga leið, hvilik smithætta getur verið hon- um samfara. Samstarfsnefndin um heil- brigðiseftirlit bendir enn fremur á það, hvort nægjanlegt tillit sé tekið til hundsins sjálfs? Álita nefndarmenn, að meðferð hunda i þéttbýli sé oft ábótavant og slikt umhverfi sé flestum hundum óeðlilegt. Það sé andstætt eðli þessara dýra að vera sifellt lokuð inni eða bundin úti, annað hvort við staur eða mannveru. Að lokum segir nefndin, að þeg- ar hafi fengizt reynsla af tak- mörkuðu hundahaldi i Hafnar- firði, en hún sýni, að þar fari hundum stöðugt fjölgandi, þrátt fyrir itrekaðar auglýsingar og áminningár um að hlutaðeigend- ur fari að settum reglum. „Þessi þróun kemur ekki á óvart, og nægir að benda á þá staðreynd, að hvolpum er yfirleitt ekki lógað, heldur gefnir eða seldir. Þarna er m.a. að finna skýringu á þvi, með hvilikum ógnarhraða hundum fjölgar hvarvetna, t.d. i Sviþjóð, þar sem talið er að árið 1974 hafi verið hálf milljón hunda, er reiknað með, að þeir verði senni- lega orðnir 1 milljón 1980.” „Hver vill stuðla að þvi að kalla yfir höfuðborgarsvæðið hunda- hald, sem á stuttum tima yrði það mikið, að enginn myndi treysta sér til eða geta ráðið við það, svo sem reyndin er þegar orðin mjög vfða i öðrum löndum? Hver vill bera ábyrgð á þvi að leyfa fáum einstaklingum að virða að vettugi, með hundahaldi sinu, óskir mikils meirihluta samborgaranna og valda þvi, að ibúar höfuðborgarsvæðisins verði um alla framtið að sætta sig við óþrifnaðinn, sambýlisvandamál- in, óþægindin, slysin og smithætt- una, sem fylgir hundahaldi i þétt- býli? Það er þvi eindregin skoðun undirritaðra, að brýn þörf sé á að banni við hundahaldi á höfuð- borgarsvæðinu verði framfylgt nú þegar (banni er nái þó ekki til leiðsöguhunda fyrir blint fólk, sporhunda eða lögregluhunda), með samræmdum aðgerðum við- komandi bæjar- og sveitarfélaga, lögreglu og dómsvalds,” segir samstarfsnefndin að lokum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.