Tíminn - 04.06.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 04.06.1975, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Miðvikudagur 4. júni 1975 Fjöldi hafna í byggingu í Færeyjum enda eru þær grundvallar- atriði fyrir afkomu okkar - rætt við færeyska iandbúnaðar- og menntamálaráðherrann Danjal Pauli Danielsen bónda að Velbastað Hella og Danjal Pauli Danielsen mennta- og landbúnaðarráðherra Færeyja. t baksýn er færeyski fán< inn. Timamynd Gunnar. — ÉG VONA að góð og aukin samskipti komist á milli islend- inga og Færeyinga i minni ráð- herratið. Og ég held að ég hafi cf til vill betri skilyrði en aðrir til að stuðla að þvi. Svo fórust Danjal Pauli Daniel- sen bónda á Velbastað, 9 km frá Þórshöfn i' Færeyjum orð i viðtali við Tfmann nýlega, en hann tók við ráöherraembætti i færeysku landstjórninni i janúar siðastliðn- um. Danielsen er gamalkunnur á Islandi. Hann var i bændaskólan- um á Hvanneyri l944-’46, starfaði hjá Stefáni Þorlákssyni i Reykja- hlið i Mosfellssveit, og að loknu búfræðinámi sumarið 1946 var hann hér i vegavinnu. Fyrir skömmu var Pauli Danielsen i heimsókn hér á landi, i annað sinn siðan 1946. Sat hann fund Rotary- manna og vitjaði gamalla slóða að Hvanneyri. 1 þeirri ferð var þaö ákveðið, að Magnús B. Jóns son, skólastjóri bændaskólans, þiggur heimboð til Færeyja nú i júnf. Flytur þar erindi fyrir al- menning og gefst kostur á að kynna sér landbúnað i Færeyjum og annað, sem hann kann að hafa áhuga á. — Við hlökkum mikið til heimsóknan hans sagði Pauli Danielsen. Fáir raunverulegir bændur Við hittum Pauli Danielsen og konu hans Hellu á Hótel Sögu. Þau segja okkur að Velbastaður sé á milli Þórshafnar og Kirkju- bæjar og Danielsen ekur til vinnu sinnar i Þórshöfn daglega. Hann er fæddur og uppalinn á Velba- stað og hefur alla tið verið bóndi. Bústofninn er nú um 180 fjár og 15 kýr. — Það eru um 4000 landeigend- ur I Færeyjum, segir landbúnað- arráðherrann. Búskapur er með ólfku sniði og hér á Islandi þar sem landrými er minna, Færeyj- ar eru aðeins 1.400 ferkilómetrar samtals að flatarmáli. Raunveru- legir bændur skipta þvi aðeins fá- einum hundruðum. Hella Danielsen er hins vegar bæjarstúlka frá Þórshöfn. Bróðir hennar var rithöfundurinn þekkti Jörgen Franz Jacobsen,sem m.a. skrifaði ástarsöguna Barböru, sem byggðist að nokkru á lifi hans sjálfs, en þau Hella og Pauli Danielsen fullyrða að hún komi þar ekki við sögu. Hella er einnig náskyld skáldinu og rithöfundin- um William Heinesen. — Það var mjög ánægjulegt að koma hingað og hitta gamla kunningja, sagði Danielsen. Við vorum hér hópur frá Þórshöfn og einn maður frá Klakksvik, en Rotaryklúbbar eru á þessum tveim stöðum. Ég kom hingað til náms eftir striðið, en það var eiginlega ný- lunda, fyrir strið höfðu flestir Færeyingar sem hugðu á land- búnaðarnám farið til Noregs. Danielsen hefur ekki gegnt ráð- herraembætti fyrr en nú, en hann hefur verið formaður Fólka- flokksins færeyska i 25 ár. Stjórnmálin spennandi nú Stjórn Fólkaflokks, sósial- demókrata og Þjóðveldisflokks ræður nú rikjum á landþingi Fær- eyja. — Þetta er mjög spennandi stjórn, segir Danielsen. Fólka- flokkurinn hefur alla tið verið borgaralegur flokkur hlynntur sjálfstæði Færeyja, en sósial- demókratar dansksinnaður vinstriflokkur. Margir telja, að samsteypa þessara flokka geti náð lengra en fyrri stjórnir og landið öðlizt aukið sjálfstæði. Hlutföllin milli flokkanna á þingi eru nú sjö menn frá sósial- demókrötum, sex frá Þjóðveldis- flokknum, fimm frá Fólkaflokkn- um, fimm frá Sambandsflokkn- um og tveir frá Sjálfstjómar- flokknum. Þá er einnig til Fram- faraflokkur i Færeyjum en hann er i raun og veru aðeins einn mað- ur, e.k. Hannibal, en það er Kjartan Mohr. — Hvaða mál fjallið þér um sem ráðherra? — Mennta- og menningarmál, ab skólamálum undanskildum, landbúnað, verzlun, vega- og hafnamál. — Hvaða mál eru ofarlega á baugi nú I ráðuneyti yðar? — Það er tilbúin áætlun um fær- eyskt sjónvarp og er áætlaður kostnaður við framkvæmd henn- ar 10 milljónir færeyskra króna i fyrsta áfanga. Margir Færeying- ar kæra sig ekkert um sjónvarp, og skoðanir eru skiptar um það i öllum flokkum. Ég er þeirrar skoðunar að við verðum að koma upp sjónvarpi svo að það komi ekki inn i landið bakdyramegin, en ýmsir hafa þegar sjónvarps- tæki og horfa á efni af kassettum. Við fengum seint færeyskt út- varp, ekki fyrr en 1957. Það er i lélegu húsnæði og innan skamms verður byrjað að reisa nýtt út- varpshús. Það verður mjög full- komið, með tónleikasal og öðru tilheyrandi. Áætlaður kostnaður er 10 milljónir færeyskar. Þar verður einnig rúm fyrir sjónvarp- ið ef úr framkvæmdum þeirrar áætlunar verður. Landsbókasafn var reist i Þórs- höfn um 1930 og er nú orðið of lit- ið. Verið er að byggja nýtt og verður gamla húsið notað sem fornminjasafn. — Hvað um Fróðskaparsetrið, háskólann ykkar? — Þar er starfandi deild nor- rænna mála ásamt deild fyrir móðurmálskennara. Einnig höfum við þar deild með svo- kallaðri grundvallarmenntun, eins og eru I Hróarskeldu og Óð- insvéum I Danmörku, en það er tveggja ára nám. Við ætluðum að taka upp forspjallsvfsindi á sin- um tima, en þá voru Danir t.d. að leggja þau niður svo úr varð að þessi deild var stofnuð i staðinn, oghefur próf frá henni verið tekið gilt á við samskonar próf frá dönsku háskólunum. Nú verða ekki teknir stúdentar i þessa deild I haust þvi til stendur að endur- skipuleggja hana. Einnig eru námskeið og fyrir- lestrar fyrir almenning á vegum Fróðskaparsetursins. — Hvað um nemenduma, sem neituðu að taka próf á dönsku? — Það var i Stúdentaskólanum sem við köllum svo eða mennta- skólanum. Það mál var nú storm- ur I vatnsglasi eins og danskurinn segir. Ástæðan fyrir að taka þurfti próf á dönsku i einstöku greinum voru þær að prófdómar- ar fengust ekki sem skildu nægi- lega vel færeysku. Þetta var sem sagt eingöngu hagkvæmnisatriði. — Kennsla fer öll fram á fær- eysku? — Já vissulega, bæði í Stúd- entaskólanum, Fróðskaparsetri og Kennaraskólanum i Þórshöfn og öðrum skólum. 100 milljónir til hafna og vega árlega — Hvaðum vega og hafnamál- in? — Þar hefur verið mikið um að vera á siðustu árum og þau eru stærsti útgjaldaliður stjórnarinn- ar, um 100 milljónir færeyskar krónur á ári að jafnaði. Verið er að byggja brú milli Austureyjar og Straumeyjar, sem verðurlokið innan fárra ára, og göng með tveim akbrautum i gegnum f jall í tengslum við hana, 400 metra löng. Aðalvegir eru flestir malbikað- ir I Færeyjum og er þar hægara um vik en hér hjá ykkur þar sem lengd þeirra er aðeins 350-400 km samanlagt. Loks er verið að gera fjölda hafna, sem er grundvallaratriði fyrir afkomu okkar. Otflutningur okkar er mjög mikill, sennilega flytur engin þjóð meira út miðað við fólksfjölda en Færeyingar. 1 fyrra fluttum við út verðmæti fyrir 500 milljónir færeyskra króna, nær eingöngu fisk, og ibú- amir eru 40.000. — SJ Boranir við Leirá lofa mjög góðu NESSOKN HEIM- SÆKIR EYJAR G.B.-Akranesi — Lokið er borun- um eftir heitu vatni að Leirá i Borgarfirði a.m.k. i bili, en Akraneskaupstaður hefur staðið að þeim framkvæmdum. Árangur borananna hefur verið mjög góð- ur og betri en menn þorðu að vona. Borað var niður á 2019 metra dýpi, og s.l. laugardag var mælt vatnsmagn og hiti borholunnar. Samkvæmt þeim mælingum ættu að fást þarna 25-30 sekúndulitrar af 90-100 gráðu heitu vatni, sem gefur góðar vonir um að hægt verði að fá vatn á þessum stað til að hita Akraneskaupstað, en samkvæmt áætlunum er gert ráð fyrir að til þess þurfi um 80 sekúndulítra, af 90-100 gráðu heitu vatni. Áætlað er, að kostnaður við hitaveituframkvæmdir á Akra- nesi nemi um 750 millj. kr. og má I því sambandi nefna að oliu- kostnaður á ári á Akranesi er um 1000 millj. kr. Norðurlandsborinn hefur verið notaður við þessar framkvæmdir, en hann mun nú verða fluttur til Kröflu, þar sem næg verkefni biða hans á næstu misserum. Safnaðarfélög Nessóknar hér i borg efna til sinnar árlegu kirkju- og skemmtiferðar sunnudaginn 15. júni. Að þessu sinni verður farið til Vestmannaeyja. Ekið verður um eyjuna með kunnugum leiðsögu- manni. Þá verður gengið til kirkju, en guðsþjónusta i Landa- kirkju hefstkl. 2 s.d.. Að lokinni guðsþjónustu gefst fólki tækifæri til þess að heilsa upp á kunningja og vini, og skoða sig um i kaup- staönum, þar til flogið verður aft- ur til Reykjavikur. Ollu safnaðar- fólki er heimilt að hafa með sér gesti.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.