Tíminn - 04.06.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 04.06.1975, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Miðvikudagur 4. júni 1975 Höfundur: David Morrell Blóðugur hildarleikur 36 lagðist hann á magann og mjakaði sér f ram af brúninni. Hann hékk á höndunum og fæturnir dingluðu. Fótfesta... Hann fann enga fótfestu. Hundarnir geltu móðursýkislega, eins og þeir væru komnir að hindruninni í klettasprungunni. SJoUNDI KAFLI Teasle hlaut að hafa kallað á þyrluna sér til aðstoðar strax og hann kom að grjóthnullungnum. Hann ætlaði sér að nota trissu hennar og vindu við verkið, og athuga um leið hvort hann væri enn þarna uppi. Rambo var kominn tæpa tólf metra niður í klettana þegar hann heyrði til þyrlunnar. Dunurnar voru í f jarlægð en hækkuðu óðum. Honum taldist svo til, að hann hefði eytt tæpri mínútu i hvern metra það sem af var. Hann þreif dauðahaldi í sérhverja sprungu og handfestu. Það var allt annað en auðvelt að finna slíkt í blindni. Sérhverja fótfestu varð að reyna. Hann tyllti fætinum og jók svo þungann smám saman. Honum létti þegar ekkert lét undan. Oft dinglaði hann á höndunum einum, eins og við brúnina. Fæturnir slógust utan í klettavegginn og kröfsuðu eftir festu. Hand- og fótfestan var svo strjál, að það yrði jaf n erf itt að klif ra upp — til að sjást ekki frá þyrlunni, eins og að klifra niður. Það var líka mjög ólíklegt að honum tækist að komast upp, áður en þyrlan svif i yf ir hann. Það var tilgangslaust að reyna. Honum var bezt að halda áfram niður bergvegginn og vona að hann sæist ekki f rá þyrlunni. Afskræmislegt og hrikalegt klettagrjótið fyrir neðan hann virtist laða hann að sér. Það var eins og hann nálgaðist hrikamynd þess gegnum stækkunargler. Rambo reyndi að imynda sér, að þetta væri rétt eins og æfing í stökkskólanum. Svo var þó ekki. Hann heyrði til hundanna og vélardynur þyrlunnar nálgaðist. Þá jók hann klifurhraðann niður eftir klettaveggnum, teygði sig eins og hann frekast gat og lét hjá líða að kanna traustleika fótfestunnar. Hann klæjaði undan svitanum, sem streymdi niður hals hans, og safnaðist i titrandi dropa á vörum hans og höku. Þegar hann heyrði fyrst til þyrlunnar, er hann hljóp yf ir grassléttuna i átt að föllnu furutrénu fannst honum hljóð hennar eins og hrikalegur kraftur, sem ýtti við sér. En hérna, þar sem hann var í hálfgerðri sjálfheldu og fór hægt yfir, þrátt fyrir að hann flýtti sér — fannst honum öskrandi vélarhljóðið eins og hált kvikindi, sem mjakaðist upp eftir bakinu á sér og þyngdist eftir því sem ofar dró. Þegar kvikindið var komið upp á höfuðið, leit hann aftur fyrir sig, til himins. Hann þrýsti sér að klettaveggnum, hreyfingar- laus. Þyrlan sveif yfir trén og stækkaði óðum. Hún stefndi að klettunum. Rauða ullarskyrtuna hans bar við grátt grjótið. Hann vonaði að skotmaðurinn tæki ekki eftir henni. En hann vissi, að skotmaðurinn HLAUT að sjá hana. Blæðandi fingur hans grófust inn í sprungu á kletta- veggnum. Hann tyllti táberginu þétt á þumlungsbreiða klettasyllu. Skyndilega rann annar fóturinn af syllunni og hann fann ósjálf ráðan skjálfta í hálsinum. Byssukúla skall i klettavegginn við hægri öxl hans og blindaði hann um stund. Honum brá svo mjög, að nærri lá að hann missti hand- og fótfestuna. Hann hristi höf uðið og reyndi að sjá á ný. Svo hóf hann að þreifa sig niður af hams- leysi. Hann fann þrjár fótfestur til viðbótar, síðan ekkert meir. Ca-rang.. Seinni byssukúlan fleytti kerlingar af klettinum. Hún lenti ofar, nær höfði hans og gerði honum jafn hverft við og sú fyrri. Hann vissi, að hann var svo gott sem dauður. Vaggið í þyrlunni hafði hingað til bjargað honum f rá banvænum skotunum. Það dró úr ná- kvæmni miðunarinnar, og hraði þyrlunnar jók enn á vaggið. En það myndi ekki líða á löngu áður en flug- maðurinn áttaði sig og minnkaði vagg þyrlunnar. Hendur Rambos og fætur skulfu af áreynslunni. Hann f álmaði niður f yrir sig eftir handf estu og svo enn annari handfestu. Svo sleppti hann fótfestunni og tefldi á tvær hættur. Enn einu sinni hékk hann á höndunum. Fætur hans slógust utan í klettavegginn og leituðu einhverrar fótfestu, hversu lítilf jörleg sem hún var. Enhann fann ekkert. Hann hékk á blæðandi fingrunum og þyrlan sveigði í átt til hans eins og hrikaleg drekafluga. Jesús minn, láttu helvítið sveif last svo hann geti ekki miðað al- mennilega. C-rang.. Grjótmylsna, bráðin kúlan skárust brennandi í annan vanga hans. Hann einblíndi á kletta- grjótið hundrað fet fyrir neðan. Svitinn streymdi í augu hans. Hann grillti varla í blómlegt f urutré, sem óx upp á móti honum. Efstu greinar þess voru tæp tíu fet fyrir neðan hann — eða f immtán — eða tuttugu. Hann gat með engu móti greint það. Risastór þyrlan á sveimi, og blásturinn frá þyrluspöðunum fyrir ofan hann. Rambo reyndi að beina líkama sínum að efstu greinum trésins. Hann leyfði bólgnum f ingrum sínum að sleppa takinu og lét sig falla. Þetta skyndilega tóm varð til þess, að háls- inn á honum tútnaði og hann kenndi snöggrar ógleði. Það G E I R I D R E K I K U B B U ' Ég verð að taka ákvörðun um hvortégeigjaðhætta , öllu þessu eða reyna að lifa „eðlilegu llfi”. J ■ Égheftekið ákvörðun...I Dreki leikur sér á sjósklðum, dreginn af tveim höfr.ungum, við eyna Eden. _____ Afram Miðvikudagur 4. júni 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Viðvinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: ,,Á vígaslóð” eftir James Hilt- on. Axel Thorsteinson les þýðingu sina (12). 15.00 Miðdegistónleikar. Yara Bemette leikur á pianó Ell- efu prelúdiur op. 32 eftir Rakhmaninoff. John Boyd- en syngur „Listmálarann að starfi”, lagaflokk eftir Poulenc, John Newmark leikur á pianó. Itzhak Perl- man og Konunglega filharmoniusveitin i Lund- únum leika Carmen- fantasiu fyrir fiðlu og hljómsveit op. 25 eftir Sara- sate um stef eftir Bizet, Lawrence Foster stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphorn. 17.00 Lagið mitt. Berglind Bjarnadóttir stjórnar óska- lagaþætti fyrir börn yngri en tólf ára. 17.30 Tvær smásögur eftir Knut Hamsun. „Á götunni og „Rétt eins og hver önnur fluga i meðallagi stór”. Jón Sigurðsson frá Kaldaðar- nesi islenskaði. Ragnhildur Steingrimsdóttir leikkona les. 18.00 Siðdegissöngvar. Til- kynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 A kvöldmálum. Gisli Helgason og Hjalti Jón Sveinsson sjá um þáttinn. 20.00 Einsöngur í útvarpssal: Magnús Jónsson syngurlög eftir Skúla Halldórsson, sem leikur undir á pianó. 20.20 Sumarvaka. a. Einar i Skaftafelli. Rósa Þorsteins- dóttir flytur frásöguþátt. b. Kvæði eftir Gunnlaug F. Gunnlaugsson. Sverrir Kr. Bjarnason les. c. Fyrstihjá- setudagurinn og vorhugleið- ingar siðar á ævinni. Tveir þættir úr Blönduhlið eftir Þorstein Björnsson frá Miklabæ. Baldur Pálmason les. d. Kórsöngur. Karlakór Reykjavikur syngur. Söng- stjóri: Sigurður Þórðarson. 21.30 Útvarpssagan: „Móðir- in” eftir Maxim Gorki. Halldór Stefánsson þýddi. Sigurður Skúlason leikari les (7). 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Kvöldsag- an: „Tyrkjaránið” eftir Jón Helgason. Höfundur les (22). 22.40 „Orð og tónlist” Elin- borg Stefánsdóttir og Gér- ard Chinotti kynna franskan visnasöng. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Miðvikudagur 4. júni 20.00 Fréttir og veður 20.30 Dagskrá og auglýsingar 20.35 Umhverfis jörðina á 80 dögum. Breskur teikni- myndaflokkur. 14. þáttur. Þýðandi Ellert Sigurbjöms- son. 21.05 Drengirnir. Finnsk bió- mynd, byggð á skáldsögu eftir Paavo Rintala. Leik- stjóri Mikko Niskanen. Aðalhlutverk Pentti Tarki- anen, Vesa-Matti Loiri og Uti Saurio. Þýðandi Kristin Mantyla. Myndin gerist i finnskum smábæ i heims- styrjöldinni síðari. Þýsk herdeild hefur þar aðsetur og setur svip sinn á bæjar- lifið. Fimm drengir i bæn- um halda jafnan hópinn og bralla ýmislegt saman, en aðalskemmtun þeirra er fólgin í að fylgjast með her- mönnunum og stofna til ým- iss konar viðskipta við þá. 22.45 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.