Tíminn - 05.06.1975, Side 1

Tíminn - 05.06.1975, Side 1
TARPAULIN RISSKEMMUR HF HÖRÐUR GUNNARSSON Ríkisverksmiðjudeilan: ALLT VIÐ ÞAÐ SAMA BH-Reykjavlk. — Samninganefndirnar I rikisverksmiöju- deilunni voru enn á fundi I gærkvöldi, þegar blaöiö fór i prentun. Þá haföi fundurinn staöiö siöan kl. 4 á þriöjudag, eöa I 31 klst. aö meötöldum matarhiéum. Kvaö Logi Einarsson allt standa viö þaö satna, en fundurinn héldi áfram. Hvort honum lyki meö samkomulagi eöa ekki, um þaö væri ógjörningur aö segja. Verkfallsmenn héldu áfram aö viröa bráöabirgöalögin aö vettugi I gær og aöeins mættu um 60 manns til afgreiöslu sekkjaös áburöar I Áburöarverksmiöjunni og 10 manns til dælingar I Klsiliöjunni. Ekkert var starfaö I Sementsverksmiöj- «;' i-; ■■■ ■■■ ■ •' ■ •;- •■ ■■—' ;;5t';;; BÚNAÐARMÁLASTJÓRI: Ekki ástæða til svartsýni í land- búnaði, ef kulda- kastinu linnir nú Brúin yfir Borgarfjörð ► O ýrskurður Kjaradóms ASK-Reykjavík. „Fari þessu kuldakasti að ljUka sé ég ekki ástæöu til svartsýni með komandi sumar” sagði búnaðarmálastjóri, Halldór Pálsson, i viðtali við Tim- ann i gær. ,,.Að visu dregur það mikið Ur gróðri þessa dagana, en þess ber að gæta, að seinni hluti maí-mánaðar var hlýr, og gróður hafði þvi þegar náð sér vel á strik.” 1 viðtalinu kom fram, að áburðarskortur hefur ekki háð bændum tilfinnanlega, nema þá helzt i uppsveitum sunnanlands. Þar voru og þungatakmörk I gildi i mai-mánuði. Mikill meirihluti bænda hafði fengið áburð fyrir verkfallið og sumir borið á þegar um miðjan mai. Hins vegar sagði Halldór kuldakastið koma sérlega illa við bændur sem létu bera Uti, og þyrftu að gefa kindum inni. Lambadauði vegna kulda er ætið nokkur I veðráttu sem þessari, en ekki hefur frétzt af sérstaklega miklu tjóni af þeim sökum. Halldór kvað bændur hafa yfir- leitt verið vel birga af heyjum eft- ir veturinn, hlýindakaflinn í mai bjargað þeim er voru komnir i þrot. Að lokum sagði bUnaðarmála- stjóri kal vera litið sem ekkert á svæðum þeirra ráðunauta, er hann hefði haft samband við, þannig að sá vágestur ætti ekki að verða til sliks tjóns sem oft áður. Sjö hross ó Evrópu- mót í Graz -----► O BII-Reykjavik. — Kjaradómur sá, sem skipaður var um miðjan sl. mánuð, eftir að slitnaði upp Ur samningaviðræðum fjármála- ráðuneytisins og samninga- nefndar BSRB, kvað upp Urskurð sinn i gær. Að sögn Kristjáns Thorlacius, formanns BSRB, er Urskurður Kjaradóms á þá leið, að starfs- menn, sem taka laun i 10-24 launaflokki fá 4.900 króna hækkun á laun frá 1. marz, en þeir, sem eru i efri flokkum fá þá hækkun frá 1. mai sl. Er hækkun þessi sett á grunnlaun, þannig að 3% hækkunin frá 1. jUnl kemur að sjálfsögðu ofan á. Kvað Kristján þetta vera helzta atriöi dómsins, en einnig mætti nefna leiðréttingu á launastigum i neðri flokkum. BJÖRN JONSSON, FORSETI ASÍ: Hræddur um að hnúturinn leysist ekki fyrir 11. júní — Ljó ekki móls ó frestun verkfalla 50 MANNS FRÁ ÞJÓÐLEIKHÚSINU FARA TIL KANADA gébé—Rvik. — Ákveðið hefur verið að fimmtiu manna hópur frá Þjóðleikhúsinu fari á afmælishátiöina i Kanada, sem haldin verður i ágúst i tilefni landnáms tslendinga. Hefur rikisstjórnin veitt þriggja mili- jón króna framlag til þessarar feröar. Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra sagði i gær, aö ekki hefði veriö gert ráð fyrir þessu á fjárlögum, en aö ákveöið heföi verið að veita þremur aðilum styrk til vestur- fararinnar. Leikförin væri mikil landkynning auk þess sem Vest- ur-lslendingar hefðu lagt mikla áherzlu á aö fá þennan hóp. Menntamálaráðherra sagði að auk hópsins frá ÞjóðleikhUs- inu, fengi Glimusamband Is- lands 900 þUsund krónur i fram- lag en i hópnum eru 15 manns. Sagði ráðherra að reiknað hefði verið með 60 þUsund á mann. Þá hefur LUðrasveit Reykjavikur beðið um fyrirgreiðslu i láns- formi til fararinnar vestur. Timinn hafði samband við Gunnar Eyjólfsson leikara, en hann verður leikstjóri leik- flokksins sem fer vestur. Sagði Gunnar, að tólf leikarar væru i hópnum, svo og ÞjóðleikhUs- kórinn. Ferðin tekur þrjár vikur og verður viða ferðazt um, allt frá Winnipeg til vesturstrandar- innar. — Kaflar Ur vinsælustu þjóðlegum leikritum okkar verða teknir tii sýninga i þessari dagskrá okkar, sagði Gunnar, þar má nefna Islandsklukkuna, Gullna hliðið, Skugga-Svein, Atómstöðina og Pilt og stUlku. Dagskráin byrjar á þvi að sagt verður frá ýmsum þjóðlegum fróðleik, allt frá þvi að fyrstu vesturfararnir fóru héðan og fram á okkar daga, hélt Gunnar áfram. Þá flytur kórinn islenzk þjóð- lög, framsögn verður á kvæðum og flutt ljóð eftir islenzka höf- unda. Æfingar á þessari dag- skrá standa nU yfir i Þjóðleik- húsinu. BH-Reykjavik. — Ég tel, að ákvörðun Verzlunarmannafélags Reykjavikur sé heldur leiðinieg fyrir okkur, en ég tel ekki, að hún hafi nein afgerandi áhrif á gang mála. Þvi fer viðs fjarri, að hún vciki aðstöðu okkar i samninga- nefnd ÁSt, að minnsta kosti vona ég það, að Verzlunarfmannafélag Reykjavikur fari ekki að gera neina ótimabæra samninga, sem hafa neikvæð áhrif á samninga- stööu okkar. Þannig komst Björn Jónsson, forseti Alþýðusambands íslands, að orði I gær, þegar blaðið hafði samband við hann. Þá var Björn að fara á fund með'amninganefnd ASI og vinnuveitendum, Torfa Hjartarsyni, rikissáttasemjara og sáttanefndinni nýskipuðu. Var fundurinn haldinn i Þórshamri, en fundir undanfarinna daga hafa farið fram i húsakynnum Vinnu- veitendasambandsins vegna rúmleysis i Tollstöðinni. — Eftir sem áður höfum við umboð fyrir flest Verzlunar-, mannafélögin i'landinu. Þau hafa ekki breytt afstöðu sinni, svo að það er rétt eins og Verzlunar- mannafélag Reykjavikur séekki i takt við hin félögin. Verzlunar- menn eiga eftir sem áður sinn fulltrúa i samninganefnd ASl, Björn Þórhallsson, formann Landssambands verzlunar- manna. Við minntumst á það við Björn, að treg fundarsókn benti ekki til þess, að áhugi almennings væri mikill á félagsmálum um þessar mundir. — Það er afskaplega sjaldgæft, að svomikilvægir fundir og staðið hafa yfir i félögunum núna, hafi verið svona illa sóttir, og ég tei það alveg sérstakt, að 40 manns skuli geta tekið ákvörðun eins og þá, sem Verzlunarmannafélag Reykjavikur gerir núna. Venju- lega eru fundir I félögunum fyrir verkföll mjög vel sóttir, en þetta er bara eitthvað sérstakt núna. Við kváðumst hafa heyrt, að fundir hefðu verið fámennir i mörgum félögum, þar sem verk- fallsákvörðunin var tekin, og spurðum Björn, hvort hann teldi, að foringjarnir væru að missa tökin á hinum almennu félags- mönnum. — Það er alveg rétt, að sam- bandið miili foringjanna i félögunum og félagsmanna mætti vera betra. En þetta er ákaflega þungt i vöfum, og kannski væri róttækra breytinga þörf, en spumingin er bara þessi, — hverra breytinga? Vandinn verð- ur alltaf sá, að foringjarnir verða að eiga frumkvæðið, til þess að eitthvað nái fram að ganga. Væri ekki ein leiðinað veita hin um almenna félagsmanni upp- lýsingar jafnharðan og sem oftast með tiðari blaðamannafundum, eins og þeim tveim, sem þegar hafa átt sér stað i samningavið- ræðunum að þessu sinni? — Vissulega, það er alveg nauð- synlegt að veita blöðunum og öðr- um fjölmiðlum jafnan sem gleggstar upplýsingar, og það reynum viðeftir megni. En sann- leikurinn er bara sá, að i yfir- standandi samningaþófi höfum við frá svo ákaflega litlu að segja ennþá, þvf að það hefur bókstaf- lega allt staðið i sömu sporum frá upphafi. Við inntum Björn eftir áliti hans á skipun sáttanefndarinnar, hvort hann teldi hana til góðs og vænlega til árangurs. — Við skulum sjá til, hvað ger- ist, áöur en við látum nokkur orð falla i þeirra garð, sagði Björn og kimdi við. Mundu, að mey skal að morgni lofa og dag að kveldi! Og svo að lokum, nokkrar sáttahorfur! — Þvi miður ekki, ég er hrædd- ur um, að hnúturinn verði ekki leystur fyrir 11. júni. — En frestun á verkfallinu? — Við höfum verið spurðir að þessu, en við höfum ekki viljað ljá máls á sliku. Ég geri ekki ráð fyr- ir þvi að það breytist nema við- horf breytist verulega, sem ég sé ekki fram á að verði. SAMBANDIÐ A/IILLI FORINGJANNA OG FÉLAGSMANNA MÆTTI VERA BETRA

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.