Tíminn - 05.06.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 05.06.1975, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 5. júnl 1975 TÍMINN Aðalfundur SIS f dag hefst aðalfundur SIS, sem haldinn er afi Bifröst. Þvi miöur eiga kaupfélögin viö mikla rekstrarörðugleika aö etja um þessar mundir. Þeir erfiöleikar bitna ekki aoeins á þvi fólki, sem starfar viö sam- vinnufélögin, heldur er af- komu margra annarra stefnt i voöa, ekki sizt i fámennari byggðarlögum. Er t.d. mikil hætta á þvi, að byggingar viða úti á landsbyggðinni stöðvist, þar sem kaupfélögunum er um megn að veita sams konar lánaþjónustu og verið hefur á undanförnum árum. Rekstr- arfjárkreppan af völdum verðbólgunnar bitnar á sam- vinnufélögunum, ekki siður en öðrum. Og enda þótt stjórn- völd hafi á ýmsan hátt komið til móts við óskir þeirra, er ljóst, að reksturinn verður erfiður á næstunni. Samvinnufélögin og byggðaþróunin Nýlega var fjallað um hlut- verk samvinnufélaganna i blaðinu Austra. Þar segir m.a.: „Það er mikið rætt og ritað um byggðastefnu og hlutverk hennar I þjóðarbúskapnum, og nauðsyn þess að efla hana og styrkja. Ýmsar leiðir eru tl- undaðar að þvl marki. Ein er sú að efla og styrkja undir- stöður atvinnulifsins á lands- byggðinni. Þegar hugsað er um þessa hluti, kemur fljótt upp i hugann hlutverk samvinnufé- laganna I uppbyggingu úti um land og sú staðreynd, að hringinn I kringum landið eru þau ein helzta undirstaða at- vinnu og lifskjara. Það væri fróðlegt að leiða hugann að þvi, hvernig væri umhorfs, ef þessi fyrirtæki fólksins hefðu ekki náð þeirri fótfestu, sem raun ber vitni. Hart í árí Samvinnufélag er, ef rétt er á haldið, eitthvert hið lýð- ræðislegasta félagsform, sem um getu'r, þar sem hver og einn félagsmaður hefur sama rétt, ef hann aðeins sýnir þann félagsþroska að láta sig mál- efni fyrirtækjanna skipta með þvi að taka þátt i félagslegri uppbyggingu þeirra. Þvi miður er nú hart i ári hjá mörgum kaupfélögum, og kemur þar margt til. Má þar fyrst af öllu nefna, að þeim er ætlað að veita alhliða þjónustu i verzlun i fámennum byggð- arlögum, en geta ekki valið og hafnað i þeim efnum, eftir þvi hvort hagnaðarvon er mikil eða litil. Við þetta bætist svo vandamál eins og minni veltu- hraði, og þar af leiðandi meiri vörubirgðir og vaxtakostnaður og rýrnun á rekstrarfé vegna gengisfellinga, svo eitthvað sé nefnt. Hér er verzlunin höfð i huga, en annar rekstur, sem samvinnufélögin hafa með höndum, hefur ekki megnað að bæta stiiou þeirra, sökum aukins tilkostnaðar. „Þessi þróun er mjög ugg- vænleg, þvi að bresti grund- ==^/^=^/^^gi^^^^/^=M^Í/^^é^/^^S/^/^=M^/^=^/A Bœndur KASTDREIFARINN ER EKKI NEINN VENJU- LEGUR DREIFARI Áburðartrektin, sem tekur 400 kg er úr Polyster harðplasti - og tærist því ekki Dreifibúnaður er úr ryðfríu stáli ¦ og ryðgar því ekki Dreifibreidd 6-8 m eftir kornastaerð Ryð og tæring áburðardreifara hafa verið vandamál - þar til nú VERÐ KR. 77.000 Til afgreiðslu nú þegar Globusa völlur þessara fyrirtækja, þá er vá fyrir dyrum. Það verður að leita allra úrræða, sem hugsanleg eru til eflingar þeirra, og ef hugur fylgir máli i öllu talinu um byggðastefnu, þá ætti efling samvinnufélag- anna að vera eitt af höfuð- markmiðum i framgangi hennar. Það er ekki örgrannt um að heldur sé hljótt um þetta rekstrarform, enda ekki spar- að að halda fram ágæti ann- arra. Þvi skal það undirstrik- að hér, að rekstrarerfiöleikar samvinnufélaganna stafa ekki af þvi að rekstrarformið sé slæmt, heldur stafar mikill hluti þeirra af þjóðfélagslegu misrétti og aðstöðumun. Með samvinfiuféiögum fann fólkið hér milliveg milli rikis- reksturs og kapitalisma, leið sem reynzt hefur einna drýgst i sókninni til bættra lifskjara. -a.þ. f|| Ónæmisaðgerðir fyrir fullorðna í Kópavogi Ónæmisaðgerðir gegn mænusótt fara fram á Digranesvegi 12 kl. 4-6 daglega fyrst um sinn. Hafið samband við hjúkrunarkonur. Að- gerðirnar eru ókeypis. Héraðslæknir. Bújörð í Árnessýslu Til sölu góð bújörð i Árnessýslu. Land 340 ha. Fjós fyrir 40 kýr. Veiðiréttur. Fasteignir s/f Selfossi, simi 1884 e.h. Sigurður Sveinsson lögfræðingur, heima 1682. Bankastræti 9 - Sími 11811 Fataverzlun fyrir DÖMUR & HERRA lágmúli 5. sImi 81555 wi Sendum gegn póstkröfu samdægurs

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.