Tíminn - 05.06.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 05.06.1975, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 5. júnl 1975 TÍMINN 5 Bankastræfi 9 - Sími 11811 Fataverzlun jyrir DÖMUR & H RA Aðalfundur SÍS i dag hefst aðalfundur StS, sem haldinn er að Bifröst. Þvi miður eiga kaupfélögin við mikla rekstrarörðugieika að etja um þessar mundir. Þeir erfiöleikar bitna ekki aðeins á þvi fóiki, sem starfar við sam- vinnufélögin, heldur er af- komu margra annarra stefnt i voða, ekki sizt i fámennari byggðarlögum. Er t.d. mikii hætta á þvi, að byggingar viða úti á landsbyggðinni stöðvist, þar sem kaupfélögunum er um megn að veita sams konar lánaþjónustu og verið hefur á undanförnum árum. Rekstr- arf járkreppan af völdum verðbólgunnar bitnar á sam- vinnufélögunum, ekki siður en öðrum. Og enda þótt stjórn- völd hafi á ýmsan hátt komið til móts við óskir þeirra, er ljóst, að reksturinn verður erfiður á næstunni. Sam vinnufélögin og byggðaþróunin Nýlega var fjaiiað um hlut- verk samvinnufélaganna i biaðinu Austra. Þar segir m.a.: „Það er mikið rætt og ritaö um byggðastefnu og hlutverk hennar i þjóðarbúskapnum, og nauðsyn þess að efla hana og styrkja. Ýmsar leiðir eru ti- undaðar að þvi marki. Ein er sú að efla og styrkja undir- stöður atvinnulifsins á lands- byggðinni. Þegar hugsað er um þessa hluti, kemur fljótt upp I hugann hlutverk samvinnufé- laganna i uppbyggingu úti um land og sú staðreynd, að hringinn i kringum landiö eru þau ein helzta undirstaða at- vinnu og lifskjara. Það væri fróðlegt að leiða hugann að þvi, hvernig væri umhorfs, ef þessi fyrirtæki fólksins hefðu ekki náð þeirri fótfestu, sem raun ber vitni. Hart í dri Samvinnuféiag er, ef rétt er á haldið, eitthvert hiö lýð- ræðisiegasta félagsform, sem um getúr, þar sem hver og einn félagsmaöur hefur sama rétt, ef hann aðeins sýnir þann félagsþroska að láta sig mál- efni fyrirtækjanna skipta með þvi að taka þátt i félagslegri uppbyggingu þeirra. Þvi miður er nú hart I ári hjá mörgum kaupfélögum, og kemur þar margt til. Má þar fyrst af öllu nefna, að þeim er ætlað að veita alhliða þjónustu i verzlun I fámennum byggð- arlögum, en geta ekki vaíið og hafnað i þeim efnum, eftir þvi hvort hagnaðarvon er mikil eða litil. Við þetta bætist svo vandamál eins og minni veltu- hraði, og þar af ieiðandi meiri vörubirgðir og vaxtakostnaður og rýrnun á rekstrarfé vegna gengisfellinga, svo eitthvað sé nefnt. Hér er verzlunin höfð i huga, en annar rekstur, sem samvinnufélögin hafa með höndum, hefur ekki megnað að bæta stöðu þeirra, sökum aukins tilkostnaðar. „Þessi þróun er mjög ugg- vænleg, þvi að bresti grund- LÁGMÚLI 5. SlMI 81555 völlur þessara fyrirtækja, þá er vá fyrir dyrum. Það verður að leita alira úrræða, sem hugsanleg eru til eflingar þeirra, og ef hugur fylgir máli i öllu talinu um byggðastefnu, þá ætti efling samvinnuféiag- anna að vera eitt af höfuð- markmiðum I framgangi hennar. Það er ekki örgrannt um að heldur sé hljótt um þetta rekstrarform, enda ekki spar- að að halda fram ágæti ann- arra. Þvi skal það undirstrik- að hér, að rekstrarerfiðleikar samvinnufélaganna stafa ekki af þvi að rekstrarformið sé slæmt, heldur stafar mikill hluti þeirra af þjóðfélagslegu misrétti og aðstöðumun. Með samvinnufélögum fann fólkið hér milliveg milli rikis- reksturs og kapitalisma, leið sem reynzt hefur einna drýgst I sókninni til bættra lifskjara. —a.þ. Uœndur ^ KASTDREIFARINN ER fl/lCOnSEKKI NEINN VENJU- >U LEGUR DREIFARI Áburðartrektin, sem tekur 400 er úr Polyster harðplasti - og tærist því ekki Dreifibúnaður er úr ryðfríu stáli - og ryðgar því ekki Dreifibreidd 6-8 m eftir kornastærð Ryð og tæring dburðardreifara hafa verið vandamdl - þar til nú VERÐ KR. 77.000 Til afgreiðslu nú þegar Sendum gegn póstkröfu samdægurs A iS&'J Onæmisaðgerðir ^ fyrir fullorðna í Kópavogi ónæmisaðgerðir gegn mænusótt fara fram á Digranesvegi 12 kl. 4-6 daglega fyrst um sinn. Hafið samband við hjúkrunarkonur. Að- gerðirnar eru ókeypis. Héraðslæknir. Bújörð í Árnessýslu Til sölu góð bújörð i Árnessýslu. Land 340 ha. Fjós fyrir 40 kýr. Veiðiréttur. Fasteignir s/f Selfossi, simi 1884 e.h. Sigurður Sveinsson lögfræðingur, heima 1682.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.