Tíminn - 05.06.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 05.06.1975, Blaðsíða 7
Fimtntudagur 5. júni 1975 TÍMINN tJtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:. Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gislason. Rit- stjórnarskrifstofur I Edduhúsinu vio Lindargötu, simar Í8300 — 18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, sími 26500 — af- greiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð i lausa- sólu kr. 40.00. Áskriftargjald kr. 600.00 á mánuði. Blaðaprenth.f. Ábending Lúðvíks Um það ættu flestir að vera sammála, að erfitt sé að semja um kaupgjald til lengri tima, nema kaup miðist við vissa kaupgjaldsvisitölu. Hitt er svo meira matsatriði, hvernig hún eigi að vera, og hvernig eigi að framfylgja henni. Þannig er það óumdeilanlegt, að miklir gallar eru á þeirri kaup- gjaldsvisitölu, sem hér er fylgt, og eins á fram- kvæmdhennar. Það mun t.d. rétt, sem Þjóðviljinn sagði i f ebrúar i fyrra, að það mun hvergi þekkjast nema á Islandi, að almennar verðhækkanir séu bættar á þriggja mánaða fresti. Þessi réttur er vit- anlega mikils virði, bæði fyrir bændur og launa- fólk, en eins og Þjóðviljinn benti á i áðurnefndri grein, á hann vafalitið stóran þátt i þvi, að verð- bólgan hefur vaxið hraðar á Islandi en i flestum öðrum löndum. Hinar tiðu og miklu vixlhækkanir kaupgjalds og verðlags hér á landi, valda að sjálfsögðu sérstök- um erfiðleikum, þegar verðlag hækkar mikið og snöggt á aðfluttum vörum, eins og verið hefur um skeið. I þeim efnum er ekki úr vegi að minna á um- mæli, sem Lúðvik Jósefsson lét falla á Alþingi, skömmu eftir stjórnarskiptin i fyrrasummar. Lúð- vik sagði m.a.: ,,Það þarf að koma i veg fyrir það að kaupið eftir einhverjum visitölureglum eins og þeim, sem við höfum búið við, æði upp á eftir verðlagi, þvi að það kippir vitanlega fótunum undan eðlilegum rekstri, eins og nú er ástatt. Þetta var gert i tið fyrrverandi rikisstjórnar með bráðabirgðalögum frá þvi i mai s.l. Þá átti að réttu lagi kaupgjald að hækka um 14,5%, eða um 15,5 K-visitölustig 1. júni, og á eftir slikri hækkun hefðu landbúnaðarvörur hækkað gifurlega strax á eftir, vinna hefði hækkað gifur- lega, og siðan orðið önnur kollsteypa þar á eftir, Mér er það alveg ljóst, að við þær aðstæður, sem við búum við i dag, er engin leið að halda atvinnu- rekstrinum gangandi i fullum krafti, eins og verið hefur, ef þessi skrúfugangur yrði látinn ganga áfram eins og ástatt er. Það visitölukerfi, sem við búum við, hefur vissa kosti. Það getur skapað meiri kyrrð á vinnumarkaðnum undir vissum kringumstæðum, að launþegar vita það, að þeir hafa vissa tryggingu fyrir kaupmætti sinna launa. En það sjá allir, að ef t.d. er um það að ræða, að erlendar verðhækkanir eru mjög miklar og hafa viðtæk áhrif, sem leiða til hækkunar á mörgum sviðum, og það gerist á þeim tima, sem útflutn- ingsvöruvero okkar hækkar ekki, stendur i stað eða jafnvel fer lækkandi, þá fær svona skrúfu- gangur ekki staðizt, og þá er að finna ráð til þess að koma i veg fyrir þennan vanda, þannig að launafólkið i landinu fái við unað, en atvinnurekstr inum sé forðað frá afleiðingum þessara sifelldu hækkana. Þetta er að minum dómi langsamlega stærsta vandamálið". Hér bendir maður, sem bæði gjörþekkir aðstöðu launþeganna og atvinnuveganna, á þann höfuð- vanda, sem við er að etja i sambandi við kaup- gjaldsvisitöluna og kaupgreiðslur samkvæmt henni. Lausn þessa máls þarf að beinast að þvi, að launafólkið fái hæfilega tryggingu, en atvinnu- rekstri og atvinnuörygginu verði þó ekki stefnt i hættu. Hér getur vissuléga verið vandfundin meðalleið, en fátt er nú mikilvægara i efnahags- málum landsins en að stefnt sé að slikri lausn. Það er skref i rétta átt, að bæði samtök launþega og at- vinnurekenda hafa sýnt aukinn skilning á þessu máli, þótt á fyrsta stigi hafi komið fram ýmsar óhugsaðar tillögur, eins og t.d. sú, að láta alla skatta ganga inn i kaupgjaldsvisitöluna. m>. Tony Benn á útifundi I London. ERLENT YFIRLIT Vaxandi viosjár í Verkamannaflokknum Þjóðaratkvæðagreiðslan getur dregið dilk á eftir sé eftir sér í DAG fer fram i Bretlandi þjóðaratkvæðagreiðslan um aðild Breta að Efnahags- bandalaginu. Ef marka má niðurstöður skoðanakannana, ætti hiín að verða samþykkt með riflegum meirihluta. En skoðanakannanir hafa oft brugðizt i Bretlandi, og senni- lega væri Heath enn forsætis- ráðherra, ef hann hefði ekki efnt til hinna sögulegu þing- kosninga i febrúar i fyrra, sökum þess m.a., að skoðana- kannanir spáðu honum sigri. Þess vegna þora fylgismenn aðildarinnar ekki að vera sigurvissir, þótt þeir séu von- góðir. Þess vegna er úrslit-N anna beðið með talsverðri ó- vissu, sem fyrst fæst endan- ílegt svar við, þegar talningu lýkúr á morgun. Flest bendir til þess, að at- kvæðagreiðslan eigi eftir að draga mikinn dilk á eftir sér, hvernig sem hún fer. Einkum gildir þetta um Verkamanna- flokkinn, sem hefur verið tvi- klofinn i afstöðu sinni til aðild- arinnar.-Wilson taldi það væn- legt til þess að viðhalda ein- ingu i flokknum, að leggja engin bönd á ráðherra sina I þessum efnum, heldur leyfa þeim að fylgja sannfæringu sinni og taka fullan þátt i kosningabaráttunni. Hann treysti að sjálfsögðu á að þeir myndu gæta hófs i kosninga- baráttunni. Svohefur eigi orð- ið. Einkum hefur iðn- aðarráðherrann, Anthony Wedgewood Benn, rakið harð- an áróður gegn aðildinni, öfl- uglega studdur af meirihluta verkalýðshreyfingarinnar og vinstra armi Verkamanna- flokksins. Svo langt hefur þetta gengið, að Roy Jenkins innanríkisráðherra hefur látið svo ummælt, að erfitt sé orðið að taka Benn alvarlega sem iðnaðarráðherra, en Jenkins hefur jafnan verið einn af helztu fylgismönnum aðildar- innar. Sjálfur hefur WilSon hvað eftir annað orðið að mót- mæla fullyrðingum Benns, beint og óbeint, m.a. þeim, að um 500 þúsund manns væru nú atvinnulausir i Bretlandi sök- um aðildarinnar. Wilson hefur hins vegar leitazt við að haga mótmælum sinum gætilega, en þó hefur hann gerzt á- kveðnari, þvi nær sem dregið hefur þjóðaratkvæðagreiðslu- deginum. ÓHÆTT ER að fullyrða, að i sambandi við þessa kosninga- baráttu hefur Wedgewood Benn tekizt að vekja á sér meiri athygli en nokkur maður annar. Tvimælalaust er hann nU umdeildasti stjórn- málamaður Bretlands, og aðalleiðtogi róttækra vinstri afla i Bretlandi. Benn lætur sér ekki nægja að vinna að breytingum á þjóðfélaginu með. tryggingum og öðrum launajöfnuði, eins og sósíal- demókratar á Norðurlöndum. Fyrir honum vakir fyrst og fremst sú grundvallarbreyt- ing að koma á opinberum rekstri atvinnufyrirtækjanna. Að þvi stefnir hann markvisst sem iðnaðarráðherra. Fram- koma hans i kosningabarátt- unni nú bendir til þess, að hann sé ákveðinn i þvi að berj- ast fyrir þessari stefnu sinni til þrautar innan Verka- mannaflokksins, og að hann sé reiðubúinn að fara úr rikis- stjórninni, ef hann kemur henni ekki fram. Jenkins og margir aðrir leiðtogar Verka- mannaflokksins eru jafn á- kveðnir i þvf að koma i veg fyrir það. Anthony Neil Wedgewood Benn er rétt fimmtugur að aldri, fæddur 1925, og hefur setið helming ævinnar á þingi, eða siðan 1950. Faðir og föður- afi hans áttu báðir sæti á þingi, og hlaut faðir hans aðalstign fyrir störf sin i þágu Verkamannaflokksins. Benn var ungur settur til mennta i einum virðulegasta mennta- skóla Bretlands, Westminster School, og þaðan lá leiðin til Oxford. Hann var i flughern- um á striðsárunum. Átján ára gamall gekk hann i Verka- mannaflokkinn, og 25 ára gamall var hann kosinn á þing. Tiu árum seinna bar honum að leggja niður þing- mennsku, þvi að þá erfði hann sæti föður sins i lávarðadeild- inni. Benn neitaði að fallast á þetta, en varð þó að segja af sér þingmennsku. Hann bauð sig strax fram á ný i kjördæmi sinu, og var endurkjörinn. Samkvæmt reglum þingsins varðhann aftur að segja af sér þingmennsku, en hann var jafnframtreiðubuinn að bjóða sig fram á ný. Deilunni lauk þannig, aðhannfékk rétt til að afsala sér sætinu i lávarða- deildinni, og þá jafnframt kjörgengi til neðri deildarinn- ar. Siðan hafa allmargir aðalsmenn notfært sér þetta. Þegar Wilson myndaði stjórn sina eftir kosningasigurinn 1965, gerði hann Benn að sér- stökum tæknimálaráðherra, og þótti hann reynast vel i þvi starfi. Hann varð svo iðnaðar- ráðherra, þegar Verka- mannaflokkurinn komst á ný til valda i febrúar 1974, og hefur siðan vakið á sér vax- andi athygli með róttækum þjóönýtingartillögum. Anámsárum sinum i Oxford kynntist Benn ameriskri stUlku, og giftust þau nokkru siðar. Þau eru mjög samhent og sammála i stjórnmálabar- áttunni. Kunningjar þeirra segja, að hjá þeim komist litið annað að en pólitik. Þau eru bindindisfólk, bæði á vin og töbak. Þótt þau séu vel efnuð, berast þau litt á og taka ekki verulegan þátt i samkvæmis- lifinu. Benn reynir á flestan hátt að gera litið Ur uppruna sinum og menntun. Hann vill stytta nafn sitt og lætur kalla sig Tony Benn. í alfræðiritum, þar sem æviágrip hans er hefur hann látið fella niður nöfn hinna virðulegu skóla, þar sem hann stundaði nám, og þar segir aðeins, að hann sé stöðugt við nám. Hann er á- gætur ræöumaður og allvel ritfær, og hagar málflutningi sínum yfirleitt á þann veg, að menn verða annaðhvort að vera með honum eða móti. EINS OG málin standa nú, er næsta erfitt að spá um það, hvernig Wilson getur tekizt að koma i veg fyrir klofning i Verkamannaflokknum. Verði aðildinni hafnað, er það svo mikill ósigur fyrir Wilson, að hann og félagar hans yrðu að draga sig til baka, en erfitt myndi verða fyrir þá að láta Benn og vínstri arminn taka forustuna. Verði aðildin sam- þykkt, verður mikil óánægja rikjandi meðal verkalýðs- hreyfingarinnar og vinstri manna í Verkamannaflokkn- um, og þá getur orðið erfitt eba utilokað fyrir Wilson að fylgja fram eðlilegri stefnu i kaupgjaldsmálum og verð- lagsmálum. Margt bendir lika til þess að Benn muni þá fylgja enn fastar fram þjóðnýtingar- kröfum sinum, og að það gæti orðið til að sundra stjórninni. Helzta von Wilsons er senni- lega sU, að aðildin verði sam- þykkt með yfirgnæfandi meirihluta. En þar verður Wilson fyrst og fremst að treysta á andstæðinga sina, fylgismenn Ihaldsflokksins og Frjálslynda flokksins. For- ustumenn þessara flokka hafa mælt eindregið með aðildinni. Hins vegar er ekki talið full- víst, að liðsmenn þeirra láti fullkomlega að stjórn. Meðal kjósenda Ihaldsflokksins mun sá áróður hafa fengið veruleg- an hljómgrunn, að Bretland missi hluta sjálfstæðis sins, ef það er aðili að Efnahags- bandalaginu. Kjósendur Frjálslynda flokksins geta Hka verið ráðgáta, þvi að þeir hafa margir verið á reiki milli flokkanna. Af þessum ástæð- um þora menn ekki að treysta alveg á niðurstöður skoðan;s- kannana, heldur biða Ursli anna i þjóðaratkvæðagreiðs;- unni með nokkurri óvissu. Fyrst og fremst biða menn þó þeirra afleiðinga, sem hún á eftir að hafa á framvindu brezkra stjórnmála. Þær geta orðið hinar sögulegustu. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.