Tíminn - 05.06.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 05.06.1975, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 5. júnl 1975 TÍMINN 9 Um þessar mundir sýnir aö Kjarvalsstöðum I Reykjavlk ungur málari, Gunnar Guðjóns- son, en hann hefur sýnt a.m.k. tvlvegis áður I Reykjavlk. Reyndar var siðasta sýning Gunnars I fimleikahúsinu á Sel- tjarnarnesi, þá var hann ný- kominn sunnan frá Spáni, þar sem hann hafði stundaö nám. Gunnar Guðjónsson verður að teljast I hópi þeirra málara, sem mála af unaði eöa sér til sáluhjálpar. Til þess benda af- kösthans og myndefni. Það skal viðurkennt þegar I upphafi, að ég hafði svolitlar áhyggjur af farangri hans til sýningarinnar að Kjarvalsstöðum. Þetta er feikna stór salur og þarfnast margra mynda, og fáeinir „fiskar á fjalli” duga skammt til að fylla með sllkan geim. Það verður að játa, að Gunn- ari tekst alls ekki illa „að fylla salinn” þrátt fyrir allt. „Stórsýningar” o'rka tvimælis Kjvarvalsstaðir hafa, auk hinna listpólitisku vandamála, dálitla sérstöðu, sem ef til vill væri rétt að taka til meöferöar, en þaö er hin mikla stærö sýn- ingarsalarins. Yfirleitt eru svona stórsýningar sýnu verri, en efni standa til, þar eö málar- ar láta gjarnan vonda hluti fljóta meö til þess aö fylla sal- inn. Skynsamlegt úrtak og skynsamleg skoöun á farangrinum gæfi dálltið aöra mynd af stööu og hæfileikum málaranna, en svona eigna- kannanir gera. Nóg um þaö. Vikjum ögn aö myndunum. Meö hliðsjón af sýningu hans Sýning Gunnars Guðjóns- sonar að Kjarvalsstöðum á Seltjarnarnesi er um aö ræöa dálitla framför. Ef ég man rétt, eru sumar myndanna nú hengd- ar upp aftur á Kjarvalsstööum og viröast vera nokkuö hjálpar- vana innan um nýrri myndir, þar sem meira frjálslyndi rlkir. Liturinn hefur hins vegar ekki breytzt til muna, né heldur aö- feröirnar. Þó má ef til vill greina ný tlöindi I myndum no. 16, no. 8 og no. 6. Tréristur Auk ollumálverka sýnir Gunnar Guöjónsson fáeinar tré- stungumyndir, bæöi prent- blokkir og þrykk. 1 þeim er kraftur og frlskleiki, sem á stundum skortir I oliumyndirn- ar og hefur hann vafalaust ekki sagt sitt siöasta orö I þeim efn- um. Ef litiö er á sýningu Gunnars Guöjónssonar I heild og hún skoöuö af þeirri mildi, sem nauösynleg er, komum við strax auga á ókostina viö stærö þessa sýningarhúss. Vandaö úrtak heföi gert sýninguna betri. Ahorfandinn á öröugt meö aö staöfesta leiöina, sem málarinn fer. Viö, sem höfum séö fyrri sýningar Gunnars, erum dálltiö betur sett, viö greinum framför og viljum gjarnan hvetja þenn- an duglega mann til nýrra átaka, nýrrar skoðunar. Þaö er mikill fengur i því fyrir málara aö fá aö hengja öll sin verk upp I einu I stórum bragga, eins og Kjarvalsstaðir er, á þvi má læra margt og mikiö. Og þótt maöur eigi þá ekki fullt hús á hendi geta þaö veriö góö spil samt. Jónas Guðmundsson. HEIAAIR STEINSSON: SKOPLEIKUR Á KIRKJUBÓLI Halldór heitir maður og er Kristjánsson. Hann fer á hendur mér I dagblaðinu Timanum fimmtudaginn 29. mal. Halldóri hefur sem fleirum orðiö bumbult af grein minni i Kirkjuriti. Halldór Kristjánsson á nokkuð undirsér. Var það alþjóö kunnugt fyrir og eflaust fleiri lýðum. Sjálfur gengur Halldór fram á sviðið i upphafi greinar sinnar og talar eins og sá, er valdið hefur. Hann rekur skilmerkilega tilmæli min varðandi kirkjuritsgreinina, en lýsir þvi siðan yfir með skir- skotun til „allar alþýöu”, að hann muni hafa þau að engu. Já, þau eru ómerk ómagaorðin! Meöal annars hef ég mælzt til þess, að menn ræöi grein mina i Kirkju- riti. En Halldór getur þess sér á parti, að þessari beiöni muni hann ekki sinna. Reyndar er ég orðinn vanur viðbrögðum sem . þessum. Reynslu minni mætti helzt likja við það, að ég leigi litla salinn I Norræna húsinu og bjóöi nokkrum mönnum þangað til umræðufund- ar, en þangað komi enginn nema ég, — og þyrpist menn þess i stað saman i Laugardalshöllinni til þess að hafa hátt um fundarefnið. Tónninn i inngangsorðum Hall- dórs er hins vegar svo skringilega sjálfumglaður og búralegur, að hann tekur öðrum þeim fram, er gert hafa hróp að mér. Virðist ekkert vanta annað en það, að Halldór skrifi fyrsta persónufor- nafnið og eignarfornafn það, er þvi hæfir, með stórum störfum og feitu letri: ÉG lit þannig á.... Þaö er MtN skoðun.... o.s.frv. Fram- hald greinarinnar er i góöu sam- ræmi við innganginn. „Dramb er falli næst”, segir Halldór. Sjálfsagt væri það i meira lagi óvarlegt af mér að ganga svo uppstertur að hafa að engu fundarboð sliks stórmennis sem þess, er hér er á ferð. Hlýt ég þvi að hlaupa frá litla salnum tómum, en gægjast stundarkorn um gáttir hjá Halldóri Kristjáns- syni og „allri alþýðu” i Laugar- dalshöll Timans. Halldór byrjar á þvi að gagn- rýna það eilifðarhugtak, sem vik- iö var að I upphafi greinar minn- ar, kallar það bull, — og „einka- skilning” minn (leturbr. H.S.). Vitnar hann i Helgakver, máli sinu til stuðnings, — og þar með i „lúterskan rétttrúnað”. — Þar lágu þeir I þvi, Parmenides og Platon, — og arftakar þeirra um aidir. Nú er það eilíföarhug- tak, sem annar höfuðstraumur evrópskrar heimspeki hefur hald- ið fast við I meira en tvö þúsund ár, vegið og léttvægt fundið af sjálfum Halldóri Kristjánssyni, — með liðveizlu Helgakvers. Allt er þetta ekki annað en einkaskoðun prestlings úti á íslandi. Helgakver er til margra hluta nytsamlegt. Þó vissi ég ekki, aö það væri heimspekisaga. En greinilega hefur hið ágæta kver nægt Halldóri Kristjánssyni og gert hann vel færan i téðri grein! Litlu siöar vikur Halldór að þvi, að ég boði ljótan Krist og óræsti- legan, — enda fullyrðir hann, að ég trúi þvi, að það sé Kristur, sem valdur er að ofdrykkju þjúðarinn- ar. Þetta er vist ósköp einfaldlega það, sem kallað er útúrsnúningur, en satt að segja er hann af lökustu gerð. Það hlýtur að vekja nokkra furðu, er jafn slyngur maður og Halldór Kristjánsson grlpur til svo ómerkilegra áróðursbragða, tæpum málstað slnum til stuðn- ings. Hefur Halldór Kristjánsson ein- hverja sérstaka ástæðu til að telja lesendur Timans svo skyni skroppna, að þeir muni gleypa það umtölulaust, að þessi sé trú nokkurs prests á íslandi? Liklega telur Halldór umgetna blaðales- endur ekki sterkari á svellinu en þetta. A.m.k. endurtekur hann áðurnefnt drykkjuraus sitt I lok greinarinnar. Ég leyfi mér að ætla „allri al- þýðu” meiri dómgreind en Hall- dór eignar henni, og hef ég þvi ekki fleiri orð um þetta barnalega skrök. Annars fjargviðrast Halldór svo mjög út af sáluhjálp bindind- ismanna, — sem hann virðist telja nokkrum vafa undirorpna, — að þaö er engu likara en hann væni mig um að hafa ráðizt sér- staklega á þennan hóp manna. Þetta gerði ég þó hreint ekki, enda virði ég stórlega marga bindindismenn, — einkum þess konar bindindismenn, sem geta látið það vera að stæra sig af þvi i blöðum, að þeir aldrei hafi drukk- ið brennivin. Eins og fleiri viröist Halldór Kristjánsson kvekktur á þeirri á- bendingu minni, að mannlegir vitsmunir ekki hrökkvi til að gera tilveruna skiljanlega eða gæöa hana tilgangi, — og að sá einn horfist i augu við allan sannleik- ann, er viöurkenni þessi takmörk sin. Auðvitað telur Halldór hér nærri sér höggvið. Ég hef vakið athygli á þvi, að enginn maður sé alvitur. Að visu nefndi ég ekki Halldór Kristjánsson i þvi sam- bandi. En hann álltur greinilega vegiö að sér persónulega með þessum upplýsingum. Enda játar hann siðar i grein sinni, að hans kristindómur sé „kristindómur, sem ég skil.... Og hann er i fullu samræmi við allt það, sem ég veit og hef þreifað á”. Hér er sannarlega á ferö maður, sem ekki er að eyða tim- anum i aö brjóta heilann um litil- ræði.Hann skilur,—og hann veit. Ég efast ekki um, að Halldór Kristjánsson skilur holdtekju Guðs i Jesú Kristi, svo að nefndur sé einn af þeim aukabitum, sem postulasmælingi á borð við Jó- hannes guðspjallamann hefur viljað tengja kristinni trú. Elleg- ar upprisa Krists! Auðvitað skil- ur Halldór Kristjánsson hana. Vitaskuld veit þessi kotroskni aldamótamaður, hvernig uppris- an fór fram. Að maður nú ekki minnist á friðþægingu og endur- lausn! Vissulega skilur Halldór Kristjánsson þess háttar hluti út i æsar. Þaö er ekki undarlegt, þótt Halldór þykist grátt leikinn, er hann les nokkur orð um takmörk mannlegra vitsmuna! Raunar er það svo, að um þenn- an hlut er þvi miður ekki við mig að sakast. Ummæli min um tak- mörk mannlegra vitsmuna voru engin fullyrðing. Ég benti einung- is á alkunna staðreynd, sem af- buröamaður á borð við Halldór Kristjánsson ætti að kunna skil á. En sá er nú gallinn á snilligáfu Halldórs Kristjánssonar, aö á þessu kann hann einmitt engin skil, — vill þaö ekki og getur þaö ekki. Hann skilur alla leyndar- dóma kristinnar trúar. Þeir eru i fullu samræmi við allt það, sem hann veit.Hann skilur og veit að öllum likindum alla hluti á himni og jöröu, — alla nema einn, — alla nema þetta, sem hógvær grískur spekingur kvað hafa sagt endur fyrir löngu, — þetta, að ég veit það eitt, að ég veit ekki neitt. Þar eru á ferðinni orð, sem Hall- dór Kristjánsson sennilega aldrei mun skilja. Til þess er honum um of runninn i merg og bein sá andi grunnhyggni og hundavaðshátt- ar, sem virðist hafa svifiö yfir vötnum islenzkrar trúarhugsunar á fyrstu áratugum þessarar ald- ar. Sem barn las ég með nokkurri undrun háö Halldórs Laxness um Pétur þrihross og „skynsemis- kristindóm” hans. Forsendur þeirra gamanmála voru mér ó- kunnar. Siðar hef ég skilið þær forsendur betur, — og aldrei eins vel og nú siðustu vikurnar. Þri- hrossin hafa hrakizt heim I garð til min, hvert af ööru. Þau stappa þar og frisa. Þessa dagana er Halldór Kristjánsson fremstur. Þegar liður á grein Halldórs, kemur i ljós, hvað það raunveru- lega er, sem að honum amar. Hann hefur sumsé fundið til i spiritismanum sinum, blessaður, þegar ég greip á þvi kýlinu i Kirkjuriti á dögunum. Eftir dálitla moðsuðu um spiritisma o.fl. segir Halldór orð- rétt: „Ég hef talið, að þetta væri allt i samhljóðan við kristindóminn.... Mér hefur fundizt, að menningar- starf Þjóðkirkjunnar væri i og með unnið á þessu sviði undan- farna áratugi”. Hér verð ég að biðja Halldór Kristjánsson aö taka fram Helga- kver að nýju, — og lesa nú ræki- lega. Hvernig i ósköpunum gat annað eins úrvals fermingarbarn og hann fengið þá flugu i höfuðiö, að spiritisminn væri „i samhljóð- an við kristindóminn?” — Minnist séra Helgi einhvers staðar á þetta? — Ef svo er, ætla ég að biðja Halldór að benda mér á þá kafla, þar sem kverið góða leggur blessun sina yfir þetta hjartans- mál hans. Og „menningarstarf Þjóðkirkj- unnar” hefur um áratugi verið unniö á vettvangi spiritismans!! — Gjafir eru yður gefnar, bræöur góöir, og veröið þér sannarlega litlir drengir af, ef þér I engu launið Halldóri Kristjánssyni og fylgismönnum hans svo kostulegt offur!! Að lokum lýsir Halldór Kristjánsson þvi hátiðlega yfir, að honum sé „ekki sama, hvaða kristindóm Þjóðkirkjan isienzka boöar”. Véfréttin hefur lokið máli sinu. Sjáandinn mikli, sem upptimbrar spíritisma og skynsemiskristin- dómi höll á grundvelli „lútersks rétttrúnaðar”, — og hælir Þjóð- kirkjunni fyrir það „menningar- starf” að hafa viðað að til bygg- ingarinnar, — hann er nú hljóður að sinni. Vér sitjum i þögulli lotn- ingu og igrundum orð meistar- ans. í upphafi máls sins skirskotaði Halldór til „allrar alþýðu” sem fyrr greinir. Ekki er mér það full- ljóst, hvort hann að lyktum talar sjálfur sem „Þjóðkirkj an” eða hvort hann ávarpar mig sem „Þjóðkirkjuna”! Hvort tveggja mundi þó rangt, Halldór sæll. Hitt er og visast að „Þjóðkirkjan” láti sér i léttu rúmi liggja bæði þin orð og min. Hún er vist miklum mun stærri en ég, og jafnvel eitthvað obbolítið stærri en þú, — þó að þér eflaust hafi sézt yfir það. Kannski væri rétt af þér að tala ekki alveg jafn borginmannlega næst. Þá yrði nefnilega minna hlegið. Nema það hafi beinlinis verið ætlun þin að skemmta lesendum með skopleik. Ef svo er, má full- yröa, að vel hafi til tekizt. Þá er og ástæða til að hlakka til frekari skemmtiþátta frá Kirkjubóli. Með beztu kveöjum,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.