Tíminn - 05.06.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 05.06.1975, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Fimmtudagur 5. júní 1975 Höfundur: David Morrelí Blóðugur hildarleikur 37 leið löng stund — eilífðartími, áður en hann hrapaði fram hjá fyrstu greinunum, og sökk milli þéttra grein- anna snarstanzaði á sterklegri grjágrein. . Hann var altekinn doða, og gat ekki andað. Hann saup hveljur og sársaukinn streymdi um líkama hans. Hjart- slátturinn var ör. Hann var þess full fullviss, að hann hefði orðið fyrir skoti. Svo var þó ekki. Ofan við tréð heyrði hann vélardyn þyrlunnar. Byssukúla hvein niður milli greinanna. Þá komst hann aftur á hreyfingu. Hann var hátt uppi í trénu. Rif f illinn var enn skorðaður milli buxna og beltis. Hann var enn hálflamaður eftir að hafa skollið harka- lega ofan á riffilinn. Hann beygði höndina með miklum kvölum og greip um byssuna. En hún haggaðist ekki. Yf - ir höfði hans sveimaði þyrlan og skotmaðurinn bjó sig undir annað skot. Rambo rykkti í byssuna og kippti henni lausri. Of si hans var svo mikill, að greinin sem hann sat á sveif laðist til. Hann missti jaf nvægið og önnur mjöðm- in nuddaðist upp við grófan trjábörkinn. Hann greip um greinina fyrir ofan í örvæntingu. Það brakaði í henni og Rambo hélt niðri í sér andanum. Ef hún brotnaði, myndi hann falla niður úr trénu, fram hjá greinum þess og á klettagrjótið langt fyrir neðan. Enn einu sinni brakaði í greininni, en hún gaf sig ekki. Þá f yrst þorði hann af tur að anda. Þyrluhljoðið var nú breytt. Jaf nt og stöðugt. Flugmað- urinn hafði nú áttað sig. Hann hélt þyrlunni stöðugri. Rambo vissi ekki hvort þeir gátu séð til hans í trénu eða ekki. Þaðskipti heldur ekki miklu máli. Efsti hluti trés- ins var ekki víðáttumeiri en svo, að ef skotmaðurinn léti kúlnaregnið dynja, þá hlaut hann að hitta hann. Rambo hafði ekki tíma til að flytja sig yfir á sterkari grein. Næsta kúla gat gert út af við hann. Hann vann hratt og f ullur örvæntingar. Hann ýtti til hliðar litlum greinum og furunálum — svo svipaðist hann um eftir þyrlunni, þar sem hún hékk suðandi í lausu lofti. Hún var andspænis honum. Tæpa húslengd fyrir ofan hann. Skotmaðurinn teygði f ram álkuna út um glugga á flugstjórnarklefanum. Rambo sá kringlótt og nefstórt andlit hans greinilega. Maðurinn bjósig undir aðskjóta á ný. Rambo tækist tæpast að miða. Hann þurfti aðeins andartak. Hreyfingin var mjúk og ósjálfráð. Hann lyfti byssuskeftinu upp að trjágreininni fyrir ofan sig, hag- ræddi byssunni. Svo miðaði hann á mitt kringlótt andlit- ið, réttviðnefbroddinn. Hann þrýsti mjúklegaá gikkinn. Beint í mark. Inni í flugmannsklefanum greip skotmaðurinn um sokkið andlit sitt. Hann var steindauður, áður en hann gat svo mikið sem opnað munninn og öskrað. Eitt andar- tak hélt f lugmaðurinn þyrlunni stöðugri eins og ekkert hef ði í skorizt. Svo sá Rambo, að hann leit skyndilega á manninn við hlið sér. Beinf lísar og hár voru út um allt. Efsti hlutinn af höfði félaga hans var horf inn. Maðurinn leit skelfingu lostinn á blóðslettur í skyrtunni sinni og buxunum.Augu hans þöndust út og munnurinn skalf. í næstu andrá fálmaði hann eftir öryggisbeltinu og greip dauðahaldi í stýrissveif ina um leið og hann kastaði sér á gólf flugstjórnarklefans. Rambo reyndi að koma á hann skoti úr trénu. Hann sá ekki flugmanninn, en þóttist fara nærri um hvar hann hírðist á gólfinu. Hann miðaði á þann hluta gólfsins, en þá sveif þyrlan snögglega upp með klettunum. Skrúfu- blöðin sluppu f ram hjá klettahryggnum með þó nokkru bili, en rishorn þyrlunnar var svo bratt, að aftasti hluti hennar kræktist í klettabrúnina. Rambo var ekki viss, en honum fannst hann heyra bresta í málmi gegn um mót- orhljóðið, þegarvélin rakst utan i klettinn. Þyrlan virtist stönzuð þarna fyrir f ullt og fast. Svo f.éll hún aftur fyrir sig og hrapaði niður. Hún skall utan í klettavegginn. Hljóðið var skerandi og það brast og brakaði í henni. Þegar sprengingin kom, bognuðu skrúfublöðin og brustu. Eldhnötturinn þeyttist upp með trénu ásamt sjóðheitum málmflísum, en dó svo út. Það kviknaði í yztu greinum trésins. Upp gaus bensínlykt og þefurinn af brenndu holdi. Rambo var þegar á hraðri ferð niður úr trénu. Grein- arnar voru of sverar. Hann fór umhverfis trjábolinn og athugaði hvar hann gæti smeygt sér niður. Hundgjamm- ið var nú enn nær og villtara en áður. Það var eins og þeir væru komnir f ram hjá hindruninni og upp á klettahrygg- inn. Þessi stóri steinn hefði átt að tef ja leið þeirra mun lengur. Rambo gat ekki skilið hvernig Teasle og menn hans höfðu farið að því að komast svo skjótlega upp. Rambo hélt fast um riff ilinn og smeygði sér milli grein- anna, gegnum hvassar furunálarnar, sem stungust í hendur hans og andlit. Hann verkjaði í brjóstkassann eftir fallið niður í tréð. Sársaukinn var slíkur, að hann hélt að nokkur rif beinin væru brákuð eða brotin. En hann gat ekki hugsað um slíkt nú. Gjamm hundanna var nú nær. Hann varð að klífa hraðar niður tréð. Hann sneri sér og renndi sér. Ytri skyrtan — ullarskyrtan — f estist í Fimmtudagur 5. júni 7.00 Morgúniitvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl, 7.55. Morgunstund barnanna kl. 9.15: Svala Valdimarsdóttir les þýðingu sfna á sögunni „Malenu f sumarfrii" eftir Maritu Lindquist (3). Til- kynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Við sjdinn kl. 10.25: Ingólfur Stefánsson segir fréttir af sildveiðiráð- stefnu I London. Popp kl. 11.00: Gisli Loftsson kynnir. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 A frlvaktinni. Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómánna. 14.30 Miðdegissagan: ,,A vlgaslóð" eftir James Ililt- on. Axel Thorsteinson les þýðingu sina (13). 15.00 Miðdegistónleikar: Dönsk tóulist. Konunglega hljómsveitin I Kaupmanna- höfn leikur „Ossian"-for- leikinn eftir Gade, Johan Hye-Knudsen stjórnar. Tonny Nuppenau syngur lög eftir Pedersen og Heise, Friedrich Gurtler leikur á pianó. Konunglega hljóm- sveitin I Kaupmannahöfn og einsöngvararnir Ruth Guld- bæk og Niels Möller flytja Sinfónlu nr. 3 op. 27 eftir Carl Nielsen, Leonard Bernstein stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.40 Litli h:\riiatiiniiiii. Fóstrurnar Finnborg Scheving og Eva Sigur- björnsdóttir stjórna. 17.00 Tónleikar. 17.30 „Bréfið frá Peking" eft- ir Pearl S. Buck. Málmfrið- ur Sigurðardóttir les þýð- ingu sina (5). 18.00 Slðdegissöngvar. Til- kynningar. • 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Leikrit: „Anna Soffla Heiðveig" eftir Kjeld Abell. Aður útvarpað 1957. Þýð- andi: Asgeir Hjartarson. Leikstjóri: Lárus Pálsson. Persónur og leikendur: Frtiin, Inga Þórðardóttir. Húsbóndinn, Þorsteinn ö. Stephensen. Jón, sonur þeirra, Baldvin Halldórs- son. Leila, kona hans, Bryn- dls Pétursdóttir. Anna Soffla Heiðveig, Regina Þórðardóttir. Karmach for- stjóri, Ævar Kvaran. Frú Karmach, Katrln Thors. Hoff forstjóri, Haraldur Björnsson. Aðrir leikendur: Guðrun Stephensen, Valdimar Helgason, Nina Sveinsdóttir, Sigriður Hagalín, Lárus Pálsson og Kristbjörg Kjeld. 21.05 Landsleikur I knatt- spyrnu: tslendingar-Aust- ur-Þjóðverjar. Jón Ásgeirs- son lýsir siðari hálfleik á Laugardalsvelli 21.50 Erich Kunz og Vlnar- kammerkórinn syngja stúdentalög. Hljómsveit Rfkisóperunnar I Vin leikur með, Franz Letschauer stjórnar. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an:„Tyrkjaránið" eftir Jón Helgason. Höfundur les (23). 22.35 Ungir pianósnillingar. Fimmti þáttur: Pascal Rogé. Halldór Haraldsson kynnir. 23. Fréttir I stuttu máli. Dag- skrárlok. Auglýsicf i H í Tímanum:

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.