Tíminn - 05.06.1975, Page 13

Tíminn - 05.06.1975, Page 13
Fimmtudagur 5. júní 1975 TÍMINN 13 111 ■11111 ÞAÐ eru liklega vorannirnar, sem valda þvi, að Landfara ber- ast nú heldur færri bréf en var um skeiö. Ekki skal lasta vor- hug manna og verksigirni, en alltaf er gaman að fá bréf. Og það finnst Landfara eins og flestum öðrum. Skaðvænleg stefna Borgfirðingur skrifar á þessa leið: „Menn rífast um kaup og kjör, og fullyrðing stendur gegn fullyrðingu. Hörkuverkföll eru i þjóðfélaginu, og önnur miklu viðtækari eru yfirvofandi. Vinnufriður hefur aðeins verið bundinn við vikur eða mánuði. Enginn veit, hvað við tekur. Þetta er eins og á Sturlungaöld — alls staðar flokkadrættir. En mig undrar, að aldrei skuli komiö að þvi, sem óneitanlega hlýtur þó að skipta miklu máli: Hlutföllunum á milli fjölda þeirra, sem vinna framleiðslu- störf, afla okkur hráefna og gera þau verðmæt á erlendum markaði, og hinna, sem vinna þjónustustörf af ýmsu tagi. Liggur þaö þó ekki i augum uppi, að ekki er annað til skipt- anna en það, sem hinir fyrr- nefndu vinna fyrir, og raskist þetta hlutfall, verður minna af raunverulegum fjármunum að deila stétta á milli? Við höfum hátt i tug höfuð- banka, óteljandi útibú og all- marga sparisjóði. Við höfum undraháa hlutfallstölu bundna við verzlun og kaupsýslu. Skóla- kerfið hefur linnulaust verið þanið út, nú sfðast með grunn- skólalögunum og mikilli þenslu skóla, sem hvetja til langskóla- náms (samtimis og verknámi af flestu tagi hefur verið litt sómi sýndur). Sifellt er aukið við rikisstofnanirnar, og af þeim sökum er svo komið, að tugir stofnana og nefnda og ráða fjalla um sams konar mál og náskyld, svo sem útvegsmál, iðnaðarmál, búnaðarmál og menntamál, með tilheyrandi mannvað i kringum sig, rig sin á milli og töfum, sem hljótast af hrakningum mála, sem ganga frá einum til annars, áður en loks er náð höfn. Hvað kostar þessi skipulags- lausa þensla, og hvaða þátt á hún i vaxtamismun, verzlunar- kostnaði, alls konar gjald- heimtu (smátollum alls konar, dýrum i innheimtu, meðferð og ráðstöfun), fjárþörf rikisins, seinagangi i afgreiðslu mála og þar fram eftir götunum? Og hvaða sök eiga þessi slembi- lukku-vinnubrögð á þvi, að ó- eðlilega litið verður til skipt- anna handa verkstéttum þjóðfé- lagsins? Kerfið voðalega Þetta, sem hér hefur verið talað um, minnir á skúrana i Þjórsártúni hér áður fyrr, þar sem hverri kompunni var klastrað utan á aðra, sv'o að upp kom sú þjóðsaga, að maður, sem gekk svefns i einni vistar- verunni, hefði verið heilan dag að villast um völundarhúsið, áð- ur en hann komst út. Um það, sem menn kalla Kerfið með stórum staf, sýnist mér svo farið, (enda þannig um það talað meðal fólks úti um allt land), að það sé orðinn hinn versti dragbitur á flest, sem ráða skal til lykta eða i fram- kvæmd þarf að komast. 1 vetur lyftu blöðin upp einu horni þeirrar hulu, sem yfir lögmáli Kerfisins hvilir, þegar á dag- skrá komst striðið um heilsu- gæzlustöðina á Breiðdalsvik. Um daginn sagði oddvitinn á Djúpavogi, að sveitastjórnar- menn i litlum hreppum yrðu aö fara að minnsta kosti fjórar Reykjavikurferðir á ári, og kostaði hver hundrað þúsund krónur i beinum útlátum, ef ein- hverju ætti að þoka áleiðis. Ofan á þetta kemur svo hóflaus sima- kostnaður, að ég hygg. Ekki verður betur séð en komin sé á ofstjórn, sem er svo þvælin og þung i vöfum vegna allrar þeirrar flækju, sem hún er gerð af, að til stórtjóns sé, og þar á ofan mikils kostnaðar- auka. Allt eykur þetta þörf rikis og sveitarfél. fyrir skattpen- inga, samtimis og mörgum þyk- ir þrengt að sér og sumum hóp- um manna og stéttum ekki að á- stæðulausu. Viðnám og einföldun Hvernig væri, að menn gæfu sér tima til þess að lita upp frá togstreitunni, sem háð er frá degi til dags, og færu að hyggja að þvi, hvort ekki má slaka á henni með dálitilli einföldun, og að minnsta andófi gegn þeirri þenslu, sem ekki er þörf á, ekk- ert gefur af sér i þjóðarbúið, heldur þvert á móti er baggi á samfélaginu? Ég er að minnsta kosti sann- færður um, að mörgum muni þykja smækka hlutdeildin og flest veröa þungt i vöfum, ef byggingarstilnum frá Þjórsár- túni verður haldið áfram i þjóð- félagsmálum og þeim sifellt fækkað hlutfallslega, er vinna að verðmætaöflun og verð- mætaaukningu.” Jeppa og Dráttarvela hjólbaröar TP 7 ET1 VERÐTILBOD 600-16/6 ET 1 m/slöngu Kr. 7.180,- 650-16/6 ET 1 m/slöngu — 7.650,- 650-16/6 NT 6 m/slöngu — 7.750,- 650-16/6 TP 7 m/slöngu — 7.290,- 750-16/6 TP 7 m/slöngu — 8.695,- 750-16/8 ET 1 m/slöngu — 11.580,- TÉKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ Á ÍSLANDIH/E AUÐBREKKU 44 - 46 SÍMI 42606 Batuini Aðalfundur Sölusambands íslenzkra fiskframleiðenda verður haldinn i Tjarnarbúð föstudaginn 20. júni n.k. og hefst kl. 10 f.h. Dagskrá samkvæmt félagslögum Lagabreytingar. Stjórn Sölusambands islenzkra fiskfram- leiðenda. Auglýsitf i Tímanum VOR-k HAPPDR/íTTI FRAMSÓKNARFLOKKSINS 1975 Nr. 010744 FJÖLDI ÚTGEFINNA MIÐA 42.000. — VERÐ MIÐANS KR. 200.00. — DREGIÐ 6. JÚNl' 1975. — UPPLÝSINGAR RAUÐARÁRSTÍG 18, REYKJAVÍK, SÍMI 24483. Vinsælasta seglskúta VINNINGUM 9 Evrópu — Enterprise DREGIÐ Á MORGUN Drætti ekki frestað Nú er að verða hver síðastur að senda uppgjör fyrir heimsenda miða

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.