Tíminn - 05.06.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 05.06.1975, Blaðsíða 16
fyrirgóéan mat ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS ' ósamlyndiö i stjórn Wilsons ihnotskurn: Það er von, að hvorki gangi né reki. (A myndinni sjást m.a. Wilson, Callaghan, Castle, Healey og Jen- kins (já) og Foot, Benn og Shore (nei). Þjóðaratkvæðagreiðsla í Bretlandi um aðild að EBE í dag: Straumurinn liggur til okkar — íullyrða andstæðingar aðildar NTB/Reuter-London. Bretar ganga að kjörboröinu i dag og greiða atkvæöi um, hvort þeir eigi aö vera áfram aöilar aö Efna- hagsbandalagi Evrópu. Baráttan fyrir þessa afdrifariku þjóðarat- kvæðagreiðslu náði hámarki i gær. Talsmaður andstæðinga áframhaldandi aðildar að EBE lét svo um mælt í gær, að straumurinn lægi nú til and- stæðinga aðildar frá fylgismönn- um hennar. Hann kvað nýjustu skoðanakannanir, er gerðar hefðu verið á vegum andstæðing- anna, sýna, að æ fleiri hefðu slð- ustu daga snúizt gegn aðild að EBE. Það, sem einkum hefur komið róti á hugi brezkra kjósenda að undanförnu — þá einkum þeirra borgaralegu — er sii staðreynd, að álitlegur hópur íhaldsmanna hefur tekið eindregna andstöðu gegn áframhaldandi aðild. Fremstir I þeim flokki eru Ed- ward du Cann, leiðtogi Ihalds- flokksins I Neðri málstofunni, og Enoch Powell, sem þekktur er fyrir ofstæki á hægri væng stjórn- mála. Sagt er, að þessir tveir menn hafi sniiið fjölda kjósenda, er áður litu á andstæðinga aðildar að EBE sem fámennan hóp vinstrisinna. Roy Jenkins innanrikisráð- herra, sem styður eindregið áframhaldandi aðild að EBE, sagði i gær, að andstæðingarnir heföu gefið upp alla von um að sigra i þjóðaratkvæðagreiðslunni. Þess i stað reyndu þeir nú með öllum ráðum að gera muninn sem minnstan, til að geta haldiö áfram baráttu sinni gegn aðild að EBE. Og óneitanlega hefur Jenkins mikið til sins máls: Leiðtogar allra stærstu flokkanna — þau Harold Wilson forsætisráðherra, Margaret Thatcher og Jeremy Thorpe — hafa allir hvatt Breta til að halda áfram þátttöku i starfi EBE. Og skoðanakannanir, er gerðar hafa verið á vegum hlutlausra aðila, benda allar til þess, að yfirgnæfandi meirihluti brezkra kjósenda gjaldi áfram- haldandi aðild að EBE jáyrði. Sá hópur, sem er andvigur aðild að EBE, er engu að siður stór. Auk þó nokkurra ihaldsmanna er meirihluti Verkamannaflokksins á móti áframhaldandi aðild að EBE. Og i fylkingarbrjósti eru þrir ráðherrar i stjórn Wilsons: Tony Benn iðnaðarráðherra, Michael Foot verkalýðsráðherra og Peter Shore viðskiptaráð- herra. Að baki þeim stendur fjöldi aðstoðarráðherra, svo og meiri- hluti þingmanna Verkamanna- flokksins og meirihluti þeirra, er gegna trúnaðarstöðum á vegum flokksins. Nú er að sjá, hvort sú fylgis- aukning, er andstæðingar aðildar að EBE spá, kemur fram i þjóðaratkvæðagreiðslunni I dag — eða hvoft hún er aðeins til I hugarheimi þeirra, t.d. til að stappa stálinu I þá, sem berjast gegn þvi að Bretar tengist EBE um ófyrirsjáanlega framtíð. 1 Finnar kjósa 21. og 22. september NTB-Helsinki. Nýjar þing- kosningar fara fram i Finn- landi dagana 21. og 22. september n.k. Urho Kekkon- en forseti boðaði til kosning- anna I gær, um leið og hann féllst á lausnarbeiðni Kalevi Sorsa forsætisráöherra. Kekkonen fól stjórn Sorsa að sitja áfram, unz ný stjórn yrði skipuð. Þingið situr áfram, en þess er vænzt, að það verði rofið fyrir aðra helgi. Hið ný- kjörna þing kemur svo saman 1. október n.k. Kekkonen sagði I gær, að hann hefði óskað þess, að stjórnin sæti út yfirstandandi kjörtlmabil, en umboð þing- manna fellur niður eftir tæpt ér. Hann bætti við, að sllkt hefði þó verið ógerningur. Eins og skýrt var frá í Timan- um I gær, hafa deilur tveggja stærstu stjórnarflokkanna — Jafnaðarflokksins og Mið- flokksins — um byggðamál verið helzta orsök stjórnarslit- anna. Slitnar upp úr friðar- viðræðum um Kýpur? Fulltrúar beggja deiluaðila óánægðir Ford þreyttur en ánægður — að lokinni Evrópuför NTB/Reuter-Washington. Gerald Ford Bandarlkjafor- seti sneri i gærmorgun heim úr Evrópuför sinni. Forsetinn var dauðþreyttur, en að sama skapi ánægður með árangur fararinnar, að sögn aðstoðar- manna hans. Fréttaskýrendur eru sam- mála um, að Evrópuför for- setans hafi tekizt i alla staði vel,t.d. hafi Ford náð flestum þeim markmiðum, er hann stefndi að. t upphafi var til- gangur hans með þessari för einkum fjórþættur: 1 fyrsta lagi ætlaði hann að koma á ný af stað samningaumleitunum I Miðjarðarhafslöndum. I öðru lagi var hann staðráðinn I að fullvissa evrópska leiðtoga um áframhaldandi stuðning Bandarikjanna. í þriðja lagi vildi hann stuðla að betra samstarfi meðal vestrænna rikja, m.a. með þvi að sætta deiluaðila I Kýpurdeilunni. Og loks var ætlun hans að stöðva framgang kommúnista I Portúgal. Segja má, að Ford hafi yfir- leitt haft árangur sem erfiði — nema I þeirri viðleitni að sætta aðila I Kýpurdeilunni. Þá' snerust aðrir leiðtogar At- lantshafsbandalagsins önd- verðir gegn þeirri hugmynd forsetans að tengja Spán NATO. Sé öllu á botninn hvolft, er óhætt að fullyrða, að banda- riskri utanrikisstefnu hefur orðið álitsauki að Evrópuför Fords forseta. Reuter-Vin/Ankara. Glafkos Klerides, fulltrúi griskumælandi Kýpurbúa I friðarviðræðunum i Vln, hótaði I gær að hætta við þátttöku i fyrirhuguðum samn- ingafundi i dag. Astæðan er sú fyrirætlun tyrkneskumælandi eyjarskeggja að efna til þjóðarat- kvæðagreiðslu um stjórnskipu- lega framtfð hins nýja rfkis sins á Kýpur um næstu helgi, en sem kunnugt cr hefur stofnun þess rikis ekki verið viðurkennd. Samningafundurinn I dag er hugsaður sem framhald þess fundar, er stóð I Vin dagana 28. aprll til 3. mal s.l. Rauf Denktash, leiðtogi tyrkneskumælandi Kýpurbúa, hefur lýst þvi yfir, að fundurinn, er hefjast á I dag, sé með öllu ónauðsynlegur og ótlma- bær. Denktash og Klerides á fyrsta viðræðufundinum f Vln. t miðju er Waldheim, aðalritari S.Þ. Enn barizt í Beirut MTB/Reuter-Beirut. Rashid Karami ræddi i gær við Suiei- man Farnjieh Libanonforseta I fiirim og hálfa klukkustund, til að reyna að finna leið til myndunar nýrrar stjórnar I landinu. Að viðræðunum lokn- um lét Karami svo um ma i't, að hann væri nú nær þvi en áö- ur að koma saman starfhæfri stjórn. A meðan héldu bardagar áfram milli Falangista og Palestinuskæruliða i úthverf- um Beirut. Óeiröirnar hafa nú staðið I 16 daga og kostað a.m.k. llOmanns lífið —óstið- festar fréttir herma þó, að j fir 400 hafi beðið bana. Karami sagði i gær, að ráð- stafanir hefðu verið gerðar til að koma á friði I landinu. t gærmorgun reyndu öryggis- sveitir að skakka leikinn, en án verulegs árangurs. Straufría sængurfataefnið er nú \ fyrirliggjandi í mörgum mynztrum .; og litum. 'i Einnig í saumuðum settum. Kærkomin gjöf, hverjum sem hlýtur. Sparið húsmóðurinni erfitt verk, sofið þægilega og lífgið upp á litina í svefnherberginu. Reynið Night and Day og sannfærizt. Samband islenzkra samvinnufélaga Innflutningsdeild Sambandshúsið Rvík sími28200

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.