Tíminn - 06.06.1975, Page 1

Tíminn - 06.06.1975, Page 1
Bónus- kerfið jók laun og afköst um 30% JG—Reykjavlk. Með bónuskerfi i Sambandsverksmiðjunum á Akureyri hefur tekizt að hækka laun starfsfólksins að meðaltali um 30% og afköst svipað. Þetta kom fram i yfirlitsræðu Erlendar Einarssonar, forstjóra SIS á aðal- fundi Sambandsins i gær. Tekizt hefur að koma á bónus- kerfi i verksmiðjunum á Akur- eyri. Á það fyrst og fremst við um Gefjunni og Iðunni, en verið er að færa það út i hinum verksmiðjun- um. Með þessu kerfi er gert stór- átak til vinnuhagræðingar, en einnig hefur það haft þau áhrif, að lun starfsfólks hafa hækkað að meðaltali um 30% og afköst svip- að. Stór stund í Olía qreidd með ull Það var stór stund i islenzkri knattspyrnu, þegar tsland sigraði Austur-Þýzkaland i Evrópukeppni landsliða 2:1 i gær- kvöldi. Ásgeir Sigurvinsson skoraði annað mark islenzka liðsins eins og sést á myndinni að ofan. A litlu myndinni sjást a-þýzki markvörðurinn og varnarmaður horfa á eftir knettinum i netið. Timamyndir Róbert. JG—Reykjavik. Samband is- lenzkra samvinnufélaga er nú að ganga frá þriðja samningnum við rússneska samvinnusambandið, þar sem olia er greidd með ullar- vörum. Þetta kom fram i yfirlits- ræðu Erlendar Einarssonar, for- stjóra StS á aðalfundi sambands- ins að Bifröst i gær. Þegar oliukreppan náði hámarki i byrjun siðastliðins árs bauð rússneksa samvinnusam- bandið farm af oliu gegn greiðslu iullarvörum. Af hálfu Sambands- ins var lögð áherzla að, að unnt yrði að afgreiða upp i samninginn ullarflikur, frá hinum ýmsu prjónastofun úti á landi, en rekst- ur þeirra var i hættu vegna verk- efnaskorts. Samið var um sölu á 60 þúsund ullarflikum, sem fram- leiddar voru úr Gefjunargarni hjá prjónastofum viða um landið. I ár hefur verið gengið frá öðrum samningi um yfir 40 þúsund flik- ur, og þessa dagana er verið að ganga frá þriðja samningnum um sama magn. Jafnframt hefur náðst samkomulag um oliufarm á móti ullarvörunum. Með þessu móti hefur tekizt að efla smáiðn- að i þorpum og kaupstöðum, en það hefur einmitt verið á iðnaðar- stefnuskrá Sambandsins að vörur úr verksmiðjunum á Akureyri mætti fullvinna i smærri verk- Ekki verður kannað hvers vegna menn mættu ekki til vinnunnar FB— Reykjavik.Margir munu hafa leitt hugann að þvi, hvað gert verður varðandi það atriði, að starfsmenn rikisverksmiðjanna mættu ekki til vinnu þrátt fyrir það, að rikisstjórnin hafði gefið út bráðabirgðalög, sem ákvað, að vinna skyldi tekin upp að nýju. Samið mun hafa verið um það, að verksmiðjurnar gerðu ekkert til þess að kynna sér, hvers vegna mennirnir mættu ekki til vinnu, og það mál þvi látiö niður falla, eftir þvi sem Timinn komst næst I gær. ‘ O s> 15. ÞING S.U.F. 6 smiðjum á hinum ýmsu stöðum á landinu. Sjá íþróttir bls. 3/ 8 og 17. Hvítárbrú lokað vegna skemmda Gsal—Reykjavik. — Bo.gabrúnni yfir Hvitá I Borgarfirði viö Ferjukot var lokað I gær, þar eð brúin þótti orðin varasöm ailri þungaumferð. Fólksbílar fengu þó að aka yfir hana i gærdag. Hvitárbrúin hefur Iátið mikið á sjá siðustu daga, og þvi þótti rétt að loka henni fyrir allri þungaumferö. — Það var búið að skoða brúna áður, en I morgun kom I ljós, að ástand hennar hafði versnaö mikið i gær og nótt, — og þegar Jónas Gislason, brúarsmiður kannaði skemmdirnar á brúnni I morgun, kom I Ijós að þær voru þess eðlis, að taliö var rétt að loka brúnni fyrir allri þungaumferð, sagði Helgi Hallgrimsson, deildarverkfræðingur hjá Vegagerö rikisins i gær, þegar Timinn hafði tal af honum. Helgi sagði að I augnablikinu væri brúin kannski ekki hættuleg, en hún gæti hvenær sem er oröið það og auk þess yrðu skemmdirnar meiri ef umferð yrði leyfð yfir hana áfram. Siðla dags I gær hófst undirbúningur að bráöabirgðavið- gerð, og að sögn Helga, miðast viðgerðin að þvi, að allri um- ferð verði hleypt yfir brúna á ný, — en ekki kvaöst Helgi geta sagt til um þaö, hvenær viðgerð lyki. Bogabrúin yfir Hvitá var byggö árið 1928, og er brúin þvi komin til ára sinna. Eins og öllum er kunn- ugt er brúin hið fallegasta mann- virki, en það gefur þó auga leið, að hún er ekki byggð fyrir þann þungaakstur sem nú tiðkast. Að sögn BjarnaG. Sigurðssonar, vegaeftirlitsmanns i Borgarnesi, hafa skemmdirnar i brúnni veriö að aukast nokkuð siðustu tvo sólarhringa, og plata brúarinnar hefði sigið talsvert á kafla. Bjarni kvað sprungur hafa ver- ið i brúnni um nokkurt árabil, en þær hefðu stækkað að undan- förnu, og þvi hefði ekki veriö um neitt annað að ræða, en að loka brúnni fyrir allri umferð stærri ökutækja. Að sögn Helga er gert ráð fyrir þvi að nýja brúin yfir Borgarfjörð taki við allri þungaumferð, sem til þessa hefur farið yfir Hvitár- brúna. Brúin verður styrkt núna sagði hann og siðan verður hún notuð áfram eins lengi og unnt er. Flugumferðarstjórar: AFTUR YFIRVINNUBANN gébé—Reykjavik. — Flugum- ferðarstjórar eru nú aftur komnir i yfirvinnubann, sem hófst kl. 19:30 I gærkvöldi. Nær yfirvinnubannið til flugum- ferðarstjóra i Reykjavik, Kefla- vík, Akureyri og Egilsstöðum. Gisli Guðjónsson, formaður félags flugumferðarstjóra, sagðistvongóður um að bannið stæði ekki lengi. Það var 13. mai sl. að yfir- vinnubanninu var aflétt, og þá ráðgert að viðræður við ráðu- neytin hæfust 20. mai. Aðeins þrir fundir hafa verið haldnir siðan, en tveir hafa verið af- boðaðir. — Okkur finnst við hafa verið settir hjá út af öðrum mál- um, sagði Gisli, við gerum okkur auðvitað ljóst, að mikið hefur verið að gera hjá fulltrú- um ráðuneytanna, en okkur finnst við hafa verið dregnir á þessu of lengi, og að við höfum sýnt nógu mikla þolinmæði. Sáttafundur var i gærdag meö fulltrúum úr samgöngu- fjármála- og utanrikisráðuneyt- inu, en varð árangurslitill, og var annar fundur boðaður i dag. Ágreiningsefnið er orlofsmál flugumferðarstjóra, sem ,,eru alveg i steik” eins og Gisli komst að orði. Þá sagðist Gisli vongóður um að bannið stæði ekki nema i nokkra daga, og að hægt væri að snúa sér að sátta- fundum af fullum krafti með fulltrúum ráðuneytanna, þar sem nú hefur verið samið i deilu starfsmanna rikisverksmiðj- anna.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.