Tíminn - 06.06.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 06.06.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Föstudagur 6. júnl 1975 Fimm og sex ára börn fá að læra umferðarreglurnar t dag hefst I Reykjavik umferðar- fræösla fyrir 5 og 6 ára börn. Samskonar fræðslustarf hófst fyrir nokkru i nágrenni Reykja- vikur og eftir aö fræðslustarfinu lýkur i Reykjavik veröur þvi haldið áfram á Suðurnesjum. Umferðarráð skipuleggur fræðslustarfið og leggur til verk- efni en lögregla og umferðar- nefndir i viðkomandi sveitar- félögum sjá um framkvæmdina. Ollum 5 og 6 ára börnum er boðin þátttaka endurgjaldslaust, og má hvert barn mæta tvisvar, eina kennslustund i hvort skipti. Sýnt er brúðuleikhús og umferöar- kvikmyndir og börnin fá verkefni, sem þau eiga að vinna með aðstoð foreldranna. Umferðarfræðsla 5 og 6 ára barna i Reykjavik hefst i Fella- skóla og Vogaskóla en auglýsing með upplýsingum um i hvaða skólum fræðslustarfið fer fram og á hvaða timum börnin eiga að mæta, hefur verið birt i dagblöð- unum. 1 júnimánuði verður framhaldið fræðslu- starfi, sem hófst 1. mai um börnin i umferðinni. Mun lög- reglan m.a. auka eftirlit með börnum og visa börnum, sem eru að leik á eða við akbrautir, frá þeirri hættu, sem þeim er búin þar, og inn á öruggari svæði eða fylgja þeim heim til foreldranna. Umferðarráð hefur gefið út i samráði við Leikvallanefnd Reykjavikur, bifreiðatrygginga- félögin, lögregluna og Umferðar- nefnd Reykjavikur, tvö fræðslu- rit, sem dreift er um þessar mundir. Fjallar annað um leik- svæði fyrir börn og hitt um vandamál barna sem vegfarend- ur i umferð. Ríkisverksmiðjurnar: Vinna hafin af fullum krafti FB/ASK-Reykjavik. Vinna hófst á ný I Aburöarverksmiðjunni og Sementsverksmiöjuni I gær eftir að félagsfundir höfðu samþykkt samkomulagið sem náðizt i gær morgun. Viö Kísiliðjuna hefst vinna i dag og á morgun með full- um afköstum, þar sem áöur þurfti að gera við og hita upp brennslu- ofn Kisiliðjunnar. Samkvæmt samkomulagi þvi, sem gert var i gær, hækkar kaup verksmiðju- starfsmanna um 11% að meðal- tali. Félagar i verzlunarmanna- félögunum áttu ekki aðild að samkomulaginu. Aðalatriði samningsgerðarinn- ar eru þau, aö launaflokkarnir skulu vera 8, og eru mánaðar- grunnlaunin frá 40.000,00 til 66.500,00. Þá eru aðilar sammála um, að 4.900,00 kr., sem samið var um á hinum almenna vinnu- markaði 26. marz komi að fullu inn i alla launaflokka samnings- ins. Þá skal greiöa verðlagsupp- bót á öll laun skv. samningnum. Þá hækka grunnlaun miöað við starfsaldur, eftir 1 ár um 5%, 3 ár um 9% og 5 ár um 12% frá byrjunarlaunum viðkomandi launaflokks. Þá var og sérstaklega samið um orlof, þ.á.m. barnsburðaror- lof til handa konum, sem unnið hafa I eitt ár eða lengur. Samningurinn gildir frá undir- skriftardegi til 1. mai 1976 eða i eitt ár. Verði honum ekkisagt upp framlengist hann um sex mánaða skeið. Loks segir i yfirlýsingu, sem fylgir samningsuppkastinu: Aöilar eru sammála um að launakerfi i verksmiðjunum skuli byggjast á starfsmati. Nú eru tekin upp ný störf eða störf breytast og þá skal fara fram mat á störfunum og skal síðan viökomandi starfi skipað i launa- flokk i samræmi við 4. kafla samnings þessa með samráði framkvæmdastjóra og aðal- trúnaðarmanns að fengnum til- lögum starfsmatsnefndar. Starfsmenn geta einnig óskað eftir endurmati á störfum sinum, og skal þá slfk ósk ásamt rök- studdri greinargerð borin fram af aöaltrúnaðarmanni. Með sama hætti geta verk- smiðjurnar óskað eftir endurmati að framlagðri rökstuddri greinargerð. Aðilar eru sammála um að koma á fót starfsmatsnefnd skv. nánara samkomulagi og fjalli nefndin um starfsmöt skv. framanskráðu. Ungur piltur beið bana í Sandgerði Gsal-Reykjavik — Banaslys varð I umferöinni s.l. miövikudag er ungur piltur á bifhjóli varö fyrir vörubil i Sandgeröi. Tildrög slyssins voru þau, að pilturinn ætlaði að aka fram úr vörubflnum öfugum megin, en I þann mynd er bifhjólið var komið til hliöar við biiinn, beygði bflstjórinn til hægri og skali pilturinn I pall bilsins. Við höggið féll pilturinn I götuna. Hlaut hann mikið höfuðhögg og meiðsli á brjósti. Talið er að hann hafi látizt nær samstundis. Mun færri íbúðir byggðar á Vest- fjörðum en annars staðar á landinu ASK — Rey kjavik . Mikil óánægja virðist rikja viða um land varðandi leiguibúðabygg- ingar rikisins. Einstakir hrepp- ar og sveitafélög hafa verið undanskilin og ekki fengið neina þá úrlausn, sem þau geta við unað, að þvi er þau teija. Vestfiröir hafa ekki sizt orðið útundan, og eru þeir undir landsmeðaltali. En það er á 1000 ibúa um það bil 10 ibúöir á ári og eru þannig allir staöir á Vest- fjörðum undir landsmeðaitalinu Á fundi, er haldinn var vegna byggingar leiguibúða 30. mai siðastliðinn á Flateyri, kom og i ljós, að Isafjörður, Bolungarvik og Reykhólahreppur hafa fengið úthlutun og geta þvi hafið fram- kvæmdir. Þeir staðir, sem hafa nú þegar fengið hvað mest fé til ibúðabygginga eru bæir svo sem Isafjörður og fleiri þeir staðir, sem mest hefur verið byggt á undanförnum árum. Fundarmenn á Flateyri voru sammála um, að þegar i stað yrðu aö veita ákveðin svör um hverjar leiguibúðabyggingar- yrðu leyfðar á árinu, og að ákveðin svör um byggingar á ári hverju liggi fyrir eigi siðar en i lok janúar ár hvert. Siðast en ekki sizt, að rikisstjórnin standi við þau fyrirheit, sem gefin voru með lögum um bygg- ingu 1000 leiguibúða. Til glöggvunar fylgir yfirlit fjóröungssambandsins: Byggingastarfsemi á Vestfjörð- um 1968-1972. og fiestir langt undir. Byggingastaöur fjöldi ibúða ibúðirá 1000 fbú 1 yfirliti er fjórðungssamband Bolungarvik 37 7.4 Vestfirðinga lét gera og náði ísafjörður 68 5.0 yfir árin 1968-1972 kemur i ljós, Táiknafjöröur 4 4.0 að Bolungarvik nær hæst i Patreksfjörður 17 3.4 meðaltalinu, byggðar eru 37 Bíldudalur 5 3.3 ibúðir, sem þýðir 7.4 ibúðir á Hnífsdalur 5 3.3 hverja 1000 ibúa. A Hólmavik, Suðureyri 7 2.8 Borðeyri og Flateyri var hins Þingeyri 2 1.0 vegar ekkert ibúðarhúsnæði Súðavik 1 1.0 byggt á timabilinu. Hólmavik, Borðeyri og Flateyri ekkert Ibúðarhúsnæði JAKOB GEFUR EKKi KOST Á SÉR TIL FREKARI FORMENNSKU SÍS JG-Reykjavik. Á aðalfundi SIS aö Bifröst I gær tilkynnti Jakob Frimannsson, að hann gæfi ekki kost á sér til frekara starfs sem for- maöur stjórnar SÍS. Jakob Frimannsson á aö baki 57 ára starf innan samvinnuhreyfingar- innar, m.a. var hann kaupfélagsstjóri KEA á Akureyrji áraraðir og formaöur stjórnar SÍS var hann fyrst kjörinn á aðalfundi 1960. MIKIL TÚNFLÆMI ÁBURÐ- ARLAUS MEÐ SAMA LAGI — segir oddviti Hrunamannahrepps JH-Reykjavik. — Við bændur hér á Suðurlandi þykjumst i meira lagi grátt leiknir, sagði Daniei Guðmundsson, oddviti I Hruna- mannahreppi viö Timann I gær, og þó að verkföliunum i rikis- verksmiðjunum ljúki I dag, virð- ast mér engar iíkur á þvi, að við hér i sveit fáum nándarnærri þann áburð, sem við þörfnumst, ef sama lag verður á áburöaraf- greiðslunni næstu daga og nýtt verkfall tekur við 11. júni. Þá verða hér mikil túnflæmi óáborin i sumar. — Siöan á mánudagsmorgun og nú fram á miðjan fimmtudag hef- ur bill héðan aðeins náð tveimur förmum, sagði Daniel, en allur hinn timinn hefur farið i bið i Gufunesi. Ekki hefur einu sinni verið hirt um að láta bilana fá númer, svo að þeir eru bundnir i röðinni allan þennan tima, og yfir þessu erum við sárreiðir. Kostnaðinn, sem af þessu hlýzt, ættu allir að geta gert sér i hugar- lund. Okkur finnst þetta i einu orði sagt óþolandi sleifarlag. Samtimis þvi, að stórir vörubil- ar, sem komnir eru langan veg utan úr sveitum biða langtimum saman, getur hver sem er fengið afgreiðslu stanzlaust á allt að tuttugu pokum i kerrur aftan I jeppum eða bilum. Þvi má bæta hér við, að se- mentsverksmiðjan sá ekki ástæöu til þess að auglýsa, að hún hefði selt fyrirfram allt sement i birgðastöðinni við Artúnshöfða, þegar afgreiðslubanninu var af- létt, svo að bflar, sem komu utan af landi, mörg hundruö kilómetra leiðir, fóru fýluför. — Þetta er óþolandi tillitsleysi Gsal-Reykjavik — Kennarar virðast hafa mikinn áhuga á endurmenntun, ef marka má þátttöku I kennaranámskeiðum i Kennaraháskólanum, en þar standa nú yfir námskeiö I ýmsum greinum. 1 þessari viku sátu t.d. um 270 kennarar á skólabekk og búa sig undir starfið næsta vetur. A stærðfræðinámskeiði voru 105 kennarar, enskunámskeiði 35, is- lenzkunámskeiöi 65 og I málaveri Norrænahússins eru 16 dönsku- kennarar á framburðarnám- skeiði, en fleiri var ekki hægt að taka á það námskeið. Auk þessa byrjuðu um 50 kennarar við ýmsa framhalds- skóla á námskeiði i uppeldis- og kennslufræðum. Það námskeið af stjómendum þessara rikis- verksmiðja, sagði Daniel. Og i þokkabót flytja svo fjölmiðlar rangar fréttir af ástandinu hér austur um sveitirnar. stendur allan júni- og ágústmán- uð og mun halda áfram næsta ár. Sigurður Helga- son fékk stöðuna SIGURÐUR HELGASON hefur verið skipaður deildarstjóri i fræðslumáladeild menntamála- ráðuneytisins. Umsækjendur um stöðuna voru þrir, Sigurður Helgason, Jónas Pálsson og dr. Bragi Jósepsson, en honum var sem kunnugt er vikið úr þessari stöðu á s.l. vetri. Jónas Pálsson dró umsókn sina til baka fyrir skömmu. 270 kennarar á skólabekk — mikill áhugi á endurmenntun

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.