Tíminn - 06.06.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 06.06.1975, Blaðsíða 3
TÍMINN 3 HEILDARVELTA SAMBANDSISLENZKRA SAM VINNUFÉLAGA 15,6 MILLJARDAR Frá aöalfundi SÍS. Erlendur Einarsson i ræðustdl. Heildarvelta Sambands is- lenzkra samvinnufélaga nam á árinu 1974 alls 15.588 milljónum króna og var það 38.5% aukning frá árinu á undan. Tekjuafgangur ársins varð 104 milljónir króna, og eru 32 milljónir endurgreiddar til kaupfélaga og frystihúsa og 23 milljónir eru greiddar kaupfélög- unum sem vextir af stofnsjóði. Endaleg niðurstaða rekstrar- reiknings verður þá hagnaður að fjárhæð tæpar 50 milljónir króna. Aðalfundur SÍS hófst að Bifröst i Borgarfirði i gær. Formaður Sambandsstjórnar, Jakob Fri- mannsson, setti fundinn og minntist i upphafi forvigismanna samvinnuhreyfingarinnar, sem létust á siöastliðnu ári. Fundarstjóri var kjörinn Ágúst Þorvaldsson, og Þorsteinn Sveinsson til vara og fundarritar- ar þeir Teitur Björnsson og Karl Steinar Guðnason. Jakob Frimannsson flutti siðan skýrslu stjórnar og skýrði frá helztu viðfangsefnum hennar á liðnu ári. Að þvi loknu flutti Erlendur Einarsson forstjóri itarlega yfirlitsskýrslu um rekst- urinn árið 1974. Kom þar meðal annars fram, að rekstrarafkoma Sambandsins varð hagstæð á árinu, þegar tekið er tillit til hinn- ar miklu verðbólgu, stóraukins rekstrarkostnaðar og áfalla vegna gengistaps. Tekjuafgangur ársins varð 104 millj. króna. Er þá búið að færa til gjalda opinber gjöld að f járhæð 118.5 millj. króna, vezti 323 millj. króna, afskriftir eigna 208 millj. króna og gengistap 121 millj. króna. Tekjuafgangi er ráðstafað þannig, að 32 millj. króna eru endurgreiddar til kaupfélaga og frystihúsa, og 23 millj. króna eru greiddar kaupfélögunum sem vextir af stofnsjóði. Endanleg niðurstaða rekstrarreiknings ASK-Reykjavík. A fundi, sem haldinn var hjá Félagi verzlunar- og skrifstofufólks á Akureyri i gærkvöldi, heimilaði FVSA að boða verkfall og heimilaði stjórn og trúnaðarráði að taka upp stefnu VR. Þannig hafa Akureyringarnir tekið upp sömu stefnu og VR. A félagssvæði þessara tveggja félaga eru um það bil 6700 manns. Það er um 85% félaga innan vé- Gsal-Reykjavik — í gær klukkan 16 var haldinn fundur i sam- bandsstjórn Vinnuveitendasam- bands íslands og fjallaði fundur- inn fyrst og fremst um samninga- máiin og stefnumörkun i þeim. Vinnuveitendasambandið hefur nú fengið verkfallsboðanir frá 55 verkalýðsfélögum víðs vegar að af landinu. Á fundinum urðu mjög miklar umræöur og i lok hans var einróma samþykkt svohljóðandi tillaga: „Sambandsstjórnarfundur i Vinnuveitendasambandi Islands samþykkir að boða til almenns félagsfundar um verksviptingar- aðgerðir.” A fundinum var ákveðið að halda félagsfund um framan- greint efni næstkomandimánudag kl. 17. ástæðan fyrir undirbúningi að þessum aðgerðum, er að sjálf- sögðu, verkfallsboðanir flestra verkalýösfélaga innan Alþýðu- sambands Islands og ennfremur, verður þá hagnaður að fjárhæð tæplega 50 millj. króna. Rekstrarkostnaður hækkaði á árinu miðað við 1973 um 815 millj. króna eða 58%. Stærstu liðirnir eru laun, veztir og opinbergjöld. Laun hækkuðu um 50.6%, vaxta- greiðslur um 49% og opinber gjöld um 50%. Heildarvelta Sambandsins 1974 nam 15.588 millj. króna og jókst um 4.336 millj. frá árinu á undan eða 38.5%. Veltan skiptist þannig niður á einstakar deildir Sam- bandsins: Búvörudeild 3.462 millj., Sjávarafurðadeild 3.942 millj., Innflutningsdeild 3.947 millj., Véladeild 1.511 millj., Skipadeild 626 millj., Iðnaðar- deild 1.803 millj. og smærri starfsgreinar 296 millj. Á siðastliðnu ári var unnið að nokkrum meiriháttar fram- kvæmdum, en heildarfjárfestingu banda Landssambands islenzkra verzlunarmar.na. Hins vegar hafa félög eins og Verzlunarmannafélag Hafnar- fjarðar og Verzlunarmannafélag Suöurnesja ekki tekið neina ákvörðun um að láta ASt ekki fara með samninga fyrir sfna hönd. VS hefur ákveðið að fara i verkfall 13. júni hafi samningar ekki tekizt og VH frá og með 21. júni. að þeir, sem ekki fara I verkfall, myndu verða verklausir á kaupi undantekningalitið i öllum starfs- greinum, sem ekki fara strax i verkfall. JG-Reykjavlk. Starfandi Sam- bandsfélög voru 46 i árslok 1974 að þvi er Erlendur Einarsson, for- stjóri SIS, upplýsti i yfirlitsræðu sinni á aðalfundi SIS i gær. Fjöldi félagsmanna var 39.949 og hafði þeim fjölgað um 821 á árinu. Voru þá 18.5% Islendinga innan Sam- bandskaupfélaganna. Heildarvelta félaganna 46 að var mjög i hóf stillt. Aðalfram- kvæmdin var við byggingu nýju birgðastöövarinnar við Sundin i Reykjavik. Til þeirrar fram- kvæmdar var á árinu varið 213 millj. króna. Þá fjárfestu verk- smiðjur Iðnaðardeildar á árinu fyrir um 69 millj. króna, og loks var nokkrum milljónatugum var- ið til véla-, bifreiða- og tækja- kaupa. Fastráðnir starfsmenn Sam- bandsins voru i árslok 1538 og fækkaði um 12 á árinu. Varðandi fræðslu- og félagsmál vék Erlendur Einarsson að at- vinnulýðræði og drap á, að nokkur reynsla hefði fengizt i ASK-Reykjavik. Tækniskóla Is- lands var slitið laugardaginn 31. mai. Rektor Bjarni Kristjánsson, gerði grein fyrir starfsemi skól- ans á skólaárinu. Alls stunduðu 266 manns nám við skólann. 1 upphafi skólaárs brautskráð- ust 25 meinatæknar, fyrir jól 17 byggingatæknifræðingar eftir nýrri skipan, þar sem námið tek- ur sem næst 5 1/2 ár eftir sveins- próf. Eftir áramót brautskráðust 8 raftæknar, þar sem nám þeirra tekur 2 1/2 ár eftir sveinspróf. Byggingardeild fyrsta hluta luku 14 nemendur, öðrum hluta 13 og þriðja hluta 9. Þá halda utan til tveggja ára náms nemendur i raf- , vél-, rekstrar- og skipatækni- fræði. 1 undirbúningsdeildum luku prófum 43 og 24 raungreina- deild. tirslit liggja ekki fyrir á tsafirði. I ræðu rektors kom fram að húsnæðisvandræði skólans eru nú I hámarki. Hins vegar hillir undir lausn á þeim vanda með tilkomu kennsluhúsnæðis að Höfðabakka 9, sem á að vera nothæft að hausti, ef ekkert óvænt kemur fyrir. Vegna húsnæðisskortsins tekur undirbúningsdeildin i Reykjavik ekki til starfa fyrr en 1. október, i stað 1. september. meðtöldum söluskatti nam 22.142 millj. króna á móti 14.647 millj. 1973, sem er aukning um 51%. A árinu sýndu 25 þessara félaga hagnað samtals að upphæð 18 millj. króna, en 18 félög sýndu halla að upphæð 65.5 millj. króna og þar af tapaði Kaupfélag ts- firðinga 35 miilj. kr. Er þvi halli allra félaganna 48 millj., en af- Timamynd JG nágrannalöndunum af þátttöku starfsfólks i stjórn fyrirtækja. Erlendur sagði, að stjórn Sam- bandsins hefði haft þessi mál til athugunar að undanförnu og telji eðlilegt, að aflað yrði upplýsinga um þau hjá samvinnuhreyfingum hinna Norðurlandanna. Væri þess að vænta, að Sambandsstjórn fengi itarlega skýrslu um málið á hausti komanda. Aðalfundinn, sem er sá 73., sækja um 100 fulltrúar frá 46 Sambandsfélögum, auk stjórnar StS, framkvæmdastjórnar og all- margra gesta. Gert er ráð fyrir að fundinum ljúki siðdegis i dag. in tefst um Við skólann störfuðu 10 fast- ráðnir kennarar auk rektors. Við kennslu voru samtals nálega 100 manns, þar af um 30 gestafyrir- lesarar. Að lokum þakkaði rektor nem- endum og kennurum samstarfið á skólaárinu og óskaði lokaprófs- nemendum sérstaklega alls vel- farnaðar. Skipstjórinn fékk335þús. kr. sekt Gsal-Reykjavik. — Mál skipstjórans á Sigurði Jónssyni SU-150 var tekið fyrir hjá lög- reglustjóraembættinu I Höfn á Hornafirði i gærinorgun, en Gná, þyrla Landhelgisgæzlunnar og SVFÍ stóð bátinn að meintum ólöglegum veiðum aðfaranótt miðvikudags. Báturinn kom til hafnar i fyrradag, og hjá lög- reglu stjóracm bættin u fékk Timinn þær upplýsingar i gær, að skipstjórinn hefði verið dæmdur i 335 þús. kr. sekt og afli og veiðar- færi gerö upptæk. skriftir þeirra nema 178 millj. króna. Verzlanir félaganna voru alls 197 I árslok, þar af 100 kjörbúðir. Starfsmenn þeirra voru 2575 og hafði fjölgað um 125 á árinu. Heildarlaunagreiðslur þeirra til verzlunar- og skrifstofufólks námu 968 millj. króna og hækkuðu á árinu um 337 millj. eða 53%. Sagt eftir leikinn ELLERT B. SCHRAM. Ellert Schram formaður Knatt- spymusambandsins var að von- um ánægður með leikinn, en Timinn hitti hann að máli skömmu eftir leikslok. — Þetta er tvimælalaust glæsi- legasti árangur tslendinga i knattspyrnu og einn af mestu Iþróttaviðburðum tslendinga. ts- lenzka landsliðið sannaði á Laugardalsvellinum i kvöld að jafnteflið við Þjóðverja i fyrra og jafnteflið við Frakka fyrir nokkr- um dögum var engin tilviljun. A- Þýzka liðið hefur vaxið að styrk- leika undanfarið, en þrátt fyrir það tel ég að allir geti verið sammála um það, að tslendingar voru betra liðið á vellinum i kvöld. Fyrir okkur, sem fylgjumst af lif og sál með knatt- spymunni — er þessi sigur afar ánægjulegur og sýnir að það starf, sem unnið hefur verið, hef- ur ekki verið til einskis. SIGURPUR DAGSSON. Sigurður Dagssonstóð nú sem oft áður í.marki islenzka liðsins og oft hefur hann átt erfiðari dag, en I gærkvöldi. — Nei, þetta var ekki erfiður leikur hjá mér. Strákarnir i vörninni stöðvuðu flestar sóknar- lotur Þjóðverjanna. Allir leik- mennimir stóðu sig frábærlega vel og baráttan var mikil. Mark Þjóðverjanna? Ég var aðeins of seinn og ef boltinn heföi verið að- eins ofar hefði ég náð til hans. Is- lenzka liðið iék allt sem einn maður og með samstilltu átaki var sigurinn i höfn. HÖRDUR HILMARSSON. Hörður Hilmarsson lék nú sinn fyrsta stórleik með islenzka landsliðinu, en hann hefur einu sinni áður verið með I landsliðinu, — það var á móti Færeyingum i Færeyjum i fyrra. — Þetta er ólýsanleg tilfinning. Annars má segja aö við höfum verið hundóheppnir, þvi við átt- um mörg tækifæri sem fóru for- görðum, meira að segja nokkur daiiðafæri. Leikurinn var i einu orði sagt: Frábær. Já, þetta er leikur,sem aldrei mun liða mér úr minni. Sjó frekariviðtöl við leikmenn íslenzka liðsins M > bls. 17 85% VERZLUNAR- MANNAÆTLAAÐ SEMJA SÉR VINNUVEITENDUR RÆÐA VERKSVIPT- INGARAÐGERÐIR Halli kaupfélaganna varð 48 milljónir 266 NEMENDUR I TÆKNISKÓLANUM — undirbúningsdeild mónuð í haust

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.